Þjóðviljinn - 21.03.1943, Page 3

Þjóðviljinn - 21.03.1943, Page 3
Sunnudagur 21. márz. 1943. ÞTÖÐVlLJlNIf I þJÓOVIUINN (Jtgefandi: Someiningarflokkur albtföu Sósíalistaflakkurinn Bitstjórar: Einar Olgeirsssn (6h.) Sigfús Sigurhjartarsun Bitstjóm: Garðarstreeti 17 — Víkiugsprent Sími 2278. (Vfgreiðsla og auglýsingrskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hseð) Simi 2184. Víkingsprent h. f. Garðaratræti 17 Alþýðutryggingarnar og auðvaldsþjóð- félagið Það hafa verið skipaðar tvær þýðingarmiklar nefndir til þess að leggja grundvöll að trygg- ingakerfi framtíðarinnar á ís- landi. Önnur á að endurskoða alþýðutryggingalögin og skila á- • liti fyrir haustið. Hin á að rann- saka möguleika á enn víðtækari þjóðfélagstryggingum. Ut af nefndum þessum og verkefnum þeirra hafa spunnizt nokkrar umræður milli Morgun blaðsins og Alþýðublaðsins, eink um út af því að Alþýðublaðið hafði komizt svo að orði að Beve ridge-tillögurnar ensku myndu gera England að fyrirmyndar- þjóðfélagi og hæðist Morgun- blaðið þá að því að Alþýðublaðið ' skuli viðurkenna auðvaldsskipu lag í Englandi sem fyrirmyndar þjóðfélag. Það er nauðsynlegt í sam- bandi við þá baráttu, sem al- þýðan heyir fyrir tryggingalög- gjöfinni að hún geri sér sem bezt ljóst, hvert verkefni slíkrar lög- gjafar er og hve langt hún getur náð í auðvaldsþjóðfélagi. Tilgangurinn með trygginga- löggjöfinni er að tryggja fólkið gegn vissum afleiðingum auð- valdsskipulagsins, svo sem at- vinnuleysinu og draga . úr því fjárhagslega tjóni, sem sjúkdóm ar o. s. frv. baka mönnum, með- an það þjóðfélagsskipulag ríkir, sem á annað borð gerir læknis- hjálp og lyf að verzlunarvöru. Alþýðutryggingarnar bæta því afkomu alþýðunnar með því að skipuleggja samhjálp hennar á þessum sviðum og með því að leggja fram fé úr ríkissjóði til þessara framkvæmda, tekið með sköttum, eða með því að láta at- vinnurekendur greiða til trygg- inganna. Tryggingarnar draga því úr skakkaföllum þeim, sem almenningur verður fyrir af hendi auðvaldsskipulagsins, — en ekki nema að vissu marki. Hér á landi eru t. d. engar at- vinnuleysistryggingar enn. Og í Englandi er reiknað með því að, þó Beveridge-áætlunin verði framkvæmd, þá fari hún úr skorðum, ef tala atvinnuleys- ingja verður yfir iy2 milljón. Alþýðutryggingarnar draga úr afleiðingum meinsemdanna, sem búa í þjóðfélagsskipulagi voru, en þær lækna það ekki. Til þess þarf róttækari aðgerð- ir, útrýmingu á orsökum mein- semdanna: eignarrétti örfárra Bruno Freí: Framtið Þýzkalands er lirifsaöi til sín völdin í Þýzkalandi með stuöningi þýzka. fjármáíavaldsins. Nazistar hnepptu fyrst í þrældóm hina þýzku þjóð og síðan aðrar þjóöir Evrópu. Eftir takmarkalausar þján- ingar og fórnir, roöar nú fyrst fyrir hinum komandi sigri. Hvarvetna spyrja stjórn málamenn og þjóöir: Hvaö á aö veröa um Þýzkaland þegar Hitler hefur veriö sigraður? Hvernig á að koma 1 veg fyr- ir svo svíviröilega glæpi í framtíöinni? Þýzkir herir hafa