Þjóðviljinn - 16.09.1942, Page 3

Þjóðviljinn - 16.09.1942, Page 3
] Miðvikudagur 16. sept. 1942. pJÖOVIIJINM Útgeíandi: Sameiningarílokkux alþýðu. — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjórar: Sigfús Sigurhjartarson (áb.). Einar Olgeirsson. Ritstjóm: Hverfisgötu 4 (Víkingsprent). Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrií- stofa: Austurstræti 12 (1. hæð). Sími 2184. Víkingsprent h.í,, Hveríisgötu 4. Ofurseldir erlendu valdi Eiun þingmaðiur Ihaldsfiokksms lýsti því yfir í þingræðu um sjálf stæðismál vort, að stjórn Banda- ríkjanna hefði bannað Islending- um að setja hér á stofn lýðveldi nú þegai'. ltíkisstjórnin hcíur enn ckkert sagt um, hvort þessi stuðn ingsmaður hennar hafi sagt satt eða ckki, — en hún talar um ,,óvænt viðhorf” í sjálfstæðismál- inu og þjóðin er þegar farin að hugsa sitt, - . . I Rétt á eftir gerist svo það, að herstjórn Bandaríkjahersins gef- ur út tilkynningu um \ Lnnuskil- yrði í setuiiðsvinnunni, en fæst ekki til að semja við Dagsbrún, viðurkemia í reyndinni íslenzku verkalýössamtökin sem pamnings aóila. Hvað er hér á ferðimii? Pyrst er — að því er einn þing- maður gefur i skyn — ríkis- stjórnin í Washington að blanda sér í innanríkismál Islands og banna Islendingum að ná nu þeg- ar því takmarki, sem þeir hafa þráð í sjálfstæðisbaráttu sinni. Og síðan kemur herstjórn Bandaríkjanna á íslandi og neitar aó viðurkenna verkalýosfélögin sem samningsaðila, ems og þau eru að íslenzkum lögum. Oss íslendinga brestur að vísu afl til þess að geta komið fram vilja vorum gagnvait hvort held- ur ríkisstjórn Bandaríkjanna eða herstjórn ameríska hersins hér á landi. Vér erum „fáir, fátækir og smáir” gagnvart þessu stór- veldi, sem tekið hefur að sér að vernda oss. En vér erum ekki svo smáir, að vér látum bjóða oss hvað sem er mótmælalaust. Vér beygjum oss máskc í svip fyrir ofurefli, en vér stöndum á rétti vorum og víkjum ekki frá honum. Vér vitum að lítt muni oss þýða að skírskota til þess i þess- ari viðureign, að málstaður sá, er Bandamenn segjast berjast fyrir í þessu stríði, sé það að vernda hina smáu, skapa öryggi og rétt- læti í heiminum, tryggja lýðræði og þjóðfrelsi. — Það eru til öfl bæði með Bretum og Bandaríkja mönnum, sem virðist ekki vera sérlega annt um þann málstað. En oss þykir hart, ef þau aftur- haldsöfl fá að vaða svo ujppi, þrátt fyrir einlæga lýðræðisásý yfirgnæfandi meirihluta Breta og Bandaríkjamanna, áð smáþ.jóðum sem oss sé fyrirskipað í smáu sem stóru hvað þær skuli og megi gera. ÞJÓÐVILJINN_ bandoapnauiiinan og i Dagsbrún Ameríska setuliðsstjórniu hefur loks svarað Dagsbrún, þrem vik- um eftir að hinn nýi samningur gekk í gildi. Það verður að játast að Dagsbrún gerði sér aðrar hug- myndir um hinn víðfræga ameríska hraða. en svarið sjilft o )i þó öllu meiri furðu. Svji’ eetuliðsstjórit'nnnar felst í stuttu máli í þessu. Vinnumarkaðurinn er frjáls, við gerum enga samninga við verka- lýðssamtökin heldur setjum okkar eigin reglur um kaup og kjör. Það má vel vera, að slík að- ferð sé tízka í Bandaríkjunum, þar sem verkalýðshreyfingin er tiltölulega ung og tæplega búin að slíta barnsskónum. En hér á Islandi er tízkan önnur. Hér eru verkalýðsamtök- in viðurkennd með sérstakri lög- gjöf. Hér er varla það kauptún til, að ekki sé þar verkalýðsfélag. Og það eru sárafáar imdantekn- mgar, að þessi félög hafi ekki lög- lega viðurkennda samninga við at- vinnurekcndur. Þessi tUhögun er fyrir löngu orðin hefðbundin lýð- ræðisvenja hér á landi. íslenzkum verkamönnum kemur það því harla spanskt fyrir sjón- ir, þegar stjórn þess setuliðs, sem hingað er komið eftir beiðni ís- íslenzka þjóðin mun enn bíða átekta. Sjá hvort þingmaðurinn, sem ræddi um erlenda íhlutun, hefur haft rétt að mæla. Sjá hvort ameríska herstjómin sem- úr við íslenzk verkalýðsfélög. En fari svo, að það sýni sig, að meiningin sé að fyrirskipa oss hvað við megum .gera, þá mun íslenzka þjóðin draga strax af því eina ályktun: Það sé Islandi til óhamingju, að Bandaríkin ein taki að sér vernd þess. Sú tilhögun, sem Sósíalistaflokkurinn frá upphafi hefur barizt fyrir: að samið væri við Bretland, Bandaríkin og Sov- étríkin sameiginlega um öryggi landsins, myndi vera bæði freísi Islendinga og málstað Banda- manna heillavænlegra. Og það mun tvímælalaust bráðlega