Þjóðviljinn - 15.01.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.01.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Föstudagur 15. janúar 1943. 11. tolublað. --—sjíC^ Ekkerf láf á sóknínní í Kákasus og á vígsföðvunum víð Neðrí~Don, — Urslífaárásír að hefjasf á bækí~ sföðvar ínníkróaða hersíns vesfur af Sfalíngrad? Sókn sovétherjanna í Kákasus og á vígstöðvunum við Neðri-Don heldur áfram, að því er segir í fregnum frá Moskva í gærkvöld. í Kákasus sækja svoétherirnir fram til Armavír og Voro- sílovsk, og hafa hvarvetna brotið mótspyrnu fasistaherjanna á bak aftur, þrátt fyrir slæmt veður, sem síðustu dagana hefur torveldað sókn rauða hersins. Bauði herinn er nú aðeíns 80 km. frá Armavír, sem er ein þýðingarmesta borgin, sem Þjóðverjar hafa á valdi sínu f Káka- sus. Á vígstöðvunum við Neðri-Don brauzt sovétherinn gegn- um varnarlínu nazista á stóru svæði, að því er segir í sovét- fregn, og tekið marga þýðingarmikla bæi og hernaðarstöðvar. Talið er að sigur þessi muni auðvelda að mun sóknina til Rostoff. RaUði herinn í Stalíngrad hef ur byrjað harðar árásir á stöðv- ar Þjóðverja, og er talið í brezk um fregnum að árásir þessar geti verið byrjun á úrslitasókn gégn 6. þýzka hernum, sem inni króaður er vestur af Stalíngrad. Alexander Werth lýsir víg- stöðvunum norðvestur af Stalíngrad. Um vígstöðvarnar norðvest- ur af Stalíngrad símar Alex- ander Werth, fréttaritari Sunday Times frá Moskva: „Ef maður ber saman á- standið í þorpunum sem aldrei hafa verið á valdi Þjóð- verja og setuliöaþorp þeirra, er það' eins ólíkt og dagur og i nótt. Þegar . þeir höfðu tíma * til þess, brenndu þeir allt sem brunniö gat. Meöan fasistahermehnirnir dvöldust í þorpunum, stálu þeir öllu sem hönd á festi, og hikuðu ekki við að drepa menn ef þeim bauð svo við að horfa. Unglinga sem komn- ir voru yfir 13 ára Jaldui- fluttu þeir vestur í lönd í þrælavinnu. í Kósakkaþorpunum sem Þjóðverjar hafa ekki náð, rík- ir velmegun. I hinum þorp- unum ríkir dauöinn, en nú eru sumir þorpsbúanna sem tókst að flýja, að snúa heim Dagsbrúnarmenn! milp á kjipslað á idofood! Klukkan tvö á morgun hefst allsheírjaratkvæðagreiðslan í Dagsbrún. Þá fá verkamenn Reykjavíkur tækifæri til að sýna samstilltan vilja sinn gegn hverskonar tilraunum til kauplækk- unar, sem atvinnurekendur hafa nú í huga að gera og eru farn- ir að reyna. Þá fá verkamenn Reykjavíkur tækifæri til að sýna, að þeir eru staðráðnir í því að verja allar þær kjarabæt- uír, sem samningur Dagsbrúnar færði þeim á síðastliðnu sumri. Og um leið fá þeir tækifæri til að samþykkja ný lög, sem munu styrkja félagið, og efla það í framtíðinni. Atvinnurekendur óttast þessa allsherjaratkvæðagreiðslu verka lýðsins. Þeir óttast samtök hans gegn kauplækkunarherferðinni, sem nú er hafin. En einmitt þess vegna þarf hver einasti Dags- brúnarmaður að greiða atkvæði sitt og sýna Claessen-mönnum, að ekki verður látið undan síga. Hver sá verkamaður sem sit- ur heima, auðveldar atvinnurek endum kauplækkunarherferð- ina. Þessvegna þurfa verka- mennirnir að hafa samtök á vinnustöðvum um, að aílir. mœti með tölu, að allir leggi stein í hina miklu byggingu samtak- anna, sem ein er fær um að vernda hagsmuni verkalýðsins. Og með því að mæta vel, þá vottum við hinni ötulu stjórn félags okkar verðskuldað traust og gerum hana enn sterkari til starfs í framtíðinni. Dagsbrúnarmenn, munum, að með því að greiða atkvæði á morgun og á sunnudaginn, þá erum við að vernda hagsmuni sjálfra okkar. Dagsbrúnarmaður nr. 2295. aftur, þó eins og stendur sé ekki um aðra bústaði að ræða en skotgrafir. Enginn sem séð hefur hina grózkumiklu aldingarða Don- 'landsins gleymir þeim aftur. En það er ekkert eftir af þeim í þorpunum sem Þjóðverjar hafa haft á valdi sínu. Þeir hjuggu aldintrén í eldsneyti. Þýzku fangarnir sem teknir hafa verið nú upp á síðkastið, eru ekki eins montnir og sig- urvissir og fangarnir sem teknir voru meðan sumar- sóknin stóö. Þeir kenna Rúm- enum um ósigrana við Stal- íngrad, en eru þó ófeimnir viö að dulbúa sig sem Rúmena áöur en þeir gefast upp, í þeirri von að þá verði farið betur með þá. Þeir segja ekki lengur að þeir séu aö berjast fyrír Stór-Þýzkalandi, þeir séu einungis að verja