Þjóðviljinn - 01.04.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.04.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudagur i. april 1943. ÞJÓÐVÍLJINN psðaviiJimi Útgef andi: Sameiningaiflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurnjartarson Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, AuBturstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Hverskonar einingu þarf þjóðin og hvernig á að skapa hana? Menn eru sámmála um að einingu þurfi að skapa með* þjóö vorri. En það er ekki sama hvers konar eining þaö er. Það er til eining afturhalds ins og hún viröist vaxa nú. Það er eining um að ræna verkalýöinn samningsrétti og hlunnindum, eining um að festa vald örfárra stríðsgróöa manna yfir vinnandi stéttun- um, ef til vill líka eining um aö ofurselja þjóð vona í hend- ur Bandaríkjaafturhaldsins til þess að firra nokkra aftur- haldsseggi og braskara þeirri hættu að alþýðan ráði þessu landi sjálf. Þeir munu ekki vera marg- ir íslendingarnir, sem vilja taka þátt í þessháttar „ein- ingu", ef þeir vita hvað í henni felst. Þá er til eining um ekki neitt, — það að hver „slái af" öllum þeim hugmyndum og aðferöum, sem til einhverra verulegra úrbóta og úrlausna horfla, þannig að ekkert verði eftir. Slík allsherjarafsláttar- eining yröi gersamlega gagn- laus þjóðinni. Það væri sam- komulag um að hjakka áfram í sama fari og hihgað til. Þá er og til sú eining sem Sósíalistaflokkurinn hefur lagt til að sköpuð yrði, — eining um ákveöna stefnu, stórstíg- ar framfarir á flestum svið- um þjóðlífs vors. Slík er sú eining sem þarf að skapa, ein- ing í baráttu fyrir lýðfrelsi voru og þjóðfrelsi. Hvernig á fjöldinn aö skapa þá einingu? Hann á að skapa hana meö því að láta til sín taka, gera samþykktir í samtökum sín- um, hver sem þau eru, til þess að knýja fram myndun slíkrar einingar. Fjöldinn er máttugur, ef hann beitir áhrifum sínum fast í krafti þess góöa mál- staðar, er hann berst fyrir. Fjöldasamtök alþýðunnar eru þess megnug að knýja fram þá virku einingu, sem þjóðin þarfnast og Sósíalistaflokkur- inn vill skapa, ef hver sá mað ur og kona, sem nú þegar sér hver hætta er á ferðum. vinniir af krafti. Verkamenn! Ræðið gildi gamfylkin^Hnhar geigri aftur Falskir reikningar - falskir fulltrúar Fulltrúar Framsóknar vilja LÆKKA kaup verkamanna og vinnu- tekjur bænda. — Sósíalistar vilja samvinnu verkamanna og bænda til að bæta kjör beggja Ingólfur á Hellu skrifar furðulega grein í Morgun- blaðið 25. marz. Rétt er að taka grein þessa til athugun- ar vegna þess að forkólfar Framsókniar hafa gert Ing- ólf að spámanni sínum. Firr- ur þær, sem Ingólfur heldur fram hafa Framsóknarmenn gert að sínum málstaö. Ingólfur fullyrðir í grein þessari, að kjötið hafi hækk- að minna í verði en kaup- gjald verkamanna frá því fyr- ir stríð. Menn lesa og undr- ast. Menn lesa og spyrja: Hvernig dirfist maðurinn að biera slíkan þvætting á borö í opinberu blaði? Og þetta þykist hann sanna með töl- um. Það er nógu gaman að athuga hvernig mönnum get- ur dottið í hug að falsa töl- ur. Skulu „reikningar" Ing- ólfs því athugaðir lítilshátt- ar. Formaöur kjötverölags- nefndar ber saman kaup verkamanna í Reykjavík fyrir 10 stunda vinnu 1939 og 1942. Síðan ber hann saman kjöt- verðið í des. 1939, sem hann segir að hafi verið kr. 1,60 fyrir kg. og verðiö í des. 1942 sem hann telur kr. 6,70 fyrir kg. Þannig kemst hann að niöurstöðU sinni. Við þetta er að athuga: 1. Tölumar sem Ingólfur notar við samanburðinn, eru með öllu rangar og gripnar úr lausu lofti. Hann segir að kjötverðið í' des. 1942 hafi ver- ið kr. 6,70 fyrir kg. og ber það saman við útsöluverðið í Reykjavík í des. 1939. En útsöluverð á dilkakjöti í des. s. 1. var eins og kunnugt er ekki kr. 6,70 — heldur kr. 7,75! 