Þjóðviljinn - 01.04.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.04.1943, Blaðsíða 2
 ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur i. ápríl 1943. tekur til starfa í dag, 1. apríl, í suðurálmu Austur- bæjarskólans (farið í gegn um portið). Stöðin starfar frá klukkan 8 að kvöldi til klukkaa 8 að morgni. Fólk, sem þarf á næturlækni að halda, geri varðstöðinni aðvart í síma 5030, eða á annan hált. Þess er vænzt að starfsfólk stöðvarinnar sé ekki ónáðað að óþörfu. I ir Til húseigenda Samkvæmt ákvæðum heilbrigðissamþykktarinnar skal hverju húsi fylgja næganlega mörg sorpílát úr járni með loki. Sömuleiðis er skylt að hreinsa af húslóðunum allt það, sem valdið getur óheilnæmi, óþrifnaði eða óprýði. Ber húseigendum þegar í stað að bæta úr því, sem ábótavant kann að vera um þetta. Reykjavík, 1. apríl 1943. LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK. Engar myndir teknar þennan mánuð, vegna annríkis. LJÓSMYNDASTOFA SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR, Laugaveg 12. íbúðarhæfur sumarbústðður við Nýbýlaveg í Foss- vogi er til sölu. Afgreiðslan vísar á. BSBæsnnannfísaD GULLMUMR tiandunnir------vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. Trúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. Aðalbjörn Pétursson, gullsm., Hverfisg. 90. Sími (fyrst um sinn) 4503. jasösöönnDnBsan &23&!3£ÍE{Í3Í3£33£83 DAGLEGA nýsoðin svið. Ný egg, soðin og hrá. Kaffisalan Hafnarstræti 16. aaisDJSEasjsaisEös ooooooooooooooooo MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ooooooooooooooooo WWW •55w»w^V%***"*****%*%**#**i7*«**J' V V W W I.O.G.T. St. Mínerva nr. 172. Fundur f ellur niður í kvöld œknvóshHMiM- t "Œ^arsy '^stsk*?****' Þjóðólfur, Vísir, Tíminn og Alþýðublaðið. „Nú skal ég segja þér fréttir", sagði kunningi minn, sem mætti mér á íörnum vegi í gær. „Þú skalt samt ekki halda að um neina heimsvið- burði sé að ræða", bætti hann við, „þetta eru bara fréttir af mér sjálf- um og blöðum hérna í henni Reykja- vík, eins og „óupplýsti prófessorinn" á ísafirði mundi orða það. — Það eru þá víst engar merkis- fréttii-, varð mér að orði. — Það er nú eins og á það er litið. Eins og þú veizt, er ég vanur að lesa öll blöð, sem út koma hér í borginni. Raunar eru fréttirnar þær sömu í þeim öllum, og þær þarf ekki að lesa nema í einu blaði, en þau hafa til þessa verið næsta ólík og ósam- mála þegar fréttunum sleppir. En nú ætla ég að hætta að lesa Vísi, Tímann og Alþýðublaðið, og láta mér nægja Þjóðólf, því síðustu vikurnar hefur ekkert verið í þessum blöð- um, bókstaflega ekkert, nema bull- andi skammir um kommúnista, mér er nóg að lesa þetta í einni útgáfu og einu sinni í viku, og það því frem ur, sem ég kann allt þetta utan bók- ar, síðan á dögum Finnagaldursins, J)á gerðu þeir mig að „kommúnista" n eð „kommúnístaskómmum", en Þjóðólf vel ég, af því að Árni garm- urirm skrifar einna læsilegastan stíl, og ; f því að bæði Tíminn og Alþýðu- blað.ð endurprenta greinar hans mik ið til orðréttar. — Vissulega eru þetta i'kki stórtíðindi, en merkileg- ast er ið Morgunblaðið skuli ekki vera me.. í hópnum, en þess verður áreiðanlega ekki lángt að bíða að það baetist við. Borgarablöðin vita hvar þeim L ^r að standa í baráttunni gegn „villimi nnsku bolsévismans". Hitler er svo sem enginn einstæð- ingur. Samhljóða vitnisburðir. Það er rétt að 1« fa lesendum Þjóð- viljans að heyra ntkkra tóna úrþess ari kommúnista-symfóníu borgara- blaðanna. Þjóðólfur 'jegir: „Kommúnistar gertu sig ekki