Þjóðviljinn - 04.03.1943, Qupperneq 2
2
t> J Ó Ð V 1 L 3 1 N
Fimmtudagur 4. marz 1943.
Höfum fengið aftur
nýreykt hrossakjöt
Ennfremur úrvals
trippa- og folaldakjöt, nýtt.
í heilum og hálfum skrokkum kr. 3,30 pr. kg.
Súpukjöt: kr. 4,00 pr. kg.
Læri, smábitar í steik, kr. 4,50 pr. kg.
Söltum fyrir þá, sem þess óska, en viðkom-
andi verður að leggja til ílát undir kjötið.
Afar ódýrt: heilir ostar, 30%, ca. 2 kg. stykki á kr.
7,50 pr. stk.
17esfurgöfu 16 (gamla bjöfbúdín).
Tjarnargata-Suðurgata
Okkur vantar strax krakka til að bera Þjóðviljann.
til kaupenda við Tjarnargötu og Suðurgötu.
AFGREIÐSLAN, AUSTURSTRÆTI 12. SÍMI 2184.
Upptao
Opinbert uppboð verður haldið á Laugavegi 158
á; morgun 5. marz kl. 2 e. h. Verða þar seldar úr þ.b.
Guðmundar H. Þórðarsonar stórkaupmanns eftirtald-
ar vörutegundir og hver í einu númeri:
Glervörur, gúmmíhælar, gúmmístrigaskór, sápur
og þvottaefni, burstavörur, barnaleikföng, öskubakkar
og vaxdúkstöskur.
Að því loknu verður selt byggingarefni tilheyr-
andi þrotabúinu, bækur, bíladekk og fleira.
Listi yfir vörurnar verður til sýnis í skrifstofu lög-
manns Arnarhvoli og geta menn fengið að skoða þær
eftir samkomulagi. Greiðsla fari fram við hamarshögg.
Lögmaðurinn í Reykjavík.
Þjóðviljann
vantar sendisvein strax. ■— Upplýsingar í
AFGREIÐSLUNNI, AUSTURSTRÆTI 12. SÍMI 2184.
cBœjai yósfowi nn
Þeir voru sex.
Ýmsir Framsóknarmenn hafa lát-
ið orð falla um að Þjóðviljinn hafi
ekki sagt alveg allan sannleikann
þegar hann skýrði frá formannskosn
ingu í Framsóknarl’lokknum. Þeir
staðfesta raunar að formaðurinn hafi
fengið 12 atkvæði, að 15 hafi skilað
auðu og að tveir hafi kosið Eystein,
en þeir minna á að J. J. hafi aðeins
átt 5 samherja á flokksstjórnarfund-
inum, og hafi það komið fram í sam-
bandi við ýms mál á fundinum. Þeir
scm hafi kosið J. J. með glöðu geði,
hafi verið 6, hann sjálfur meðtalinn.
Aðrir sex hafi kosið hann með ó-
lund, og heitið að gera það aldrei
framar.
Þeir eru kjarkmenn miklir, Fram-
sóknarmenn, 6 menn af 29 réðu kosn
ingu í formannssæti flokksins, 23
láta sér lynda formann, sem þeir eru
að eigin sögn, andvigir og vilja alls
ekki hafa í formannssætinu.
Tólfta greinin.
Herra ritstjóri!
Viljið þér birta eftirfarandi hug-
leiðingar mínar um tólftu grein dýr-
tíðarfrumvarps stjómarinnar o. fl.
Eg ætla að þær sýni vel hvernig
við verkamenn hugsum um þessi
mál. U. It.
,.Frá byrjun næsta mánaðar eftir
gildistöku laga þessara skal aðeins
greidd dýrtíðaruppbót, er nemur 80
% af verðlagsuppbót samkvæmt
framfærsluvísitölu á laun eða kaup
fyrir hvaða starf sem vera skal eða
annað, sem slík uppbót hefur verið
greidd af, og eigi af hærri grunnlaun
um en um opinbera starfsmenn seg-
ir*>. Brot á þessu ákvæði varða
greiðanda sektum."
