Þjóðviljinn - 30.04.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.04.1943, Blaðsíða 3
Föstudagur .30. apríl 1943. ÞJÓÐVILJINN 3 gtiðovaimii j Útgefanái: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðastraéti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Ætlar ríkisstjórnin að stöðva vegavinnuna til þess að ráðast á 8 stunda vinnudaginn \ Verklýðsfélögin um allt land hafa ákveðna kauptaxta eða kaupsamninga. í þeim er 8 stunda vinnudagurinn reglan. Árum saman hefur Alþýðu- sambandið haft samkomulag við ríkisstjórnirnar um kaupgjald í vegavinnu, samkomulag um það að það væri í samræmi við kaup taxta verklýðsfélaganna á hverj um stað og auðvitað miðað við þann vinnutíma, er þar var á- kveðinn. Alþingi hefur falið ríkisstjórn inni að láta framkvæma allmik- il verk í vegavinnu og annarri opinberri vinnu. Alþingi hefur alls ekki ætlazt til þess að ríkis- stjórnin færi að reyna neina kaupkúgun í sambandi við þessi verk. Alþingi hefur þvert á móti fordæmt hverja þá hugmynd, sem fram hefur komið hjá ríkis- stjórninni um kaupkúgun. Og • Alþingi hefur skipað sérstaka milliþinganefnd til þess að und- irbúa m. a. frumvarp um 8 stunda vinnudag. — Vilji Al- þingis í þessum málum er því svo skýr og ótvírqeður að ekki er þar um neitt að villast. * Nú kemur hinsvegar fram tregða frá hálfu vegamálastjóra, sem vafalaust verður að teljast fulltrúi ríkisstjórnarinnar í þessu máli, á því að viðurkenna kauptaxta verklýðsfélaganna og 8 tíma vinnudaginn. Og óhróðursmálgagnið Vísir, sem alltaf er málpípa einræðis- og afturhaldstilhneiginganna í rikisstjórninni er í fyrradag að breiða út lygar um kröfur Al- þýðusambandsins í þessum mál- um. * Ef ríkisstjórin ætlar sér að reyna að nota vegavinnuna til kaupkúgunar og til ‘þess að byrja árás afturhaldsins á 8 stunda vinnudaginn, þá er hún að reka erindi ósvífnustu og höt uðustu afturhaldsseggjanna, sem til eru í þessu þjóðfélagi Verkalýðurinn veit hvað í húfi er, ef slík árás tekst. Verka- lýðurinn mun standa sem ein heild um sinn 8 tíma vinnudag og leyfa engu einræðis- né aft- , urhaldsvaldi að brjóta skarð í þann múr. Hann veit hvað á eft- ir myndi fara, ef slík árás tæk- ’ ist. ísland er eitt þeirra alfáu landa, þar sem verkalýðssam- tökin að þessu sinni efla til kröfugöngu og útifunda 1. maí. I löndum fasismans eru 1. maí-kröfugöngumar bannaðar og all- ir þeir, sem grunaðir eru mn að aðhyllast hugsunarhátt verk- lýðshreyfingarinnar, ofsóttir, og oft pintaðir og drepnir. í þeim löndum lýðræðisins, sem nú heyja frelsisstríðið upp á líf og dauða, er nú unnið 1. maí, unnið að framleiðslu vopnanna, sem leggja skulu fasismann að velli. Það .er ekki sökum skorts á vilja til raunhæfari baráttu gegn fasismanum hjá forustuliði verklýðssamtakanna á íslandi að gengist er fyrir kröfugöngum þennan dag. Það er sökum hins að enn er nauðsyn á meiri andlegri hervæðingu þjóðarinn- ar gegn fasismanum en hingað til hefur farið fram, að verk- lýðssamtökin einbeita sér á áróður og tjáningu vilja síns með hátíðahöldunum þennan dag. Verkalýður Reykjavíkur, laxm þegar og alþýða öll, munu sýna það á morgun að samúð þeirra er öll með málstað þjóðfrelsis og lýðræðis í þessu stríði, — að íslenzka þjóðin óskar öllum