Þýzka- land fyrir „árasarstyrjöld". Skákþing Reykjavík- ur hefst í kvöld Skákþing Reykjavíkur hefst í kvöld kl. 8 f Verzlunarmanna- heimilinu við Vonarstræti. Þessir skákmeistarar hafa til- kynnt þátttöku sína: Aki Pétursson, Árni Snævars, Baldur Möller, Eggert Gilfer, Guðmundur S. Guðmundsson, Magnús G. Jónsson og Sig. Giss- urarson. Nýtt félag - nýtt tímarit um tækni Menn, sem stunda ýmlskonar verkfræðistörf, en eru ekki f Verkfræðingafélaginu hafa ný- lega stofnað félag, er þeir nefna „Tækni". Markmið félagsins er einkum að vinna að auknum tæknifram- förum hér á landi. Hefur félagið ákveðið að gefa út tímarit, er á að fjalla um tæknivísindi og verklegar fram- farir. í stjórn voru kosnir: Þórður Runólfsson, verksmiðjuskoðun- arstjóri, og er hann formaður fé lagsins, og Höskuldur Baldvins- son, framkvæmdarstjóri, og Sig- urður Flygenring, verkfræðing- u'r. Undírbýr affurhaldíð árás á grunnbaupíð ? „Visir", sem auðsjáanlega skoðar sig sem einskonar stjórn- arblað, birtir í gær ritstjórnargrein, þar sem tekið er undir kröf- ur Eggerts frá Nautabúi í Morgunblaðinu um grunnkaupslækk- anir. Undirstrikar blaðið að það sé „réttilega" skoðað hjá Egg- ert að „hinar stórfelldu grunnkaupshækkanir" sé .^ðalorsök" verðbólgunnar og dýrtíðarinnar. Samtímis þessu er svo Vísir með hótanir til Alþingis og með sínar venjulegu fasistisku svívirðingar um Alþingi, lýð- ræðið og kommúnismann. Það vantar bara að blaðið endur- prenti eitthvað af gömlum Gyðingahatursgreinum sínum, svo ekki verði villst um soramarkið á áróðri þess. Þessu Coca-Cola-blaði, sem nú reynir að gerast hlífiskjöld- ur fyrir stríðsgróðamennina, og undirbúa fyrir þá árásina á yerkalýðinn, skal sagt það afdáttarlaust að einveldisáróður þess mun engan grundvöll finna og launalækkunarherferð þess því síðuf bera árangur. Alþýðan er reiðubúin til miskunnarlausrar baráttu, ef milljónamæringarnir kjósa endilega að leggja til hennar nú. Dagsbrún byrjar á morgun liðskönnun hvað snertir afstöðu verkamanna til grunnkaupsins. Dagsbrnúarmenn! Mætið og slá- ið skjaldborg um kaup ykkar, rétt og afkomu með einróma já-i. ÍISSIllOFIDD" HIDDI arsioF BHfds lóossooap Tílgangur sjóðsíns er ad vevdSauna blaðamenn^ sem ríta goff mál Yerðlaun verða fyrst veítt á 100 ára af- mælísdegi Björns Jónssonar 8. okt. 1946 Á öndverðu árinu 1913 birtist í „ísafold" áVarp tólf manna um stofnun minningarsjóðs um Björn Jónsson ritstjóra og ráð- herra, sem þá var nýlátinn. Safnaðist þá nokkuð fé, sem geymt hefnr verið f sparisjóði síðan. Nú um áramótin hefur sjóðseign- in verið aukin og jafnframt ákveðið að skipuleggja sjóðinn og láta hann taka til starfa. Skipulagsskráin er dagsett 14. janúar 1943 og skal leitaö ríkisstjórástaðfestingar á henni. Stofnfé er nú kr. 15.211.08, er gert ráð fyrir að sjóðurinn geti aukizt meö gjöfum og á annan hátt. í skipulagsskránni segir: „Tilgangur sjóðsins er að verðlauna mann, sem hefur aðalstarf sitt við blað eða tímarit og hefur, að dómi sjóðsstjórnarinnar, undanfarin ár ritað svo góðan stíl og vandað íslenzkt mál, að sé- vandað íslenzkt mál, að sér- vert". Til þessa skal varið % vaxta af sjóðnum, er safnast hafa. Landsbanki Islands hefur fjárgæzlu sjóðsins. Fyrsta úthlutun verðlauna úr sjóðnum fer fram á 100 ára fæðingardegi Björns Jóns- sonar, 8. október 1946. Fyrstu sjóðsstjórnina skipa, í samræmi viö ákvæði skipu- lagsskrárinnar, þessir menn: Sigurður Nordal, prófessor, formaður, Björn . Guðfinnson, lektor, báðir sjálfkjörnir sam- kvæmt embættisstöðu þeiiTa, Benedikt Sveinsson, f^yrv. al- þingismaður, skipaður af menntamálaráðherra, Jón Magnússon, fil. cand. kjörinn af Blaðarnannafélagi Islands,N Pétur- Ólafsson, forstjóri, son- arsonur Björns Jónssonar- Ef einhverjir kunna að vilja auka sjóðinn með gjöfum, verður slíkum gjöfum fyrst um sinn veitt móttaka í Bókaverzlun Isafoldar, Austur- stræti 8, Reykjavík, og hjá eftirtöldum blöðum: Alþýðu- blaðinu, Vísi, Morgunblaðinu, Tímanum, Þjóðólfi og Þjóð- viljanum. Skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Björns Jóns sonar, „Móðurmálssjóðinn". 1. gr. Sjóðurinn heitir Minning- arsjóður Björn Jónssonar, „Móður- málssjóðurinn". Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.