Þjóðviljinn - 16.09.1942, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.09.1942, Blaðsíða 2
2 ^iuzi&^jtMitfmiwuniiiuiiiuiMiiiiiiiiiliiliiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiuiiitfMiiiiiiMrtmiiiuiwiiiuiiiiwiiiiiiiiiiÉiB^iwu^iuMinkuiiiiaÉk, ÞJÖÐVILJINN Miðvikudagur 16. Sept. 1942. Frá Miælarsliólan Börnin komi í skólann sem hér segir: á fimmtudag 17. sept. kl. 9 f. h. 8—10 ára börn (fædd 1932— ( 1934), sem voru ekfci í skólanum í fyrra, en eiga að sækja hann í vetur. Á föstudag 18. sept. (læknisskoðun) kl. 8 10 ára drengir (f. 1932), kl. 9 10 ára stúlkur, kl. 10 8 ára drengir (f. 1934), kl. 11 8 ára stúlkur, kl. 2 7 ára drengir (f. ' 1935), kl. 3 7 ára stúlkur, kl. 4 9 ára drengir (f. 1933), kl. 5 9 ára stúlkur. Á laugardag 19. sept. kl. 9 í. h. öll 10 ára börn (f. 1932), kl. 10 f. h. öll 9 ára börn, (f. 1933), kl. 11 f. h. öll 8 ára börn (f. 1934), kl. 1. e. h. öll 7 ára börn (f. 1935). Ef börnin koma ekki sjálf, verða vandamenn að koma í þeirra stað. SKÓLASTJÓRINN. Takmörkun um sölu á bifreiðahjólbörðum Samkvæmt ákvörðun Bifreiðaeinkasölu ríkisins, staðfestri af fjármálaráðuneytinu, verða bif- reiðahjólbarðar aðeins seldir til endumýjunar slitnum hjólbörðum á farartæki, sem eru í not- kun, gegn því að hinum eldri hjólbörðum verði skilað mn leið, og séu jafnframt gefnar órækar upplýsingar um hvaða ökutæki hjólbarðinn á að notast á. Vegna gúmmískortsins, sem ríkir í löndum þeim, sem vér skiptum við, ber oss öllum í þessu landi að gæta hins fyllsta sparnaðar um alla notkun á gúmmí og halda vandlega til haga hinu slitna gúmmíi, svo að hægt verði að senda það til vinnslu aftur. Sparið hjólbarðana, farið vel með þá, skilið öll- um slitnum hjólbörðum og slöngum, með því móti aukum vér mikið möguleikana á að fá endumýjaðar birgðir vorar á þessari viðkvæmu vöru. Reykjavík, 14. september 1942. BIFREIÐAEINKASALA RÍKISINS. Með skírsbotun tll laga UM SÍLDARVERKSMIÐJUR RÍKISINS nr. 1, 5. janúar 1938, tilkynnist hér með að vér tökum á móti pöntunum á síldarmjöli fram til ! 30. þ. m. án skuldbindingar um afhendingu. Siglufirði, 14. september 1942. SÍLDARVERKSMIÐJUR RÍKISINS. Matarstell 12 manna með 60 diskum 170 krónur. — Kaffistell 12 manna kr. 77.50. — Matskeiðar og gafflar 1.50. Teskeiðar 1. kr. — Nýkomið. K. Einarsson & Björnsson Bankastræti 11. Elll ll M- ruðieiliiun Magnús Guðmundsson. ELnn af beztu stuðntngsmönn- um Þjóðviljans, Magnús Guð- mundsson á ísafirði, á sjötíu og þriggja ára afmæli í dag. Magnús hefur verið útsölumaður blaðsins á ísafirði frá því að það hóf göngu sina. Alúð hans við þetta starf er til fyrirmyndar, og getur sósíalistahreyfingin á ísafirði og Þjóðviljinn seint fullþakkað öll þau spor og allt það erfiði, sem Magnús hefur fórnað blaðinu og málstað þess. Magnús er fæddur 16. september 1869 að Kaldbak í Kaldrananes- hreppi í Strandasýslu. Á þriðja ári fluttist hann frá foreldrum sínum að Kaldrananesi og ólst þar upp til 18 ára aldurs, en fór þá að Stað í Steingrímsíirði og var þar tvö ár. Frá Stað fluttist Magnús vorið 1890 að Eyri í Seyð isfirði við ísafjarðardjúp, og stund aði þar aðallega sjómennsku vor, haust og vetur en heyvinnu á sumrum. Haustið 1892 kvæntist hann Júlíönu Þorvaldsdóttur frá Folafæti í Súðavíkurhrepp, og eignuðust þau sex börn. Þrjú þeirra eru á lífi, tvö dóu ung en uppkominn sonur drukknaði af bát frá Súðavík 1930. Magnús átti heima að Folafæti í 15 ár og stundaði ýmist sjósókn, smiðar eða vefnað. Forsöngvari var hann við