Bandamönnum sigurs yfir harð- stjóm og þjóðakúgun, — sýna það að þorri íslendinga skilur að hugsjónir þær, sem barizt er um, em hugsjónirnar, sem fram tíð og frelsi íslenzku þjóðarinn- ar líka byggist á. En verklýðssamtök í'slands vita það og mun verða það ljós- ara með hverjum deginum, að þessar hugsjónir fullkomins lýð- frelsis og sjálfstæðis fá ekki að rætast í voru landi, nema al- þýðusamtökin skapi um þær eina, hamramma fylkingu til vamar og sóknar. Þjóðleg eining íslenzku al- þýðusamtakanna og alþýðustétt anna til þess að taka forustuna fyrir þjóðinni og leiða hana Ríkisstjórninni er bezt að gera sér ljóst, að hún væri að þver- brjóta vilja þings og þjóðar, ef hún nú ætlar að spilla friði með þjóðinni með því að hefja árás á einhver dýrmætustu réttind- in, sem verkalýðurinn hefur á- unnið sér: 8 tíma vinnudaginn. Hún gengur þess vafalaust ekki dulin að verkalýðurinn tek ur vægðarlaust á móti slíkum árásum. Og haldi hún að það sé hægt að sleppa í þeirri deilu með því einu að stöðva vegavinn una og svíkjast þannig um að framkvæma vilja þingsins, þá er rétt að muna það að það er rík- isrekstur á fleiru á íslandi en vegavinnu — og þessvegna vit- að að verkalýðurinn mun hefja sókn á þeim sviðum, sem ríkis- stjórninni kæmi verst, ef hún ætlar að fara að fjandskapast við hann og gerast handbendi afturhaldsins til þess að reyna að ræna verkalýðinn 8 tíma vinnudeginum. * Launþegar! . Fylkið ykkur á morgun, 1. maí, um 8 tíma vinnu daginn! Sýnið með þátttökunni í kröfugöngu verklýðssamtak- anna hver alvara alþýðunni er að varðveita þann rétt, sem hún hefur unnið sér! fram til fulls sigurs yfir aftur- haldi og ófrelsi, fram til þjóð- félags öryggis og frelsis, fram til sósíalisma, — það er verkefn ið, sem nú liggur fyrir íslenzku alþýðusamtökunum að leysa af hendi á sem allra skemmstum tíma. Alþýðusambandið hefur kveð ið upp úr með nauðsyn banda- lags vinnandi stéttanna og stig- ið fyrsta skrefið til þess að leggja grundvöll að því. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja hefur og haft frum- kvæði um samþykkt í svipaða átt. — Fleiri alþýðusamtök hafa þegar lagt þessu máli lið. Sósíalistaflokkurinn hefur — einn allra íslenzkra stjórnmála- flokka — lýst yfir fullkomnum stuðningi sínum við þessa hug- mynd, þessa íslenzku alþýðu- fylkingu. Baráttan hér á landi fyrir frelsi og öryggi, gegn afturhaldi og áþján, getur því aðeins orðið sigursæl að fasisminn verði sigr aður á alþjóðamælikvarða. Þjóð leg eining íslenzku alþýðustétt- anna er í rauninni einn liðurinn í alþjóðlegri einingu allra frels- isafla heims gegn fasismanum, verstu harðstjórn, sem mann- kynið hefur þekkt. Gerum 1. maí að sigurdegi í frelsisbaráttimni gegn fasisma og afturhaldi! Öll út á götuna 1. maí! Jónas féll víð formanns kjör Síðasta vetrardag var fundur í þingflokki Framsóknar, fór fram kjör á formanni þingflokks ins. Var Eysteinn Jónsson kjörinn formaður þingflokksins í stað Jónasar Jónssonar, sem fékk 1 atkvæði. — Var Jónas farinn af fundi þegar atkvæðagreiðsl- an fór fram. Minnisblöð alþýðu úr Alþingisannál 1943. 