Þjóðviljinn - 24.12.1942, Side 7
Fimmtudagur 24. des. 1942
PJÖÐVILJINN
7
Tónlisiarmaðurinn
&
Rússnesk börn, — feður þeirra og mæður fóma lífi sínu og starfskröftum til að tryggja
framtíð þeirra og hamingju.
Ofurstinn hristi höfuðið í
mótmælaskyni: ;,Þú ert dauð-
lúinn — verður að hvíla þig“.
Prokor hnykkti til stóra
höfðinu: „Gefðu mér verk að
vinna, hvað sem er, og ég skal
sýna þér hvort ég er lúinn“.
„Þú ert þreyttur og ég skipa
þér að hvílast”, sagði ofurst-
inn óhaggandi.
„Eg hvíli mig ekkert“, sagöi
Prokor þrjózkulega.
„Tilkynntu ráðsforingjan-
um að þér hafi verið skipað
að hvílast. Farðu inn í borg-
ina og komdu ekki aftur fyrr
en á morgun“.
Hljómdnn í rödd ofurstans,
er hann sagði þetta, þekktum
við, — frekar þýddi ekki við
hann að deila.
Prokor stóð upp með ólund.
„Megum við fara?“
Það varð ekki hjá því kom-
izt að fara og „hvíla sig“.
*
Við gengum inn til borgar-
innar og kvöldþokan lagöist
yfir. Götumar sýndust óvenju-
breiðar, vegna þess hve fáir
bílar voru á ferðinni, en gang-
stéttimar vom of mjóar fýrir
fólkið, sem fikaði sig áfram í
myrkrinu. Ef hvíta línan á
gangstéttarbrúninni hefði
ekki varað við hættunni, hefði
mannfjöldinn streymt út á
akbrautina beint í veg fyrir
bílana, sem brunuðu áfram
ljóslausir. SIiR1
Við þekktum ekkert af borg-
inni nema kaffihúsin, þar
lentum við venjulega ef við
áttum frí. Við gengum fram-
íhjjá dimmum búðargluggum
og götuljóskerum, sem rétt
týrði á.
Á torginu lentum við í hóp
af fólki, sem þrengdi sér í átt
til dyra á stóm húsi. Það var
tónlistahöll og verið var að
halda hljómleika, Prokor
stanzaði fyrir framan auglýs-
ingu, óráðinn.
„Megum við ekki koma aft-
ur fyrir dögun?“ spurði hann.
„Bannað“, svaraði ég.
„Og við fáum ekki að sitja
á kaffistofu í alla nótt?“
„Nei“.
■ „Við skulum þá fá okkur
svolitla menntamanna skemmt
un“, sagði hann brosandi og
benti á auglýsinguna.
„Þú hefur ekkert gaman af
því“, svaraði ég.
„Eg fer bara þér til samlæt-
is“, sagði hann og opnaðidyrn
ar. „Þú skalt hlusta, ég fæ
mér dúr“.
En ég vissi, að það sagði
hann til þess eins áð ergja
mig.
Þegar inn í sætin kom lét
Prokor bera sem mest á því
hvemig hann krosslagði hand
leggina, lagaði sig í stólnum
og lézt ætla að fara að sofa.
*
Grannur maður í kjólfötum
með löngum löfum kom inn
á sviðið. Hann settist, rykkti
píanóstólnum til og frá nokkr
um sinnmn og tók svo að
núa saman löngum, grönmun
fingrunum, hugsi, og horfði
reikulu augnaráði yfir píanóið
á svörtu flauelstjöldin. Rautt
hárið var gi’eitt aftur, frá
breiöu og fagurmynduöu enni.
Píanóleikarinn laut höfði
svo hakan nam við bindið.
sem stóð út í loftið líkt og
hvítir fiðrildavængir, og sló
fingrunum á nóturnar. Hann
lék Chopin — pólskan dans,
ballödur og prelúdíur. Prokor
leit til mín með hæðnissvip.
Eg sá ekki betur en að honum
leiddist fyrir alvöru. Mér varð
ljóst, að maður þarf ekki að
elska tónlist til þess að vera
góður orustuflugmaður. En
nú dundu yfý* fjörugir mas-
úrkatónar, svo komu valsar og
meira af pólskum dönsum.
