Þjóðviljinn - 15.01.1943, Síða 4

Þjóðviljinn - 15.01.1943, Síða 4
I * JéÐVIUIHH Næturlaeknir: Kristbjörn Tryggva son, Skólavörðustíg 33, sími 2581. Næturvörður er í Reyk.iavíkurapó- teki. Ungbamavernd Likuar, Tempiara sundi 3. Börn eru bólusett gegn bamaveiki á föstudögum kl. 6—6%. Hringja verður fyrst í síma 5967 milli kl. ll og 12 sama dag. Málfundurinn, sem halda átti í kvöld, fellur niður, vegna sérstkra ástæðna. . Stjórnin. Ungmennafélag Reykjavíkur héid- ur fund á Amtmannsstíg 4 í kvöld kl. 9. Dagskrá: Umræður um félags- mál, Upplestur, Dans. Þeim félögum er sýnt geta skír- teini fyrir síðasta ár verður afhent rit U. M. F. í. Skinfaxi. Mætið stund víslega. Stjórnin. Útvarpið í dag: 20.30 TJtvarpssagan: Úr æskuminn- ingum Gorkis, VIII (Sverrir Kristjánsson). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: (Lót usblómið og Blunda þú, blunda (útsett ai Þórhalli Árnasyni). 21.15 íþróttaþáttur: íþróttahús og íþróttavellir (Þorsteinn Einars son íþróttafulltrúi). 21.35 Hljómplötur: Harmoníkulög. 21.50 Fréttir. 22.00 Symfóníutónleikar: a) Symfónía eftir Walton. b) Cocknigne-forleikurinn eft- ir Elgar. Fyrirspurn tili hagfræðinga. Hvað hefur fsland grætt i dýrtfðinnf? Það munu allir sammála um hverju vér íslendingar höfum tapað á aukningu dýrtíðarinnar og hve slæmar afleiðingar hennar eru. En höfum vér þá ekkert grætt á henni? Vér skulum athuga eina hlið þessa máls. Vér vitum um erfiðleikana, sem skapast hafa á sviði útflutningsverzl- unarinnar. En útflutningur- inn er þó ekki nema önnur hliðin á gjaldeyrisöflun vorri. Vér fáum fyrir útfluttar af- urðir um 170 milljónir króna í erlendum gjaldeyri. En svo höfum við síðasta árið feng- ið 130 milljónir króna í er- lendum gjaldeyri fyrir vinnu, afurðir og leigu hér innan- lands. Hefði dýrtíðin verið t. d. þriðjungi minni en hún varð að meðaltali 1942, þá hefðu þessar gjaldeyristekjur orðið allt að því þriðjungi minni, því verð á vinnuafli og afurðum, sem selt er hern um, hefur hækkað í hlutfalli við dýrtíðina. Eg vil því spyrja hagfræð- ingana: Er ekki hugsanlegt að fs- lendingar hafi grætt á aukn- ingu dýrtíðarinnar rnn 40 milljónir króna á síðasta ári, — eða eins mikið og allar er- lendar ríkisskuldir vorar voru fyrir stríð? Einn sem vill samt lækka dýrtíðina. TJARNARBIÓ Þeir hnigu til foidar (They Died With Their Boots On). Amsrísk stórmynd úr ævi Custers hershöfðipgja. Errol Flynn Olivia de Havilland Sýnd kl. 4 — 6.30 — 9. Bönnuð fyrir börn innan 12 ára. NÝJA BÍÓ Drúfur reiðinnar (The Grapes of Wrath) Stórmynd gerð samkvæmt hinni frægu skáldsögu eftir JOHN STEINBECK. Aðalhlutverkin leika: HENRY FONDA, JANE DARWELL, JOHN CARRADINE. Sýnd kl. 6,30 og 9. Sýning kl. 5. (Pony Post). Spennandi Cowboymynd med JOHNNY MackBROWN. Bönnuð fyrir börn I Móðurmálssjóðurinn Framhald af 1. síðu. 2. gr. Stofnfé sjóðsins er 15.211.08 krónur, sem fengið er sumpart með gjöfum ýmsra á árunum 1913 og 1914 og sumpart með gjöfum og tillögum um áramótin 1942—1943. 3. gr. Tilgangur sjóðsins er að verðlauna mann, sem hefur aðal- starf sitt við blað eða tímarlt og hef- ur, að dómi sjóðsstjórnarinnar und- anfarin ár, ritað svo góðan stíl og vandað íslenzkt mál, að sérstakrar viðurkenningar sé vert. Eigi má veita sama manni þessi verðlaun oítar en einu sinni á fimm árum. Verðlaununum skal að jaínaði varið til utanfarar. 