1. DfIoí laiiMga sanMM Á síðasta þingi varð orlofsfrumvarpið loks að lögum. Kring- umstæður þær, sem urðu þess valdandi að það frumvarp var samþykkt, eru mjög eftirtektarverðar og gefa verkamönnum góða leiðbeiningu um hvernig öruggast sé að knýja fram lög- gjöf um hagsmunamál þeirra og lýðréttindi. Frumvarp um orlof hafði verið flutt á tveim þingum á und- an því síðasta og náði ekki samþykki. Þá tóku verkalýðssamtökin til sinna ráða. í samningi þeim, sem Dagsbrún gerði við atvinnurekendur í ágúst 1942, er sett inn svohljóðandi ákvæði í 6. gr.: „Verkamenn eiga rétt á að fá sumarleyfi í samræmi við ákvæði um frumvarp til laga um orlof, er nú liggur fyrir Al- þingi, hvort sem það frumvarp verður að lögum eða eigi.“ Verkalýðurinn sagði: Hvort sem Alþingi samþykkir frum- varpið eða ekki, þá skal það vera í gildi, — og atvinnurekend- ur hlýddu. — Eftir að svo var komið sá Alþingi sér ekki lengur fært að standa á móti framgangi frumvarpsins og samþykkti það. Lögin ganga ekki í gildi fyrr en 24. maí, — en af því samn- ingur Dagsbrúnar ákvað að ákvæði þeirra gengu í gildi 1 fyrra, þá fá verkamenn nú yfirleitt um 500 kr. á mann í meðalorlofs- fé fyrir síðasta orlofsár. Framkvæmd orlofsins er gott dæmi um hvernig barátta verkalýðsins utan þings og innan þarf að fylgjast að. Frá aðalfundí KRON Olnisala HWns rfmr n aifnlr iminnlinnnr un hi ifsnnd Aðalfundur Kaupfélags haldinn 22. þ. m. Mættir voru hinum ýmsu félagsdeildum, skoðenda. ■ ■ Jens Figved framkvæmdar- stjóri ’ gaf skýrslu um starf- semi félagsins á s. 1. ári og skýrði ýtarlega reikninga þess. Urðu nokkrar umræöur rmi þá. Alls nam vörusala félagsins á árinu kr. 11.449.297.53. Tekjuafgangur var kr. 597.382.81. Samþykkt var til- laga framkvæmdastjórnar um skiptingu ársarösins, sem var á þá leið, að 1% af við- skiptaveltu yröi lagt í vara- sjóð, úthlutað til félagsmanna og í stofnsjóð þeirra 9% af arðskyldum viðskiptum þeirra en eftirstöðvar lagðar í arð- jöfnunarsjóð. í félagið bættust á árinu 259 nýir meölimlr, og voru þeir allt um áramótin 4071. Úr félagsstjórn gengu: Sig- fús Sigurhjartarson, Þorlák- ur Ottesen og Hjörtur B. Helgason, en voru allir endur- kosnir. Endurskoðendurnir.. þeir Magnús Björnsson og Ari Finnsson, voru sömuleiðis endurkosnir. Fulltrúar á aðalfund S. í. S. voru kosnir: Ámi Benediktsson. Eysteinn Jónsson. Guðni Magnússon. Reykjavíkur og nágremiis var á fundinum 187 fulltrúar frá auk félagsstjórnar og endur- Jens Figved. Magnús Kjartansson. Sigfús Sigurhjartarson. Theódór B. Líndal. Þorlákur Ottesen. Steinþór Guðmundsson. Svohljóðandi tillaga kom frá Guðbrandi Magnússyni og var samþykktv í einu hljóði: „Aöalfundur KRON felur fulltrúum þeim, er hann send- ir á aðalfund S. I. S. að beita. sér fyrir því, að fjármagn eða hliösjón af viðskiptum verði eigi látin hafa óeðlilega mik- il áhrif á fulltrúatölu hinna einstöku félaga sem kosin er á aðalfund Sambandsins“. Ennfremur var eftirfarandi tillaga frá Zophóníasi Jóns- syni samþykkt með sam- hljóða atkvæðum: „Aöalfundur Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis beinir þeirri eindregnu áskor- un til félagsstjórnarinnar að gera nú þegar ráðstafanir til þess, að hiö innra félagsstarf verði aukið að miklum mun frá því, sem nú er, með blaðaútgáfu eða annani til- högun, sem félagsstjóm þætti tiltækileg“. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.