Þjóðviljinn - 20.01.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.01.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Úr borgtnnl, Næturlæknir: Theódór Skúlason, Mímisveg 6, sími 3836. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Fimm gerðir nýrra frímerkja. Bráðlega koma í umferð 5 gerðir nýrra frímerkja. Eru það 12 au:a, OÞ TJARNABBIO 4 Um Atlants ála (Atlantic Ferry). Amerísk mynd um upphaf gufuskipaferða um Atlanz- haf. Michael Redgrave. Valerie Hobson. Griffith Jones. Sýnd kl. 5 — 7 — 9. NÝJA BÍÓ „Penny Sereeade" Stórmynd leikin af: IRENE DUNNE og CARY GRANT. Sýnd kl. 4, 6.30 og 9. DREKAKYN Eftir Pearl Buck <$5 (Eöð síðustu málsgreina sögunnar s. 1. sunnudag ruglað- ist og eru þær því birtar að nýju). uuv' oiuúíw- 1 kl u .1». lu, ,1« .. .. .i•«. «. I. Bölvaðir séu allir þeir karlmenn sem fæðast í heiminn til þess að eyðileggja allt með styrjöldum! hrópaði hann. Bölvaðir séu þeir sem leggja heimili okkar í rústir og saurga konur okkar og gera allt okkar líf að angri og’ótta. Bölvaðir séu þeir strákslegu karlmenn, sem ekki geta látið sér nægja að slást og deila á unglingsárum, en eru þau börn á íullorðinsárum, að halda áfram að berjast og eyðileggja með því líf og heimili heiðarlegs fólks eins og við erum! Bölvaðar séu þær konur, sem fæða karlmenn, er verða til að hleypa af stað styrjöldum og bölvaðar séu ömmur þeirra og allt þeirra slekti. 'Hann hélt áfram að bölva og formæla þangað til hann var orðinn hás og dökkur í framan, en þá fór einnig hann að gráta, vitandi fullvel að fyrr eða síðar hlaut konan að spyrja hvar yngsti sonur þeirra væri. En þegar hún sá hann fara að gráta, áttaði hún sig og múndi að hún hafði eiginkonuskyldum að gegna, svo hún þerraði augun á kjól- erminni, kom til hans og lagði höndina á öxl hans. Stilltu þig, gamli minn. Eg veit að ég hef ekki verið þér eins og góð kona á að vera, en nú skal ég hætta allri vitleysu. Komin er ég heim^ og fer ekki aftur, hvað sem á dynur. Við skulum halda saman hér í húsinu okkar, þú og ég, hvað sem bölvuðum óvinunum líður. Hann hætti að gráta og þerraði augun, en hún virtist hlusta eftir einhverju og loks kom spurningin, sem Ling Tan vissi að hlaut að koma: Sefur yngsti sonur okkar svo fast, að hann heyri ekki móðir sína koma heim? Þá vissi hann að hann mundi ekki geta leynt hana neinu og réttast var að segja henni sannleikann allan. Fyrst hún ætlaði að verða hjá honum og þau urðu að bera sameig- inlega það, sem framundan var, urðu þau að skipta byrð- inni jafnt. Og hann sagði henni með erfiðismunum og löng- um þögnum hvað gerzt hafði nóttina sem yngsti sonur þeirra hafði farið að heiman, og hún hlustaði orðlaus og þögul þar til hann lauk frásögninni og spurði einskis framar. Hann er þó á lífi, sagði hún. Hann er þó á lífi, hafði Ling Tan upp eftir henni. Þau fóru inn í herbergi sitt og lögðust til svefns í öllum fötunum, og Ling Tan gat ekki annað en furðað sig á, að engin löngun skyldi bærast í líkama hans til konunnar, sem hann vissi að hann unni. Það er meira en þreyta, þó ég sé dauðþreyttur, hugsaði hann, Mér finnst að samfarir karls og konu þurfi að ganga gegnum einhverskonar hreinsun, áður en heiðarlegur mað- ur geti notið þeirra. Frá bæjarstíórnarfundi 35 aura, 50 aura, 60 aura og 5 kr. frímerki. Myndirnar verða hinar sömu og áður hafa verið notaðar: Geysir, síldin, þorskurinn og Þor- fínnur karlsefni. Ægir. S. It. R. Sundmót verður haldið í Sund- höll Reykjavíkur 10. febr. Keppt verður í eftirtöldum vegalengdum: 50 m. skriðsund, karlar. 