á- nægða með það eitt a) gefin væri út samúðaryfirlýsing með Banda- mönnum, þeir kröfðust þess, að ís- lendingar gengi í herþjónustu, und- ir erlendri yfirstjórn og þá auðvitað ameríska yfirhershöfðb gjans á ís- landi." (Þetta hafa hin blöðn enn ekki treyst sér til að hafa eJár Árna, en það kemur áreiðanlega bráðum). -------¦ — „Allt athæf ¦ kommúnista er slíkt, að þeir ven'a ekki taldir sjálfráðir gerða sinna Þeir lifa í trú, dómgreindarlaust, biindri ofstækis- trú á einn mann-föður, Stalín-------." „Þessir menn eiga engan íslenzk- an málstað, yfirleitt engan málstað. Stalín á þá og þeirra málstað. Það sem voru landráð í þeirra munni í gær eru bjargráð í dag, ef fóður Stal- ín býður svo við að horfa." Vísir segir: „Alþýðuflokknum var það ljóst, að kommúnistar voioi að einu og öllu Jesúítar nútímans, sem skeyttu hvorki um skömm né heiður, en beittu öllum auvirðilegustu belli- brögðum til að afla sér á vinnings, jafnvel þó ekki væri um annað en stundarhag að 5ræða"------------ „Sósíalistaflokkurinn, sem nú í dag er eitthvert ógeðslegasta fyrirbrigði er þekkist og þekkst hefur í íslenzkri stjórnmálasögu." „--------— Slíkt má ekki þolast að kommúnistum haldist uppi að gera það tvennt í senn, að neita að taka þátt í myndun stjórnar, en gera jafn- framt hverri stjórn, sem skipuð kann að verða, ómögulegt að stjórna, með því að beita fyrir sig verklýðssam- tökunum, sem þeir hafa náð of sterk um tökum á Þess er skammt að minn ast, að á sinnl tíð efndu kommúnist- ar, er unnu í hafnarvinnu hér í bæ, til híns svokallaða smáskæruhernað- ar, sem var með öllu ólöglegur, svo sem þeir viðurkenndu síðar sjálfir, en stöðvuðu með því siglingar, þann- ig að til algerra vandræða horfði. Það var þeim látið haldast uppi, en svo má væntanlega brýna deigt járn, að það bíti, og ekki verði ósóminn þolaður um aldur og ævi. Ætli kom- múnistar nú að leika svipaðan leik, þar sem ábyrgðarleysið eitt er í al- mætti sínu, verður að stemma á að ósi. Umskiptingarnir í kommúnista- flokknum þurfa að læra það, að þjóð in metur þjóðfélagið meira en bylt- ingaflokk þeirra, sem þó hefur verið um skeið ríki í ríkinu." Alþýðublaðið segir: í fyrsta lagi prentar blaðið upp all- ar helztu kommúnistaskammir Þjóð- ólfs og Vísis og svo bætir það við frá eigin brjósti: „Með tilliti til framkomu kommún- ista í þessu máli (hér er átt við af- stöðu sósíalista á Alþingi til fisk- veiðasjóðsins, annars fjallar greinin sem þetta er tekið úr um utanríkis- pólitík. En hvað þetta mál kemur utanríkispólitík við mun öllum óljóst nema Alþýðublaðinu.) og hirðuleysi þeirra um lausn dýrtíðarmálanna, virðist auðsætt, að fyrir þeim vaki þetta ¦ sama gamla, því verra sem ástandið verður, því nær stöndum við byltingunni. Umbætur draga úr byltingarhæfni fólksins, það er í fullu samræmi við þetta, að einmitt heittrúarmaðurinn, ofstækisprestur- inn, Brynjólfur Bjarnason, ræður af- stöðunni." Tíminn segir: Tíminn notar einkum hið léleg- asta úr níði Árna frá Múla með smá- innskotum frá Þórarni ritstjóra Þór- arinssyni. Þórarinn segir: Árni frá Múla setur fram þá furðu legu staðhæfingu í síðasta blaðí Þjóð ólfs, að Sósíalistaflokkurinn sé í raun réttri að safna handa sjálfum sér, þegar hann efni til samskota handa Rauða krossi Sovétríkjanna. Flokk- urinn fái styrk frá Rússlandi til starf semi sinnar, og megi því með tals- verðum rétti segja, að hann fái sam- skotaféð endurgreitt Að vísu er vitað, að kommúnista- ílokkurinn fékk mikil fríðindi frá Rússlandi í fréttaskeytum, ef