vaöiö yfir Evrópu tvisvar á 20 ára tímabili og valdió öörum þjóöum dauöa og eyöileggingu. Fram úr þessu veröum vér að ráða einarö- lega, ef vér eigum aö ná var- anlegum friöi og koma í veg fyrir aö slíkar ógnir endur- taki sig. Sú spurning, hvern- ig friðurinn veröi tryggöur er óaðskiljanleg annari spurn ingu: hvernig gat svona far- iö? Þetta vandamál verður því aöeins leyst til frambúö- ar, aö vér gerum oss grein fyrir orsökum að yfirgangs- stefnu þýzka fasismans. Sú skoöun er mjög út- breidd, aö landagræðgi sé þýzku þjóöinni í blóð borin. Þessi kenning boöar, aö of- stopinn sé þýzkt þjóöarein- kenni. Ef þetta væri hið rétta sjónarmiö væri lausnin að- eins ein: alger tortíming hinn ar þýzku þjóöar. Slíkur hat- urs- og hefndarhugur er ó- sköp skiljanlegur, ef litiö er á hina viðurstyggilegu glæpi nazistanna, en ef viö ölum í brjósti slíkar tilfinningar í garö þýzkrar alþýöu, þá eru þær oss fremur til hindrun- ar en hjálpar, er vér reynum aö komast fyrir rætur máls- ins og finna raunhæfa lausn. ÞaÖ leikui' ekki á tveim tungum, að Hitler og þrjótar hans eiga ekki einir sök á þeim fáheyröu hryöjuverkum, sem nazistar hafa framiö og fremja nú. Bakhjarl hans, herrar hinna þýzku auöhringa, stór- j arðeigendurnir, hernaöarklíka junkaranna og háttsettir em- bættismenn stjórnarinnar. sem studdu Hitler til valda fyrir 10 árum, eru jafn sek- ir. Meira að segja hvílir á- byrgöin af þessum hryöjuverk auðmanna á aðalframleiðslu- tækjum þjóðanna. Þá fyrst er hægt að koma í veg fyrir krepp- urnar og aðrar verstu afleiðing- ar auðvaldsskipulagsins, sem al- þýðutryggingarnar, svo ágæt- ar sem þær eru, — eðlilega fá ekki úr bætt frekar en deyfandi meðal útrými meinsemd, þó það lini kvalirnar sem hún veldur. Bruner Frei, liinn kunni, þýzki blaðamaður, ræðir í eftir- farandi grein um fortíð og framtíð þjóðar sinnar. Tíu ár eru liöin síöan Hitl- | um á allri þýzku þjóöinni meöan hún gerist ekki frá- hverf nazismanum og rís öndverð gegn honum í virkri baráttu. En þó að bent sé á hina miklu ábyrgö þýzku þjóöar- innar á misgerðum Hitlers fer því íjarri, aö meö því sé Hitler og þýzka þjóöin eitt og hiö sama, eins og sumir fullyröa af mikilli grunn- færni. Ef Hitler væri ímynd þýzku þjóðarinnar, þá hlyt- um vér aö draga þá álykt- un, aö slík þjóö væri ófær til sjálfsforræöis. Sú hugmynd, aö Þjóöverjar séu aö eölis- fari valdasjúkir og illir, er af sama sauöahúsi og kynþátta fordómar Hitlers. En stríö og íriöur stafa ekki af kynþátta- sérkennum þjóöa, heldur af streitu andhverfra þjóöfélags- afla. Pólitík er ekki fyrir- brigöi, sem heyrir dýrafræð- inni til heldur hagfræöinni. Hinir ábyrgu leiðtogar sam- einuðu þjóöanna hafa und- antekningarlaust lýst sig and víga því að rugla saman Hitl- er og Þjóöverjum. í Fánadagsræðu sinni áriö sem leiö, lét Roosevelt í ljós þá trú sína,, aö þýzka þjóöin, ,,sem böðlar nazista drottna enn yfir“, myndi frekar kjósa „málfrelsi, trúfrelsi og öryggi gegn skorti og