Þjóðviljinn - 20.01.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.01.1943, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 20. janúar 1943. » Kaupþingið. Þriðju. ÍD./I. ’43. Birt án ábyrgðar. |-a £ £ x xx a o 3 bD w cd * > C/J Dfl *o c > W) W e cBœjai póóluM/ti'14 Því var hætt að sýna Þeir, sem hagsmuna eiga 4 Veðd. 13. fl. 101V2 5 — 11. fl. 105 5% Rikisv.br. ’38 103 4% Kreppubr. 1. fl. 100 5 Nýbýlasj.br. 101 4 Hitaveitubr. 100 Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. urmrmrmuuunu Dqeqa nýsoðín svíd, Ný egg, soðín og hrá. Kaffisalan Hafnarsfrasíí 16, Hafnarstræti 16. nianiaaafaanaaa Muoið Kaffisöluna Hafnarsfræfi 16 „Drúfur reiðinnar“? „Drúfur reiðinnar“ er líklega al- bezta kvikmynd, sem hér hefur sézt. Amerísk kvikmyndalist hefur með þessari kvikmynd sett met í þeirri list. Og þegar þessi mynd loksins kemur hingað, eftir að Reykvíking- ar hafa fengið mjög lítið af góðum myndum í 2 ár, þá er sýningum á henni hætt eftir örfáa daga. Hvernig stendur á því? Sýndu leikhúsgestir ekki nægi- lega mikinn áhuga til þess að það borgaði sig að sýna hana áfram? Er máske búið að spilla svo smekk þeirra með lélegum myndum og skorti á gagnrýni blaða, að þeir vilji ekki sjá almennilegar myndir? Því er ekki til að dreifa í þetta sinn. Það var troðfullt í Nýja Bíó öll kvöldin. Hundruð manna, sem bíða þess með óþreyju að fá að sjá þessa mynd, hafa ekki komizt að. Hvernig stendur þá á að sýningum er hætt í miðju kafi og hundruðum íslendinga neitað um að fá að sjá þetta listaverk? Taka eigendur kvikmyndahús- anna sér einræðisvald til þess að á- kveða hvaða myndir menn megi sjá eða ekki? Eða eru hér utanaðkomandi áhrif að verki? Það væri æskilegt að þetta yrði upplýst. Það verður að bera sömu virðingu fyrir list í kvikmyndum sem list á öðrum sviðum — og fs- lendingar hafa sýnt það með af- stöðu sinni til lista, að þeir vilja fullt frelsi í þeim málum. Bíógestur. Auglýsíd I Þjódviljanum að gæta. Þegar ríkisstjórnin lagði frum- varpið um viðskiptaráð fyrir Al- þingi, lét Björn Ólafsson fjármála- ráðherra þingmenn vita, að ætlan stjórnarinnar væri að skipa í ráðið einn mann eftir tilnefningu heild- salanna og annan eftir tilnefningu S. í. S., af því að þessir aðilar ættu hagsmuna að gæta gagnvart ráðinu. Röng stefna. Öllum hugsandi mönnum hlýtur að vera ljóst, að það er með öllu röng stefna að láta þessa aðila fá fulltrúa í viðskiptaráði. Viðskipta- ráðið er álitið nauðsynlegt, af því að talið er, og það með réttu, að þeim, sem nú annast utanríkisverzlunina, heildsölum.og S. f. S., sé ekki treyst- andi til að taka það tillit til þjóð- arheildarinnar, sem nauðsynlegt er. Það er því augljóst, að viðskipta- ráðinu mundi að verulegu leyti verða gert torveldara að vinna starf sitt, ef þessir aðilar fengju, beint eða óbeint, fulltrúa innan þess. Málflutningur fyrir við- skiptaráði, ekki innan . þess. Vissulega ber því ekki að neita, að S. í. S. og heildsalarnir eiga rétt á fullri sanngirni í viðskiptum við viðskiptaráðið og ríkisstjórnina. Þessu marki ætti að mega ná með því að báðir þessir aðilar fengju tækifæri til að láta fulltrúa sína flytja mál fyrir viðskiptaráðinu, en ekki innan þess. Viðskiptaráðið hlýtur í mörgum tilfellum að verða einskonar dómstóll í málefnum heildsalanna og S. í. S., og því er rétt að flytja mál sín fyrir þeim dómstóli en ekki innan hans. Þetta var Alþingi ljóst. Matsveina og veitingaþjónafélagr tslands Árshátlð verður haldin 26. janúar að Hótel Borg og hefst kl. 11 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir á Hótel íslands, her- bergi nr. 3- í dag og á morgun, frá kl. 5—8 báða dag- ana. Stjómin. Sníð og máta kjóla Opið daglega kl. 2—5. BRYNHILDUR INGVARSDÓTTIR, Garðastræti 4, fyrstu hæð. SHriisfoíur SjuHrasamlaos HeubjauíhQr verða frá og með deginum í dag opnar