Þjóðviljinn - 09.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 09.03.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Þriðjudagur 9. marz 1943. 54. tölublað síí/í- [100 ára minning endurreisnar Alþingis Úttfáfa sögu Alþíngís sainþyfcbí 100 ára minning endur- rcisnar Alþingis var haldin í sameinuðu þingi í gær. Haraldur Guðmundsson. ícrseti sameinaðs þings flutti skörulega ræðu, sem var út- varpað. Var síðan samþykkt þings*- ályktunartillaga sú, sem frá var skýrt í sunnudagsblaðinu, um útgáfu á sögu Alþingis. „Til að afstýra þriðju heimsstyrjðldinni" Wallace, varaforseti Banda- ríkjanna, hélt rœðu í gœr og lagði þunga áherzlu d að vest- rœnu lýðfœðisríkin kœmu á ná- inni og heilbrigðri samvinnu við Sovétríkin, „til að afstýra þriðju heimsstyrjöldinni", eins og hann orðaði það. . Soiiier sæhir fram lil Ujasma Riíssar fófcu í gær bæínnlSífsevfea, míðja vegu míllí Rseff ogVjasma Sófcnín nordvesiur af Kiírsfe heldur áfram Rauði herinn heldur áfram öflugri sókn á miðvíg- stövunum, og tók í gær bæinn Sitsevka eftir harða bar- daga. Þjóðverjar léku hér sama leikinn og við Rseff, tilkynntu nokkrum klukkustundum áður en Rússar birtu tilkynningu sína, að þýski herinn hefði „yfirgefið Sitsevka samkvæmt áætlun". Bær þessi er á járnbrautinni milli Rseff og Vjasma, nær miðja vegu milli borganna, og er taka hans svo mikilvægur áfangi í sókn rauða hersins til Vjasma, að ekki er trúlegt að Þjóðverjar hafi yfirgefið bæinn fyrr en þeir máttu til. A Sievsksvæðinu, norðvest- Sókn rauða hersins á þessum hluta vígstöðvanna er mjög hröð enda þótt Þjóðverjar verjist harðlega, hafa t. d. mjög beitt flughernum í varnarskyni síð- Ustu dagana. Paul Winterton, Moskvafrétta ritari brezka útvarpsins, segir að það sé til marks um hina hröðu sókn Rússa, að þeir hafi á tveim ur sólarhringum náð á vald sitt 220 þorpum og bæjum fyrir vest an og norðvestan Gatsk síðustu tvo sólarhringana. Ljósmerki frá brezkum tog- ara verður Islending að bana Slysíð varð í Ausfursfræfí á sunnudagskvöldíð Um klukkan 8 í fyrrakvöld féll hylki af merkjaljósi (signalflare) niður í Austurstræti, sprakk þar og slas- aði mann, sem var á ferð þar sem það kom niður, svo mjög að hann lézt á sjúkrahúsi í gærmorgun. Maður þessi hét Ásmundur Elíasson, skipverji á Dettifossi. Hann var ættaður úr Mjóafirði, 38 ára, kvæntur og átti tvö börn. Ljósamerki þessu var skotið af brezkum togara. Hylk ið mun haf a verið um 25 cm. langt. Þar sem það kom niður braut það skarð í gangstéttina og fór brot úr því gegnum sýningarglugga skammt frá. Brezki sendifulltrúinn hér gékk í gærmorgun á fund utanríkismálaráðherra og lét í ljós samhryggð sína og brezka flotaforingjans út af atburði þessum. Fulltrúi sakadómara skýrði blaðinu svo frá: Laust eftir kl. 8 á 'sunnudag kom maður á lögreglustöðina og tilkynnti að hann hefði heyrt skothvell og séð um leið mann falla í götuna í Austurstræti milli Bókaverzlunar ísafoldar og verzlunarinnar Havana. Þegar lögregluþjónn kom á vettvang var búið að flytja mann þann, sem fyrir slysinu varð, á Landa kotsspitalann, og töldu sjónar- vottar að hann hefði slasazt mikið. Hylki fannst á Austur- stræti, og tóku erlendir sérfræð- ingar það til rannsóknar. Maður inn, sem fyrir slysinu varð hét Ásmundur Elíasson. Kunningi Ásmundar segir svo frá, að þeir hafi gengið austur Austurstræti á þessum tíma, og gengið eftir götunni við gang- stéttina sunnan megin götunnar og gekk Ásmundur nær gang- stéttinni. Þegar þeir voru komn- ur af Kúrsk, hefur rauði her- inn einnig sótt fram, síðustu dægrin