Þjóðviljinn - 15.01.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.01.1943, Blaðsíða 2
2 Þ JÓÐVILJINN Föstudagur 15. janúar 1943. Frð Aiþlngl Drúfur reiðinnar Eín htn albesfa kvikmynd sem hér hefur veríd sýnd Þessa dagana sýnir Nýja Bíó kvikmyndina „Drúfur reið- innar“, sem gerð er eftir hinni heimsfrægu skáldsögu „The Grapes of Wrath“, eftir ameríska ritliöfundinn John Steinbeck. Þetta er án efa ein af beztu myndum sem hér hafa verið sýndar og ættu menn því ekki að sleppa tækifærinu til þess að sjá þessa óvenjulegu mynd. Á fundi efri deildar í gær fór mest allur fundartími til þess að ræða frumvarp ríkisstjórnar- innar, um innflutning og gjald- eýrismeðferð, en það var til 1. umræðu, komið frá neðri deild. Neðri deild hafði breytt á- kvæðum frumvarpsins um rétt bankanna til gjaldeyriskaupa, þannig að numinn var brott einkaréttur Landsbankans til kaupa á erlendum gjaldeyri, en það sem aðallega olli ágrein- ingi í umræðunum var, hvernig skipa skyldi viðskiptaráðið. Brynjólfur Bjarnason vakti máls á því, að mjög torvelt væri fyrir þingið að veita ríkisstjórn- inni óákveðinn rétt til að skipa svo valdamikla nefnd, sem hér væri um að ræða, án þess að hafa fengið frá henni nokkra vitneskju um, hvernig hún hugs aði sér samsetningu ráðsins. Frá ríkisstjórnini hefðu engar yfir- lýsingar komið um betta efni, en kvisast hefði, að ákveðin fé- lagssamtök, þ. e. Verzlunarráðið og S.Í.S., mundu eiga að fá full- Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. trúa í viðskiptaráðinu, en ef svo væri, að ríkisstjórnin ætlaði sér slíkt, væri það fráleitt. Brynj- ólfur lagði áherzlu á, að ríkis- stjórnin féllist á að hafa samráð við þingið um val manna í við- sikptaráðið, ella hefði þingið naumast önnur ráð en tryggja áhrif sín í þessu efni með sjálfri löggjöfinni. Þrír aðrir þingdeildarmenn, þeir Haraldur Guðmundsson, Hermann Jónasson og Gísli Jónsson tóku mjög svipaða af- stöðu til þessa atriðis, en Jónas Jónsson og Magnús Jónsson mæltu eindregið með því, að rík isstjórnin fengi óskorað vald til að skipa ráðið án áhrifa Alþing- is. Fjármálaráðherra neitaði því, að „leitað mundi verða eftir“ til nefningu nokkurra félagssam- taka um menn í viðskiptaráðið, en hann og þeir aðrir ráðherrar, sem töluðu, hélt fast við ákvæð- ið um að ríkisstjórnin skipaði ráðið, og kvað forsætisráðherra ríkisstjórnina alls ekki mundu sætta sig við annað. Málinu var vísað samhljóða til 2. umræðu og fjárhagsnefnd- ar. Frumvarpið um orlof sem átti að vera til 3. umræðu, var tekið af dagskrá, samkv. ósk flutn- ingsmanns. Sömuleiðis var tekin af dag- skrá þingsályktunartillaga Jón- asar Jónssonar um heimilda- söfnun frá útlöndum um fram- lög úr ríkissjóði í nokkrum lönd um, til skálda og listamanna", þar sem flm. týndist úr deild- inni rétt áður en málið yrði tek- ið fyrir. Myndin lýsir lífi amerískra bænda, sem eru hraktir frá óð- ulum sínum — „flosna upp“ — og fara vestur yfir þvera Ame- ríku til þess að leita gæfunnar í „Gósenlandinu" vestur í Kali- forníu, þar sem auðlegð náttúr- unnar er svo mikil, að sumir hafa af þeim orsökum freistast til að kalla þann stað „Paradís á jörðu“. Myndin hefst á því, að ungur maður heldur eftir veginum heim til sín, en þangað hefur hann ekki komið í 4 löng ár, því hann hefur verið i fangelsi. En hann kemur að öllu auðu og yfirgefnu, heima í sveitinni sinni — foreldrar hans og skyld- fólk er farið. En hann rekst á gamlan prédikara, — sem aldrei framar mun prédika fyrir öðr- um — og þeir hitta fjölskyldu Joads, en svo hét ungi maður- inn, á búgarði þar í nágrenn- inu. Fær Joad bá að vita, að fjölskyldan er ferðbúin vestur til Kaliforníu næsta morgun. Og það er ekki aðeins Joads- fjölskyldan sem er á förum. Margir bændanna eru þegar farnir. En hversvegna er þetta fólk að yfirgefa sveitina sína og halda út í óvissuna? Er það vegna „leti og ómennsku? Er það kannske orðið leitt á sveita- lífinu? Nei, það er blátt áfram rekið í burtu. Þetta fólk er afkomendur þeirra manna, sem námu þarna land, brutu þetta land, ræktuðu það, tóku ástfóstri við það, lifðu þar og dóu. — Þetta var þeirra land, þeir höfðu helgað sér það með vinnu sinni. En félag fasteignabraskara hafði klófest þetta land, keypt upp heilar sveitir, og nú rak það afkomendur landnemanna burtu. Það sendi nýtízku trakt- ora til að plægja landið og lét þá brjóta hina fábrotnu og fá- tæklegu kofa landnemanna nið- ur, ef þeir voru ekki farnir inn- an ákveðins tíma. Joadsfjölskyldan býst til ferð ar snemma morguns. „Afi gamli“, sem er orðinn gamall og lifir enn í heimi gamla tímans, neitar að fara. Hann vill ekki yfirgefa þetta land. Þetta land hafa forfeður hans numið og ræktað, enginn hefur rétt til þess að reka hann burtu. Það verður að beita hann brögðum til þess að fá hann til að yfir- gefa jörð ættfeðra sinna. Og síðan hefst ferðalagið yfir þvera Ameríku í gömlum voru- bílskrjóð. Það er búið um fjöl- skylduna ofan á farangrinum, aWín á Biln'um. Þette er ltjng leið, og á leiðinni-deyr „afi“ og skömmu síðar „amma“ — þau hafa ekki þolað hina löngu ferð í slíku farartæki. Og loks horfir ferðafólkið yfir Kaliforníudalinn: aldingarðar, tré og akrar, svo langt sem aug- að eygir. En þetta land er þegar í eign annarra manna, og hversvegna er hið uppflosnaða fólk að fara hingað? Jú, eigendur hinna stóru búgarða hafa auglýst eftir fólki, til þess að vinna við upp- skeruna. En þegar þeir auglýsa eftir 800 mönnum koma fleiri þúsundir. Afleiðingin er sú, að kaupið er lækkað, „innflytjend- urnir1 eru mörgum sinnum fleiri en landeigendurnir hafa þörf fyrir, en þeir eru eignalausir menn, sem verða að sætta sig við allt. Þeir búa í lélegum tjald búðum og bráðabirgðahreysum þola hungur og sjúkdóma, yfir- gang og óréttlæti. r ' í auðvaldsþjóðfélagi er eigna laus maður réttlaus, eins þótt landið sem hann lifir í sé svo auðugt af náttúrugæðum, að það sé „jarðnesk paradís“. Joadsfjölskyldan leitar at- vinnu á búgörðunum og kynnist „réttlæti" landeigendanna. Um stund dvelur hún í tjaldbúðum stjórnarinnar. Þar er gott að vera. En svo hefst förumanns- líf hinna eignalausu manna á ný- Þessi mynd lýsir á eftirminni- legan hátt lífi bændanna sem ameríska auðvaldið hrakti af jörðum sínum og gerði að „ör- eigum á mölinni". Þeir, sem sjá þessa mynd og skilja hana, munu ekki auðveld lega gleyma þeirri stórfenglegu sögu sem hún lýsir. 44 treyodusf sekítr i Fyrir nokkru síðan ákvað bæj arstjómin að banna notkun raf- magns til hitunar frá tímabilinu kl. 10,45 f. h. til kl. 12. Undanfarna daga1 hafa eftir- litsmenn gengið í 179 hús á þessu tímabili til þess að athuga hvern ig þetta bann væri haldið. Kom í ljós, að í 15 íbúðum og 29 verzlunum og skrifstofum voru rafmagnsofnar í notkun á þessu tímabili. aaiasaíaniaöCöaa fást enn. Aðeins litlar birgðir. Gúmmífatagerðin VOPNI. von Blomberg tekinn I sátt. Herfræðingar hlutlausra ianda í Berlín hafa komizt að því, að Hitler hefur boðið fyrrverandi hermálaráð- herra sínum, Werner von