Þjóðviljinn - 24.12.1942, Side 1
GLEÐILEG
littirin iíii tr ðnlir
Tvíburarnir sváfu vært í körf-
unni. Eg virti þá fyrir mér,
mældi þá með augunum, annar
var gulbröndóttur, en hinn svart
ur. Þeir eru báðir hálfblindir
og útlendingslegir, hugsaði ég
dapur í bragði. Þeir hafa ekki
hugmynd um skammdegisrökkr-
ið sem kemur utan úr geimnum
og leggst yfir jörðina, kemur ut-
an úr geimnum og fyllir stof-
una mína, kemur utan úr geimn-
um og þrengir sér inn í mig,
uggvænt og kalt, — nei, þeir
hafa ekki hugmynd um hinar
raunalegu endurminningar sem
sækja að mér utan úr hinni þjóð
ernislausu skyggju.
Klukkan var rösklega fjögur.
Það var strax orðið rokkið, en
ég kveikti ekki ljós, helclur
studdi ég hönd undir kinn og
horfði á tvíburana í körfunni,
*— angaskinnin, tautaði' ég, móð-
ir ykkar er dáin og grafin; ég
kallaði hana alltaf „litlu kisu“;-
ég gróf hana í dag, meðan regn-
skýin þutu yfir höfði mér og
víndurinn raulaði einskonar lík
söng. Enginn syrgði hana nema
ég. Enginn tárfelldi við gröf
hennar nema £g. Hún hafði
nefnilega séð of mikið af heim-
inum. En þið eigið eftir að sjá
heiminn: þið eigið eftir að vaxa
og þroskast; þið eigið eftir að
brjóta boðorðin, sem ég kenni
ykkur.
Einu sinni lá hún líka í körf-
unni þeiri arna; en þún var ekki
eins umkomulaus og þið: hún
naut þeirrar hamingju að totta
mjúka spena. Hún drakk mjólk
kynfestunnar og hjúfraði sig að
hlýjum feldi, þangað til hin
roskna móðir var tekin, frá
henni, látin ofan í poka og flutt
á bóndabæ í fjarlægri sveit til
þess að drepa mýs. En þá var
litla kisa orðin alsjáandi og far-
in að tifa um gólfið og lepja úr
skál. Hvílík undrun og forvitni
í augum hennar! Þau voru gal-
opin og starandi eins og hún
tryði ekki því, sem hún sá. Eg
bar mikla umhyggju fyrir
henni, gæddi henni á smábrytj-
uðu dilkakjöti eða ljúffengri
soðningu, keypti jafnvel rjóma
handa henni stöku sinnum. Hún
óx og dafnaði með degi hverj-
um, unz hún hljóp um húsið,
ólátaðist 'frá morgni til kvölds,
hentist í loftköstum upp á legu-
bekkinn minn, horfði kankvís-
lega í augu mín og reyndi að fá
mig til að leika við sig. Eg tók
ævinlega þráðarspotta úr vasan-
um, spratt á fætur og lét hana
elta þráðarspottann fram og aft-
ur um stofuna. Gaman! Gaman! i
Fjör og kátína á heimilinu! Kisa *
litla geistist um gólfið í tryllt-
um fögnuði, hoppaði í loft upp,
skriðlaðist út í horn, klifraði
upp á stólinn eða borðið: víga-
glóð kynstofnsins í augunum,
aldagömul æfing hans í mýkt
og snarleik hreyfinganna. Eg
skemmti mér ágætlega og hló
dátt. Síðan stakk ég þráðarspott
anum í vasann, tók kisu litlu í
fangið og tyllti mér á legubekk-
inn, alvarlegur á svip. Lífið er
ekki eintómur leikur, sagði ég
og strauk henni blítt, en hrukk-
aði ennið og brýndi röddina eins
og uppeldisfræðingur. Móðir þín
var langbezti veiðikötturinn
hérna í þorpinu, annáluð fyrir
dugnað, ráðdeild og siðsemi.
