Þjóðviljinn - 15.01.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.01.1943, Blaðsíða 3
Föstudagur 15. janúar 1943. PJOSVILJINN 3 työmnuiiui Útgefandi: Sameiningarflokl»ur alþýðu Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (6b.) Sigfús Sigurhjartarson Etitstjóm: Hverfisgötu 4 (Víkingsprent) Sími 2270. \fgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Simi 2184. Víkingsprent h.f., Hverfisgötu 4. 15, janúar Það var 15. janúar 1919, sem þau Karl Liebknecht og Rosa Luxemburg, tveir af glæsileg- ustu foringjum þýzka verkalýðs- ins, voru myrt af þýzkum fas- istum. Morðingjarnir sluppu við refsingu og einn ræningjanna er nú í hávegum hafður hjá Hitler. Þetta morð táknaði í rauninni ósigur hinnar miklu þýzku bylt- ingarhreyfingar, frelsisbaráttu alþýðunnar. Blóðferill fasism- ans var hafinn. Morðin á foringj um verkalýðsins voru undanfari þeirrar hamslausu útrýmingar- herfarar, sem þýzka afturhaldið hóf gegn verklýðshreyfingunni. Svo ægilega myrk er sú blóð- nótt, sem þýzki f’asisminn hefur leitt yfir Evrópu, að mönnum hættir stundum til með að gleyma því að einnig í heim- kynnum nazismans er háð frels- isbarátta gegn böðulveldinu. Smánarblettirnir, sem Hitler Heyderich, Himmler og aðrir al- ræmdustu böðlar veraldarsög- unnar hafa sett á nafn Þýzka- lands, eru svo svartir og stórir, að menn þurfa að ryfja það upp fyrír sér að í landinu, sem Hitl- er hefur svívirt, hafi Goethe og ’ Schiller, Lessing og Kant, Moz- art og Beethoven, Marx og Eng- els, Liebknecht og Luxemburg, lifað og starfað, til þess að sann- færast um, að undir fargi villi- hermennskunnar leynist menn- ingarviðleitni, að enn lifi í glæð- um brenndra bóka, að í undir- djúpunum ólgi enn frelsishreyf- ing þýzkrar alþýðu, sem áður en lýkur muni ganga milli bols og höfuðs á böðlunum, framkvæma dauðadóminn, sem allur hinn menntaði heimur hefur kveðið upp yfir glæpahyski því, sem nú drottnar yfir Þýzkalandi og gerir nafn þess hatað og þjóð þess fyrirlitna í heiminum. 40 frelsishetjur, heiðraðar með kommúnistanafninu, voru tekn- ar af lífi í Mannheim einn dag í vetur. Hvað eftir annað berast fréttirnar um aftökur í Þýzka- landi, m. a. um uppreisnir þýzkra hermanna í Noregi og víðar. Það kemur sá dagur að allra þessara píslarvotta verður hefnt allra þeirra, sem nazisminn hef- ur kvalið og drepið, allt frá því að hann myrti Karl Liebknecht og Rosu Luxemburg og til sak- lausra kvenna og barna Rúss- lands og annarra landa. Dagur reikningsskilanna i Þýzkalandi nálgast óðum. Og í þetta sinn mun þýzka yfirstétt- in ekki slopjla eins og 1918, fé að Niðurl. Ætli mætti þá ekki minna á bókaútgáfu ráðsins? Skyldi hún geta fengið rökstuddari aðfinnsl- ur en þær, að almenningur hefur orðið mestu skömm á fyrirtæk- inu, þykir Viktoría drottning og Arábíu Lawrence ekkert sérstak- lega þjóðlegir fánar fyrir þjóðar- útgáfunni og getur ekki fengið sig til að dást að útgáfu hv. þm. á Jónasi Hallgrímssyni og kemur þar enn fram markatöílusjónar- miðið, sem einkennir bókmennta- smekk þessa manns. Og hvað skyldi koma á dag- inn, ef reikningar menntamála- ráðs væru rannsakaðir, og teldi ég beinlínis ástæðu til, að