Eyrarkirkju öll þessi ár, enda söngmaður góður. Vorið 1904 misst.i Magnús konu sína og flutt- ist árið eftir til Ögurhrepps. Árið 1907 kvæntist Magnús Karitas Skarphéðinsdóttur, og eignuðust þau 10 börn; eru sex þeirra á lífi og öll hin mannvæn- legustu. Þorsteinn sonur þeirra var skipstjóri á „Pétursey”, er hún fórst 1941. Meðan Magnús dvaldi i Ögur-i lireppi stundaði hann einkum sjó- mennsku, smíðar og vefnað. Þcg- ar er mótorar komu til sögunnar frá 1906 til ' 1922. Til Hnífsdals varð hann vélamaður, og var við það frá 1906 til 1922. Til Hnífsdals fjarðar 1922 og hefur dvalið þar síðan, og lengst af stundað smíð- ar. Magnús hefur alia stund verið áhugamaður um málefni stéttai' sinnar. Árið 1926 gekk hann í Verkalýðsfélagið Baldur á Isa- firði og var kosinn heiðursfélagi þess 1935. Hann var einn af stofn- endum Kommúnistaflokksins á Isafirði og síðar Sósíalistaflokks- ins, og voru þau hjónin, Karítas og hann, þar í fremstu röð. Af þessu örstutta æviágripi má Soœjaz 'póslmtnn Klyfjar Alþýðuflokksins. í lestaför lífdaga sinna hefur Al- þýðuflokkurinn gengið með dráps- klyfjar pólitískra loforða, sem hann hefur sjaldan efnt. Á annan klakk- inn hefur hann hengt viðurhlutamik- il kosningaloforð, á hinn klakkinn þingsvikin. Alþýðuflokkurinn hefur jafnan 'krafizt þess fyrir kosningar, að afncma tolla á nauðsynjavörum. Þessi krafa hefur verið eins ófrá- vifcjanleg og helgiathöfn í kaþólskri messugjörð. Hann hefur sett fram þessa kröfu venjulega sem „óábyrg- ur“ flokkur í stjórnarandstöðu. En hvernig hefur hann efnt þessa kröfu? Árið 1939 á Alþýðuflokkurinn full- trúa í ríkisstjórninni. Hann þaðar þá í ljóma „ábyrgðarinnar" og sigar hundunum á alla untangarðsmenn. Á fyrsta embættisári þjóðstjórnarinnar eru tollar hækkaðir á öllum nauð- synjavörum, með samþykki Stefáns Jóhanns, Alþýðuflokksins og Alþýðu- blaðsins. Kosningaloforðin fró 1937 voru gleymd. TJm það bil sem þingkosningar 1937 voru að hefjast, skorar Alþýðuflokk- urinn ó miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins að skuldbinda sig til að lækka ekki gengi íslenzkrar krónu og kveðst vera reiðubúinn til að gefa út slíka yíirlýsingu. Sjálfstæðisflokkur- inn hummar fram af sér að svara áskoruninni, og Alþýðublaðið hælist um af þessu. Við erum hvergi hrædd- ir að skuldbinda okkur til að fella ekki gengið, sagði Alþýðublaðið gleiðgosalega. Tímar liðu, snemma á árinu 1939 greiðir Alþýðuflokkurinn atkvæði með gengislækkuninni, og gleymd voru stóru orðin og kosningaloforðin frá 1937. Tollahækkanir og gengislækkanir voru fyrstu ráðstafanir, sem gerðar voru til þess að hleypa verðbólgu í atvinnulíf íslendinga. Alþýðuflokk- inn klígjaði ekki við að veita þessum ráðstöfunum brautargengi, og hann klígjar heldur ekki við að krefjast þess nú í bjargráðatillögum sínum, að „gengi íslenzku krónunnar verði hækkað og gert jafnhátt og það var fyrir gengislögin 1939“. Það er víst þetta, sem kallað er heilindi! í gær hælist Alþýðublaðið um af því, að tillögur Sósíalistaflokksins séu í aðalatriðum ekkert annað en gamlar og nýjar tillögur Alþýðu- ílokksins. Vel mó vera að svo sé. En það vítir enginn Alþýðuflokkinn fyrir tillögur hans og loforð í sjálfu sér. Hann er víttur fyrir það «ð kosningaloforð hans hafa aldrei ver- ið annað en kosningabeita. Hann er víttur fyrir það að gefa ábyrgðarlaus loforð, sem hann ábyrgur vill ekki efna. Alþýðublaðið segir að Sósíal- istaflokkurinn hafi aldrei frá eigin brjósti borið fram tillögur um róð- stafanir gegn