Þjóðviljinn - 14.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.03.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Sunnudagur. 14. marz 1943 59. tölublaö. „Dýrlíðarfíllögurnar frá Washíngion" bltup BandapíHiastidpnlnð FlhisstJOpn sem sina Eftírtektarverðar frásagnír í amerísku sfórblaðí um dýrtíðartillðgur ríkísstjórnarínnar liilliþing^nefnd í at- vinnumálum sklpuð Ríkisstjórnin hefur nú sam- kvæmt tilnefníngu þingilokk- anna skipað þá Brynjólf Bjama- ^son, Eystéin Jónsson, Sigurð Kristjánsson og Sigurjón Á. Ólafsson í milliþinganefnd samkvæmt þingsályktunartil- lögu frá 4. sept. í fyrra. Sú tillaga hljóðaið svo: „Þingsályktun um skipun milliþinganefndar til þess að atliuga atvinnumál o. fl. Alþingi ályktar að fela rík- isstjórninni að skipa 4 menft í nefnd eftir tilnefningu þing- flokkanna, 1 mann frá hverj- um flokki, til þess að semja tillögur og frumvörp fyrir næsta Alþingi um það, er hér greinir: 1. Skipulagningu vinnuafls- Framhald á 4. síöu. Það haf a nú gerst þau tiðindi, er gera nauðsynlegt að íslenzka þjóðin staldri við og athugi hvert stefnir með þá stjórn, er nú sijtur að völdum eða réttara sagt einstaka ráðherra hennar. Það hef ur áður hér í þessu blaði verið á það bent að svo líti út sem ameriskra áhrifa gætti mjög hjá tveim ráðherranna, Vil- hjálmi Þór og Birni Ólafssyni. Og nú berast þær fréttir vestan um haf, er gefa til kynna að valdamenn þar vestri líti svo á sem þeir hafi eitthvað að segja í innanlandsmálum vor íslend- inga eða að minnsta kosti sé sú skoðun að skapast þar að eðli- legt sé að svo væri. í stórblaðinu „New York Times" birtist grein eftir fréttarit- ara þess blaðs í Washington, dagsett 5. janúar. Er í grein þessari gefið tíl kynna að amerísk stjórnarvöld séu að hlutast til um dýrtiðarmálin á fslandi. Blaðið Dagur á Akureyri birtir útdrátt úr greininni, og segir þar í þýðingu Dags: undirbúningi álitsgerð SMsrnaðiif SuðiiF-FfðHlilaii AUsheirjarverk-* fall í Aþenu Um öll herteknu löndin í Evrópu fer uppreisnarakla. sem gerir þýzku kúgurunum stöðugt erfiðara fyrir. Vichystjórnin franska hefur orðið að senda mikið lið, með brynvagna og skriðdreka, gegn skæruflokkum í Savoyfjöllun- um. Hefur kvað eftir annað heyrzt áköf skothríð yfir landamærin til Sviss, undan- farna daga. Mikill fjöldi franskra verka- manna. hefur flúið upp til fjalla, 'til aö komast undan vinnuskyldufyrirskipunum hinna frönsku kvislinga í Vichy. í Aþenu, höfnðborg Grikk- lands, hefur verið hafið alls- herjarverkfall til að mótmæla vinnuskyldu, sem nazistayfir- völdin höfðu komið á. „Viðskiptamálin á Islandi en þar hefur til skamms tíma ekki verið beitt verðlagseftir- liti valda ríkisstjórnum. Bandaríkjanna og Bretlands töluverðum áhyggjum, en eins og kunnugt er, hafa þessi lönd bæði setulið á eyju -ni (hernaðarlega gesti) tíl að vernda Island fyrir ágengni möndulveldanna. Utanríkismálaráðuneytið (þ. e. í Washington) hefur nú í Stórorustur eru háðar á Karkoffvigstöðvunum, og segir í Moskvafregn að vestan borgarinnar hafi rauði herinn neyðst til að hörfa nokkuð fyrir stórkostlegum árásum fjölmenns fót- gönguliðs og skriðdrekasveita. Þjóðverjar biðu mikið manntjón og hergagna í árasum þess- um og Rússar komu sér fyrir í nýjum varnarstöðvum og hrundu þaðan árásum Þjóðverja seinni hluta dagsins í gær. Ákafir bardagar standa yfir norður af borginni og suður af Karkoff hefur rauði herinn hrundið nýjum stórárásum þýzka hersins. Þjóðverjar halda áfrám miklum árásum á ísjúmsvæð- inu, en þeim hefur verið hrundið. Rauði herinn sækir fram á suðurvígstöðvunum, og tók í gær bæ einn, 50 km. suður af Vjasma, á járnbrautinni til Brjansk. í fregnum frá Moskva segir að bardagar á austurvígstöðv. unum " haf i aldrei orðið eins gTimmilegir og þeir sem nú eru háðir við Karkoff, nema þegar mest var barizt í Stal- ingrad og nágrenni. . Þýzka herstjórnin hafi bersýnilega sett sér það 'mark að taka