Al- þingi krefðist þeirrar rannsókn- ar. Er menntamálaráð eitt sinn fékkst til að birta tölur sér í varnarskyni gegn ákærum mynd listarmanna, vöktu þær miklar grunsemdir. Skýrsla yfir lista- verkakaup Menningarsjóðs þau 13 ár, er hann þá hafði starfað, sýndi, að af heildartekjum list- deildarinnar, kr. 206.812.00 (að frádregnum greiðslum ákveðn- um með sérstökum lögum), kom rúmur þriðjungur hvergi fram, kr. 71.000.00 (eins og myndlistar- menn sýndu fram á 1 svari til Menntamálaráðs, Mbl. 22. maí 1941). Menntamálaráð reyndi að klóra yfír þetta, og einhverju formi var komið á reikningana, en formaður Bandalags íslenzkra listamanna hefur borið það fram opinberlega, að reikningarnir væru ekki með feldu. Og hvemig skyldu vera fjárreiður bókaút- gáfunnar? Hvaðan fær hún allt það fé, sem hún hlýtur að hafa þurft á að halda, þar sem ái’gjald félagsmanna helzt alltaf í 10 kr. þrátt fyrir alla dýrtíð? Og enn vildi ég bæta við: Hvem ig er hægt að auglýsa betur al- gert hæfileikaleysi, svo að ekki sé meira sagt en með sýningunni, sem menntamálaráð hélt, til sam- halda auði og völdum, með því að hleypa bara nokkrum fyrr- verandi auðvaldsandstæðingum í stjórn. í þetta sinn verður þýzku auðmannastéttinni, þýzku junkurunum, þýzku naz- istaklíkunni útrýmt með öllu, svo heimui’inn þurfi ekki í þriðja sinn á þessari öld að líða undir ógnum þessarar yfirstétt- ar. Auðvaldsskipulágið í Þýzka- landi undirrót nazismans, verð- ur sjálft að falla. — Hugsjón sú, sem Karl Liebknecht og Rosa Luxemburg lifðu fyrir og dóu fyrir, — hugsjón sú, sem hefði sparað veröldinni ægilegustu hörmungar, sem yfir hana hafa gengið, ef hún hefði sigrað und- ir hennar forustu 1919, — sú hugsjón verður nú að komast í framkvæmd í Þýzkalandi, ef nokkur von á að vei’ða til þess að tryggja Evrópu og öllum heimi frið. ar.burðar góðri list og úrkynjaðri list? En þrátt fyrir allt þetta klígjar ekki hv. þm. S.-Þ., form. mennta- málaráðs, við því að segja, að engar rökstuddar aðfinnslur hafi komið fram gegn starfsemi menntamálaráðs. Og hvernig skyldi hún þá hafa verið, ef hann hefði alltaf fengið að ráða, og aðrir ráðs menn ekki þó nokkrum sinnum hindrað verstu afglöpin. Enn fáranlegri þó en störf ráðsins og það, sem mesta and- styggð hefur vakið meðal hugs- andi Islendinga, eru skrif for- mannsins: fáfræðin, sem þar speglast, níðið og rógurinn um listamenn. Sjálfur sýkillinr., sem mennta- málaráð,% eins og það Joefur verið skipað, ber í sér, er afstaðan gagnvart listamönnum, tilraunim ar tO að beita þá andlegri kúgun. Þeir listamenn, sem á einhvem hátt hafa ekki þótt nógu auð- mjúkir, ha,fa verið lagðir í einelti, þeim skyldi refsað rneð rógskrif- um styrksviptingum eða á annan hátt. I stað samvinnu milli lista- manna og þeirra sem fara með málefni þeirra fyrir hönd Alþ., hefur. skapazt úlfúð og ófriður, sem orðin er að þjóðarsmán. Eg veit, að ýmsum er gjarnt að halda, að fonnaður menntamáaráðs beri hér einn alla sök, en þetta ástand er samt á ábyrgð þeirra allra, sem í ráoinu hafa setið. Og það er annað, sem ég vil benda á og er líka tilefni þessa frv., að sökin á því, að svona ástand skuli geta orðið til, liggur