2. Ingólfur ber saman 10 tíma vinnudag fyrir stríö og 10 tíma vinnudag nú og reiknar með aö 2 eftirvinnu- haldinu á vinnustöðvunum og í verklýösfélögunum! Alþýöufóik til sjávar og sveita! Menntamenn og milli- stéttií! Þaö er um framtíð ykkar allra, sem barizt er! Ef örfáir braskarar valda og auös ná tökunum á þessari þjóð í skjóli voldugs erlends auövalds, þá verður þröngt fyrir dyrum margra þeirra sem nú finnst loks aö þeir hafi getað um frjálst höfuð strok- ið um nokkurt skeið. Myndun þjóðfylkingar á grundvelii þeim, sem Sósíal- istaflokkurinn hefur lagt til, er það eina, sem getur hindr- að það að öll öfl afturhalds- ins á íslandi skríði saman í eina fylkingu og sigri pfl frel,sis og framfara, ef þau ekki sameinast í tíma. stundir hafi bætzt viö. Þetta er með öllu rangt. Hinn raunverulegi dagvinnu- tími var 9 tímar fyrir stríð móti IVz tíma nú. Raunveru- legur dagvinnutími hefur ekki styzt um 2 stundir heldur 1V2 samkvæmt samn- ingi Dagsbrúnar í Reykja- vík. 3. Samanburður Ingólfs byggist á þeirri staðhæfingu aö verkamenn hafi að jafn- aði tveggja' tíma eftirvinnu á dag allan ársins hring. Allir vita að þetta er fjarstæða. 4. Þaö nær vitaskuld ekki nokkurri átt að bera saman ósambæriiega hluti eins og af- urðarverð og kaup. Eðlilegt er að bera saman hækkun á al- mennu kaupi verkamanna og þeim hluta af búreiknihgi bóndans, sem eru vinnulaun. þar meö taldar vinnutekjur hans sjálfs. Samkvæmfc kenn- ingu Ingóifs ber að verðieggja landbúnaðarafurðir þannig. að þær hækki um jafnmarga hundraðshluta og kaupið með öörum oröum: það á að haga svo til að kauphækk- unin verði aðeins á pappírn- um, aö því er snertir kaup- getu á innlendum framleiðslu vörum. En undir yfirskyni þess, að kaupið hafi hækkað að krónutali, eiga( hreihar tekjur stórbónda,' sem voru, segjum 10 þúsund krónur fyr- ir stríö, aö hækka upp í 00 þús. krónur nú. 5. Loks reiknar Ingólfur með vísitölunni leins og hún var hæst. Síðan hefur hún lækkað' um 10 stig og kaup- ið aö sama skapi, en . afurö- arveróiö stendur í staö. (Upp- bætur úr ríkisstjóði koma vitaskuld ekki til greina viö sanianburðinri). Þegar allar þessar falsanir eru lagðar saman, er ekki vandi að fá út álitlega skekkju í niöurstööuna. Hverfum nú frá fölsununum og lítum á staðreyndirnar. Fyrir 9 stunda raunveru- legan vinnudag, fengu Dags- brúnarmenn kr. 14,50 fyrir stríð. Nú fá þeir kr. 21.52 í grunnkaup fyrir 9 vinnu- stundir, þar af IV2 st. dag- vinna og iy2 st. eftirvinna. Sú hækkun nemur 48,5 af hundraði. Samkvæmt búreikn ingur þeim, sem birtir hafa. veriö. eru vinnulaun og vinnu tekjur bónda 78% af upp- hæö búreiknings, miðað viö meðalbú. Til þess að vinnu- tekjur bóndans hækkuðu í sama hlutfalli og vinnu- tekjur verkamanns, sem hafði enga eftirvinnu fyrir stríð, en hefur nú W% tíma á dag til •jafnaðar í eftirvinnu allan ársins hring, þyrfti afurðar- veröiö aö hækka um 38% (48,5% af 78) aö viðbættri verðlagsuppbót, Samkvæmit því, ætti útsöluverð á kjöti að vera nú kr. 5.79 fyrir kg. mið- að viö kr. 1.60 fyrir stríð og útsöluverð á mjólk að vera kr. 1.44 fyrir lítra, miðað viö kr. 0.40 fyrir stríð. Eftir að verðlagsuppbótin kemur tiL ætti kjötverðið ekki að fara fram úr kr. 4,70 fyrir kg. Við þetta bætist svo sú lækkun á afuröarverðinu, sem lækkun vísitölu ætti að hafa í íör með sér. Vitanlega er mjög fjarri því, að hægt sé aö gera slík- an samanburð við tekjur verkamanna almennt. Þeir eru ekki margir verkamenn- ii-nir, sem alls enga eftirvinnu höfðu fyrir stríð, en hafa nú 1V2 tíma í eftirvinnu allt ár- ið. Réttur samanburður er að