og nálgast járnbraut- ina milli Brjansk og Kieff. Rommel hrabínn fíl iyrrí sfðdva Her Rommels hefur verið hrakinn til sinna fyrri stöðva í Marethvarnarlínunni, að því, er segir í fregn frá aðalstöðvum Eisenhowers í gaerkvöld. Misstu fasistar 33 skriðdreka í 6 misheppnuðum árásum. Aðalfundur Rithöf- undafélagsins Aðalfundur Rithöfundafélags ins var haldinn í gœr. Friðrik Á. Brekkan, sem ver- ið hefur formaður félagsins und- anfarið, baðst undan kosningu sem formaður, Sigurður prófess- or Nordal baðst einnig undan endurkosningu og var Halldór Stefánsson kosinn í hans stað. Að öðru leyti var stjórnin endur kosin og er hún þannig skipuð: Formaður: Magnús Ásgeirs- son, ritari: Sigurður Helgason, gjaldkeri: Halldór Stefánsson, meðstjórnendur: Halldór Kiljan Laxness og Friðrik Á. Brekkan. Þá voru kosnir í fulltrúaráð Bandalags ísl. listamanna þeir Sigurður Nordal, Halldór Kiljan Láxness, Tómas Guðmundsson, Ólafur Jóh. Sigurðsson og Magn- ús Ásgeirsson. ir móts við Bókaverzlun ísafold- ar heyrði hann hvella spreng- ingu rétt hjá sér. Jafnframt gaus upp reykur í kringum hann og var greinileg púðurlykt af reykn um. For af götunni slettist fram- Framhald á 4. síðu. Vísír í ,vesf- rsznní, sófcn ÖU íslenzku blöðin hafa gagnrýnt samninga þá, sem ríkisútvarpið og ríkisstjórn- in gerði við Bandaríkja- memi um afnot af ríkisút- varpinu. Coca-colablaðiö, gefið út í Reykjavík, hefur eitt allra Reykjavíkurblaðanna tekið afstöðu með þessum samn- ingi og talið það vott um bolsévisma, að vilja ekki þýðast slíkar aðgerðir. Skoðar Vísir sig sem full- trúa fleiri amerískra hags- muna en Coca-colahrings- ins? \ Bækur Máls at 1943 í nýútkomnu hefti tímarits Máls og menningar gerir ritstjór inn og hinn athfnamikli for- stöðumaður félagsins, Kristinn Andrésson grein'fyrir fyrirhug- aðri útgáf'u þessa árs. Fyrst-eiga félagsmenn í vænd- um að fá fyrra bindi af Mann- kynssögu eftir Ásgeir Hjartar- son, mikla bók, tæpar 300 bls. að stærð. Er hún'nú í prentun. Þá kemur út fyrri helmingur hinnar frægu skádsögu Stein- becks: Drúfur reiðinnar (Grapes of wrath) í þýðingu Stefáns Bjarmans á Akureyri. Auk þessara bóka fá félags- menn svo hið vinsæla tímarit, sem er orðið um 20 arka bók á ári. Og ef fjárhagurinn verður góður, segir Kristinn, getum við gefið út ein bók til! Þrátt fyrir þessa miklu útgáfu hefur stjórn Máls og menningar séð sér fært að hafa árgjaldið aðeins 25 krónur. Loks ætlar Mál og menning að ráðast fþá nýbreytni að gefa út, Framhald á 4. síðu. "^i Ármenningur í háu stökki. Fyrsta íþróttðkvikinynd gerð hér á jandi Glímufélagið Ármann bauð blaðamönnum s. 1. sunnu dag, að sjá kvikmynd, sem félagið hefur látið gera af íþróttastarfsemi sinni. Mynd þcssi, en nokkrir hlutar hennar eru teknir í eðlilegum litum, er hin prýðilegasta og er merkilegur viðburður í íþróttalífi bæjarihs. Mynd þessi er þáttur í sitórri kvikmynd, sem Ármann hefur í hyggju að láta gera ;af allri íþróttastarfsemi sinni. Vegna ófriðarins hefur orð'ið nokkui' töf á töku allrar myndarinn- ar. Helztu kaflar myndarinnar sýna leikfimi, sund og glímu. Fyrsti kafli sýnir allskonar þjálfunar og liðkunaræfingar, karla og kvenna.. Er sá kafli tekinn á venjulega filmu og kvikmyndaður í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar. Annar kafli myndarinmar sýnir vandasamari æfingar, stílæfingar og jafnvægisæf- ingar karla og kvenna, ásamt stökkum karlia á dýnu og við áhöld. Er sá kafli tekinn í eðlilegum litum og kvikmynd,- Framh. á 4. síðu. .„,.,,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.