áreiðanlega að nokkm leyti í því, hvemig ráðið er skipað. Eg skal ekki bera brigður á, að það hafa valizt a- m. k. í meirihluta þessa ráðs al- veg ótrúlega óheppilegir menn og maður á erfitt að hugsa sér, að það gæti endurtékið sig önn- ur eins formennska og þar hefur verið síðustu árin, en ég er líka viss um, að þetta hefði ekki get- að átt sér stað, ef listamenn hefðu átt þá íhlutun í ráðinu, sem farið er fram á í þvi frv. sem hér er til umræðu. Og það verður skilyrð- islaust að tryggja strax á þessu þingi, að komið verði í veg fyrír það ástand, sem ríkir í þessum málum nú. m Eg kemst ekki hjá því að víkja með örfáum orðum að hv. þm, S,- Þ. Það er í sjálfu sér mjög rauna legt, hvernig fyrir honum hefur farið. Hann var um tíma nýtur maður, sem lagði ýmislegt gagn- fegt til menningarmála, þótt hafi leyndar verið allt of mikið úr því gert. Nú hefur þessi framtaks- sami maður stofnað sér í sífellt meiri ógöngur. Hann hefur leiðst Út í þær lengra og lengra, eins og alis eklti getað við sig ráðið, ein- hver geðofsi eðá illur andi tekið af honum alla stjórn. Það er af- skaplega sorglegt fyrir þá, sem ekki vilja honum neitt Ult, að r e.i. horfa upp á þetta. 1 ræðu sinni var hv. þm. tíðrætt um kommiss- ara í rússneska hemum og þótti honum stafa af þeim margt illt, enda kemur það alveg heim við það, sem margsinnis hefur verið haldið fram í fregnum þýzka út- varpsins. Það sagði meoal annars þá sögu af einni rússneskri her- deild, er Þjóðverjar áttu í höggi við, að þeim þótti óskiljanlegt, að hún fékkst ekki til að gefast upp, þótt þeir gætu ekki látið sér detta annað í hug en hermennirn- ir væm allir orðnir sundurskotn- ir, þó að þeir flýðu ekki. Og þegar Þjóðverjamir komu á orustustað- inn, þá sáu þeir hvers kyns var. Rús3nesku kommissaramir, póli- tísku fulltrúamir, höfðu látið þá sjálfa grafa sig niður í jörðina, svo að ekki stóð upp úr nema axlir, höfuð og hendumar, er þeir liéldu með um byssumar. Þannig var þeim vamað að gefast upp og flýja. Eg er hræddur um, að það sé eitthvað svipað með hv. þm. S.-Þ. Það er eitthvað harð- neskjulegt og illt afl sem stjóm- ar honum og fyrirskiptar, einhver óholiur og óþjóðlegur andi kom- inn í hann. Og það skyldi þá al- drei vera hlaupinn í hann rúss- neskur kommissar. I raiminni er hv. þm. alltaf að grafa sig dýpra og dýpra í jörð, svo það er ekki mikið, sem upp úr stendur. Og hver hefur komið honum til þess? Það eru engir aðilar utan að, sem hafa stjórnað þessu. Það hlýtur að vera eitthvað illt afl, er stend- ur að baki hans sjálfs, er ræður gerðum hans, eitthvað, sem hon- um þó ekki er sjálfrátt, og gæti eftir lýsingu hans og þýzka út- varpsins verið einhver rússnesk- ur kommissar. Hvemig sem á er litið er mjög illa komið fyrir hv. þm. Hann er kominn í verstu ó- göngur, er verða þvi ægilegri, ef hann heldur lengra áfram. Það er gersamlega vonlaust fyrir hann að ætla sér. að kúga listamenn Ef hv. þm. snýr ekki við strax, það em allra síðustu forvöð fyrir hann, þá getur enginn máttur bjargað honum. Eg vildi mjög ráðlcggja. honum að snúa við og hætta allri úlfúð gegn listamönn- um, sjá að sér, áður en það er um seinan, verða því fylgjandi, að 18. gr. verði aftur tekin í fjárlög, styðja framgang þessa fiw. og málstað listamanna, hver sem ber hann fram. Þá mundi fyrnast yfir þetta svarta tímabil í amferli hans, er hann var eins og haldinn af ilium anda. önnur leið er ekki til en snúa við. Á íslenzkri list vinnur hv.