Þjóðviljinn - 16.03.1943, Side 2

Þjóðviljinn - 16.03.1943, Side 2
2 ÞJÖÐV1L3IHH Þriðjudagur 16. marz 1943 oBomck -pósUvvi'nn éraðssaga Dalasýsla Svart ullarcrepe, Blátt cheviot, Svart peysufataklæði. Vcrzlun H. Toff Skólavörðustíg 5. Sími 1035. CH3í2nH3nfnH3J3nH2í2 >0000000000000000 Daglega nýsodin svíð. Ný cgg, sodín og hrá. Kaffísalati Hafuarstræti 16. £H2£H2J2£H2£HtH2J2J3 Gullmunir handunnir — vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjöm Pétursson, gullsm., Hverfisgötu 90. Slmi (fyrst um sinn) 4003. cöannnöaaiajaæsan 0l2£(ni222i2i2)2i2CSa Monið Kafflsdluna Hafnarsfræfi 16 CH2J2CH2'CH2nH2CH2a „Friðhelgi heimilanna vernduð“. Þeir, sem búa í búningsklefum á íþróttavellinum, þeir, sem búa i kjallaraholum, þeir, sem búa í hana- bjálkakompunum, þeir, sem búa í sumarbústöðum, sem bærinn hefur bannað að gera íbúðarhæfa, og þeir, sem hafa orðið að sundra fjölskyldT um sínum, vegna húsnæðisleysis geta lesið þann fagnaðarboðskap á átt- undu síðu Morgublaðsins frá föstu- deginum 12. marz 1942, að friðhelgi heimilisins verið vemdað. Hvílíkur fagnaðarboðskapur! Og hvemig var þessu til leiðar komið? Það var gert með því að fella úr frumvarpi því um húsaleigu, sem nú liggur fyrir Alþingi, ákvæðin sem heimila skömmtun húsnæðis, það var gert samkvæmt tillögu Jónasar Jónssonar, hann er hinn mikli frels- ari, sem flutti Morgunblaðinu fagn- aðarerindið um „friðhelgi heimil- anna“. Postular hans eru Magnús Jónsson og Pétur Magnússon, þing- menn Reykjavíkur, Gísli Jónsson, Eiríkur Einarsson, Bernhard Stefáns son, Ingvar Pálmason, Lárus Jó- hannesson, Þorsteinn Þorsteinsson. Borgarstjórinn okkar Reykvíkinga stóð tvíráður og hikandi þegar Jón- as valdi postula sína, hjarta hans þráði Jónas, það vildi slá öll sín slög í þrotlausri baráttu fyrir „heimilis- friðhelgi“ Jónasar og postula hans, en heili hans heyrði rödd múgsin's, hrópa: „Hefnd vor kemur yfir þig og flokk þinn eí þú dirfist að berj- ast gegn því að húsvilltir fái húsa- skjól.“ Og heili og hjarta borgarstjórans urðu ósátt — höndin greiddi ekki at- i kvæði. — Mikill er borgarstjóri Reykvíkinga. Til Nóa. í síðasta blaði Þjóðólfs er grein eftir Nóa gamla, sem hann nefnir: „Stalín ég þakka þér.“ Nafnið á höfundinum bendir til að greinin sé eftir sjálfan höfuðpaurinn eða æltföðurinn að flokki þcirra Þjóðveldismanna. Nói kvartar sáran undan því að drengirnir sem skrifa í Þjóðviljann kalli Þjóðveldismenn óþjóðalýð, eða einfeldninga. Eg ætla nú að gera þá athugasemd strax, að ég hafi nú um skeið lesið flest öll blöð Þjóðviljans, en aldrei rekizt á þessi ummæli um Þjóðveld- ismenn. Þessar dylgjur Nóa gamla hljóta því að koma af því hvað þessi heil- agi Jóseppur þeirra Þjóðveldis- manna er naskur á að ráða drauma flokksbræðra sinna eða að hann sé orðinn svo innlifaður skírarastarfinu að allt verði ósjálfrátt að spádómum í höndum hans. Sérstaklega virðast áhrif Þjóðviljans fylla hann anda- gift. Nói talar um að bezt gangi fram í þessum ósköpum sveitastauli einn, sem sé að reyna að verða skáld, en vegna þess hve gáfurnar séu tregar gagni það heldur illa. Helzt virðist að Nói dragi þá álykl- un, að af því að þetta skáld er sveita maður, þá hljóti honum að ganga illa og vera treggáíaður. En ég ætla að benda Nóa á það, að flest beztu skáldin okkar, og yíirleitt flestir mestu menn þjóðarinnar fyrr og síð- ar, hafa einmitt verið sveitamenn. Og ég held að þeim hafi engum þótt vanvirða að því Þvert á móti hafa skáldin sem eru upprunnin úr sveitunum undantekn- ingarlaust sungið lof því umhverfi sem þeir voru vaxnir upp úr.' Og það er meira en hægt er að segja um margt af því fólki sem nú flyzt að sjónum . úr sveitunum, og þar á meðal kannski