ekki beinan styrk. Sósíalistaflokkurinn segist hafa rofið slíkt samband við erlent stórveldi. Nú lætur Árni frá Múla greinilega liggja orð að því, að þessu sé á annan veg farið. Sætir þetta tíðindum. Árni veit langt, ef hann veit jafnlangt nefi sínu, hvað þá lengra, og eigi allfjarri nefi hans er frambjóðandi Þjóðólfsmanna og fjármálabakhjarl, sern lengi hefur verið riðinn við flest fjáraflaplön kommúnista hér á landi. Hvað sem öðru líður, er Árni all- góður af þessari nasasjón, — en só- síalistar — þeír eru ævareiðir, sem vonlegt ér." Haldið þið svona áfram. Hin virðulegu borgarablöð ættu að halda sem bezt og lengst áfram í þessum dúr, hann hefur reynst okk- ur sósíalistunum%vænlegur til fylgis- auka og það er ekki að búast við að þessi blöð kunni betri tök á að vinna fyrir gott málefni en raun ber vitni. AUGLÝSIÐ í ÞJÓÖVILJANUM Filippseyjar ffrjálsar pegar á næsta ári — segir Quezon forseti Manuel Quezon, forseti Fil- ippseyja, hefur látið í ljós þá skoðun sína, að þrátt f yrir styrjöldina muni ráðagerðirnar um fullt sjálfstæði til handa Fil- ippseyjum 1946 ná fram að ganga. Quezon er nú staddur í Mi- ami. Hann sagðist fyllilega eiga von á því, að Bandaríkin myndu ná Filippseyjum úr höndum Japana og gera ráðstafanir um almennar kosningar og kosn- ingu opinberra embættismanna. Hann kvaðst hafa þá trú, að Mac Arthur myndi takast að hrekja Japani á brott úr eyj- unum fyrir árslok 1944, ef hann ætti kost á nægum herafla og hernaðartækjum. Nýlega voru aðstoðarmenn MacArthurs á ferð í Washington og kvað Quezon það skoðun sína, að erindi þeirra hefði verið að brýna fyrir stjórnarvöldunum nauðsyn þess, að einbeita hern- aðarorku Bandaríkjanna til stór- sóknar hið allra fyrsta á Kyrra- hafssvæðinu. öfinini 25. marz. Viðbótarsöfnun frá séra Jóni Skagan kr. 102.00. Jakob H. Ridels kr. 50.00. Frá ónefndum kr. 100.00. Frá Garðari Þor- steinssyni kr. 100.00. Frá ónefndum kr. 200.00. Erna Theódórsdóttir kr. 10.00. Sverrir Lárusson kr. 10.00. N. N. kr. 10.00. Viktoría Guðmundsdóttir, Brunnstöðum, kr. 50.00. K. J. áheit kr. 10.00. Ólafur Ól- afsson kristniboði kr. 125.00. P. Smith & Co. kr. 500.00. P. Smith kr. 500.00. Starfs- fólk hjá S.Í.F. kr. 275.00. Verzlunarm.- félag Reykjavíkur kr. 200.00. Efnagerð Reykjavíkur og starfsfólk kr. 150.00. Starfsfólk hjá Litir & Lökk kr. 310.00. Starfsfólk hjá Sjóvátryggingarfélagi ís- lands kr. 230.00. Starfsfólk Landsbankans kr. 725.00. Ónefndur kr. 100.00. Sigurjón Friðjónss., Litlu-Laugum 100 kr. Guð mundur Guðjónsson, Saurum, Snæfells- ness., kr. 50.00. Verklýðsfélag Hólmavík- ur kr. 160.00. Starfsfólk Félagsprentsmiðj- unnar kr. 95.00. Safnað og gefið af Ein- ari G. Einarssyni, Grindavík, kr. 170.00. Frá Ó. og G. M. í tilefni af silfurbrúð- kaupi Árna og Margit Eylands kr. 200.00. Frá Siglufir&i: Ágóði af skemmtun 17. maí kr. 634.31. Merkjasala kr. 550.00. Frá Síldarverksm. ríkisins kr. 5000.00. Rotary- klúbbúr Siglufjarðar kr. 250.00. ísl. far- þegar á norsku skipi kr. 175.00. Á ýmsa söfnunarlista kr. 3370.69. — Samtals kr. 14.532.00. — Áður tilkynnt kr. 326.717.50. — Alls kr. 341.249.50. Alþingi hefur veitt á fjárlögum yfir- standandi árs kr. 350 þús. til Noregssöfn- unarinnar. Þá hefur Siglufjarðarbær tekið upp á fjárhagsáætlun sína kr. 5000.00. Ef þetta er meðaltalið, er Noregssöfnunin komin upp í kr. 696.249,50. Gl. R. Skípsferð héðan til Vestmannaeyja kl. 12 á hádegi á morgun. Aðeins fyrir póst og farþega.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.