aftur frá kl. 10—4 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. Alþingi var þetta ljóst, og gerði því, góðu heilli, breytingar á frum- varpi ríkisstjórnarinnar um við- skiptaráð, sem útiloka, ef framfylgt er, fulltrúa heildsalanna og S. í. S. úr ráðinu. Breyting Alþingis var í því fólg- in, að það bætti við 1. gr. frum- varpsins þessum setningum: „Eigi má skipa í viðskiptaráð full- trúa sérstakra stétta eða félaga né heldur menn, er eiga beinna hags- muna að gæta í sambandi við störf ráðsins eða eru í þjónustu aðila, sem svo er ástatt um“. Coca-cola málstaðurinn kveður sér hljóðs. Blað viðskiptamálaráðherrans, herra Björns Ólafssonar, flytur leið- ara um þessa ráðstöfun Alþingis í fyrradag, sem það kallar „Öræfa ganga Alþingis". Hér koma kaflar úr þessum leiðara. Coca-cola blaðið hefur orðið. Skýring Vísis, blaðs viðskipta- málaráðherrans, á þessari breytingu Alþingis á frumvarpi stjórnarinnar, er þannig: „Helzt virðist eiga að skilja við- aukann þannig, að fulltrúarnir í við- skiptaráði megi ekki tilheyra nokk- urri stétt þjóðféiagsins, ei heldur vera í nokkuru félagi, — ekki held- ur þjóðfélaginu, úr því að þeir mega ekki vera. í neinni stétt, — enn ríkari áherzla er á þetta lögð þann- ig að þeir mega engra hagsmuna hafa að gæta í sambandi við störf ráðsins, og þurfa þá væntanlega- hvorki á innflutningsvörum né gjaldeyri að halda, og að lokum mega þeir ekki vera í þjónustu að- ila, sem svo er ástatt um, þ. e. a. s. mega ekki vera í þjónustu íslenzkra ríkisborgara, sem bæði þurfa að njóta innflutningsvara og gjaldeyris fyrir þær“. Blað viðskiptamálaráð- herrans leysir vandann. Vísir er ekki lengi að leysa vand- ann. Hann finnur fljótlega hvers- konar menn á að skipa í viðskipta- ráð. Um það segir hann svo: „Ríkisstjórninni er ekki lagður mikill vandi á hendur með viðauka þessum. Fyrr á öldum trúðu menn því, enda kann það vel að hafa haft við rölt að styðjast, að hér einhvers- staðar í óbyggðunum væri til mann- tegund, sem kallaðir voru útilegu- menn, og .bjuggu þar utan við lög og rétt. Þeir þurftu hvorki á inn- llutningi né gjaldeyri að halda, með því, að ef nauður rak til, leituðu þeir til íslenzkrar framleiðslu einn- ar, og hafa þannig verið hinir þjóð- legustu menn, — einskonar fram- sóknarmenn þeirra tíma. — Helzt lögðu þeir hald á sauðfénað, sem á fjöllunum gekk, og svo annað það, sem færi gafst á hverju sinnd, en til slíkrar starfsemi þurftu þeir hvorki innflutningsleyfi né gjaldeyri. Trúað var að menn þessir hefðust við í Þórisdal 02 öðrum litt aðgengileg- um stöðum, og þeir, sem á fjöllin hafa hætt sér, hafa orðið varir við nokkrar leifar, sem setja mætti í samband við þessa utan laga menn, en enginn hefur til þessa rekizt á þá sjálfa. Ef ríkisstjórnin á að hlíta að fullu fyrirmælum fjárhagsnefndar efri deildar, sem hlutu einróma sam- þykki alls Alþingis að heita mátti, er aðeins ein leið til, sem henrii er fær, en hún er sú, að senda sem skjótast leiðangur upp í öræfin, er ber að leita og að finna frambæri- lega útilegumenn í viðskiptaráðið. Takist það, verður ráðið þegar skip- að. Mun einnig í ráði að þingmenn- irnir, allir sem einn, leggi fótgang- andi á öræfin í leit að hæfum full- trúum í ráðið, en þingi mun frestað á meðan. Leiðangur þessi mun hafa miklu heillavænlegri áhrif á þing- mennina en hin blessaða jólahátíð, sem ekki tókst að blása þeim í brjóst nýjum anda samstarfs og friðar. Á öræfunum munu þjóðfulltrúarnir fá loft í lungun og verða umluktir friði á alla vegu í öræfakyrrðinni, en svo sem vitað er, er öræfakyrrðin margra meina bót, og hefur ýmsum hjálpað í leitinni að sjálfum sér og jafnvel öðrum“. „Tröll hafi þá“, sem ekki vilja lúta hagsmunum heildsala og coca-cola manna. Ekki getur Vísir stillt sig um að láta þá ósk í ljós, þó óbeint sé, að tröll mættu taka Alþingi