Þjóðviljinn - 05.01.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.01.1943, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJIMN Þriðjudagur 5. januar 194S. Eftir kröfu Sjúkrasamlags Reykjavík- ur og að undangengnum úrskurði, upp- kveðnum í dag, með tilvísun til 32. gr. laga um alþýðutryggingar nr. 74., 31. des. 1937, sbr. 86. gr. og 42. gr. sömu laga, sbr. lög nr. 29,16. des. 1885, verður án frekari fyrirvara löktak látið fram fara fyrir öll- um ógreiddum iðgjöldum Sjúkrasam- lagsins, þeim er féllu í gjalddaga 1. des. 1942 og fyr, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi greidd innan þess tima. Lögmaðurinn 1 Reykjavík, 4. jan. 1943. Ti Ikyn ning Hér með tilkynnist, að vér höfum flutt vélsmiðjuna 1 hin nýju húsakynni vor við Seljaveg (gengið frá Vesturgötu). Skrifstofumar verða fyrst um sinn á sama stað og áður. ( Skrifstofan 1365 (tvær línur) [ Verkstjórar 1368, ( efnisvarzla 1369. GLEÐILEGT NÝTT ÁR! Þökkum viðskiptin á liðnu ári. Vélsmiðjan Héðínn h.f. Áskorun til kaupmanna og kaupfélaga Meðan erlent smjör, sem pantað hefur verið, er ókomið til landsins, skorar ráðuneytið á alla þá, er selja smjör í smásölu, að selja engum einstökum kaup- anda meir en eitt kíló af smjöri í einu. Viðskiptamálaráðuneytið, 4. jan. 1943. Ennfremur höfum við ennþá: Tryppa og folaldakjöt nýtt: í heiium og háifum skrokkum kr. 3,30 pr. kg. Supuiyot: kr. 4,00 pr. kg. Læn, smábitar í steik kr. 4,50 pr. kg. Vesturgotu 16 (gamla kjötbúðin). cBcvj at yóztuviWM „Rfkið og einstakling- amir“. Þetta er fyrirsögn á einum kafla Reykjavíkurbréfa Morgunblaðsins síðastliðinn sunnudag. Bæjarpóstur- inn ætlar að flytja lesendum sínum þennan kafla orðréttan, og spyrja svo ritstjóra Morgunblaðsins ofurlít- ið út úr honum. Morgunblaðið hefur orðið: „Á styrjaldartímum fara öll við- skipti meira og minna úr eðlilegum skorðum. Rikisvaldið íær þá meiri afskipti af framleiðslu þjóðanna, verzlun og einkalífi manna. t>eir, sem unna ríkisrekstri, taka þetta sem stuðning við málstað sinn. Þarna sjá menn, segja þeir. Þegar mikið liggur við og þjóðimar þurfa mest á sig að leggja, þá er gripið til þess nð auka opínbera íhlutun á öllum sviðum, að heita má. Þessi söngur heyrðist i síðustu styrjöld. Hann er endurtekinn nú, með engu minni áfergju. En sannleikurinn er sá, að einok- unarmenn og ríkjsrekstrarpostular íara þama alveg villur vegar. Þeir þlanda saman heilbrigðu lífi og sjúku, hemaðarástandi og friði. Þeir gætu alveg eins sagt: Við viljum styrjaldir, við viljum að heimurin. • sé í báli, heilbrigt athafnalíf úr lagi íært, til þess að við getum fengið kröfum okkar fullnægt um ríkisíhlut un i öllu athafnalífi, nef rikisvalds- ins í hvers manns koppi. - JfTS' JT.------------------------ Hlutverk þeirra, sem vinna að end urreisninrfi* eftir stríðið, verður ekki tað að herða á ríkisrekstrarfjötrun- um, heldur hitt, að losa atvinnulífið úr viðjum, gefa borgurum ríkisins það mikið olnbogarúm til athafna, að framtak þeirra fái að njóta sín. Annars verður sigurinn lítilsvirði fyrir þá, sem berjast fyrir frelsi, ef með frelsi smáþjóða fæst ekki um leið persónulegt frelsi einstakling,- anna“. **4 Hvað er „heilbrigt líf‘? Virðulegu Morgunblaðsritstjórar! Vilduð þið ekki vera svo vingjarn- legir áð skýra nokkru nánar hvað þið eigið við þegar þið talið um „heilbrigt líf“. Ef marka má orðarma hljóðan, verður ekki betur séð en að þetta sé bara annað nafn á því sem almennt er kallað friðartímar. Það verður því að hafa fyrir satt, þar til þið gefið aðra skýringu, að „heilbrigt lif“ haíi verið ríkjandi fyrir stríð i öllum hinum svokölluðu lýðræðslöndum. Nú mun yður ugglaust reka mrnni til þess, að síðasta ártuginn fyrir stríðið áttu lýðræðisrikin við tals- verða erfiðleika að stríða. Þið þekkið erfiðleikana sem við var að stríða hérna heima, atvinnu- leysi og afleita afkomu frámlciðslu- atvinnuveganna. En þetta var allt „þeim rauðu“ að kenna, munuð þið segja. Hér sat , rauð stjórn“ að völdum árum saman, hún var með „nefið niður í hvers manns koppi“ og eyði- lagði hið frjálsa athafnalií. En haegan nú, herrar mínir. Lítið til hinna ágætu lýðraeðislanda, Bandaríkjanna og Bretlands. Ekki raunuð þið halda því fram að þar hafi setið rauðar stjómir, sem komið hafi öllu í