Þjóðviljinn - 23.02.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.02.1943, Blaðsíða 1
 LJIN 8. árgangur. Þriðjudagur 23. febrúar 1943 42. tölublað Sófen .Russa aJOrelsyædínu, í Donefshérudunuin^ogij Kákasuslheidur áfram, Vörn Þjóðverja] hardnándí Á Vestur-Donetssvæðinu sækja tveir sovétherir í átt til borgarinnar Dnépropetrovsk við Dnépr, og eru þeir í 40 og 50 km. fjarlægð fá borginni, segir í Moskvafregn í gærkvöld. Á austurhluta Donetssvæðisins heldur sókn sovétherjanna eihnig áfram og tóku Rússar í gær tvo bæi austur af Stalíno. Þjóðverjar hafa sent mikið varalið til Donets- og Orelvíg- stöðvanna, og gert víða hörð gagnáhlaup. Hefur það tafið sókn sovétherjanna undanfarna sólarhringa, en hvergi megnað að stöðva han. Rauði herinn hefur tekiö nokkra, bæi í Vestur Kákasus eftir harða bardaga. Þýski herinn sem verst á Taman- skaga og héruöunum þar í gfennd, hefur gert hörö gagn- áhlaup. Á suðurvígstöðvunum er víöa komin hláka, og segir enski fréttaritarinn Paul Win- terton, að líklegt sé að hún tefji sókn rauöa hersins á vissum hlutum vígstöövanna. en ekki sé líklegt aö sóknin muni stöðvast af þessum á- stæðum. Ninningarathðfn á alþingi Fundur sameinaðs þings í gær var einvörðungu helgaður minningu þeirra islendinga, sem látið hafa lífið á sjónum und- anf arna daga. Forseti sameinaðs þings, Haraldur Guðmundsson, flutti eftirfarandi ræðu: Háttv. alþingismenn. Hæstv. ríkisstjórn. Vér minnumst nú á fundi þessum hörmulegra atbur'ða. Á örfáum ofviðrisdögum ný- liönum hafa hátt á fjórðiai tug íslendinga farizt í sjávarháska úti fyrir ströndum landsins. Að kveldi hins 12. febr. s. 1. héldu fjórir tugir fiskibáta af svæðinu frá SúÖavík til Flateyrar, út á mið til veiöa. Sjóveður var sæmilegt og afla- von, og því sótt af kappi. Daginn eftir skall á ofsaveð- ur. Siðla dags voru 20 bátar ókomnir að landi. Mörg hundr uð manna og kvenna biðu milli vonar og ótta, Einn báturinn kom, af öðrum. Um kvöldið vantaði aöeins fjóra. Til þriggja spurðist brátt, En hinn fjóröi, báturinn Draupn- ir frá Súðavík, hefur enn eigi komið fram. Má telja fullvíst. að hann hafi farizt með allri áhöfn. Fimm vask- ir sjómenn á bezta aldri létu þar lífið, þar af fjórir úr sömu sveit. Fjögur börn ung misstu þar feður og fyrirvinnu. Tvær konur voru þar sviptar eigin- mönnum og aldraðir foreldr- ar vöskum sonum. Mikil harmsaga er þessi. Þó var skammt að> bíða annarrar enn stærri. I Nóttina milli 17. og 18. þessa mánaðar fórst m/s Þor- j móður frá Bíldudal, á leið j frá Patreksfirði hingað' til ' Beykjavíkur, með allri áhöfns | sjö skipverjum og tuttugu og íjórum farþegum. Af farþeg- um voru níu konur og eitt oarn, drengur sjö ára. Þetta mun vera eitt hið stórfelldasta mianntjón íslend- mga, af einu skipi, og á ýms- an hátt allra átakanlegasta. Á einni nóttu misstu þar tuttugu og sex börn feður. Atta þeirra, uröu móöurlaus um leið. Auk þess missti eitt barn fósturforeldra sína báða. Hve margar mæður og feður hafa þar misst uppkomin börn sín og ellistoð, er mér enn ekki kunnugt um. Tuttugu og tveir þeirra, sem í'órust, áttu heimili á Bíldu- dal, sjö konur, einn drengur og fjórtán'karhnenn, ailir full- þroska menn. Þeir gengdu þar fjölbreyttum. störfum nokkrir mikilvægum trúnað- arstöðum. Vinna þeirra allra og velmegun var tengd kaup- túninu og velmegun þess ná- tengd atorku þeirra. A|unu þess enginn dæmi hér á landi, að jafnfámennt byggðarlag hafi \goldið slíkt afhroð með svo snöggum og i sviplegum hætti. J M/s Þormóður var ura 100 smálesitir að sbærðí. Skipið fór | frá Patreksfirði s. 1. þriðju- dag, 16. þ. m. Hið síðasta sem j frá þyí heyröist, viar neyðar- skeyti er skipstjórinn sendi seint á miðvikudagskvöld. Það hljóðaði svo: „Erum djúpt \ Framhald á 4. síðu. Vinnuskyldu komið á í Noregi Kvisling tilkynnti í gær í útvarpsræðu, að vinnuskyldu hafi verið komiði á í Noregi og séu vinnuskyldir allir karl- menn á aldrinum 18—55 ára og konur á aldrinum 21—40 ára. / Jón (varsson öæmd- ur í 1500 kr. sekt Dómur hefur nú verið kveð- inn upp í máli því, sem Al- þýðUsambandið höfðaði gegn ÍJóni ívarssyni kaupfélags- st[jóra fyrir ólöglega verö- hækkun á vörum. Var hann dæmdur í 1500,00 kr. sekt (til vara í 45 daga varöhald), og greiöslu mals- tostnaöar. Bensínskðmmtunin Loksins er farið að skammta benzín á íslandi. Það var vonum seinna. En loks þegar farið er af stað