bera saman tekjurnar fyrir dagvinnutímann fyrr og nú. En dagvinnutekjur t verka- manna hafa aöteins hækkað um 16%. Ef fullt tillit er tek- ið til þeirra hlunninda, sem felast í styttingxi vinnudags- ins, er rétt að bera saman kaup fyrir eina raunverulega dagvinnustund fyrir stríð og nú. Samkvæmt því hefur grunnkaup verkamanna hækkað um 39%, og ætti þá "afurðarverðið ekki' að hækka nema um ca. 30% að við- bættri verölagsuppbót, til þess að vinnutekjur bóndanshækk- uöu að sama skapi. Tillögur þær sem fram hafa komið um að ákveöa afuröa- verðið þannig að bæta 40% ofan á verðiö 1939 og síðan verðlagsuppbót samkvæmt vísitölu. myndi því þýðja til- tölulega miklu meiri hækkun á tekjum bænda almennt, en oröið hefur á kaupi verka- manna, ef gengið er út frá því að bændur sjálfir fái að njóta veröhækkunarinnar. En Sósíalistaflokurihn mun vissu íega ekki telja þær kjarabæt- ur eftir bændum. Og þaö munu verkamenn yfirleitt ekki gera. Og njóti þeir heilir þó þeir fái meira. Framsóknarforkólfarnir og bændadeild íhaldsins, hafa staöiö fyrir því, að skrúfa út- söluverð landbúnaöarafurða upp úr öllu valdi, af hreinu handahófi, en að því búnu vilja þeir lækka afurðaverð- ið og kaupgjaldið í jöfnum hlutföllum. Á þessu hafa þeir klif aö síðan um kosningar. Það er nú komið í ljós, að tilgang- urinn með kosningabeitum þessara herra var ekki sá aö hækka vinnutekjur bænda. Tilgangurinn var að lækka laun verkamanna. Af ráðnum hug er afuröaveröið látið hækka vísitöluna svo mjög, að stefnt er í óefni. Því næst eru allar bumbur barðar til þess að fá verkamenn og bændur til - að „fórna" með því að . lækka vinnutekjur sínar aö jöfnu. Það er því ekki umhyggjan fyrir vinnandi bændum sem ræður stefnunni, heldur um- hyggjan fyrir atvinnurekend- um til sjávar og sveita. Þaö er vissulega ekki auöveldai'a fyrir smábóndann, sem oft er verkamaður aö hálfu leyti, að þola rýrnun á á tekjum bús- ins, þó aö tekjur verkamanns ins lækki samtímis. Sveitafólkið hefur enga á- stæðu til að bera traust til manna, sem falsa tölur og reikninga. Þeir eru heldur engir fulltrúar sveitaalþýð- unnar, heldur eru þeir beztu bandamenn atvinnurekenda í bæjunum í baráttunni við verkafólkið. Þeir vilja sam- vinnu við yfirstéttina, sem þegar til lengdar lætur, hlýt- ur að verða til ófarnaðar fyr- ir sveitafólkið. engu síður en verkamennina. Sósíalistar vilja samvinnu •verkamanna og bænda til aö bæta kjör beggjai. Þeir viija gjarna stuöla að því aö vinn- andi bændum sé tryggð mun meiri tekjuhækkun en verka- menn hafa fengið. Verðupp- bætur er engin lausn til fram búðar. En sé gripiö til þeirra sem bráðarbirgöaráöstöfunsar. vegna þess aö stefnt hefur veriö í óefni, nær engri át,t að þær séu látnar renna til gróðamanna í sveitum. Þá verður aö haga þeim svo, að þeim veröi eingöngu varið til þess aö tryggjia vinnandi bændum viöunandi lágmarks- tekjur. Skraf Framsóknarmanna um aö tryggja smáframleiö- endum, sem búa við úrelta framleiðsluhætti og duttlunga- fullan m,arkaö, „föst laun", er vitaskuld ekki annaö en fá- sinna og blekkingar. Það dugir skammt til aö tryggja afkomu bænda aö ákveöa af- urðaveröið bara nógu hátt. Ef búreksturinn dregst aftur úr . og getur ekki keppt viö aöra framleiöslu, er þaö eins víst og dagur fylgir nóttu, aö hann hlýtur að hrynja saman fyrr eða siöar. Kjör bænda er ekki. hægt að bæta til langframa, nema meö miklu þjóöarátaki til þess aö gera' landbúnaðinn samkeppnisfæran. Samfeld ræktun á stórum landssvæö- um þar sem skilyrði eru bezt. aukin samvinna og aukið þéttbýli, vísindi og tækni nú- tímans í þjónustu landbúnað- arins, áætlun um stórum Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.