og hvern þann, sem dirfist að andæfa hags- munum heildsalanna og Coca-cola klíkunnar. Hinar gáfulegu og smekk- legu hugleiðingar blaðsins um það efni eru þannig: „Takist leiðangursmönnum þeim, sem á fjöllin fara, ekki að finna fram bærilega útilegumenn, er hægurinn hjá að leita til tröllanna í fjöllunum. Ef ‘ öll þjóðin legst á einlæga bæn, ætti engin hætta á því að vera að „tröll hafi þá“, heldur þeir tröllin, og er þá hin mikla Herkúlesarþraut af hendi leyst, enda koma þeir þá með tröllin í bandi til byggða og setja þau i viðskiptaráðið. Bregðist þetta hvorttveggja, er að' eins ein leið fær, en hún er að leita til álfanna, ljósálfa eða sva.rtálfa, með því að rauðálfar munu hafa of mikilla hagsmuna að gæta í sam- bandi við viðskiptaráðið. Mun aldrei fara svo, að ekki megi með hinni al- kunnu „leikni þingmanna“, sem for- maður> Alþýðuflokksins ritaði um í áramótahugleiðingum sínum, takast að fá ráðið fullskipað og búið öllum þeim eiginleikum, sem þingmenn hafa áskilið. Einn hængur er þó á þessu. Við- skiptamálaráðherrann lýsti yfir því, Frá Afþíngi Neðri deild. Þar var til umræöu í fyrsta lagi frumvarp ríkisstjómar- innar til laga um húsaleigu. Fylgdi félagsmálaráöherra frumvarpinu úr hlaöi. Til máls tóku auk hans Sigfús Sigurhjartarson, sem taldi frumvarp þetta mundi veröa til böta frá því sem nú væri, þó gallar væru á því. Skoraöi hann á allsherjar- nefnd, aö hún sýndi nú rögg af sér og semdi .lagabálk, sem að gagni kæmi upp úr þessu frumvarpi og öörum, um húsa- leigu, sem til hennar hefur veriö vísað, en nefndin hefur legiö á hingaö til. í ööru lagi var samþykkt og afgreitt til efri deildar frum- varp til laga um búfjártrygg- ingaiv í 1 Sömuleiöis frumvarp um stofnun embættis háskóla- bókavaröar viö Háskóla ís- lands. Þá kom til 3. umræðu frum- varp til laga um fiskveiðasjóð íslands. Flutti Lúðvík Jósefs- son breytingatiilögu er gekk í þá átt aö úthlutun styrkja skyldi framkvæmd af þriggja manna nefnd og skyldi Al- þýðusamband Islands tilnefna einn manninn, fiski og far- mannasambandiö annan og Fiskifélag íslands þann þriöja. Þessi breytingartillaga var samþykkt með 12 atkv. gegn 11 (Já sögöu Áki, Einar Olg., Emil Jónsson, Gísli Guðm., Jörundur, Lúðvík, Páll Zoph., Sigfús, Sig. Guönason, Sig. Thoroddsen, Sig. Þóröarson og Sveinbjörn Högnason). (Nei sögöu Jóh. Jósefsson, Gísli Sveinsson, Gunnar Thor- oddsen, Ing. Jónsson, Jón Pálmason, Jón Sigurösson, Pétur Ottesen, Sig. Bjarnason, Sig. E. Hlíöar, Sig. Kristjáns- son og Stefán Jóhann). Frurnvarpiö var síðan sam- þykkt til efri deildar, svo breytt. Önnur mál voru tekin af dagskrá. að hann og ríkisstjórnin myndi skipa ráðið þeim mönnum, sem þeir teldu hæfasta. Leiti ríkisstjórnin *ekki út fyrir hið íslenzka þjóðfélag, getur Alþingi borið fram vantraust á ríkisstjórnina, og verður hún þá vegin og léttvæg fundin, — alveg tvimælalaust, — enda segja komm- núistar að farnar séu að f.iúka aí henni fjaðrirnar. Mikill vandi fylgir þeirri vegsemd að vera þingmaður, og auk þess þarf þingið að gera það lýðum ljóst, að þess er mátturinn, en ekki ríkisstjórnarinnar. Tillaga fjárhagsnefndar efri deildar mun sérstaklega til þess ætluð, að túlka fyrir þjóðinni vald Alþingis og starfshætti". Viðskiptamálaráðherrann og blað hans. Vísir hefur ætíð „vaðið grunnt en gusað hátt“. Viðskiptamálaráðherr- ann virðist vera maður grunnfær flaumósa, og hæfir því hvað öðru svo sem bezt verður á kosið, mál- gagn og maður, — Vísir og Coca- coia ráðherrann. Engin ástæða er til að dyljast .þess að blað þessa ráð- herra virðist nú líta á það sem sitt aðal, — ef ekki eina — verkefni, að ófrægja þingræðið og undirbúa jarðveginn fyrir einræðisstjórn. Sennilega er blaðið þarna í fullu samræmi við vilja og hagsmuni þeirra Coca-cola manna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.