verðbólgunni. j Má spyrja Stefán Pétursson: Hver greiddi atkvæði gegn gengislækkun- inni? Hver greiddi atkvæði gegn ' tollahækkununum? Sósíalistaflokk- I urinn! Hver reyndi sem sagt að efna ■ kosningaloforð Alþýðuflokksins? j Sósíalistaflokkurinn! Og hver sveik kosningaloforð Alþýðuflokksins? Al- þýðuflokkurinn! Að lokum skal Alþýðublaðinu gef- in eftirfarandi undirvísun í pólitísku siðgæði: Það er létt verk og löður- mannlegt að sjóða saman loforð fyr- j ir kosningar. En það þarf pólitískt hugrekki og þrek, einlægni og vilja, til þess að efna loforðin. Alþýðu- flokkurinn hefur aldrei átt þetta hugrekki til að bera. Hann hefur fremur kosið hinn breiða veg af- sláttarins og pólitískrar kaup- mennsku. Og þess vegna eru hinir seinþreyttu fylgjendur hans að hverfa frá honum og skipa sér undir merki þess flokks, sem aldrei hefur brugðist og aldrei mun bregðast kjósendum sínum. Þess vegna kjósa þeir Sósíalistaflokkinn. „Að ráðfæra sig við Al- þyðusam bandsstjómina'M! Alþýðublaðið talar um það með þjósti, að Dagsbrún hafi látið undir höíuð leggjast að ráðfæra sig við stjórn Alþýðusambandsins, Sigurjón Ólafsson & Co., áður en hún tók ákvarðanir sínar um setuliðsvinnuna. Hugsa sér annað eins? Gleyma að spyrja hann Sigurjón!! Ekki nema það þó!! Hvernig var það með Prentarafé- lagið, Járniðnaðarmannafélagið, Raí- virkjafélagið og önnur þau, sem stóðu í verkföllum í vetur? Ráð- færðu þau sig mikið við Sigurjón & Co. þá? Og hvernig hefur það verið, ef Dagsbrún hefur skriíað Alþýðusam- bandsstjórninni? Hefur Dagsbrún fengið svar? Og hvað líður loforðum Alþýðu- sambandsstjórnarinnar um einingu verklýðsfélaganna? Við hverja ráð- færði Sigurjón Ólafsson, forseti Al- þýðusambandsins, sig, áður en hann greiddi atkvæði gegn því í Félags- dómi, að verkamenn mættu ganga í Verklýðsfélag Akureyrar? Framhald á 4. síðu. sjá, að Magnús hefur átt erfiða og starfsama daga. Hann hefur ekki farið varhluta af raunum og áhyggjum lífsins, en borið þær með karlmennsku. Hami hefur haldið anda sínum ungum og vak andi fyrir breytingum og nýjum tímum. Þrátt fyrir háan aldur er Magn ús enn sami áhugamaðurinn um málcfni stéttar sinnar, með næm- an skilning á því, hvers virði það er fyrir stórar hreyfingar, að einnig þau störf, sem sjaldan er minnzt á opinberlega og lítil upp- hefð þykir fylgja, séu unnin af engu minni trúnaði og samvizku- semi en hin, sem alþjóðaathygli vekja. En samtök alþýðunnar yrðu aldrei að því valdi scm þau þurfa að verða, ef ekki væru unnin í kyrrþey ai' þúsundum manna þreytandi hversdagsstörf, án hugsunar um nokkur önnur laun cn vitund um að verið sé að leggja skerf í baráttu alþýð- unnar, baráttuna fyrir bjartri framtíð þeirra, sem nú eru ung- ir, baráttuna við þáu kúgunaröfl, sem meinað hafa svo mörgum al- þýðumanni að njóta hæfileika sinna. Alþýðan á Islandi mun ávallt minnast þessara manna með þakk læti og virðingu. Brautryðjend- anna, sem orðið hafa að þola at- vinnuofsóknir og hverskonar þrengingar fyrir fylgi við mál- stað sósíalismans. Félaganna, sem gengu hús úr húsi með blöð sósí- alista fyrstu árin, án þess að skeyta um óvinsældir svokall- aðs ,,heldra fólks” og jafnvel al- þýðuma- a, sem ekki þekktu sinn c ’ málstað. Meðal þessara brautr, nda í baráttu alþýð- unnar a Magnús Guðmundsson skilið að skipa heiðurssess. Til hamingju með afmælið Magnús. Þjóðviljinn þakkar þér starfið sem unnið cr, og óskar þér góðra stunda á ókomnum ævidögum. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.