borgina, hversu gífurlegar fórnir sem þýzki herinn yrði að faera til að ná bví. um þessi mál og er þess að vænta að af því leiði uppástungur um endurbætur, sem Alþingi geti sætt sig við, og með því móti takist að festa ástandið. Bandaríkjastjórn var sjálf svo seinlát í dýrtíðaraðgerð- um, að hún getur varla gagn- rýnt íslenzk stjórnarvöld fyrir samskonar seinlæti. En þess er að vænta, að Alþingi muni ekki setja það fyrir sig, ef það fær endurbótauppástungur frá Washington, sem myndu veröa raunhæfari og áhrifameiri en þær ráðstafanir, sem Wash- ington hefur lagt á Bandarík- in". Síðan er haldið áfram og ó- fögur lýsing gefin á dýrtíð- inni hér, en íslendingum svo lofaö gullj og grænum skóg- •um, ef þeir fallist á viðreisn- artillögurnar frá Washington! Hér er svo sem allir sjá hið alvarlegasta mál á ferðinni. Þaö er beinlínis sagt að Bandaríkjastjórn -sé farin- aðc hlutast til um iruianlandsmál vor og það talið sjálfsagt. Vafalaust mun ríkisstjórnin neita því að hafa haft nokk- urt samráð viö stjórnina í Washington um dýrtíðartil- lögurniar. En tortryggni manna er alvarlega vöknuð fyrir, svo viðbúið er að grein- ar, sem þessi grein í New York Times, verðl aöeins tekin sem ein staðfesting á ótta, sem margir • islendingar voru farnir að bera í ijrjóstá. Og eitt sannar þessi grein: Amerískt stórblaö — og þar nefndap tll að rannsaha Parmáðsslieið Nokkrír þingmenn Sósíalistaflokksins hafa lagt fram í Alþingi eftir- farandi þingsályktunartillögu um skipun rannsóknarnefndar til að rann- saka orsakir Þormóðsslyssins: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa þriggja manna rannsóknarnefnd, sem athugi, eftir því sem frekast er kostur á, orsakir til þess, er v/s Þormóður frá Bfldudal fórst þann 18. febr. s. 1. Nefndina skal skipa eftir tilnefningu frá Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands, Fiskifélagi íslands og Sjómannafélagi Reykjavíkur, einn frá hverju. Nefndin hefur fullt vald til þess að krefja alla þá, er nauðsyn- legt reynist, um allt það, sem upplýstst getur um tildrög slyss- ins, svo sem um allan útbúnað og frágang skipsins. Að lokinni rannsókninni leggi nefndin niðurstöður sínar fyrir ríkisstjórnina. Greinargerð. Mikið er jafnan rætt og ritað um öryggismál íslenzkra sjó- manna og þó meira nú en nokk- ru sinni áður, eins og eðlilegt er, þar sem margvíslegar stríðshætt ur ógna nú öllum þeim, er um sjóinn sigla, auk hinna venju- legu hætta af sjó og vindi. En við umræðurnar einar má ekki láta sitja í þessum málum. Það er skylda allra þeirra, sem þar geta einhverju um ráðið, að fyr- irbyggja slysin.Eitt aðalráðið til þess að koma í veg fyrir slys, er að athuga til hins ýtrasta or- sakir þeirra og gera síðan ráð- stafanir til þess að hindra það, sem slysunum veldur. Það er al- siða hjá erlendum þjóðum, að skipa sérstakar opinberar rann- Framhald á 4. síðu. Samvinna Bretlands, Baniaríkjanna Sovétríkjanna og Kína trygging fyrir varanlegom friði Á blaðamannafundi í Washington ,í gær svaraði Anthony ' Edén nokkrum spurningum um alþjóðamál. , Samvinna milli Bretlands, Sovétríkjanna, Bandaríkjanna og Kína er eina tryggingin f yrir því að sá friður sem saminn verður að þessari styrjöld lokinni, verði varanlegur sagði ráðherrann. Með náinni og heilbrigðri samvinnu þessarra stórvelda og allra annara Bandamannaríkja mætti hinsvegar tryggja það, að frið- rofum yrði haldið niðri og ófriðaráætlanir þeirra að engu gerðar. með mikið af Bandaríkja- mönnum r— er fariö að líta á það sem eðhlegan hlut, að Biandaríkjastjórn hlutist til um málefni íslands. Hér er alvarleg hætta á ferðum, hætta sem islending- ar verða að sameinast um að afstýra. Eden var spurður um afstöðu brezku stjórnarinnar til landa- mæra Sovétríkjannna og Pól- lands. Svaraði Eden því, að enn væri ekki kominn tími til að á- kveða landamæri einstakra ríkja. !ii$

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.