Þjóðviljinn - 16.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.03.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Þriðjudagur 16. marz 1943 60. tölubl. M I lli HÉI Hris Raudí hefínn sækír fram á mídvígslödv- unum, íoo km, frá Smolensk í hernaðartilkynningu sovétstjómarinnar í gærkvöld segir að rauði herinn hafi yfirgefið Karkoff, samkvæmt fyrirskipun herstjórnarinnar, eftir margra daga harða bardaga. Þjóðverjar hafa beðið gífurlegt manntjón í gagnsókninni á Karkoff-Donetsvígstöðvunum. Er talið að þeir hafi misst 66 þús- und hermenn og 2700 skriðdreka. Á miðvígstöðvunum sækir rauði herinn fram, og erlendir fréttaritaarar símuðu í gærkvöld að fjórum mikilvægum stöðv- um í yzta varnarbelti Smolensk sé nú ógnað af sókn rauða hers- ins. Kússar hafa brotizt yfir Efri-Dnépr og Vjasmaána og tekið járnbrautarbæinn Semievo, 23 km. vestur af Vjasma. Suður af Bjeli hefur rauði her- inn tekið 40 þoi-p, þar á meðal allstóran bæ, 120 km. frá Smol- ensk, og þorp eitt sem er 100 km. frá borginni. Suður af Vjasma sækja Rúss- ar fram í átt til Brjansk. Þýzki herinn er þar á undanhaldi um skóglendi, og á mjög í vök að verjast fyrir rússneskum skíða- herdeildum, sem halda uppi nær látlausum árásum. Kvikmynd af l. maí Fulltruaráð verklýðsfélag- anna í Reykjavík heldur fund í kvöld kl. 8i/2 í Iðnó. Sýnd veróur kvikmynd frá 1. maí 1942 og hefst sýning hennar kl. 10. Fréttamönnum blaða og útvarps hefur veriö boðið að sjá kvikmynd þessa. Samþykkt var í einu hljóði að fara þess á leit við ríkis- stjórnina, að hún skipi 5 manna úthlutunarnefnd. Þá var ennfremur rætt um hvort ekki væri hægt aö láta aðra, sem hafa svipaöar á- stæöur, veröa aðnjótandi söínunarinar og samþykkt eftirfarandi: „Vegna þess hve vel hefur verið vikizt viö óskum um samskot vegna Þormóðsslyss- ins og meö því aö ýmsir af Suður 'af Ilmenvatni hefur rauði herinn tekið rammlega víg girta varnarstöð. Franskir skæruhópar berjast í Savoyen Franskir skæruflokkar verj- ast hraustlega í Savogenfjöllum, hersveitum Vichystjórnarinnar, og hefur verið hótað að senda þýzkan og ítalskan her gegn þeim ef þeir gefist ekki upp taf- arlaust. Flestir skæruliðanna eru her- menn úr franska hernum, sem hafa komizt yfir vopn úr vopna- búrum Vichyyfirvaldanna. Hópur skæruliða sem gafst upp vegna matarskorts var tek- inn til fanga og sendur til Þýzka lands. gefendunum hafa látið í ljós óskir í þá átt, að fleiri, sem líkt stendur á um og aöstand endur þeirra, sem meö Þor- móöi fórust, fái aö njóta styrks iaf samskotunum, þá lýsir fjársöfnunarnefndin yfir því, að hún ætlast til að því fé, sem safnazt í samskota- sjóöinn, frá og meö 16. þ. m. verói jöfnum höndum varið öðrum þeim til styrktar, er misst hafa fyrirvinnu sína af slysförum í vetur, hérlendis“. Vigeland látinn Gustav Vigeland hinn frægi norski myndhöggvari, er lát- inn, 74 ára gamall, í Qsló. islendingur fær norsku stríBsorðuna Noregskonungui’ hefur veitt 253 sjómönnum norsku stríðsoröuna (Krigsmedaljen) Meðal þeirra er einn íslend- ingur, 3 Svíar, 2 Danir 1 Finni og 1 Kínverji. Hinir eru Norðmenn. Verkalýður- ínn mólmælír Verkakvennafélagið Von á Húsavík: „Fundur haldinn í verkakvennafé- laginu Von, Húsavík, 12. marz 1943, mótmælir eindregið dýrtíðarfrum- varpi því, sem ríkisstjómin hefur lagt fyrir Alþingi og skorar á Al- þingi að gera frumvarpið ekki að lögum.“ Bifreiðastjórafélagið Hreyfill. „Fundur í Bifreiðastjórafélaginu Hreyfill, lialdinn 9. marz 1943, mót- mælir eindregið frumvarpi ríkis- stjórnar á Alþingi um skerðingu á verðlagsuppbót verkafólks, og skor- ar á Alþingi að fella þá tillögu nið- > ur úr frumvarpi ríkisstjórnarinnar um dýrtíðarráðstafanir.