gef- ast. tækifæri til þess að taka þessi mál' öll til rækilegrar íhugunar og endurskoðunar. Dagsbrún, sterkasta og fjöl- mennasta cinstakt félag á Islandi, — það félag, sem allra félaga bezt hefur sýnt skilning siún á land- varnamálmu, — hefur sagt amer- ísku lierstjórHÍnni afdráttarlaust álit sitt. á framkomu hennar, hef- ur mótmælt þeirri aðferð, sem hér er viðhöfð. Öll íslenzka þjóðin tekur und- ir þau mótmæli. Og íslenzka þjóðin mun öll mót- mæla einum rómi, ef það reynist satt, að þessi ágengni við íslenzk lýðréttindi sé aðeins einn þáttur í miklu veigameiri íhlutun Banda ríkjanna um málefni vor Islend- inga. Þjóðin heimtar það, að ríkis- stjóm hennar segi henni sann- leikann um hvar við stöndum. lenzka ríkisms í þefm tilgangi að það verji Island, frelsi þess og lýðræðislegar venjur, skuli einmitt brjóta eina helztu og rótgrónustu lýðræðislegu venju lands okkar. Eg ætla mér ekki það verkefni að leita að orsökum þessarar af- stöðu setuliðsstjómarinnar til verkalýðssamtakanna. En ef t. d. sú hugsun skyldi vera fyrir hendi, að íslenzku verk- lýðsfélögin væru samsærisstofnan ir, sem ekki væri við semjandi, þá væri tvennu til að svara: I fyrstu er ólíklegt að íslenzka ríkisvaldið færi að löghelga sam- særisstofnanir. Og í öðru lagi má fullyrða, að verkalýðsstéttin er eini íslenzki aðilinn, sem sýnt hef- ur skilning á málstað Banda- manna og vörnum íslands, Á ég þar sérstaklega við hina margyfir lýstu og áþreifanlegu stefnu Vmf. Dagsbrúnar. Ameríska setuliðið er hingað komið sem þáttur í styrjöldinni gegn villimennsku fasismans. Það hefur sýnt sig, að þessi styrjöld verður hvorki háð né unnin með vopnunum einum, heldur með starfi þjóðanna að baki víglínunn ar. Það er, að til þess að sigra fasismann, þarf herinn að hafa þjóðirnar að bandamanni og bak- hjalli. Þetta gildir ekki aðeins um stórar þjóðir heldur og um þær smæstu. Manni hefur einnig skilizt, að óskir Bandaríkjamanna um hina beztu sambúð við ís- lenzku þjóðina væru fram settar út frá þessu sama sjónarmiði. En einmitt þetta sjónarmið ger- ir afstöðu setuliðsstjórnarinnar til verkalýðssamtakanna alveg óskilj anlega. Sé henni umhugað um að ávinna sér traust Islendinga, þótt fáir séu, og afla sér bandamanna meðal þeirra, þá gat setuliðsstjórn in tæplega valið sér óheppilegri aðferð. Það er þetta, sem við er átt i ályktun Dagsbrúnar um svar setuliðsstjómarinnar og er ekki sett fram vegna liagsmuna verka manna einvörðungu, heldur einnig vegna hagsmuna stríðsrekstursins, vegna málstaðar þess, sem bar- izt er um í þessu stríði. Dagsbrúnarmaður. Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. ÓOOOOOOOOOOÓOOOOO Muolð Kaffisölutia Hafnarstrœti 16 Slðlknr ðskasl Vér erum nú að byrja framleiðslustarfsemi í nýrri verksmiðjubyggingu og vildum bæta við oss nokkrum starfsstúlkum. - Upplýsingar hjá verkstjóranum, Varðarhúsinu, kl. 4 til 6. Ekki svarað í síma. Sjóklæðagerð íslands h.f. Þrjár duglegar sfúlkur geta fengið atvinnu í tóbaksgerð vorri strax eða 1. október. Tóbakseinkasala rtkisins Smásölnverð ð vlndllngnm Útsöluverð á enskum vindiingum má eigi vera hærra cn hér segir: Players N/C med. 20 stk. pk. kr. 2,50 pakkinn May Blossom •20 — — — 2,25 — Elephant 10 — — — 0,90 — Commander 20 — — — 1,90 — De Reszke, tyrkn. 20 — — — 2,00 — Teofani 20 — — — 2,20 — Derby 10 — — — 1,25 — Soussa 20 — — — 2,00 — Melachrino nr. 25 20 — — — 2,00 — Utan Revkjavíkur og Hafnarfjarðar má útsöluverðið vera 3% hærra en að framan greinir, vegna flutningskostnaðar. Tóbakseinkasala ríkisins. Með tífvísun tíl áður auglýstvar verðlaunasamkcppnt um uppdrætti af 10.000 mála verksmiðju á Siglu- firði og 5.000 mála verksmiðju á Raufarhöfn, tilkynnist hér með að gefnu tilefni, að 1. verð- laun eru kr. 10 þúsund og 2. verðlaun kr. 5 þúsund fyrir hvora verksmiðju. Siglufirði, 14. september 1942. SÍLDARVERKSMIÐJUR RÍKISINS. Tilkynning Vegna 65% hækkunar á skemmtanaskatti, sem gengur í gildi 16. þ. m., og annars aukins kostnaðar, hækkar verð á aðgöngu- miðum á kvikmyndasýningar og verður frá sama tíma sem hér segir: BARNASÆTI kr"w100'T,,5EaaEroas ALMENN SÆTI kr. 2.00 BETRI SÆTI, NIÐRI kr. 3.00 BALKONSÆTI kr. 3.50 STÚKUSÆTI, SVALIR kr. 4.00 Reykjavík, 15. september 1942. Gamla Bíó. Nýja Bió. Tjarnairbió

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.