kalda kol. Tala atvinpuleysingja í Bretlan^ var þá þetta frá þremur til átta mill- jónir og í BaDdaríkjunum frá 11 t4 20 milljónir á tímum hins „heil- brigða lífs“. Teljið þið nú, herrar mínir, að það geti talizt ,dieilbrigt líf“ þegar at- vinnuleysið sverfur svo fast að sem þessar tölur sýna? Eða eigið þið við eitthvert allt annað ástand en var fyrir stríð, þeg- ar þið talið um „heilbrigt lif“, og ef svo er, hvernig hugsið þið ykkur þá það ástand, og hvernig ætlið þið að koma því á að striðinu loknu? „Persónulegt frelsi ein- staklinganna“? Þið segið ritstjórar góðir, að sig> ur lýðræðisþjóðanna verði lítilsvirði, „ef með frelsi smáþjóðanúa fáist ekki um leið persónulegt frelsi ein- staklinganna". Hvað eigið þið við, þegar þið talið um „persónulegt frelsi einstakling- anna“? Teljið þið t. d. að atvinnulaus vérkamaður njóti fullkomins per- sónulegs frelsis? Eða þrautskuldugan framleiðanda, sem ekki má snúa hönd eða fæti án samþykktar lánveitanda, nema þá að hann hafi skapað sér persónu- lega aðstöðu til að stinga nokkrum bankaráðsmönnum og bankastjórum í vasa sinn? Þið þurfið, herrar mínir, að gera lesendum blaðs yðar fyllilega ljóst, hvað þið eigið við þegar þið talið um persónulegt frelsi, og hvernig þið hyggist að tryggja alþjóð það frelsi að strjðinu loknu. Á meðan þið ekki gerið það, verður að hafa fyrir rétt, að þið eigið við það „frelsi“, sem atvinnuléysingjarnir eiga við að búa á tímum „hins heilbrigða lífs“ og nýlenduþegnarnir í nýlendum stór- veldanna, eða að minnsta kosti að þið teljið frelsinu fullborgið ei straumurinn fellur aftur í sama far- veg og fyrir stríð, en mjög áberandk kvísl í þeim farvegi var atvinnu- lauf t fölk og' kúgaðar nýlenduþjóðir. Hugtakarugl sera engum vitibornum manni er sæmandi. Ummæli Morgunblaðsins um af- skipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu á stríðstímum, og margendurtekin' ummæli þess um ríkisrekstur og þjóðnýtingu, gefa tilefni til að minna ennþá einu sinni á, að ríkisrekstur og þjóðnýting eru tvö gjörólík hug- tök, svo ölík, að það er óvitum ein- tim samboðið að rugla þessu saman. Þó hefur það hent einn af banka- ráðsmönnum Landsbankans, Jón Árnason. Nú fyrir skemmstú skrifar hann langa grein i Tímann, þar sem þessum_ hugtökum er algjöiiega rugjað saman. Menn sem standa á svo lágu þekk- ingarstigi um stjórnmál, að þeir rugla þessu saman, hafa engan sið- ferðilegan rétt til að tala um þau eða skrifa, og þeir sem í blekkingar- skyni rugla þessu suman, hafa þann rétt auðvitað því síður. Hér á landi eru mörg ríkisrekin fyrirtæki, ekkert þeirra.er þjóðnýtt, svo fjarri eru þau því, að alveg eins vel mætti segja, að útgerðarfclög eins og Kveldúlíur og Alliance, yæru. þjóðnýtt. Um þjóðnýtingu' einstakra fyrirtækja innan auðvaldsþjóðfélags getur naumast.-vertð að rgsða, þvi þióðnýtt er það' fyrirtæki eitt, sem rekið er, sem liður í áætlun um þjóð- arbúið, með bað fyrir augúíri, að ful! nægja ákveðnum þörfum þjóðar- heildarinnar. í sósíalistisku þjóðfé- lagi er atvinnulífið þjóðnýtt, en að- eins mjpg lítill hluti þess cr ríkis-, rekstur, heldur er reksturinn yfirleitt í höndum þeirra manna, sém vinna Pramhald á 3. síðii, lólatrcsshcmmtun^ú- fyrir börn DAGSBRÚNARMANNA verður haldin miðvikudaginn 6. janúar í Iðnó. Skemmtunin hefst kl. 4 síðdegis. Húsið opnað kl. 3 ¥2. Dans fyrir fullorðna kl. 10 um kvöldið. — Gömlu og nýju dansamir. Aðgöngumiðar seldir allan daginn, þriðjudag og miðvikudag, í skrifstofu Dagsbrúnar. Framfarasjóður B. H. Bjarnasonar * m kaupmaims, Umsóknir um styrk úr ofannefndum sjóði sendist undirrit- aðri stjómarnefnd hans fyrir 7. febrúar 1943- Til greina koma þeir, sem lokið haía prófi í gagnlegri námsgrein og .taldir eru öðrum fremur efnilegir til framhaldsnáms, sérstaklega erlend- is. Þeir umsækjendur, sem dvalið hafa við framhaldsnáin cr- lendis, sendi, auk vottorða frá skólum hér heima, umsögn kenn- ara sinna erlendis með umsókninni, ef imnt er. Sjóðstjórnin áskilur sér, samkvæmt skipulagsskránni, rét-t til þess að úthluta ekki að þessu sinni, ef henni virðist að styrk-veiting muni ekki koma að tilætluðum notum. Reykjavík, 3, janúar 1941. ÁGÚST H. BJARNASON. VILHJÁLMUR Þ. GÍSLASON. HELGI H. EIRÍKSSON.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.