Þannig hljóðar hún, 12. grein dýr-
tíðarlaganna, sem eiga að lækka dýr
tíðina, verðvernda innstæður spari-
fjáreigenda, tryggja afkomu atvinnu
veganna, byggja yfir ráðuneytin,
hæztarétt o. fl., fagrar byggingar, er
standi sem óbrotlegir minnisvarð-
ar hinnar margumtöluðu íslenzku
dýrtíðar um áramótin 1942—43.
Hún er ekki mikil fyrirferðar
þessi 12. grein, en með henni þókn-
ast .samt ríkisvaldinu að taka af mér
og öðrum launþegum ekki hundruð
heldur bara þúsundir króna.
Nú skal ég færa ykkur heim sann-
inn um að hér sé ékki ufn verulega
smámuni að ræða.
Undanfarna mánuði hef ég gegn-
umsneitt unnið á viku hverri 48 kl,-
stundir í dagv., 18 stundir í eftir-
vinnu og 10 stundir í næturvinnu.
Kaup hefur mér verið greitt eftir
sementstaxta Dagsbrúnar, eða kr.
7.23 í dagv., 10.86 í eftirv. og 14.46 í
næturv. Yfir mánuðinn miðað við
26 virka daga, svo sem venja er, ger-
ir þetta eftirfarandi:
Samkv. Eftir að
febr. vísi- 12. gr. er
tölu. í gildi.
208 kl.st. dagv. kr. 1503,84 kr. 1316,64
19 — eftirv. — 206,34 — 180,50
59 — — — 640,74 — 243,67
40 — næturv. — 578,40 — 220,00
Kr., 2929,32 Kr. 1960,81
Svo sem sjá má af framanskráðu,
er, að óbreyttum vinnustundafjölda
mismunurinn á mánuði kr. 968,51.
Mestur er munurinn í tveim síðuslu
liðunum. En því hef ég liðað þetta
þannig í sundur, að þegar ég hef
unnið 19 tíma í eftirvinnu, er ég
kominn í hámark grunnlauna þeirra
er opinberir embættismenn fá
greiddar verðlagsbætur á, eða sem
munu veru 650 krónur. Eg fæ því
engar verðlags- eða vísitöluuppbæt-
ur á 59 tíma í eftirvinnu og 40 tíma
í næturvinnu og sama gildir að
sjálfsögðu um það sem meira kynni
að vera unnið á mánuði.
Ef ég nú vinn 11 mánuði yfir ár-
ið, þá nemur þetta ekki nema aðeins
10653,61 krónum, og verður það að
teljast lagleg launaskerðing á ein-
um verkamanni yfir árið.
í viðbót við þetta kemur svo
skylduspamaður kr. 334,22 og við-
reisnarskattur kr. 1002,67, samtals
kr. 1336,89.
Fyrr má rota en dauðrota, stendur
einhversstaðar. Fyrr má líka lækka
tekjur manna en um y3 sé. Á með-
an dýrtíðin var vaxandi, var ég á-
valt látinn borga einstakar vöru-
hækkanir einn mánuð áður en ég
fékk verðvísitöluhækkun. Nú á að
bvrja á því að lækka launin mín um
þriðjung til þss að vísitalan geti
lækkað.
Við skulum nú athuga nánar tvær
hliðar á þessu máli.
Grunnlaunin kr, 650,00.
Ekki veit ég hvernig valdhafinn
hugsar sér að framfylgja eftirlitínu
á þessu sviði, hvað við kemur verka
mönnum og faglærðum, sem vinna
óreglulega tímavinnu, jafnvel hér
og þar. En sleppum því. Hitt er öll-
um hugsandi mönnum ljósl hversu
geysilegt óréttlæti hér er á ferðinni.