Nóa gamla. Það er ekki fyrr stigið ofan í drullupoll Reykvískrar yfirborðsmennsku, en það er farið að dingla rassinum í dýrðina yfir því að fylgja tízkunni í því að svívirða allt, sem sveitunum við kemur, bæði menn og málefni. En ég vona að skáldið hans Nóa sé ekki í þeim hóp, og finnst það frek- ar meðmæli með því að hann er sveitamaður en hitt. En svo kemst Nói að þeirri kát- legu niðurstöðu, að af því að skáld- ið segi svona voða ljótt um Þjóð- veldismenn, þá sé það ekki eins og aðrir menh. Eg hef ekkert vit á skáldskap, en ég held samt að það sé einmitt það sem gerir skáldin að skáldum, að þau fari sínar eigin götur, hermi ekki allt eftir öðrum. Að öðru leyti er það nú svo með þessar mannverur, það eru víst engar tvær manneskj- ur alveg eins, hvorki i sjón eða raun, og fjölbreytnin því eins mikil og mennirnir eru margir. Svo mér finnst það varla geta heitið neitt sér- kennilegt við þetta skáld, þó það sé kannski ekki alveg eins og Nói gamli og ég held jafnvel að það megi í sannleika þakka guði fyrir. Svo endar Nói með gamla jórtrinu, að kommúnistar trúi ekki á guð, held ur Stalín. Og úr því að það er nú svo oft ælt og tuggið á þessu og öðru því líku, þá dettur mér í hug að verið geti, að það sé nú einmitl m'arkmið og stefna Þjóðólfs að kenna mönn- um að jórtra. Og sé þetta svo, þá finnst mér Reykvíkingar heldur litl- ir námsmenn ef þetta gengur ekki fljótt af, því ekki vantar viðleitnina við kennsluna. Eg held að í Rússlandi sé algert trúarbragðafrelsi, ekki síður en hér á íslandi. En Rússar hafa gert ann- að, sem ekki hefur verið gert hér, og hvergi annarsstaðar. Þeir hafa reynt að samræma stjórnarkerfi sitt við kenningar kirkjunnar, og þarmeð innleitt trúarlíf sem er framkvæmt í verki, en ekki aðeins með vörunum eins og hér, og sem fólkið er svo neytt til að lifa gagnstætt, undir eins og kirkjuhurðin lokast að baki þess. Þessvegna held ég að Nói gamli ætti Breiðfirðingafélagið í Reykja- vík samþykkti á fundi, sem hald inn var í desember s.l., að gang- ast fyrir að láta rita og gefa út héraðssögu Dalasýslu. Þegar fé- lag þetta var stofnað, var mark- mið þess m. a. að beita sér fyrir ritun og útgáfu héraðssögu . Breiðaf jarðar. Nú kann sumum að virðast Dalasýsla sett skör framar öðrum sveitum Breiða- fjarðar, þar eð félagið byrjar á að láta rita sögu hennar, en svo | er ekki. I í Rvík er starfandi Vestfirð- ingafélag. Það hefur nu þegar hafið undirbúning að útgáfu á héraðssögu Vestfjarða, og er ætlunin að það verði saga allra Vestfjarða suður að sýslumörk- um Dalasýslu, og nái m. a. yfir Barðaströndina og eyjarnar, •sem henni fylgja, en félag Snæ- fellinga í Rvík hefur tekið sér fyrir hendur að láta rita héraðs- sögu Snæfellsness. Undirbúning ur er því hafinn að söguritun allra héraðanna, sem Breiðfirð- ingafélagið nær til, nema Dala- sýslu. Félaginu þótti þessvegna tíma bært að hefjast handa og sam- þykkti að gangast fyrir útgáfu á héraðssögu Dalasýslu og kaus undirritaða þriggja manna nefnd til Þess að annast fram- kvæmdir í málinu ásamt stjórn félagsins. Nefndin hefur haldið nokkra fundi og lagt, í stórum dráttum, drög að útgáfu héraðs- sögunnar. Ákveðið hefur verið að hafa höfuðþætti ritsins þrjá: 1. Almenn saga ásamt menn- ingarsögu héraðsins frá land- námstíð til vorra daga, og verð- ur það aðalhluti ritsins. 