4 x 50 m. bringusund, karlar. 500 m. skrið- sund, karlar. 100 m. baksund, karl- ar. 4 x 50 m. skriðsund, drengir. 100 m. bringusund, drengir. 50 m. bringusund, stúlkur. Þátttaka til- kynnist til form. Ægis fyrir 4. febr. Útvarpið í áag: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.00 Fréttir. 20.30 Kvöldvaka: a) Bjarni Guðmundsson, blaða- maður: í Bretlandi á stríðstímum. Frásaga. b) Ásmundur Helgason frá Bjargi Frá Eiríki á Karlsskála. (Þulur). c) Jóhann Garðar kveður rímna- lög. 21.50 Fréttir. Dagskrárlok. Skábþíng Reykjavíkur Fjórða umferð var tefld á mánudag. Meistarafl. Sig. Giss. vann Benedikt, Baldur vann Aka, Öli Vaid. vann Pétur, Hafsteinn og Magnús G. jafntefli, Árni og Sturla biðskák, Steigrímur og GuSm. S. biöskák. I. n. Ragnar vann Pétur, Ölafur vann Ingimund, Lárus og Benóný jafntefli. II. fl. Ólafur vann Sig. Bogason, GuSjón vann Sigurbjörn, Sig. Jóh. vann Ingólf- Sfræfísvagní hvolfír t gær, klukkan 13,05 var strætisvagninn R. 1004 á leið- inni vestur úr bæ. Á horninu ó Öldugötu og Garðastræti rann hann til, þegar hann var að beygja inn í Garða- stræti og hvolfdi honum þar. Vagninn var troðfullur af fólki, mest var af skólaböm- um. Meiðsli urðu tiltölulega lítil og var rannsóknarlögreglunnl ekki kunnugt um nöfn þeirra, sem meiöst höfSu, þegar blaöiS átti tal við hana í gær. AusturvígstöOvarnar Framhald af 1. síðu. eftir tvö tímabil stórkostlegrar varna- og undanhaldshernaðar- aðgerða, skuli geta snúizt til sóknar um hávetur, og hafið eins harða og víðtæka sókn og nú er fram komið. Sóknarþungi rauða hersins er svo mikill, að þýzki herinn get- ur ekki verið langt frá stórkost- legum óförum. Nazistaleiðtog- arnir hafa sjálfir játað, að í fyrravetur hafi ekki munað nema hársbreidd að þýzki her- inn á austurvígstöðvunum hafi farið hrakfarir því líkar, sem her Napoleons forðum. Hitler lofaði því, að ástandið yrði allt annað og betra á þessum vetri. Skyldi það loforð verða haldið? Þjóðverjar vissu að þessu sinni hvers þeir máttu vænta af rússneska vetrinum og höfðu nægan tíma til undirbúnings. En hafi Þjóðverjar verið betur und irbúnir nú í vetur, hefur nú komið eins skýrt í Ijós og á verð ur kosið að Rússar hafa einnig verið betur undirbúnir. Sókn rauða hersins í vetur er margfalt víðtækari og aflmeiri en sóknin í fyrravetur. Baráttu- þrek sovéthermannanna er eins mikið eða meira en þá, en hins- vegar virðist baráttuþrek þýzku hermannanna minna. En hvort sem minnkandi bar- áttuþrek Þjóðverja eða aukin baráttuhæfni Rússa er orsökin, er það staðreynd, að sterkustu virki þýzka hersins standast ekki árásir sovéthersins nú með sömu seiglunni og varð til að bjarga fasistaherjunum árið 1942“. Svíþjóð Framhald af 1. síðu. fyrir að við innrás hefði sam- band rofnað milli yfirstjórnar- innar og herstjórna einstakra héraða eða staða. í samráði við ríkisstjórnina hefði því yfir- hershöfðinginn gefið öllum yf- ismönnum hersins fyrirskipan- ir um hvað gera eigi ef til slíks kemur. í fyrirskipun þessari er lögð áherzla á að allar fyrirskipanir og tilkynningar, sem sendar væru, og mæltu svo fyrir að herinn ætti ekki að verjast inn- rás, væru falsaðar, hvaðan