Eftir því sem ég legg á mig meira
líkamlegt erfiði, eftir því heimtar
ríkisvaldið af mér meiri fórnir í
launaskerðingu. Þörf atvinnurekand
ans skapar mér í hverju einstöku
tilfelli vinnutímann. Oft vinn ég leng
ur en mér er ljúft, þó full greiðsla
komi að sjálfsögðu i'yrir. Mundi það
nú ekki vera talinn skortur á þegn-
skap hjá mér, ef ég neitaði að vinna
meir en 19 kl.stundir á mánuði í yf-
irvinnu? Vill þá ríkisvaldið veita
mér fyrirheit um baétur fyrir þá
orkueyðslu er ég læt því í té með
yfirvinnu minni?
Nei, mér mundi verða brigzlað um
skort á þegnskap og launin fyrir
orkueyðsluna yrðu ekkert öryggi um
atvinnu í næstu framtíð og því síð-
ur um velfarnað á elliárunum.
Sú vinna, sem verkamenn leggja
á sig umfram venjulegan vinnudag
(8 stundir) með auknu líkamlegu
erfiði og oftast við erfiðar aðstæður
ættu vissulega, ef réttlæti ríkti, að
koma þeim hverjum einstökum til
góða þ. e. a. s. að vera skattfrjáls.
Auknar tekjur vcrkamanna með
þannig auknu líkamlegu erfiði,
kulda, vosbúð og ófrelsi eiga ekkert
skylt við öruggar tekjur embættis-
manna og því síður við stríðsgróða
eins og sumir virðast halda. Grunn-
launin 650 kr. eiga því alls ekki að
koma til greina gagnvart verkamönn
um. Enda virðist þessi málsgrein 12.
gr. vera hrapallega mishugsuð af
ekki þö óskynsamari mönnum en
hér eiga hlut að máli.
Dýrtíðarvísitalan.
Að lokum nokkur orð um vísitöl-
una margnefndu.
Við verkamenn höldum því af-
dráttarlaust fram að vísitalan sé
röng. Dagleg eyðsla og verð fjöl-
margra nauðsynja virðist sanna okk
ar mál. Þssvegna segjum við stutt
en laggott. Fyrsta skilyrði þess, að
við tökum þátt í að rétta við það
öngþveiti fjármálanna, sem einstak-
ir sérgæðingar og fjárplógsmenn yf-
irstéttarinnar eru búnir að skapa, er
að vísitalan verði vandlega endur-
skoðuð og að alþýðan fái að liafa
þar fulltrúa við.
Lausn dýrtíðarvandamálanna fæst
ekki með nýju og margendurteknu
óréttlæti gagnvart vinnandi alþýðu.
Það þarf víðsýni og réttlæti til og
umfram allt samvinnu við alþýðuna
og samtök hennar til. þess að varan-
lcg sé og að gagni komi alþjóð.
U. It.
Réttur
Munið að koma og greiða
skuld yðar við Rctt á algreiðslu
Þjóðviljans,
Austurstræti 12.
arj-
(*) Leturþreytingin er mín. U. R.)
Karlakórinn KÁTIR FÉLAGAR.
Söngstjóri: Hallur Þorleifsson.
Endurtekur
SAMS0NG
smn
í Gamla Bíó sunnudaginn 7. marz kl. 1.30.
Einsöngvarar: Ágúst Bjarnason,
Ólafur Friðriksson og
Gísli Kjærnested.
Við hljóðfærið: Frk. Guðrún Þorsteinsdóttir.
Aðgöngumiðar seldir í dag, föstudag og laugardag í
Bókaverzl. Sigfúsar Eymundssonar og Iiljóðfæraverzl.
Sigríðar Helgadóttur.
.!. ti
Vegna óviðráðanlegra ástæðna erum vér neyddir
til, um óákveðinn tíma, að haga férðum í Skerjafjörð
sem hér segir: Á heila tímanum: ekið eins og venjulega
Á hálfa tímanum: ekið að Þorragötu og þar snúið við.
Dragið ekki að kanpa happdrættismiða. Happdpætiid