4. gr. Stjórn sjóðsins skal skipuð 5 mönnum. Tveir þeira eru sjálf- kjörnir, en hinir skipaðir til 6 ára i senn, þeir fyrstu frá 14. jan. 1943 að telja til 31. des. 1948. Nú fellur einhver þessara manna frá eða for- i'allast af öðrum orsökum og velja þá hinir sjóðsstjórnendurnir mann í hans stað það sem eftir er kjör- tímabilsins. • Stjórnina skipa: A. sjálfkjörnir: 1. Aðalprófessor- inn í íslenzkum bókmenntum við Há skóla íslands. Er hann formaður stjórnarinnar. 2. Háskólakennari í íslenzku nú- tímamáli eða sá maður, sem hefur eftirliti með móðurmálskennslu i is- lenzkum skólum, eða, ef enginn er slíkur háskólakennari eða eftirlits- maður, þá aðalíslenzkukennarinn við Menntaskólann í Reykjavík. 15. Kjörnir: 3. Einn maður skip- aður af inenntamálaráðherra. 4. Maður kjörinn af Blaðamanna- íélagi íslands eða hliðstæðum fé- lagsskap. 5. Einhver niðja Björns Jónssonar ritstjóra- og ráðherra sem hinir stjórnarmennirnir skjósa. 5. gr. Fjárgæzla sjóðsins skal fal- in Landsbanka íslands eða sjóð- stjórnardeild hans, ef slík deild verð ur sett á stofn. Skal þess jafnan gætt að fé sjóðsins beri vexti og má i því skyni verja fé hans til kaupa á veðdeildarbréfum og öðrum jafn- tryggum veðbréfum. Hlutabréf má aldrei kaupa fyrir eignir sjóðsins. Hagur sjóðfins skal gerður upp fyrir lok desembermánaðar ár hvert og reikningar hans birtir á þann hátt, sem sjóðsstjórnin ákveður. 6. gr. Tekjur sjóðsins eru vextir af höfuðstól hans svo og gjafir, er honum kynni að hlotnast. Skulu tekjurnar leggjast við höfuðstólinn, sbr. þó ákvæði 7. gr. 7. gr. Úthlutun verðlauna úr sjóðnum skal fara fram á fæðingar- degi Björns Jópssonar, 8. október ár hvert, í i'yrsta skipti á 100 ára íæðingardegi hans, 8. október 1946. Verðlaunin skulu nema % vaxta er safnast hafa, en % jafnan lagður við sjóðsupphæðina. Sjóðsstjórnin getur ákveðið að úthluta verðlaunum ann- að hvert eða jafnvel þriðja hvert ár. Skal þa naésta úthiut'un nema 44 hlutum vaxta tveggja undanfarinna ára. 8. gr. Leita skal staðfestingar ríkisstjóra á skipulagsskrá þessari og skal skipulagsskráin birt í B. deild Stjórnartíðindanna. Reykjavík, 14. janúar 1943.“ Hstt að ðtvarpa jarðar- tararathöfnum Útvarpsráð tók fyrir skömmu þá ákvörðun að hætta að út- varpa jarðarfararathöfnum, eft- ir óskum manna, eins og gert hefur verið til þessa. Ákvörðun þessi kemur til framkvæmda 1. febr. n.k. og verður því eigi eftir þann tíma útvarpað jarðarförum nema sem lið í dagskrá, þ. e. að útvarpið heiðrar minningu hins látna með því að útvarpa jarðarfararat- höfninni. Ræða Kristins ' Framh. af 3. síðu. lenzka menningu. Alþingi getur ekki látið annað eins viðgangast. Ég skora á hv. deild að láta sér skiljast, hve alvarlegir þessir hlutir eru, ég skora á hv, deild, að hún í nafni þjóðarheiðurs, sjálfsvirðingar sinnar og íslenzkra bókmennta og lista virði sjónar- mið listamanna og taki upp þeirra málstað. Daglega nýsodín svid. Ný sodín o$ hrá. Kaffísalan Hafnarstræíí 16. Munið Kaffisöluna Hafnarsfræfi 16 DREKAKYN Eftir Pcarl Buck ! Eg þvoði líkið og færði hana í hrein föt, og hún hvílir | í friði. ! Hún fór með þeim og tók lampann af borðinu til að ■ lýsa þeim. Ling Sao kom á eftir henni, og blygðaðist sín | fyrir ótta sinn við konu, sem gat verið svona góð, ogdiafa ; verið að tala illa um hana við aðra meðan hún var að ; veita Orkídu hinztu