Þjóðviljinn - 21.01.1943, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 21.01.1943, Qupperneq 2
2 ÞJÓD VILJ.1NN Fimmtudagur 21. janúar 1943. Félao íslenzHpa síúdeola í Hauoniaflnali&íii 50 ára Þess verður minnzt bœði í Kaupmannahöfn og Reykjavík í dag, að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun Félags íslenzkra stúdenta i Kaupmannahöfn. Félagið á sér merka sögu, enda hafa þar starfað sem stúd- entar margir þeir menn, sem síðustu áratugi hafa sett svip á íslenzkt þjóðlíf. Sú saga verður ekki rakin hér, en víst má telja, að hún verði skráð fyrr eða síðar. Hér skal aðeins bent á síð- asta, og sennilega merkasta þáttinn, í starfi Félags íslenzkra stúdenta, þjóðernisbaráttu fé- lagsins frá því að Danmörk var hernumin af þýzkum nazistum. — Aðeins ófullkomnar fregnir hafa borizt af þessu merka fé- lagsstarfi, en þær nægja til þess að íslendingum ætti að verða ljóst, að þetta stúdentafélag vinn ur þjóðræknistarf, sem vert er að fylgjast með og styrkja af megni að heiman. Það mun lengi hafa tíðkazt, að fundir Félags íslenzkra stúd- enta hafi verið opnir þeim lönd- um í Höfn, er þá vildu sækja, hvort sem þeir voru háskóla- borgarar eða ekki. Eftir hernám Danmerkur hafði félag Hafnar- stúdenta forgöngu að nýjum þætti í félagslífi fslendinga í Kaupmannahöfn, þá hefjast „kvöldvökur“ félagsins, samkom ur á hálfsmánaðar fresti, þar sem fslendingar hittast, ræður eru fluttar um íslenzk mál og ausið af nægtabrunni íslenzkra bókmennta. Margir hafa lagt fram starf sitt til að halda sam- an þessum íslenzka hóp mitt í ölduróti heimsstyrjaldar og her- náms, en trúlegt er, að skerfur þeirra Jóns prófessors Helga- sonar, Jakobs Benediktssonar og Guðmundar Arnlaugssonar verði þar þungur á metum. Fundir Hafnarstúdenta hafa alltaf þótt góðar samkomur, það B a St. Mínerva nr. 172 I hefur öpinn fræðslu- og skemmtifund í Góðtemplara- húsinu í kvöld, í stóra salnum. Fundarefni: Ræðuhöld, upp- lestur, fiðlu músík með píanó- undirleik og kvikmynd. Fundurinn hefst kl. 8.30, en opnað er fyrir gesti kl. 9. Nemendum Kennaraskólans, Kvennaskólans og Samvinnu- skólans er sérstaklega boðið. Æ. T. Muoið Kaffísðluna Hafnarsfræfi 16 var að þeim ósvikin hressing og hvatning á friðartímum, þegar öll íslandssambönd voru órofin og bjartara yfir Kaupmanna- höfn en nú. En auðvelt er að gera sér í hugarlund, að þörfin á samvistum við landa og nautn íslenzkra bókmennta sé brýnni þegar allar leiðir heim eru lok- aðar, og krumla nazismans herð- ir stöðugt tökin á Danmörku. — Enda eru þau fáu bréf frá Höfn, sem sleppa gegnum ritskoðun beggja hernaðaraðila, full af lofi um kvöldvökur stúdentafélags- ins. — Það er nýr þáttur í þessu starfi, er félag Hafnarstúdenta gengst fyrir útgáfu tímarits, sem ætlað er að nái til allra íslend- inga á meginlandinu, flytji þeim fregnir að heiman og verði tengi liður milli þeirra. — Tímaritið „Frón“ verður í umsjá þeirra Jóns Helgasonar og Jakobs Benediktssonar, og er ekki hægt að óska því betri forráðamanna. Það þykir ef til vill of fast að orði kveðið að nefna þetta yf- irlætislausa starf Hafnarstúd- enta þjóðernisbaráttu. En það er ekki ofmælt. Því má ekki gleyma, að sú hætta er til, að íslenzkir stúdentar og mennta- menn erlendis láti bugast af lát- lausum og einráðum áróðri hinna nazistisku valdhafa, nokk- urir Islendingar í Þýzkalandi hafa þegar valið sér það hlut- skipti, að verða máltól þýzka nazismans og flytja daglega kúg- unarboðskap hans á íslenzku máli. Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn er ekki pólit- iskt félag, kvöldvökur þess eru ekki stjórnmálasamkomur, og tímaritið „Frón“ verður áreiðan- lega ekki málgagn neins flokks. En kvöldvökurnar og tímaritið „Frón“, méð leiðsögu manna eins og Jóns prófessors Helga- sonar, þýðir samheldni íslend- inga á meginlandinu um þá traustu þætti íslenzkrar menn- ingar, sem aldrei samþýðast hug myndafræði nazismans. Þess vegna er starf Hafnar- stúdentanna þjóðernisbarátta. oBœjaz ipóatuvm/n Kolin. Herra ritstjóri! Undanfarið hefur verið mjög vont að fá kol, þannig að fólk verður að bíða eftir því i marga daga að þau séu send heim. Ekki veit ég af hverju þetta stafar. Um daginn, þegar kolatonnið var hækkað í kr. 200.00, spurði ég um kol daginn eftir. Þá brcgður svo undarlega við, að kolin koma svo að segja um leið og ég sleppti heyrn- artólínu. Næst þegar ég pantaði kol, fékk ég þau eftir 8 daga, en þá var búið að lækka þau um kr. 16.00 tonnið. En þá voru það bara alls ekki kol, sem voru send, ekki einu sinni kola- salli, heldur bara hreint kolaryk, hreinn óþverri. Eg vildi skjóta því til hlutaðeig- andi vfirvalda, hvort ekkert eftír- lit sé me8 því, hvað kolaverzlunum h'elzt uppi að selja almenningi sem kol. H. . Amerískar gjafir. Herra ritstjóri! Nú í vetur og eins síðastliðinn vet- ur hefur verið útbýtt í barnaskól- unum gjafabögglum til íslenzkra skólabarna frá Rauða krossi Banda- ríkjanna. Bögglar þessir hafa oftast inni að halda lélegt skran, en þó mun í sunj- um hafa verið ýmsar hreinlætis- vörur, sápur, tannburstar o. a. Eg kann illa við þessar gjafir. — Mér finnst þær bera of mikinn „ný- lendu-áróðurs keim“, enda allsendis óþarft að hjálpa íslenzkum börnum af erlendum líknarstofnunum, eins og nú er ástatt, sem betur fer. Vil ég mælast til þess að skóla- nefndir taki mál þetta til athugunar og afþakki slíkar gjafir framvegis með fullri kurteisi, um leið og þær biðji gefandann i að athuga hvort ekki séu börn annarsstaðar, sem þyrftu meir á hjálpfýsi þessari að halda. Hörður Hauksson. „Fátt er svo með öllu illt...“ Austfirðingur hitti Reykvíking á götu. Reykvíkingurinn spyr hann heldur dapur í bragði, hvernig hon- um lítist á Viðskiptaráðið. Austfirðingurinn svarar og nudd- ar saman höndunum: Ágætlega, ég vildi það stæði til eilífðar. Reykvíkingurinn, hissa: Og af hverju? Austfirðingurinn: Af því þá losn- um við við Jón ívarsson að fullu og öllu. „Sá, sem þykist standa, hann gæti sín að hann ekki falli“. Kæra Sigríður Anna Jónsdóttir frá Möldnúpi. Þú heiðrar mig með nokkrum vin- samlegum línum, mér sendum í Al- Dölir herra vetrarfraMiar teknir upp í dag. Verð kr. 233.00. Nýtízku snið. Koma ekki aftur að sinni. Ingólfsbiíd Hafnarstræti 21. þýðublaðinu 20. þ. m. Til þess að ekkert fari milli mála, þykir mér rétt að birta þessar línur þinar orð- réttar. Þú segir: „Þá langar mig aðeins til að spyrja ritstjóra Bæjarpósts Þjóð- viljans, hver hafi gefið honum vald til að kalla mig ófreskju? Líka vil ég beina eftirfarandi til Sigfúsar Sigurhjartarsonar: Þorir hann að bera ábyrgð á því frammi fyrir hinni íslenzku þjóð, að kalla heiðarlega íslenzka alþýðu- konu ófreskju? Eg segi gætið að yður, að þér okki missið það traust, sem íslenzk alþýða hefur þegar sýnt yður. „Sá, sem þykist standa, hann gæti sín að hann ekki falli“. Með lítilli virðingu. Anná frá Moldnúpi“. Þannig farast þér orð, Sigríður Anna Jónsdóttir frá Moldnúpi. Ertu nú alveg viss um, að þú getir með góðri samvizku sagt að ég hafi kallað þig ófreskju? Finnst þér ekki sjálfri, við nánari athugun, að rithöfundar nafn þitt — Anna frá Moldnúpi — beri keim þess að vera gerfinafn, sem gæti falið að baki sér hvaða nafn sem vera skal. Þegar svo Hannes á horninu lýsir því hátíðlega yfir, að hann sé marg sinnis spurður að hver Anna frá Moldnúpi sé, og að hann viti engin deili , á henni, þá verður meira en eðlilegt, að ég og aðrir fáfróðir menn haldi að nafnið „Anna frá Mold- núpi“ sé aðeins gervinafn einhvers, sem eftir atvikum telji rétt að dylj- ast. Finnst þér nú, Sigríður Anna Jóns dóttir, nokkuð óeðlilegt eða ósæmi- legt, þótt Hannes á horninu væri í þéssu sambandi minntur á söguna um Gilitrutt? Álítur þú að með því hafir þú persónulega verið kölluð ófreskja? Ef svo er, þá hugsar þú grynnra en skrif þín benda til. Af þeim hef ég ráðið, að á bak við