er það gert með endemum. Bílum, sem vinna bráðnauðsyn- leg störf í þágu atvinnulífsins er skammtað svo naumt, að þeir verða að draga úr starfsemi sinni, hinsvegar fá lúxusbíiar þó nokkurn skammt. Ef skömmtun á benzíni er nauðsynleg, og það er hún senni lega, þá ætti að svipta lúxusbíl- ana benzíni með öllu, og kref j- ast þess að herliðið leggi til allt það benzín, sem fer á bíla, er notaðir eru í þjónustu þess. Á þennan hátt yrði sá benzínforði, sem við fáum notaður til að full- nægja raunverulegum þörfum íslendinga fyrir notkun bíla. Tvö lík rekur á Akranesi í gærmorgun fundust tvö lík rekin á land skammt frá Akranesi. Var annað af konu en hítt af karlmanni. Iik þessi, sem voru af tveim þeirra sem fór- ust meS Þormóði, voru flutt hingað til bæjarins. Rekið hefur ýmislegt brak úr skipinu í grennd við Akra- nes og Borgarnes. Sfjórn Alþýdusambandsíns móímælír harðlega kaup- lækkunartíllögum ríkís^ si jórnarínnar Á fundi stjórnar Alþýðusambands íslands er haldinn var í gær var svohljóðandi samþykkt gjörð: Stjórn Alþýðusambands islands mótmælir harðlega þeim tillögum um skerðingu á verðlagsuppbót verkafólks og annarra launjiega. sem lagðar hafa verið fyrir Alþingi af núverandi ríkisstjórn í frv. til laga um dýrtíðarráðstafanir. í fyrsta lagi fellst í tillögunum ný tilefnislaus árás ríkis- valdsins á samningsfrelsi verkafólksins og allra þeirra annarra sem föst laun taka, þar sem raunverulega ölium samningum um kaup og kjör er raskað með valdboði ríkisvaldsins, ef á- kvæðin um niðurskurð dýrtíðaruppbótarinnar ná f ram að ganga. í öðru lagi er með frumvarpi stjórnarinnar gerð tilraun til að rýra stórkostlega þær kjarabætur sem samtök verkafólksins áunnu sér á síðast liðnu ári, eftir harða baráttu gegn hinum illræmdu kúgunarlögum fyrrverandi ríkisstjórnar, og eftir að launastéttirnar höfðu um langt skeið orðið að búa við skarðan hlut, samtímis því sem atvinnurekendur, heildsalar og kaup- menn rö'kuðu að sér meiri gróða en nokkur dæmi eru til í sögu landsins. Má sérstaklega benda á það, að meðan verðlag fór ört hækkandi hækkaði kaupið jafnan löngu á eftir, en með frum- varþi ríkisstjórnarinnar er ætlast til, að kaupgjaldið lækki stór- um, áður en verðlagslækkun verður og miklu meira en frum- varpið gerir ráð fyrir að verðlagslækkunin nemi. Sú lækkun sem með frumvarpinu er ákveðin á landbún- aðarafurðum er allt að þriðjungi minni en lækkunin á kaup- gjaldið þrátt fyrir það, þótt hækkun á afurðum landbúnaðaríns hafi jafnan farið langt á undan hækkun kaupgjaldsins, og alltaf verið mikið meiri. En þar að auki er til þess ætlast í frumvarphui að greiddar séu verðlagsuppbætur á landbúnaðarafurðir, og er launþegum þannig gert að greiða landbúnaðarafurðirnar niður með verð- lagsuppbótum, auk þess sem skerða á laun þeirra með beinni kauplækkun. Að þessu athuguðu lýsir stjórn Alþýðusambands íslands því yfir, að hún telur stjórnarfrumvarp þetta miða að því, að velta byrðum dýrtíðarinnar yfir á þá sem sízt mega við því að bera þær, en hlífa hinsvegar stríðsgóðamönnum, heildsölum og kaupmönnum, sem í skjóli vaxandi dýrtíðar hafa safnað stríðs- gróða, og ættu því fyrst og fremst að greiða kostnaðinn við að lækka hana. Fyrir því skorar stjórn Alþýðusambandsins eindregið á Alþingi að fella frumvarpið eins og það liggur fyrir. Bókaflokkur um íslenzk þjóðfélagsmál, sósíalisma og alþjóðastjórnmál Fyrsta ritið „Frá draumum til dáða" eftir Gunn- ar Benediktsson, kom út í gær í gær kom út fyrsta ritið í bókaflokki er nefnist Fræðslu- rit um þjóðfélagsmál, og er til ætlazt að í l'lokki þessum verði rít um íslenzk þjóðfélagsmál og fræðirit um sósíalisma og al- þjóðastjórnmál, frumsamin og þýdd. Fræðslunefnd Sósíalista- flokksins velur ritin og gefur þau út. , Bókin sem kom út í gær er eftir Gunnar Benediktsson, og heitir Frá drlt^mum til dáða. Þetta er ekkl.&tór .bók, enda ódýr (3,00 kr;)v en'fiállar um þýðingarmikinn þátt í ís- lenzku nútímalífi, landbúnaö- inn, ástand hans og horfur. og leiðirnar sem sósíalistar vísa „frá draumum t,il dáða". Bækur Gunars eru með beztu aölubókum. og >er rétt fyrir þá sem ætla sér að ná í þelta rit, að draga það ekki, Vegna þess hve útgáfukostnaður er orðinn mikill, var ekki hægt að hafa upplagið stórt. Bókin fæst hjá bóksölum og á afgreiðslu Þjóðviljans, Austur stræti 12, 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.