2 Jarðfræði, náttúrufræði og þróunarsaga héraðsins á sama tíma. 3. Bókmenntasaga. Nefndin hefur hugsað sér, að ritið verði í heild 7—8 bindi og komi út á 1—2 ára fresti. Hinir hæfustu, sérfróðir menn verða fengnir til að rita söguna, og hefur nefndin þegar rætt við nokkra þeirra í þessu sambandi og fengið góðar undirtektir.' Ræddir hafa verið möguleikar á að safna öllum þeim alþýðufróð- að athuga vel sitt eigið trúarlíf og sinna flokksmanna, áður en hann fer að bera kommúnistum trúleysi á brýn. Kommúnistar eru þó eini flokkur- inn hér á landi, sem vilja endur- skipulcggja þjóðskipulagið hér í stað þess að vera að halda við gömlu klastri, sem þróun síðustu ára er búin að gera fullt af ranglæti og lýgi, og sem er á hraðri leið með að gera aldarandann að hreinustu villu- mennsku. En umfram allt, Nói góður, kynntu fyrir lesendum Þjóðólfs skáldið. Það væri gaman að hafa tal af því. Og úr því þú getur svona undir eins lesið á milli línanna hjá því, kannske heila eilífð úr framtíðarsögu Þjóðveldismanna, þá ættir þú, Nói„ að gera allt sem þú getur tii að upp- örva það og uppiýsa þess tregu gáf- ur,, því hver veit nema þú þannig getir kraflað upp einhvern slatta af framtíðarsögu heimsins og orðið þeimsfrægur skírari. leik. fornum og nýjum, þjóðsög- um og öðru, sem kann að vera til í héraðinu og gefa það út í sambandi við héraðssöguna. Nefndin mun leita til manna heima í héraðinu um aðstoð við að safna slíkum fróðleik og að safna fé til útgáfunnar. Um það eru vart skiptar skoð anir, að útgáfa þessarar héraðs- sögu sé tímabært mál. Dalasýsla stendur sízt að baki öðrum hér- uðum að sögulegum fróðleik. Hún hefur fóstrað hina merk- ustu menn, svo sem Árna Magn ússon, Guðbrand Vigfússon, há- skólakennara í Oxford, Bjarna Jónsson frá Vogi, svo að fáir einir séu nefndir. Það er von okkar, sem stönd- um að þessari útgáfu, að hún takist sem bezt og verði bæði sönn lýsing og merk á lífi og starfi og umhverfi þeirra kyn- slóða, sem lifað hafa og starfað í landnámi Auðar Djúpúðgu og Geirmundar Heljarskinns. Við heitum því á alla, sem áhuga hafa fyrir þessu máli, að ljá nefndinni liðsinni. Allur fjár- hagslegur stuðningur er vel þeg inn, ennfremur er okkur mikill greiði gerður, ef einhverjir, sem eiga í fórum sínum ritaðan fróð- leik úr Dölum vestur eða hafa tækifæri til þess að rita slíkt upp, vildu senda einhverjum úr nefndinni það. Þá væri vel, ef menn hafa einhverjar sérstak- ar tillögur um fyrirkomulag út- gáfunnar, að þeir sendi nefnd- inni þær sem allra fyrst. Nefndin mun síðar birta ná- kvæma áætlun um skipulag út- gáfunnar. Reykjavík í janúar 1943. Jón Emil Guðjónss., Tjarnarg 48 Guðbjöm Jakobss., Tjarnarg 26 Jón Sigtryggsson, Garðastr. 36. Tíu brunaverðir ráðnir Á fundi brunamálanefnd- ar voru eftirtaldir menn ráð'n ir í brunavarðastöður. : Kristinn Olafsson Hring- braut 52 Jóhann Hannesson Loka- stíg 9. Guömundur Karlsson Berg- staðastræti 19. Leó Sveinsson Laugarnes- veg’ 77. Sveinn M. H. Ólai'sson Hringbraut 50. Sigurbjörn Marípsson Sól- vallagötu 60. Svavar Sigurðsson Hverf- isgötu 53. Óskar Dagbjartur Olafsson Túngötu 30. Finnur Richer Asvallag. 39. Sigurgeir Benediktsson Skeggjagötu 12. ooooooooooooooooo Útbreiðið pjóðviljann Tilboð óskast í vörubirgðir þrotabús Guðm. Þ. Þórðarsonar stórkaupmanns, Griindarstíg 11, fyrir 1. apríl n.k. í skrifstofu lögmanns í Arnarhvoli geta menn feng- ið að sjá skrá yfir vörurnar og skoðað þær eftir sam- komulagi. Áskilinn er réttur til að hafna öllum tilboðum. Skiptaráðandinn í Reykjavík. Skiptafundir í neðangreindum þrotabúum verða haldnirí bæjarþing stofunni í Reykjavík n.k. föstudag svo sem hér segir: Kl. IOV2 f. hád. í þrotabúi firmans Perlubúðin. Kl. 11 f. h. í þrotabúi firmans Sportvörugerðin. Kl. IIV2 f. hád. í þrotabúi firmans Windsor Magasin. Á fundunum verður gerð grein fyrir eignum búanna og tekin ákvörðun um meðíerð þeirra. Skiptaráðandinn í Reykjavík, 13. marz 1943. KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, settur. Borgari.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.