líknsemdina. Hún fylgdi hvítu kon- | unni í auðmýkt og þögn, og þau fóru öll til kirkjunnar ; þar sem Orkída lá. Þegar þangað kom lyfti hvíta konan ! líkblæunni frá andliti Orkídu, og maður hennar sá hana. ; Það var ekkert sár á þessu andliti, Orkída virtist sofa, I bros virtist leika um þrýstnar varirnar, hún var lík því ■ sem hún hafði oft verið heima í rúmi sínu, og tárin ■ streymdu fram í augu Lao Ta og runnu niður vanga hans, ; og tár komu fram í augu allra sem viðstaddir voru, nema ; hvítu konunnar. Hún stóð grafkyrr og hélt líkblæjunni ; þar til Lao Ta sneri sér undan. ; Breiddu yfir hana, sagði hann, og hvíta konan gerði eins og hann bað. ; Þau fóru út og Ling Sao fór inn í salinn til að vekja börnin, en Ling Tan og sonur hans biðu á meðan úti í náttmyrkrinu, og faðirinn fann til sorgar sonar síns og heyrði niðurbældan ekka; og hann tók hann með sér dá- lítið frá hvítu konunni, sem líka beið, og sagði: Gráttu meðan nokkur grátur er eftir í hjarta þínu, son- : ur minn, en minnstu þess, að enginn grætur að eilífu. Þú : ert ungur, og einhverntíma finnst önnur móðir handa börn- | um þínum. Talaðu ekki um það fyrst um sinn, svaraði sonurinn. Nei, ég skal ekki minnast á það, sagði Ling Tan, en mundu það sjálíur. Ungi maðurinn svaraði ekki, en faðir hans vissi að hann • hafði gefið honum von, sem gat orðið til þess að sýna hon- : um að hann varð að lifa áfram vegna ættar sinnar, þó ; að það drægi ekki úr eðlilegri sorg hans vegna fráfalls ; konu sinnar. : Inni í salnum klæddi Ling Sao börnin í öll föt þeirra : og talaði við Pansiao á meðan, og sagði henni hvað ákveðið I hefði verið. Þú þarft ekki að vera hrædd, sagði hún, hræðslan í mér : var ástæðulaus og heimskuleg, því hvíta konan tók það ; upp hjá sjálfri sér að þvo Orkídu og færa hana í líkklæði, i og nú segir hún að þú eigir að fara burt úr þessari borg ! og fara til staðar þar sem engin hætta er á ferðum og < þú eigir að ganga í skóla og læra að lesa og skrifa. I Hún furðaði sig á því að stúlkan skyldi ekki vera hrædd ■ samt, og henni hefði aldrei hugkvæmzt rétta skýringin, ; að þessi unga stúlka sem vann verk sitt í kyrrþeiy og I aldrei mælti æðruorð hafði þráð að ganga í slíkan skóla ■ allt frá því að hún vissi hvað það var að þrá eitthvað. í Eg skal ekki vera hrædd, móðir, sagði Pansiao. j Og skrifaðu strax þegar þú ert búin að læra það, sagði ; Ling Sao, við getum látið frænda þinn lesa bréfið. j Það skal ég gera, móðir, sagði Pansiao aftur, og hún ; fylgdi móður sinni til dyra og bar ungbarnið, en Ling : Sao bar hitt, og þær gengu hljóðlega til að vekja ekki : sofandi fólkið. i Þegar Ling Tan sá dóttur sína, lagðí hann einnig henni : lífsreglur, bauð henni að vera hlýðin og auðsveip, en sneri ; sér svo að hvítu konunni, og fól henni dóttur sína á hend- ; ur með þessum orðum: i Eg fel þér á hendur þetta veslings barn mitt. Það er 1 lítil gjöf, en samt er einnig hún hold og blóð af holdi mínu og blóði, því á mínu heimili höfum við metið dæt- ur okkar meira en venja er á heimilum og hún er yngsta barn okkar. Verði hún ekki hlýðin bið ég þig að senda hana heim og fyrirgefa okkur. í fyrsta sinni sá Ling Sao hvítu konuna brosa, og hún tók hönd ungu stúlkunnar í sína. ' Eg held hún verði hlýðin, sagði hún. M íí ' | wt '" m -«3a*r *T;

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.