Þjóðviljinn - 26.01.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.01.1943, Blaðsíða 4
X þJÓÐVIUINN Op bopgl nnt, tyœturlœknir: Pétur H. J. Jakobsson, RauSaráretíg 32, sfmi 2735. NœtaroörSur er í ingólfsapóteki. Fermingarbörn l Hallgrímaiókrt, sem fermast eiga á komandi vori og hausti, eru beSin að koma til viðtals viá sókn- arprestana, Jakob Jónsson og Sigurbjörn Einarsson, í Austurbæjarskólanum f dag (þriSjudag) kl. 5. Útoarpib t dag: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukennsja, I. flokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 19.45 Auglýsingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Skordýrin {Geir Gígja skor- dýraf reeðingur). 20.55 Tónleikar Tónlistarskólans: Dumky trfóið eftir Dvorsjak (Tríó Tón- listarskólans. 21.25 Hljómplötur: Kirkjutónlist. 21.50 Fréttir. Dagskrátlo!; Bjaíir til ni Danskt herbergi: Á 50 ára afmæli íslenzka stúdentafélagsins í Kaup- mannahöfn, 21. jan. 1943, stofnuöu 'gamlir Hafnarstúd- entar í Reykjavík og á nokkrum öðrum stöðum á landinu til kaupa á einu her- bergi í nýja stúdentagarðin- um, og skulu danskir stúd- entar, konur jafnt sem karlar, er stunda nám við háskólann, hafa forgangsrétt að herbergi þessu. Fjársöfnunin er kominn yfir 10,000. — kr, og veröur haldiö áfram og skal því fé, sem afgangs veröur af and- virði herbergisins, varið til styrktar þeim stúdent, er í herberginu dveist á hverjum tíma. Sænskt herbergi: i veizlufagnaði stúdenta tilkynnti formaöur byggingar- nefndar nýja stúdentagarös- ins, að Beinteinn Bjarnason, útgerðarmaður í Hafnarfirði, hefði ákveðið að gefa eitt herbergi til minningar um hið fræga tónskáld Svía Gunnar Wennerberg, en hann var m'kill vinur föður gefanda, séra Bjarna sál. Þorsteins- sonar, prófessors á Siglufirði. — Herbef'gi þetta er ætlað sænskum stúdent, er kynni að vilja nema við haskólann, en þau ár, er enginn Svíi kæmi, skal söngelskasti stúdent við háskólann hafa forgangsrétt að herberginu. i Fbinskt herbergi: í veizluíagnaðinum var enn í'rá því skýrt, að ónefndur .".'údent, er þar var viðstadd- ur, legði fram 1000,— kr. til stofnunar finnsks herbergis. ? TJAKNAKBÍÓ lohn Doe (Meet John Doe) Cary Cooper Barbara Stanwyck Sýnd kl. 4, 6,30 og 9. NÝJABÍÓ ÍKtízona Æyintýrarík og spennandi myhd. Aðalhlutverk: Jean Arthur, William Holden, Warren William. Bönnuð fyrir börn yngri en 16 ára.' Drengurinn okkar Einar örn verður jarðaður frá heimili okkar, Bakka við Arnarnesvog, mið- vikudaginn 27. þ. m. kl. 2 eftir miðdag. Jarðað verður í Fossvogi. Sesselja Einarsdóttir. Guðmundur Ólafsson. Bílar fara frá B. S. í. kL 1.30. Frá Alþihgi Neðri deild: Fundurinn hófst á því að atvinnumálaráðherra kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og svaraði fyrirspurnum Eysteins Jónssonar og er skýrt frá því á öðrum stað í blaðinu- Afgreidd voru til efri deild- ar frumvarp til breytingar á hafnarlögum Hornafjarðar og frumvarp til laga um lending- arbætur í Bakkagerði í Borg- firði eysra. Frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum um heimild fyrir ríkisstjórnina til tekju- öflunar vegna dýrtíðar og erf- iðleika atvinnuvega —2. um- ræöa' — Var samþykkt til 3. umræðu. Frumvarp til laga um breyt ingu á þingsköpun var sam- Jjykkt og vísað til 2. umræðu. í frumvarpinu er gert