sem sagt væri að þær kæmu. Herinn ætti tafarlaust að hefja vörn, og hver yfirmaður hersins ætti í því tilfelli að starfa sjálfstætt og eftir því sem hann sjálfur telur rétt, Stúdentafélsg Reykja- víkur heldur fund um hlntleysi íslands rg afstöðu til annara út á við Föstudaginn 22. þ. m. efnir Stúdentafélag Reykjavíkur til fundar í fyrstu kennslustofu Háskólans. Fundurinn hefst kl. 8% síð- 1 degis. Umræðuefni er: Hlutleysi ! íslands og afstaðan út á við. Málshefjendur eru alþingis- mennirnir Sigurður Bjarnason og Einar Olgeirsson. Forsætis- ráðherra, utanríkisráðherra og utanríkismálanefnd er boðið á fundinn. DAGSBRÚN Framh. af 1. síðu. mönnum glæsilegri sigra en síðasta ár. Og þessa sigra eiga verkamenn því að þakka, að þeir hafa staðið einhuga um mál sín og hvergi hvikað frá mál- stað sínum. Engum tíma hefur verið eytt í skaðlegt innbyrðis rifrildi eða skæklatog milli ein- stakra manna, en allri orku fé- lagsmanna beitt í sókn fyrir sameiginlegan málstað þeirra allra, undir forustu þeirra, er verkamennirnir hafa sjálfir val- ið úr sínum hópi. Á þessu þarf að verða framhald. Fundir Dags brúnar mega aldrei framar falla í þá niðurlægingu, að verða inn- byrðis átakasamkomur félags- manna. Fundir félagsins eru nú og eiga jafnan að vera friðsam- leg stefnumót, þar sem Dags- brúnarmenn kanna liðstyrk sinn og efla samhug sinn og skilning á þeirri höfuðnauðsyn að öll alþýða sé samstillt sveit, er finni til þeirrar ábyrgðar, sem á henni hvílir í því að sækja fram fyrir réttan málstað og verja hann, hversu hart sem andstæðingarnir sækja að hon- um. Verkefni þvílíkra funda sem • aðalfundar Dagsbrúnar í fyrrakvöld eru mörg og mikil- væg. Dagsbrúnarmenn þurfa nú að efla og auka fundastarfsem- ina. Þarf að keppa að því að gera alla fundi' Dagsbrúnar svo nytsama og ánægjulega, að Dagsbrúnarmenn njóti þeirra, svo að þeir vilji ekki af þeim missa. Framhald af 1. síðu. rijóta sömu launakjara og þeir“. A Tillögunni var vísað' til bæj- arráðs. 5 manna nefnd til að athuga byggingamál. Árni Jónsson frá Múla bar fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarráð ályktar að kjósa 5 manna nefnd til að athuga bygg ingamál höfuðstaðarins og gera tillögur um framtíðarskipun þeirra, með sérstöku tilliti til: 1. Hækkaðs byggingarkostn- aðar. 2. Betri hagnýtingu bygginga- lóða. 3. Fegrunar bæjarins". Tillagan var samþykkt með samhljóða atkv. Tillaga um að kjósa nefnd til að athuga löggjöf um stjóm Reykjavíkur. « Þá bar Árni frá Múla enn- fremur fram þessa tillögu: „Þar sem árleg f járvelta Reyk javíkurkaupstaðar og fyrir- tækja hans nemur nú orðið tug- um milljóna króna og rekstur- inn gerist fjölbreyttari og vanda samari með hverju ári, telur bæjarstjórn nauðsyn til bera að •endurskoða nú þegar skipun æðstu stjórnar bæjarins með sérstöku tilliti til þess: 1. Að borgarstjóri verði full- trúi almennings í bænum, frem ur en sérstakra flokka eða stétta. 2. Að borgarstjóri gefi sig óskiptan að málefnum bæjar- ins. Fyrir því ályktar bæji'arstjórn að kjósa 5 manna nefnd til að endurskoða löggjöf þá er þetta varðar, og ljúki nefndin störf- um svo snemma, áð málið verði undirbúið til afgreiðslu á næsta reglulega Alþingi“. Tillögunni var vísaft til ann- arrar umræðu. hina almennu stefnu ríkisstjórn- en í samræmi við arinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.