Þjóðviljinn - 30.04.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.04.1943, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 30. apríl 1943. FLAUEL brúnt, rautt, hvítt. Kápuefni, Camelull drapplit og rústrautt tekið upp eftir hádegi Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035 •*>*>^*>'>*>*>4**M*">*C**>*>*>*>*>*X**>*>*>*>*X*'i GULLMUNIR bandunnir----------vandaðir Steinhringar, plötuhringar o. m. fl. T rúlofunarhringar alltaf fyrirliggjandi. K^<**:"K**X"í“X">X”X**:**»*j*>*x**» AUCLÝSIÐ f Þ.IÓDVIUAMM Unglingar og íullorðnir óskast til að selja merki 1. maí. Fólk gefi sig fram næstu daga, á skrif- stofu Iðju (Alþýðuhúsinu), milli kl. 5 og 7. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna Tllboð óskast í húsbyggingu við Elliðaárstöð. Teikningar og lýsingar fást á teiknistofu Rafmagnsveitu Reykjavík- ur í Tjarnargötu 12. Hráslp mmm® i SteiibBF BuBmundsson Nennirnir, sem sölsuðu undir sig Iðnó og Alþýðubrauðgerðina og kusu Sigurð Einarsson í útvarpsráð fyllast auðvitað vandlstingu þegar heiðarlegir menn eru kosnir í trúnaðarstörfin Verður þeim hjálpað tíl að muna ? AlþýSublaöið ræöst í gær á Steinþór Guðmundsson fulltrúa Sósíalistaflokksi'ns í húsaleigunefnd og á flokkinn fyrir aö kjósa Steinþór til þessarra starfa. Blaöiö segir í fyrirsögn: „Kommúnistar kusu sem fulltrúa mann, sem dæmdur hefur veriö í stórsektir fyrir brot á húsaleígulögunum“. I meginmáli greinarinnar farast því þannig orð: ,,Sú ósvífni kommúnista aö kjósa Steinþór Guðmundsson í húsaleigunefnd mun enn vekja athygli á framkomu þeirra. Steinþór Guömunds- son er aðalstjórnandi húsa) brasksfélagsins h. f. Miðgarð- ur, en þaö félag hefur verið dæmt til sekta fyrir brot á húsaleigulögunum11. AlþýÖublaðið veit ofur vel að málatilbúnaður á hendur h. f. Miðgaröi, var gerður til þess, og þess eins, aö reyna aö komai í veg fyrir aö Sósía- listaflokkurinn í Reykjavík gæti haft skrifstofu. Þessi málatilbúnaðm’ er runninn undan rifjum hinna sekustu, meöal hinna seku Alþýöu- flokksmanna, sem stolið hafa IÖnó og Alþýðubrauágeröinni og fleiri eignum verklýðsfé- iaganna, sér og flokki sínum til fjárhagslegs hagnaðar. Framkoma húsaleigimefnd- ar og dómur unairréttar í þessu máli er hneyxli, frá upphafi til enda, því eins og áður hefur verið frá skýrt hefur íbúðarhúsnæði ekki ver- iö rýrt um eitt einasta her- bergi, vegna leigu h. f. Mið- garös á skrifstofuplássi Sósía- listaflokknum til handa, því aö maöur sá, sem ætlaði aö flytja inn í skrifstofuhúsnæöi, sem flokkurinn fékk á Skóla- vörðustíg 19-, féllst á, aö taka herbergi þau sem flokkurinn haföi áður haft á leigu, í húsi Guömundar Gamalíels- sonar í Lækjargötu 6, en því húsnæöi var breytt í íbúð, en þaö hafði um langt skeið verið haft til annaiTa nota. Öll afskipti húsaeigxmefnd- ar af þessu máli sanna, að þess er brýn þörf að þangað veljist heiöarlegir og réttsýnir menn eins og Steinþór GuÖ- mundsson og áhrif húsabrask- aranna, sem sölsuðu undir sig Iðnó og Alþýðubrauögerð- ina, þverri aö sama skapi. Annars er rétt aö minna þá Alþýöublaðsmenn á þaö. að úr því þeir kjósa aö hefja oi’öaræöu á þessum grund- velli, sem hér hefur verið á bent, aö: vel getur svo