Hún var látin í poka og flutt í
tm iir
Sleí lem
Sigwissno
fjarlæga sveit, þegar þú varst
aðeins þriggja vikna gömul,
flutt þangað til að drepa mýs
hjá frænda mínum. En þegar þú
ert orðin stór, kisa litla, þá
skaltu taka hana þér til fyrir-
myndar. Hún var engin ærsla-
skjóða, eftir að hún komst á
legg. Hún vissi, að skyldurækni
við aðra og kröfuharka við
sjálfan sig er undirstaða lífsham
ingjunnar.
Kisa litla hlustaði á orð mín
og lét spekjast. Hún malaði há-
stöfum nokkra stund og lygndi
aftur augunum, en von bráðar
datt hún út af í fangi mínu. Eg
lagði hana varlega ofan í körf-
una og hlúði að henni. Mikil ó-
sköp, hugsaði ég, hún ætlar að
verða lifandi eftirmyndin henn-
ar móður sinnar! — En þegar
kalt var á næturnar, þegar vetrar
frostið steig hæst og hrímlauf
spruttu á rúðunum, þá leitaði
hún upp á legubekkinn, vældi
ámáttlega og mjakaði sér inn
undir sængurhornið- Skelfingar
kregða ertu, greyið mitt, tautaði
ég úrillur, enginn í þinni ætt
hefur verið svona kulvís. — En
samt lofaði ég henni að hýrast
undir sængurhorninu, því að
hún var svo ung ennþá: hún
átti eftir að harðna og stælast.
Síðan flæddi útmánaðasól-
skinið inn um stofugluggann og
snjórinn bráðpaði á þakinu,
fyrstu vorfuglarnir príluðu upp
eftir döggvuðum rúðunum og
hlýir logndagar hvíldu yfir þorp
inu. Kisa litla var orðin hirin
föngulegasti köttur, bústin óg
strykin, göngulagið fjaðurmagn-
að, mjúkt pg tígulegt, íbygginn
þóttasvipur á rófunni og dulinn
gáski í augunum. Hún hafði hin-
ar mestu mætur á að þvo sér og
snyrta sig, drap tungunni á þóf-
ann, neri snjáldrið og strauk
kjammana.
Heyrðu! sagði ég dálítið hvat-
skeytlega. Þú ættir að bregða
þér á veiðar: það er rottugang-
ur í kjallaranum.
En kisa litla sat kyrr uppi á
borðinu og horfði dreymandi
augum út um gluggann, út í blá-
móðu aprílkvöldsins, eins og
ekkert væri henni jafnfjarri
skapi og rottuveiðar.
Eg hafði Veitt því athygli upp
á síðkastið, að ungir högnar í
þorpinu voru farnir að gefa sig
að henni. Stundum komu þeir
blaðskellandi til hennar, þar
sem hún spókaði sig í góðviðr-
inu á steinstéttinni framan við
dyrnar mínar, — þeir gutu aug-
unum lævíslega á hana og
kerrtu sig alla eins og háttsettir
embættismenn. En kisa litla tók
þeim heldur fálega, enda var
hún alin upp við góða siði. Að
vísu leyfði hún þeim að dást að
sér og athuga rófuna gaumgæfi-
lega, en ef þeir .ætluðu að ger-
ast ókurteisir, rauk hún upp eins
og funi, sló þá utan undir með
grárri loppunni eða læsti klón-
um í trýnið á þeim, — gekk síð-
an leiðar sinnar, móðguð og
hnakkakert. Mér þótti vænt um
að sjá siðprýði hennar og skap-
festu, en hinsvegar gramdist
mér þetta stöðuga tilhald og að-
gerðarleysi. Eg otaði vísifingri
út í loftið og mælti ávítandi:
Kisa 'litla! Þú ert komin á
þann aldur, þegar ábyrgðarleysi
bérnskunnar lýkur og skyldu-
störf fullorðinsáranna taka við.