ráð fyr- ir að bæta verði við einni fastanefnd í hvorri deild þings ins, er fjalli um og fái til með- feröar heilbrigðismál. Frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum um þingfarar- kaup — 1. umræða. — Sent frá efri deild, var samþykkt og vísað til 2. umræðu, Sama máli gegnir um frum- varp til laga um orlof og frum varp til laga um breytingu á happdrættislögunum. Frumvarp til laga um sölu á jarðeignum ríkisins — fram- hald 1. umræðu, — var vísað til 2. umræðu að viðhöfðu nafnakalli.. Búlgörsku fasistarnir hræddir Búlgarska stjórnin hefur lagt fram lagafrumvarp í þinginu um dauðarefsingu fyrir „áróður gegn ríkisvaldinu". Sérstáklega harðar refsingar eru lagðar við pví að reka áróður í hernum. Ríkislögreglan hefur verið tvöfölduð, vegna „aukinna við- fangsefna", að pví er búlgarski innanríkisráðherrann Gabrovs- ki hefur tilhynnt -v<><><><><><><><^<><><><><><><>0 Flokkurinn >oooooo XXXXX^' Munið aoalfund Sosfalistafélagsins S kvSld f Baðstofunni. Skákþíng Rcybjavíkur. Sjöunda umferð var tefld á sunnudag. Meistarafl. Sigurð- ur Giss. vaim Snævar, Guöm. S. vann Hafsteinn, Magnús G. vann Óla Vald., Steingrímur vann Benedikt, Baldur vann Pétur, Aki og Arnix Snævar biðskák. I. fl. Ragnar vann Ingi- rriund, Pétur vann Lárus, Mar- ís og Benóný biðskák. Næst verður teflt á fimmtu- dagskvöld. Héraðssaga Dalasýslu Breiðfirðingafélagið í Reykja vík samþykkti á fundi í des. s. 1. að gangast fyrir þvi, að héraðssaga Daiasýslu yrði rit- uð og gefin út. Upphaflega var ætlunin að gefa út sögu Breiðáfjarðar, en síðar var horfið ;frá því að sinni. Fundurinn kaiis priggja manna undirbúningsnefnd. — Veröur nánar sagt frá þessu síðar. . 't']m Skíðamót I. R. Framh. af 2. síðu. *" """- Muhu þessir menn vera stúd- entar að norðan, en Norðiend- ingar eru snjallir í svigi. í næstu viku hefst 6 daga skíðanámskeið á vegum í. R., og verður kennari þess hinn efni- legi skíðamaður þeirra Jóhann EM*11», ^^^^3$S^^^^^^^^^S$^. DREKAKYN Eftir Pearl Buck s ráða, og ef það er ekki nvjög slæmt, getur verið, að við ! verðum hér áfram, nóg er um atvinnu. Ég, yngri sonur S ykkar, get ekið vagni hvern dag, og unnið mér inn tvöfalt ! á við kennara í skóla, þvi nú eru það verkamenn, sem fá ! hátt kaup. ! Þegar hér var komið greip kona frændans fram í: Hef ég ! ekki alltaf sagt að lærdómur væri lítils virði! Heyrirðu « gamli, ef þú hefðir verið nógu sterkur til að draga vagn • hefði okkur vegnað vel, en ónei, þú ert með magann full- ! ann af bleki og ég stend við það sem ég hef alltaf sagt, að « það er þessvegna sem ólyktin er af þér. ¦ Frændinn þoldi það ekki að þannig væri gert lítið úr * honum í margra áheyrn, og sagði: En hver gæti lesið bréf- ! ið og sagt frétirnar ef ég væri ekki? Hann horfði í kringum : sig og þeir kinnkuðu kolli til merkis um að með þessu hefði ! hann náð sér niður á henni, og hann hélt áfram lestrinum: : „Sonarsonur ykkar fæddist síðasta dag þrettánda mán- : aðarins, dálítið fýrir tímann af því að móðir hans hafði j gengið svo mikið. En barnið er hraust og sterkt og þið skul- : uð engar áhyggjur háfa hans vegna. Þegar betri tímar koma I ætlum við að koma heim með hann og sýna ykkur". | Hvenær ætli það rerði? spurði Ling Sao. | En frændinn hélt áfram: „Ef ástandið versnar hér, ætl- | um við að fara