farið að reynt veröi aö hjálpa upp á minni þeirra, ef vei’Öa mætti til þess aö þeim auöh- aðist aö grafa upp hvar bæk- ur fulltrúaráðs verkalýösfé- laganna eru geymdar frá þeim tíma er Iðnó og Alþýðu- brauðgeröin féllu í hendur Alþýðuflokksleiðtoganna. Varöandi háttvísi flokka um val trúnaðannanna, þyk- ir i’étt að benda á, að Alþýðtu- flokkurinn hefur unnið það þjóðþrifaverk aö sýna í verki hvernig ekki á aö velja slíka menn. Þaö geröi flokkurinn. er hann kaus Sigurð Einars- son í útvai’psráð, litlu eftir að Framh. á 4. síðu. Hðtíðahðld verkalýðsfélaganna og B.S.R.B. 1. maí KI. 1.15 safnast saman við Iðnó. KI. 1.45 hefst kröfuganga. Gengið verður: Vonar- stræti, Suðurgötu, Túngötu, Garðastræti, Oldugötu, Ægisgötu, Vesturgötu, Hafnar- stræti, Hverfisgötu, Frakkastíg, Skólavörðu- stíg og Bankastræti. Staðnæmst í Lækjar- götu og Bankastræti. Kl. 2.40 hefst útifund- ur við Bankastræti. Fundarstjóri: Eggert Þorbjarnarson, formaður Full- trúaráðs verklýðsfélaganna. Ræðumenn: Guðgeir Jónsson, forseti Alþýðusam- bands íslands. Sigurður Guðnason, formaður Dagsbrúnar. Sigurjón Á. Ólafsson, formaður Sjómannafé- lags Reykjavíkur. Lárus Sigurbjörnsson, varaformaður Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja. Jóhanna Egilsdóttir, formaður Verkakvenna- félagsins Framsókn. Snorri Jónsson, formaður Félags jámiðnað- armanna. Guðjón B. Baldvinsson, ritari Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Guðjón Benediktsson, ritari Múrarafélags Reykjavíkur. Birgir Hansen, bátsmaður (norskur sjómað- ur). Bjöm Bjamason, formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks. Á meðan á göngunni stendur leika Lúðrasveit Reykja- víkur og Lúðrasveitin „Svanur“. Á útifundinum leikur Lúðrasveit Reykjavíkur. Seld verða á götunum merki dagsins og „Vinnan“, tímarit Alþýðusambands íslands. Merki dagsins og „Vinnan“ verða afgreidd á skrifstof- um Iðju og Verkakvennafélagsins í Alþýðu- húsinu frá kl. 9 f. h. Um kvöldið verða skemmtanir í Iðnó og Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu með eftirfarandi skemmtiskrá: I Idnó feL 9,30 e.h. SKEMMTIATRIÐI: 1. Skemmtunin sett. 2. Ræða: Bjarni Bentsson, húsgagnasmiður. 3. Upplestur: Halldór Kiljan Laxness, rithöf. 4. Ræða: Ámi Ágústsson. 5. Gamanvísur: Alfred Andrésson, leikari. 6. Kórsöngur: Karlakór Iðnskólans (stjómandi Jón ísleifsson). 7. Dans. Aðgöngumiðasala í Iðnó hefst kl. 4 e. h. Ekki svarað í síma. I Alþýduhúslnu víd Hverfísgöfu bL 9 e» h. Kaffídryhkja SKEMMTIATRIÐI: 1. Skemmtunin sett. / 2. Ræða: Ágúst H. Pétursson, bakari. 3. Upplestur: Ragnar Jóhannesson, magister. 4. Kórsöngur: Karlakór Iðnskólans (stjómandi Jón ísleifsson). 5. *-Ræða: Guðjón B. Baldvinsson. 6. Upplestur: Halldór Kiljan Laxness. 7. Gamanvísur: Alfred Andrésson leikarí. 8. Dans. Aðgöngumiðasalan í Alþýðuhúsinu hefst kl. 5 e. h. Ekki svarað í síma. Bæði húsin opnuð hálftíma áður. Meðlimir verklýðs- og stéttarfélaga látnir sitja fyrir aðgöngumiðum. Fólk er alvarlega áminnt um að mæta stundvíslega. 1. maí-nefndin skorar á meðlimi verklýðsfélaganna að taka merki og blöð til sölu, ennfremur er ósk- að eftir sölubömum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.