Eg hef alið þig upp, gefið þér
nýmjólk að lepja, keypt handa
þér hnausþykkan rjóma, brytj-
að dilkakjöt í skálina þína og
látið þig fá ilmandi soðningu á
hverjmn degi. Sumir verða að
gera sér að góðu að éta ruður,
en þú hefur alltaf lifað á kræs-
ingum. Hugsaðu um styrjöldina,
kisa litla! Og nú er kominn tími
til þess að þú launir honum
fóstra þínum uppeldið: það er
talsverður rottugangur í kjall-
aranum.
Orð mín höfðu tilætluð áhrif:
Heyr, fátæka borg, •
í fjötmm neyÖar og prjáls:
Til pín er eg sendur, svo þú
— svo pú verðir frjáls.
Heyr, fátœka borg,
minn frið skal ég gefa þér,
og unað hins ódreymda lífs
og allt, sem þér ber.
Heyr, fátœka borg,
ég fæðist þér kannski 't nótt.
Hvort sefurðu á dúni sætt,
hvort sefur þú rótt?
Heyr, fátæka borg,
þinn frelsari kemur og spyr:
Hvar er herbergi laust?
verður mér v'tsað á dyr?
Þeir svari er ber.
En s'tðar það kemur 't Ijós
hvort fær hann að fæðast hér
eðð. í fjárhúsi uppi í Kjós.
Jón úr Vör.
kisa litla ókyrrðist á borðinu.
Hún horfði ekki lengur út í blá-
\
móðu aprílkvöldsins, heldur var
hún niðurlút og vandræðaleg.
Jæja, rýjan mín, hélt ég
áfram, mildari í máli. Eg veit
svo sem, hvað þú ert að hugsa.
Eg kannast við það frá fornu
fari. Þú ert að hugsa um ástina,
þótt þú sért ekki eldri. En þér
er óhætt að trúa mér: það er
mesta fásinna að hugsa um ást-
ina, fyrr en maður er orðinn dá-
lítið reyndur og ráðsettur. Ást-
in kemur af sjálfu sér á sínum
tíma. Þessvegna máttu ekki
steypa þér kornungri út í eitt-
hvert bölvað klandur og bríarí:
Það hefnir sín alltaf, kisa litla.
Mundu eftir henni móður þinni.
Hún var frægasti veiðiköttur-
inn hérna í þorpinu, vakti allar
nætur og lét sér ekki nægja að
hreinsa til í húsinu mínu, held-
ur hreinsaði hún líka til í öðr-
um húsum. Jæja, taktu nú ráð-
leggingar hans fóstra þíns til
greina: farðu niður í kjallarann
og reyndu að gleyma öllum
kjánaskap og draumórunv
Kisa litla hlýddi mótþróa-
laua. Nokkur kvöld dvaldi hún
í kjallaranum, en ég hafði grun
um, að veiðarnar misheppnuð-
ust, því að spellvirki meindýr-
anna rénuðu lítið. Eg afsakaði
hana 1 huganum: hún er ekki
komin upp á lagið ennþá, hún
er klaufi fýrst 1 stað eins og
margir ágætir veiðikettir; móð-
ir hennar var líka klaufi fyrst í
stað. Hún hlýtur að sverja sig í
ættina innan skamms. Eg trúi
ekki öðru.
En skömmu síðar komu fyrir
atvik, sem ollu mér ákafrar geðs
hræringar. Það var eins og allt
svifi í lausu lofti: sérhver fót-
festa gliðnaði sundur, dynur ó-
þekktra véla fyllti himinhvolfið
og dimmir skothvellir rufu
kyrrðina í þorpinu. Eg fann
skyndilega, að ég var orðinn
gamall og hrumur. Eg tók gler-
augun mín upp úr ryðguðu
hulstrinu og fór að lesa forna
sálma rhér til hugarhægðar. En
kisa litla trítlaði um stófugólf-
ið, einkennilega eirðarlaus,
Framh. á 2. síöu.