Blomberg, þýðingarmikla stöðu í hinni endur- skipulögðu yfirherstjórn Þjóðverja. Blomberg var vikið frá embætti 4. febrúar 1938 fyrir mótspyrnu við hernaðarfyrirætlanir Hitlers, en það haft að yfirskyni að Blomberg kvæntist skrifstofustúlku. sinni. Blomberg er 64 ára, prússneskur „júnkari", og hefur síðustu árin ver- ið mikils metinn af þýzkum herfor- ingjaklíkum. Heimili hans í Berlín, Königin Augusta Strasse 35, varð að miðstöð fyrir þýzka. herforingja, sem óánægðir voru með herstjórn Hitlers Nýr „lierstjórnarheili“. Með því að taka Blomberg í sátt ætlar Hitler sér að blíðka prúss- nesku herforingjaklíkuna, sem ekki er búin að gleyma frávikningu Walthers von Brauchitsch, fyrrver- andi yfirhershöfðingja þýzka hers- ins, eða brottrekstri Franz von Halders, sem var íorseti herforingja- ráðsins þýzka til skamms tíma. Blomberg hefur verið boðin þátt- taka í æðsta herráði Hitlers, sem hefur aðsetur í aðalstöðvum „for- ingjans", og á hann að koma í stað Halders. Ráðinu er ætlað að vera Hitler til aðstoðar um öll meirihátt- ar herstjórnarmál. í því eru nú Kurt von Zeizler, hinn nýji forseti herfor- ingjaráðsins; Jodl herhöfðingi og önnur ný nazistastajarna: Heinrich von Waldau hershöfðingi. Hitler óákveðinn. Talið er hugsanlegt að Blomberg neiti að taka á sig ábyrgð á því sem gerist næstu mánuðina, en þeir geta borið i skauti sér erfiðustu áföll, sem þýzki herinn hefur orðið fyrir. Meðal herfræðinga í Berlín er rætt opinskátt um bað hve Hitler hafi átt bágt með að taka ákvarðanir und anfamar vikur. j Hann varð að taka ákvörðun um Norður-Afríku, en gat ekki komið sér niður á hvort hann ætti fyrst að senda liðsauka til Rommels, Líbíu eða Nehrings í Túnis. Herfræðingar þeir sem hann hefur í kringum sig kæra sig ekki um að falla í ónáð eins og Brauchitsch, Halder, Hoth, Bock og Leeb, og gættu þess að taka ekki ákveðna afstöðu, þar til Hitler hrópaði upp, eins og frægt er orðið: „Allt verð ég að ákveða sjálfur! Eng inn vill gefa mér eindregið ráð!“ Eitt var Hitler ekki í vafa um: Stalíngrad! Hann ætlaði að gefa þýzku þjóðinni Stalíngrad í jólagjöf. En þrír af beztu hershöfðingjum hans urðu frá að hverfa. Nazistaflokkurinn og hers- höfðingjarnir. Þýzka herstjórnin hefur misst 32 hershöfðingja á þeim íjórum meiri- háttar „hreinsunum", sem Hitler hef ur framkvæmt frá því stríðið hófst. Eins og herstjórnin er nú, er hún algerlega á valdi Hitlers og Nazista- flokksins. Allar þýðingarmestu stöð- urnar eru setnar af nazistiskum hers höfðingjum, eins og Keitel, Zeizler, Waldau og Schmidt. Hin leynilega barátta milli hershöfðingjanna af gamla skólanum og Nazistaflokksins hefur verið útkljáð — með sigri flokksins. Skipun Blombergs mun ekki styrkja pólitíska aðstöðu hershöfð- ingjanna, heldur einungis gera þá meðábyrga fyrir óförum þeim sem framundan eru. S1 á skeytamót Þarf að hafa og þýzku og sækjendur k ans kl. 10—11 túlku vantar tökuna í landssímastöðinni í Reykjavík. æfingu í að tala norðurlandamálin, ensku helzt nókkra kunnáttu í frönsku. Um- omi til viðtals á skrifstofu ritsímastjór- 2 daglega. Tilky frá veiti (Vír Egill Bci nning Feitingasölunni í Oddfellowhúsinu: Allar Ingar lækka um 10% frá 15. þessa mán. í undanskilið). tiedíkfsson Trésml Þeir úr t skrii 20. t ifélao Reuhlavíhup félagsmenn, sem kynnu að óska styrks ryggingarsjóði félagsins, sendi um það 'lega beiðni til skrifstofu félagsins fyrir >essa mánaðar. STJÓRNIN. („Cavalcade").

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.