Þjóðviljinn - 27.03.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.03.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Laugardagur 27. marz 1943. 70. tölublað. Uepfla allap loi og lendur í logsaonap ¦ Bæjarráð lætur fara fram athugun á hvort ekki sé æskilegt og framkvæmanlegt að bærinn eignist pær. - Sérstök skipulagsnefnd fyrir Reykjavík Á fundi bæjaráðs í gær voru samþykktar einum rómi tvær tillögur frá Sigfúsi Sigurhjartarsyni varðandi skipulagsmál bæjarins og eignaryfirráð yfir lóðum og lendum í lögsagnar- umdæminu. Tillögurnar fara hér á eftir: Bæjarráð ákveður, að láta fara fram athugun á, hvort ekki sé æskilegt og framkvæmanlegt, að bærinn eignist allar lóðir og lendur innan lögsagnarumdæmisins. Áthugun þessi skal einkum beinast að eftirtöldum atriðum: 1) Hvert sé fasteignamatsverð og stærð eignarlóða og lendna í bæjarlandinu, og hversu miklu nemi árlegar skatttekjur bæjar- ins af þeim. * 2) Hvað matsverð þeirra muni verða, ef þær væru metnar til eignarnáms nú. 3) Hve mikil árleg útgjöld bæjarins myndu verða af að kaupa þessar lóðir og lendur, ef þær væru borgaðar með 40—50 ára skuldabréfum með venjulegum kjörum. 4) Hve miklar leigutekjur bæjarins mundu verða af þessum eignum. 5) Hvort skipulagning og endurbygging bæjarins mundi ekki verða stórum auðveldari, ef bærinn ætti allt land innan lög- sagnarumdæmisins. 6) Hvort ekki væri rétt, að bærinn f æri þess á leit við Alþingi að setja lög, er heimili honum eignarnám á öllum lóðum og lendum innan lögsagnarumdæmisins og að greiða andvirði með 40—50 ára bæjarskuldabréfum. Bæjarráð ákveður að láta fara fram athugun á hvort ekki myndi rétt að léitast við að fá lögum um skipulag kauptúna og sjávarþorpa breytt, í það horf, að Reykjavíkurbær fái sérstaka skipulagsnefnd, er ekki hafi skipulag annarra bæja eða þorpa með höndum, og hafi hún endanlegt ákvörðunarvald í skipu- lagsmálum bæjarins. Skipulags- og byggingarmál bæjarins eru, sem kunnugt er í hinu mesta ófremdarástandi. Það, sem mest stendur í vegi umbóta í þessu efni er annars vegar s'jálft fyrirkomulag skipu lagsmálanna og hinsvegar einka eignarrétturinn á miklum hluta lóða og' lenda bæjarins. Sam- kvæmt ofangreindum tillögum mun nú fara fram ýtarleg at- hugun á hvernig úr þessu verði bætt og er þess að vænta, að sú athugun leiði til giftusamlegrar niðurstöðu. HOTEL HEKLA Engar breytingar verða leyfáar á húsinu. Það á að víkja af skipulags- ástæðum Byggingamálanefnd heíur beint því til bæjárráðs, hvort ekki mundi rétt að bærinn kaupi Hótel Heklu til niðurrifs. Bæjar- ráð hefur enga afstöðu tekið til málsins, en fullvíst er, að bær- inn mun ekki leyfa breytingar né endurbætur á húsinu, því það verður að víkja af 'skipulags- ástæðum sem fyrst. Fimm umsækjendur um forstjórastaríiö viO sund- höllina Umsóknarfrestur um forstjóra starfið við sundhöllina var út- runninn í gær. Umsækjendur eru þessir: Erlingur Pálsson, Sigríður Sigurjónsdóttir, Viggó Natanelsson, HelgS Jóhannesson og Jóh. Kr. Jóhannesson. Kosið verður um þessa um- sækjendur á bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn kemur. Rauði herinn 50 km. frá Smolensk Harðir bardagar»við Tsúgúeff og Bjelgorod Fremstu sveitir rauða hersins eru nú 50 km. norðaustur af Smolcn.sk. segir í fréttastofufregn frá Moskva í gærkvöld. Sókn Rússa frá Bjeli og vestur með járnbrautinni frá Vjasma heldur áfram, og hafa þeir tekið nokkur þorp og byggðalög. Vörn Þjóðverja er mjög hörð. 1. mai kvikmynd verklýðsfélaganoa Æskulýðsfylkingin í Rvík heldur skemmtifund að Amtmannsstíg 4 í kvöld. Einar Olgeirsson flytur er- indi. Jón Óskar les upp. Kvikmynd frá 1. maí há- tíðahöldum verkalýösfélag- anna 1942. Þetta er í fyrsta sinn, sem kvikmynd þessi er sýnd og munu fleiri vilja sjá hana en að komast í hinu takmarkaða húsnæði, er félagið nú hei'ur