nafnið Anna frá Moldnúpi, fælist gáfuð persóna og skriffær í bezta lagi, eins og sjá má af þeirri ráðleggingu sem ég gaf Hannesi, um hvers hann skyldi geta. Ef þú beitir þeim gáfum og þeim góðvilja, sem fram kemur í mörgu því sem þú hefur skrifað, þá muntu sannfærast um að engin - lítilsvirð- ingarorð hafa fallið í þinn garð í línum Bæjarpóstsins. Ekki hirði ég að blanda mér í deilu ykkar Sverris Kristjánssonar. En samt langar mig til að biðja þig að lesa greinar ykkar beggja, og beita hinni ýtrustu sanngirni, þá held ég að þú komist að þeirri nið- urstöðu, að þig hafi hent það sem oft vill verða með okkur, sem í deil- um lendum, að leggja andstæðingn- um skoðanir í brjóst, sem hann ekki hefur haldið fram. Það er býsna algengt, að kastað er þungum steinum að okkur, sem valið höfum blaðamennsku og stjórn mál að starfi. Við kippum okkur ekki upp við það, þetta er, þegar alls er gætt, eðlilegt. Það er afleið- ing þess, að okkur er í mörgu áfátt, og þeim sem á okkur deila, er líka í mörgu áfátt. — „Hálf es öld hvar“. Því segi ég það, Sigríður Anna Jónsdóttir frá Moldnúpi: Þar sem þú ert svo hjartanlega sannfærð um að þú „standir", þá hefur þú líka gott af að taka þér tíma til að athuga þessi merku orð: „Sá, sem þykist standa, hann gæti sín að hann ekki falli". Með mikilli virðingu. Sigfús Sigurhjarhuson. Togarastöðvunarmálið Tilkynning frá ríkisstjórninni Svo sem almenningi er kunn- ugt af ræðum ráðherranna um áramótin, hefur ríkisstjórnin á- kveðið, að beita sér fyrir því, að veiðar og siglingar botnvörpu- skipa íslendinga hefjist á ný. — Stöðvun siglinganna vakti ó- þægilega athygli ekki aðeins hér heima, heldur og engu síður í Bretlandi, þar sem fisksins er neytt, og siglingamálið var jafn- vel komið á dagskrá brezka þingsins um miðjan desember síðastliðinn. Bárust utanríkis- málaráðuneytinu jafnóðum upp lýsingar frá sendiráði íslendinga í London um ummæli, er sum- part voru íslendingum til lasts, og til þess fallin að spilla vin- semd brezku þjóðarinnar til ís- lendinga. Þá hefur og þann 7. janúar s. 1. birzt mikil ádeilu- grein á íslendinga í hinu víð- lesna dagblaði „Daily Mail“. — Hefur sendiherrann í London að sjálfsögðu verið á verði, bæði með leiðréttingar og með að sýna fram á skaðsemi ádeilu- greina í mjög erfiðu og við- kvæmu máli, og hefur honum verið að því styrkur, að ríkis- stjórnin hefur falið honum að fullvissa brezku ríkisstjórnina um, að hún hefði allan hug á því, að reyna að leysa málið. Hefur hún jafnhliða sérstaklega óskað þess, að fulltrúar yrðu sendir hingað frá Bretlandi til þess að reyna að finna lausnir, og mun hinn nýi brezki sendiherra vera væntanlegur bráðlega, eftir að hafa kynnt sér rækilega hin brezku viðhorf. Hitt er þó jafn- framt vitað, að breytinga mun ekki von á næstunni á fyrr- gefnum tilkynningum um, sigl- ingaleiðir, en því er hins vegai heitið, að málið skuli tekið til nýrrar vinsamlegrar athugunai, að fenginni reynslu. Þar eð vænta má, að íslenzk blöð vilji skýra lesendum sínum frá aðalefnum skrifanna, er brezk blöð hafa nýlega birt, strax og blöðin berast hingað, vill ríkisstjórnin, að almenningi verði jafnhliða kunnugt um við- leitni hennar til lausnar máls- ins, og rétt er, að það verði jafn- fram kunnugt, að skömmu eftir að áminnzt grein í „Daily Mail birtist, var gefin út opinber til- kynning til brezkra blaða af hálfu brezku stjórnarinnar, með I lofsamlegum ummælum, þegar það þá hafði vitnazt, að farið t væri að búa nokkra íslenzka botnvörpunga á veiðar. Má ráða af breyttu orðavali blaða, hversu fegins hendi sú fregn hefur ver- ið gripin, og enda þótt blaðafull- yrðingarnar muni sumpart skjóta yfir markið, að svo stöddu, kemur vonandi ekki til þess á ný, að íslenzka þjóðin verði fyrir aðkasti í brezkum blöðum. <o<)<><><><><><><><><><><><><><><> Útbreiðið Þjoðviljann oo*©ooooo«o<xxxxx>

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.