ótta“ en ,,ný skipan nazista“. Og í dag- skipan sinni 23. febrúar 1942, á lafmælisdegi rauöa hers- ins, sagði Stalín: „Reynzla sögunnar sýnh' aö hitlerar koma og fara, þar sem þýzka þjóöin og þýzka ríkiö er hins- vegar til áfram“. Þessi aögreining á Hitler og Þjóöverjum, sem er flutt svo einróma, er vafalaust ein hliöin á stríðsrekstri hinna sameinuóu þjóða, til þess ætl- uö aö stytta stríöiö og flýta fyrir falli Hitlers. Þaö er ljóst af gagnráöstöfunum þeim, sem dr. Göbbels hefur grip- iö til 1 áróöri sínum, aö þessi stefna er heppileg, því ekk- ert eflir eiiis viönámsvilja Þjóöverja og sú hugmynd, aö hinar sameinuöu þjóöir séu ráönar í aö afmá Þýzkaland. En ef þýzka þjóöin og Hitl- er eru ekki eitt og hiö sama þrátt fyrir þátt þeirra 1 á- byrgöinni, sem hún hefur gengizt undir meö því aö umbera glæpi Hitlers, og ef kynþáttakenningin skýrir ekk ert, hverjar aörar orsakiv liggja þá til þess yfirgangs Þjóðverja, sem hefur hleypt af staö tveim heimstyrjöld- um á 28 árum? Báöar heimsstyr j aldirnav hafa sýnt aö 1 Þýzkalandi er til yfirgangsöm og samvizku- laus yfirráðastétt staöráöin í aö brjótast til heimsyfir- 1 ráöa, stétt junkara, voldugra iöjuhölda og bankajöfra, sem notað hefur Vilhjálm. keisara og Hitler til aö koma upp tröllaukinni hernaöarvél. Klíka þessi var þess albúin aö fórna mannslífum, gögn- um og gæöum þýzku þjóöav- innar til hins ýtrasta og jafnvel sjálfri tilveru þjóöar- innar, fyrir ránsmarkmiö sín. Og úr þessum jarðvegi óx prússneska herforingja- stéttin. Hvernig gat þessi ó- aldarlýður óöra stríðsæsinga- seggja risiö upp? Hvernig gátu þeir náö og tryggt sér drottnunarvald yfir þýzku þjóðinni? Og hvernig er hægt. að koma þeim fyrir kattarnef? Þetta er á máli sögunnar og stjórnmálanna inntak spurn- ingarinnar: hvernig er hægt aö tryggja friöinn? Þegar Þýzkialand lagöi út í baráttuna um heimsyfirráö- in höföu önnur stórveldi þegar skipt heiminum á milli sín, án þess aö spyrja þýzku kapítalistana, hvort þeir geröu einnig kröfur til þess aö fá „sæti sólarmegin”. Bnezka nýlenduríkiö „var full- komnað“ á árunum 1860—80, þar sem Þýzkaland fékk ekki fyrstu nýlendur sínar, Togo og Kamerun fyrr en 1884. Um aldamótin 1900 áttu stór- veldin 90,4% af Afríku, 98,9% af Suöurhafseyjunum, 56% af Asíu, 100% af Ástralíu og 27,7% af negralandi Ameríku Þýzka borgarastéttin átti að- eins óverulegan hluta þessara nýlendna. En um þessar mundir hafði hin unga borgarastétt Þýzka- lands, sem lét seint til sín taka á þessum vettvangi, dregiö hrööum skrefum á Vesturveldin i iðnþróuninni. Á árunum 1851—70 rísa upp í Þýzkalandi 295 hlutafélög með höfuöstól er nam til samans 2,400,000,000 marka. Viö hin sigursælu úrsiit fransk-prússneska stríösins (1870—’71) og viö þaö, aö fjármagnið safnaöist í hendur fárra sérleyfishafa, komst enn meiri skriöur á iönaöinn. .Frá 1890—1913 þróaöist þunga- iönaöurinn ferfalt hraöar í Þýzkalandi en í Englandi, eins og Lenin hefur sýnt í bók sinni