“ Verkamannafélag Reyðar- fjarðar: „Fundur i Verkamannafélagi Reyð arfjarðar, 7. marz 1943, mótmælir eindregið skerðingu á verðlagsupp- bót verkafólks og annarra launþega, sem fellst í frumvarpi til laga um dýrtíðarráðstafanir, lagt fyrir Al- þingi af ríkisstjórninni. Skorar fundurinn á Alþingi að leysa dýrtíðarmálin á grundvelli á- lyktana 17. þings Alþýðusambands ins í dýrtíðarmálunum.“ Aðalfundur Berklavarnar Aðalfundur félagsins Berklavörn var haldinn mið- viltudaginn 3. marz. Þrír menn úr fráíarandi stjórn báðust undan endur- kosningu, þar sem þeir höfðu verið' kosnir í miðstjórn Sam- Framhald á '4. síðu. Tilkynníng frá fjársöfnunarnefnd þormóðssamskotanna Þeir, sem undirrituðu áskorunina um Þormóössöfnuii ina komu saman á fund í dómkirkjunni í gær kl. 6, til að ræða um hvernig fé því, Sem safnazt hefur skuli út- hlutað. ■ iJ». «n»»jreT--* Fulltrúi sósíaldemókrata í de Gaulle-stjórninni býður fulltrúa kommúnista velkominn. Viðtal við Grenier: 10 þúsund af með- limum Kommúnistaflokksins franska hafa verið skotnir eða „dáið“ í fangelsum. 50 þúsund flokks- félagar sitja í dýflissum. Þjóðviljinn sagði nýlega frá því að Grenier, fulltrúi franska Kommúnistaflokksins, hefði komið til London og tekið sæti í stjórnamefnd hinna stríðandi Frakka. í tilefni af þessu birtir hlaðið „France“, sem kemur út í London svohljóðandi yfirlýsingu frá Felix Gouin, formanni þing- flokks frönsku sósíalidemokratanna og fulltrúa franska sósíal- demokrataflokksins hjá de Gaule: „Mér er mikil ánægja aö því aö frétta aö starfsbróö'ir minn, Fernand Grenier, er kominn til Englánds, til þess að vera fulltrúi hjá de Gaulle fyrir samtök kommúnista. sem taka þátt í varnarbar- áttu Frakklands af svo mik- illi hreysti. Mér er ánægja aö því aö geta, í nafni allra sam- taka, sem halda áfram barátt unni í Frakklandi fyrir sömu hugsjón, boöið Grenier vel- kominn sem einhvern færasta fulltrúa, sem hinir aödáunar- veröu verkamenn Parísar á- samt öllum verkalýö Frakk- liands gátu safnaö undir fána hins stríöandi Frakklands,, til þess aö frelsa fööurlandið', brjóta fasismann á bak aftur og koma aftur á lýðveldi. Koma Greniers, til viðbótar viö fulltrúa annarra flokka, sem komnir eru, sannar hve sterk eining og eindrægni er meö öllum fööurlandsvinum sem nú skipa sér um de Gaulle hershöföingja til þess Framhald á 4. síðu. Sovéfsöfnunín Á síðustu helgi höfðu safnazt 63’ 2 þús. kr. Síðastliðið laugardagskvöld hafði safnazt til Rauða lcross Sovétríkjanna, sem hér segir: í Reykjavík 48,648,91 kr. A Akureyri 10,200,00 — — Sauðárkrók 1,100,00 — — Svalbarðseyri 580 00 — í Borgarnesi 3,000,00 — Samtals 63 528,91 — EM biiir öe iuile lll riltti Lög Vichystjórnarinnar víkja fyrir lögum lýðveldisins Útvarpið í Alsier flutti í gærkvöld yfirlýsingu frá Giraud liershöfðingja, yfirmanni frönsku herjanna í Norður- og Vestur- Afríku, þar sem hann kveðst reiðubúinn til fundar við de Gaulle, leiðtoga Striðandi Frakka, í því skyni að koma á fullkominni einingu allra þeirra Frakka, sem berjast fyrir frelsi landsins. Yfirlýsingin var stíluð til Catroux. hershöfðingja, en hann hefur verið fulltrúi Stríðandi Frakka hjá stjórnarnefnd Gir- aUds frá því að Casablanca-ráð- stefnan var haldin. Giraud liershöfðingi flutti ræðu á sunnudaginn og lýsti yf- ir því, að öll lög og tilskipanir Vichystjórnariimar væru num- in úr gildi í Norður- og Vestur- Afríku, og gildi framvegis í þeirra stað lög franska lýðveld- isins. de Gaulle hefur lokið lofsorði á ræðu Girauds og talið að með henni hafi stjórnarstefnan 1 frönsku Afríkunýlendunum færzt að mun nær stefnu hinna Stríðandi Frakka.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.