yfir að ráða. — Aðgöngumið- ar fást á afgreiðslu Þjóðvilj- ans, Austurstræti 12. Telpurnar fundnar Telpurnar, sem leitað hefur verið. að undanfarna daga, eru nú fundnar. Fundust þær í kjallara í hálfbyggðum sumar- bústað í Fossvogi. Á Donetsvígstöðvunum gerði þýzki herinn í gær harðar árásir, einkum á Tsúgúeff og Bjelgorod svæðunum, en þeim var hrund- ið. Rauði herinn hefur unnið nokkuð á í Vestur-Kákasus og minnkar stöðugt landsvæði það er Þjóðverjar hafa þar á valdi sínu. Þessa viku hafa 60 þýzkar flugvélar verði skotnar niður á Kúbanvígstöðvunum. Otboð á viðbót við Sogsstöðina Bæjarráð hefur samþykkt að láta fara fram almennt útboð á byggingarvinnu við fyrirhugaða stækkun á Sogsstöðinni. Arngrímur Kristjánsson f ær 11/2 árs frí með full- um launum Samkvæmt tillögu skólanefnd- ar hefur bæjarráð fallizt á að leggja til, að bæjarstjörn veiti Arngrími Kristjánssyni skóla- stjóra frí frá störfum í Vk ár, með fullum launum. I A^' útflutníngur á nýjum físfeí, með íslenzbum skípum, tíl Að undanförnu hafa borizt fregnir með fiskikaupskipum, sem siglt hafa með ísvarinn fisk til Englands, um að Bretar hafi á- kveðið að lækka fiskverðið á hinum frjálsa markaði þar um ca 15%. Fregnir þessar munu vera réttar og eru fyrstu afleið- inga þessarar ákvörðunar þegar komnar fram í því að Færey- ingar, sem keypt hafa mikinn fisk hér á landi og flutt hann til Englands, hafa ákveðið að hætta siglingum, nema verðinu yrði aftur breytt. Allmörg íslenzk skip hafa einnig flutt út bátafisk og má telja víst að þau verði einnig að hætta af sömu ástæðum. Fjölda margar veiðistöðvar hafa flutt út allan sinn afla með skipum þessum, þar sem hin stóru flutningaskip matvælaráðu- neytisins brezka. hafa ekki getað tekið nema lítið af þeim afla sem veiðist og ennfremur koma aldrei á ýmsa helztu veiði- staðina. Nú er svp komið' í nokkrum veiöistöðvum, aö þrátt fyrir gífurlegan afla, hafa bátarnir ekki róið, þar sem ekkert er hægt vi'ð veiðina a'ð gera. Þó menn vilji grípa til þess að salta þá, vantar víða salt og margt annað, sem ó.hjákvæmi legt er vi'ð' fisksöltun, énda hefði sízt komið til hugar að slíkt ger'ðist, á meðan fisk- sölusamningurinn er í fullu gildi. Verðlækkun þessi er vægast sagt mjög kynleg og erfitt er aðl samrýma hana fisksamn- ingi okfear viö Breta, sem gild! ir fram í júní í sumar. Þó að' hvergi hafi verið ákve'ðið í þeim samningi, að' hið frjálsa markaðsverö úti, serh ís- lenzku , og færeysku fiski- kaupaskipin og togararnir áttu a'ð selja fiskinn á, mætti ekki lækka, þá lá í hlutarins eðli, lað um leið og ákveðið var að skip þessi skyldu gefa 45 aura fyrir kg. af fiskinum hér, þá varð skipa'ð markaös- verö úti aö haldast, annars mundu þau ekki geta annazt flutningana. Verðlækkun þessi skýtur ekki síður skökku við, þegar tekið er tillit til þess, að flestar þær erlendar vörur, sem fisk- framleiösla okkar byggist á, hafa stórhækkaö í verði, frá því að fisksölusamningurinh var geröur s. 1. sumiar. Þannig hafa t. d. stórhækkað í ver'ði: oiíur, veiðarfæri öil, vélar í fiskibáta, efniviður til endur- nýjunar og vi'ðhalds\fiskiskip- um o. fl. o. fl. Allir útgerðar- menn og sjómenn höfðu e'ðli- lega búizt viöi verðhækkun en ekki ver'ðlækkun á íiskinum og það hlýtur að verða ófrá- víkjanleg krafa okkar, við fisksölusamningana er nú munu fara að' hefjast. Þá er verðlækkun þessi einn ig furðuleg, þegar þess ev gætt, að hún hlýtur aö leiöa til þess a'ð útflutningur á nýj- um fiski minnkai- til munía og útgerðin ney'öist til þess að taka upp fisksölur eftir þvi, sem við er hægt aö koma. Bretar hafa hingað til fyrst og fremst óskað eftir nýjum fiski, en ekki söltuðum og upp á síökastið' hefur ósjaldan ver- iö' kvartaö undan því í Eng- Framhald á 4. síðu. ;vr • • .• !.»V K

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.