Imperialisminn. Ár- ið 1912 var hrájárnframleiðsl- an í Þýzkalandi næstum helmingi meiri en í Bretlandi. Þessi hraöa efling þungaiðn- aöarins í Þýzkalandi æi-öi upp nýlendusult þýzku heims- valdasinnanna. „Var ekki á grundvelli kapítalismans stríð iö eina úrræöiö til aö jafna misræmiö milli eflingar fram- leiöslutækjanna og auösöfn- unar annarsvegar og skipting' ar nýlendnanna og hagsmuna svæðanna hinsvegar“. Þessa spurningu bar Lenin upp 1916, í fallbyssugný fyrri heimsstyrj aldarimiar. Ofstopi hinnar þýzku heims valdastefnu, sem heimtaöi endurskoöun á skiptingu ný- lendnanna, kemur berlegast í ljós af hinum feiknalegu ví gbúnaðarútgj öldum síöustu árin fýrir heimsstyrjöldina fyrri. Þýzka fjármálaauövald- iö var ákafara af því það hungraði meir í völd og ráns feng. Þarna eru upptök landvinningaáforma stór- þýzku hreyíingarinnar, fyrir- rennara nazisma Hitlers, sem haföi þá þegar myndaö sér hugmyndakerfi eftir kyn þáttakenningu Deuhrings, er Engels réöst sem hatramleg- ast gegn. Formælendur stór-þýzku stefn unnar, studdir af stói'iðjuhöld- unum og junkurunum frá Aust- ur-Elbu, höfðu hamrað áform sín um heimsyfirráð frá því um miðja 16. öld. Bismarck segir í endurminningum sínum frá því, að hópur junkara frá Austur- Elbu, undir forystu Roberts von der Goltz greifa, hafi þegar á Krímstríðsárunum útbýtt ávarpi í þeim tilgangi að neyða Man- teuffel ráðherra til að segja af sér, því hann var andvígur land- vinningastríði. „Markið sem þessi hópur setti“, segir Bis- marck, „var — úr því að það varð hlutskipti Prússa að verða forystuþjóð Evrópu — að bola Rússum frá, innlima Eystrasalts löndin, ásamt Sankti Pétursborg, í Prússland og Svíþjóð, innlima mestan hluta pólska lýðveldis- ins og skipta leifunum sundur í Stóra- og Litla-Rússland. Sú hugmynd, sem þeir beittu mest þessu til réttlætingar, var sú kenning Haxthausen-Abten- burg’s fríherra, að þessi þrjú landsvæði með öllum gögnum og gæðum, sem 100 millj. Rússa framleiddu, myndu, ef þau væru sameinuð, tryggja yfiTdrottnun Prússlands í Evrópu.“ „í sam- ræmi við þessa kenningu“, held- ur Bismarck áfram, „varð þörfin á bandalagi við England sjálf- sögð, auk þess sem gefið var í skyn, að England hlyti fyrir sitt leyti að styðja stefnu Prússa, ef Prússland veitti Englandi lið gegn Rússlandi." Hvorki Hitler né Ludendorff hafa gert neina uppfinningu, allt og sumt sem þeir hafa gert, er að færa í aukana áform junk- aranna og f jármálaþjarkanna um heimsyfirdrottnan. En því fer fjarri, að framvindan hefði óumflýjanlega þurft að leiða til nazisma. Það lágu aðrar leiðir út úr ógöngunum. Bismarck, stjórnmálamaður raunsæispóli- tíkui'innar, barðist með góðum ár angri gegn ævintýramönnunum, sem heimtuðu stríð gegn Rúss- landi. Hann gerði sér ljósa þá áhættu, sem stríð milli Þýzka- lands og Rússlands myndi hafa í för með sér. En járnkanzlarinn hataðist, eins og allir junkarar, Framha_l(| á 4, síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.