þm. ekki, gáfur Islendinga til að skynja og meta list getur hann ekki bælt né kúgað, íslenzka lista- menn fær hann heldur aldrei til að hlýða fyrirskipunum sínum. Hann hlýtur að sjá, livað það er vonlaust verk, scm hann er að vinna. Og þvi þá ekki að taka upp hið eina ráð, sem er tii, sjá áð sér, brjóto, odd af ofiæfci aínu, reka út hinn illa anda, gerast nýr maður. Það er auðvitað hægt að koma fram með aðfinnslur við þetta frv. og velta vöngum yfir því, hvort ekki muni vera annað form heppilegra. Ég hef allmikið hugsað um þetta skipulag ráösins, og ég hef komizt að þeirri niðurstöðu :að þetta sé bezta lausnin, réttust hlutföll milli þeirra, sem kosnir eru af Alþingi og listamönnum. Mér finnst mjög óeðlilegt, að vera að taka eina deild Banda- lagsins undan og láta hana engan fulltrúa fá. Þó að leikarar njóti ekki nústyrksfrámenntamálaráði, livers eiga þeir frekar að gjalda en aðrir listamenn, þegar eitthvert lag er komið á þeirra málefni. Hví á ekki að veita þeim styrk? Viðvíkjandi úthlutun námsstyrkja til stúdenta, þá naá til sanns veg- ar færa, að það sé ekki sérstak- lega hlutverk listamanna að eiga þátt í úthlutun þeirra, og mundi ég e. t. v. gcta fallizt á, að listamenn væru aðeins kallaðir á fundi ráðsins, þegar fjallað er um n^álefni þeirra. Og viðvíkjandi fulltrúa af hálfu námsmanna, þá hefur jafnan setið í mennta- málaráði rektor Menntaskólans, og getur ekki verið, að þar felist skýringin á því, að minni að- finnslur hafi komið fram út af þessum störfum ráðsins en öðr- um? En eitt verður hv. deild að láta sér skiljast, að það ástand, sem er í þessum málum, er ó- viðunandi og Alþingi til van- sæmdar að láta það viðgangast lengur. Listamenn hafa hvað eftir annað orðið að kæra til Alþingis undan menntamálaráði og listamannaþing hefur sent ein- róma áskorun til Alþingis m. a. inn þá breytingu á skipun menntamálaráðs, sem hér er flutt. Alþingi getur ekki daufheyrzt við þessum áskorunum. Það er meiri smán en verði með orðum lýst, að menntamálaráð kosið af Alþingi skuli standa í ófriði við listamenn landsins, form, ráðsins skuli vera að hringja listamenn upp til þess að ausa yfir þá hrakyrðum, að annað eins skuli þurfa að koma fyrir sem heim- förin í Blátún til Jóns Þorleifs- sonar, er form. ráðsins hefur í þótunum við hann um að taka af honum húsið og lætur sér sæma að hrinda honum, að menntamálaráð skuli koma sér svo illa við listamenn, að það fái ekki að kaupa, af þeim verk þeirra, heldur þurfi að vera á þönum milli prívatmanna, er áður hafa keypt verk þeirra, til þess að koma út því fé, er því ber skylda til árlega að verja til listverkakaupa, að hæðnissög- ur skuli þurfa að berast út um allt af störfum þessa ráðs, að það skuli vera aðaliðja, formanns þess að skrifa, rógburð um ís- lenzka lisamenn og óvirða ís- Framh. 6 4. síöu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.