Píanóleikarinn tók að leika
Liszt. Höfgir bassahljómar
sorgargöngulaganna, eins og
örlagatónar, hljómuðu út í
salinn. Fyrlitningin var horfin
úr svip Prokors. Hann studdi
hönd undir kinn og horfði án
afláts á píanóleikarann, hvem
ig rauða hárið féll niður yfir
enni hans er hann hnykkti til
höfðinu meðan hann lék. Tón-
listamaðurinn leit upp og
horfði reikulu augnaráði eftir
svörtu flaueli hliðartjaldanna.
Þegar fyrsta hluta tónleik-
anna var lokið, spurði ég:
„Eigum við áð koma?“
Prokor tók því fjarri.
Þegar næsta hlé kom var
hann orðinn eftirtektin sjálf.
„Fjandinn sjálfur hafi
hann!“ sagði hann hrifinn
þegar við fórum út. „Fjand-
inn eigi hann!“
Einhvemveginn atvikaðist
það svo, að í stað þess að fara
á kaffihús fórum við á jám-
brautarstöðina. í dimmum
vagni í neðanjarðarbrautinni
spuvöi ég hann: „Jæja, hvem-
ig fannst þér okkur takast að
hvíla okkur?“
Hann horfði lengi til mín
án þess að svara. Loks sagði
hann f fyllstu alvöru: „Ef ég
hefði vitað hvað það vrði gam
an, hefði ég ekki farið að röfla
við ofurstann. Mér fannst ég
einmitt hvílast svo vel. En get-
urðu frætt mig á þvi, hvaðan
svona lítill og vesaldarlegur
náungi fær allan þennan
kraft? Fingurnir á honum
voru eins og eldspýtur, en
krafturirin í þeim! Hann bók-
staflega þredf mig í loft og bar
mig inn í einhvem nýjan
heim, sem ég hef aldrei kom-
izt í“.
*
Ekki eru allir dagar jafn
bjartir 1 lífi okkar, og það var
einn af svörtu dögum Prokors.
sajaaönanrínnnn
Saga frá austurvíg-
stöðvunum eftir
rússneska rithöfund-
inn Nikolaj Spanoff
íaja?a!aía!aja?asasa?as!
þegar hann missti flugvél sína
í bardaga og kom niður í skóg
fjarri stöðvum sínum. Prokor
hélt að hann fyndi sovéther-
inn, ef hann héldi út úr skóg-
inum, og fór sér ekki varlega.
En þáð fyrsta sem hann rak
augun í þegar út úr skógin-
um kom var þýzkur könr.un-
arflokkur. Það var ekki um
annað að gera en áð hraða
sér inn í skóginn aftur.
Alla nóttina var hann að
leita, með aðstoð bænda úr
nágrenninu, að kunningja
síhum, leiðtoga skæmflokks-
ins, sem hélt til á þessum slóð-
umognefndur var „Gleraugna
maðurinn“. Þessi skæmfor-
ingi var að undirbúa áhættu-
samt fyrirtæki. Flokk hans
hafði verið falið að ná þýðing-
armiklum landabréfum úr
herráðsstöð Þjóðverja. Allt var
þannig undirbúið, að skæm-
liðamir kæmust inn í herráðs-
stöðina undir því yfirskyni að
þeir . væru í „sendinefnd“.
Gleraugnamaðurinn bauð Pro-
kor að verða með og tók hann
boðinu með þökkum. Honum
var fengið það hlutverk að
reyna með einhverjum ráðum
að draga að sér athygli þýzku
liðsforingjanna, meðan félag-
ar hans ranhsökuðu húsiö.
Gleraugnamaðurinn var þaul-
vanui’ slíkum brellum, og allt
gekk samkvæmt áætlun.
Sendinefndarmennirnir stóðu
auðmjúkir frammi fyrir þýzka
majómum. Prokor lék svik-
ara, og gaf fáránlegar upplýs-
ingar um rauða herinn. Naz-
istinn hlustaði vantrúaður, en
loks gat hann ekki stillt slg
um að breiða út landabréf.
„Herra ofursti", kallaðihann
inn í næsta herbergi. „Hér er
merkilegt mál á ferðum“.
Lágur maður, rauður í and-
liti. kom í dyrnar. Hannhorfði
með athvgli á „sendinefndar-
mennina“, sem stóðu á miðiu
frólfi með húfumar í höndun-
um, gekk beeiandi að borðinu
með landabréfinu.