lengra inn í landið og þaðan skulum við : skrifa ykkur aftur. Ef þið skrifið okkur, á að skrifa utan í á til manns að nafni Líú, í búðinni á horni Fiskimarkaðs- j götu og Nálargötu". Hér þagnaði frændinn. I . Er þetta allt sem í bréfinu stendur? spurði Ling Tan. j Það er aðeins nafn hans og kveðja eftír, svaraði frænd- j inn. ' ¦ | Nú þegar bréfið var á enda og hugurinn ekki lengur í bundinn við það, tóku þau öll eftir óþefnum og Ling Sao | spurði konu. frændans hvernig syni hennar liði, en konan í andvarpaði og sagði að hann væri orðinn fullur af möðk- 1 um og lítil von um bata. Hún bað fólkið að koma inn og í líta á hann og vita hvort það gæti gefjð henni ráð, og þau fóru öll inn í herbergið þar sem ungi maðurinn lá, en þar var lyktin óbærileg svo þau urðu að halda höndunum fyrir vitin. Enginn treysti sér að fara að rúmi unga mansins, sem lá þar horaður og gulur eins og hann hefði reykt ópíum alla ævi, þau andvörpuðu öll er ungi maðurinn leit til þeii-ra deyjandi augum, og flyttu sér út úr herberginu. Nú sá móðir hans að þeim fannst engin von um líf svo hún fór að gráta, og meðan fólkið var að fara snéri hún andliti til veggjar og grét. Hún lét ekki huggast þó Ling Tan ^g kona hans yrðu eftir og bæðu hana að gráta ekki fyrr en sonur hennar væri dáinn,.en hún sagði með ekka: Ég græt af því að ég get ekki annað, og hann er sama sem dáinn því að kviðurinn er morandi af möðkum og næst leggjast þeir á hjartað, og hvað get ég gert? Hún vildi ekki láta sefast, svo þau fóru heim. En þegar ungi maðurinn heyrði þetta, varð að engu sú litla lífsvon sem hann hafði reynt að glæða, og það var ekki nema klukkutíma síðar að hann snéri sér upp í horn og gaf upp alla von. Þegar móðir hans kom næst að líta eftir honum, var ekkert lifandi af líkama sonar hennar nema maðkarnir. Þegar Ling Tan frétti látið, andvarpaði hann og sagði við konu sína: Ég er á því að ekkert gott hefði orðið úr þeim pilti, bezt gæti ég trúað að hann hefði gerzt ræningi, einn af þeim sem ráðast á okkur og ræna, en því þurfti einmit hann að deyja þegar svo margír vondir menn fá að lifa? Hann átti einnig sitt líf ólifað, en óvinirnir sviptu hann því, og svo er komið að dag frá degi rís í mér slíkt hatur til þessara óvina og allra þeirra manna sem leiða strið yfir gott og saklaust fólk eins og okkur, og ég veit að mér verður það óbærilegt ef ég fæ ekki einhverja útrás fyrir þetta hatur mitt. Ling Sao varð hrædd þegar hún heyrði þetta og bað hann: Láttu ekki hatrið ná valdi á þér, það eitrar bióð þitt og gerir þig veikan og hvern hef ég þá eftir? Og hann vissi að þetta var satt og lofaði að festa hugann við vorplæginguna og aðra hversdagslega hluti, og það gerði hann, þakklátur fyrir að landið skyldi ekki vera frá honum tekið, og hann skyldi geta sökkt sér niður í þá reglubundnu vinnu sem yrking jarðarinnar þarfnast. En hann vissi ekki að frá því að sonur frænda hans dó, hataði kona frændans ekki óvinina heldur hann, Ling Tan. Hún var sannfærð um að sonur hennar hefði enn verið á lífi ef hann hefði kvænzt Jadu, og næturnar út nauðaði hún á bónda sínum: Ef Jada hefði verið kona hans, hefði hún ekki sleppt honum til borgarinnar þennan dag, eða & r>: ^3$^^S$8SS3$S$Ö88S ^S8SS8I5$^^^^^^!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.