„Hvað er um að vera?“
Prokor var að byrja að vefa
stórmerka lygasögu, þegar
tveir varðmenn komu inn
með lágan og grannan manní
rifinni,ljósri regnkápu. Við hliö
ina á einkennisbúningum liðs-
foringjanna og frökkum her-
mannanna virtist þessi regn-
kápa líkust bamalegum dul-
búningi. En þegar Prokor leit á '
fangann, varð honum ljóst að
hér var ekki um neinn skrípa-
búning að ræða. Andlit fang-
ans var var blágrátt af kulda
og tennumar glömruðu eins
og í hundeltu dýri. Hann var
berhöfðaður og eldrauður hár-
lubbinn stóð í allar áttir.
Prokor gat ómögulega munað
þegar í stað hvar hann hefði
séð þennan mann. En þegar
hann kom honum fyrir sig,
varð honum mikið um: Það
var píanóleikarinn, einmitt
sami píanóleikarinn!
Liðsforingjarnir réðu ráðum
sínum og Prokor hlustaöi.
„Herra ofursti! Þetta er
sami Gyðingurinn sem við
tókum í gær skammt frá
brúnni. Hann heldur enn fast
við það að hann sé tónlistar-
maður, og sér hafi ekki komið
til hugar að skemma brúna“.
Ofm’stinn, gráeygur og al-
varlegur, athugaði píanóleik-
arann.
„Það er ekki sem ótrúleg-
ast“, sagði hann seinlega, „sá,
sem það hefur gert hlýtur að
vera sterkur eins og bjöm, og
þessi er eitthvað —„. Hann
lauk ekki við setninguna, en
snéri sér að fanganum: „Tón-
listarmaður?“
,,Já“.
„Það er hægt að ganga úr
skugga um það — láttu okkur
hejrra hvað þú getur“. Ofurst-
inn vék höfðinu í átt til gam-
als stofuorgels úti við vegg-
inn.
„Ef þú ert. þessi frægi tón-
listarmaður, sem þú segist
vera, skulum við sleppa þér.
Spilaðu!“
Fanginn settist við orgelið
og hóf hendumar á loft. En
honum var litið á finguma,
bláa og loppna af kulda, og
lét hendurnar falla í skaut
sér, ráðalaus.
„Hann er dauðloppinn“,
sagði majórinn.
„Omaðu þér á höndunum“,
sagði ofurstinn stuttlega og
benti með höfuðhreyfingu i
átt til lampans
Tónlistarmaðurinn fór yfir
að lampanum og tók að orna
sér. Ljósið lýsti gegn um hönd
hans, blóðið tók að renna ört
á ný. Prokor starði á hendur
hans og gleymdi til hvers
hann var staddur þama,
gleymdi sögunni, sem hann var
byrjaður á yfir opnu landa-
bréfinu.
Tónlistamaðurinn settist við
hljóðfærið. Hann néri hend-
urnar eins og fyrst þegar Prok
or heyi’Öi hann leika. Prokor
sá að fíngerðu hendur hans
voru allar blóðrlsa. Píanóleik-
arinn virtist nú fyrst verða var
sáranna á höndum sér, leit
óttasleginn til nazistanna, en
byrgði s;g svo yfir hljóðfærið.
Grafhljómar Sálumessunn-
ai’ fylltu herbergið, smugu út
um brotnar rúðurnar, út í
‘ frostþögn skógarins, sem lá
fast að húsinu.
Ofurstinn leit ekki af hönd-
um píanóleikarans, og hnykl-
aði brýnnar. Majórinn tók eft-
ir því og kallaði til tónlista-
mannsins í skipunartón:
„Hættu! Nóg komið af þessti
slavneska væli“.
Píanóleikarinn hætti áð
leika, skelfdur. Hendur hans
svifu í loftd, líkt og fugl, skot-
inn á flugi, en féllu svo á
nótnaborðið.
Ofurstinn snéri sér reiöilega
að majórmun: „Hvers vegna
segirðu „slavneskt væl“. Þetta
er eftir þýzka tónskáldið okk-
ar, Mozart“.
„Ach, so!“ flýtti majórlnn
sér að segja afsakandi-. „Wund-
erbar! “
Ofurstinn kallaði til píanó-
leikarans: „Spilaðu!“ og enn
| (Framhald á næstu síðu.)