Þjóðviljinn - 04.05.1943, Page 3

Þjóðviljinn - 04.05.1943, Page 3
Miövikudagur 4. maí 1943. ÞJÓÐVILJINN Hjöaviijmn Útgefandi: . Sameiningarflokkur aiþýðu — Sósíalistaflokkurinn Ritstjórar: Ekiar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartarson Ritstjórn: Garðastræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Aígreiðsla og auglysingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Víkingsprent h.f. Garðastræti 17. Baráttan um forustu- hlutverk verkalýðsins Þaö er rétt og nauösynlegt aö menn geri sér ljóst um hvaö er barizt meöal annars í samningum þeim, sem átt hafa sér staö milli Framsókn- ar, Alþýðuflokksins og Sósía- listaflokksins. Átökin, sem þar fara fram eru ekki aöeins átökin um málefnin sjálf, sem um er deilt, þó þau séu eðlilega aö- alatriðiö. Átökin eru líka um * það hvor stéttin, sem þarna togast á, skuli ráða höfuð- stefnunni, hafa þá raunveru- legu forustu í stjómarstefn- unni (þar meö er ekki endi- lega átt viö hvaöa .flokki for- sætisráöherrann tilheyri!!). Annarsvegar stendur embætt ismannastétt Framsóknar, fá- menn en voldug stétt, sem í hálfan annan áratug hefur ráðið mestu í ríkiskerfi lands- ins, setið í valdamestu em- bættum þess, — og er því orð- in ráðrík og frek — (eins og t. d. aðfarir Jóns Eyþórssonar bezt sýna!) og miðar auðsjá- anlega í öllum samningum sínrnn allt við það, að geta haldið slíku jafnvægi milli auðmanna og verkalýðs, að hún geti alltaf samið við þá á víxl. Samningar hennar eru því alltaf fyrst og fremst verzl un, en alls ekki málefnaleg samfylking, vegna þeirra mál- efna, sem um er að ræða. Sumir myndu máske halda aö Framsóknarflokkurinn væri fulltrúi sveitaalþýðu latndsins, en ekki ákveöinnar embættismannastéttar. Svo er ekki. Hagsmunir sveitaalþýö- unnar fara eölilega saman viö hiagsmuni bæj aalþýöunnar. meira aö segja hvaö kauþ- gjald snertir, því eftir búnaö- arskýrslum og búreikningum eru bændur landsins sem heild tekið, aö meira en hvað snert- ir helming tekna þeirra, bein- línis launþegar, eða fá afurö- ir er því nemur greiddar sem væru þeir launþegar, — og það liggur í augum uppi' aö hagsmunir einyrkjanna og launþega bæjanna fara bein- línis saman. Fyrir sveitaal- þýöu væri því samstarf við verkalýö bæjanna málefna- lega sjálfsagt, — en síöur en svo nokkint verzlunaratriði. Fyrir sve i taalþýöuna væri þaö heimska aö setja þaö sem skilyröi fyrir samstarfi við verkalýðinn, aö kaupgjald væri lækkaö eöa áö fram- Alþýduflokkurínn I gapasfokknum L iýOuiiohhDPinD uill m afi huí að ifio&jófia haup laihhun til al íá ríMem inn Hann ræðst á Sósíalistaflokkinn fyrir að hann skuli ekki vilja drýgja samskonar svik fyrir ráðherrastöðuna Þjóðviljinn hefur undanfarna mánuði verið kyrrlátur um „vinstri ríkisstjómina“. Því meira hefur Alþýðubl., blað (Vlþýðu- flokksins, talað. Það hefur látlaust borið Sósíalistaflokknum það á brýn, að hann hafi spillt því að þjóðin fengi róttæka, dugandi stjóm hinna vinnandi stétta. Af þessum ásökunum verður ekki önnur ályktun dregin en sú að Sósíalistaflokkurinn hafi átt að dómi Alþýðuflokksins að ganga að síðustu miðlxmartillögum Framsóknar og með því að gleypa ekki við þeim hafi hann bein- línis svikið verkalýðinn um þessa fyrirmyndar vinstri stjórn. Og auðvitað hlýtur Alþýðuflokkurinn sjálfur að hafa verið reiðu búinn til þess að ganga að þessum skilmálum Framsóknar, fyrst hann telur það svik af hálfu Sósíalistaflokksins að ganga ekki að þeim, — enda liggur fyrir yfirlýsing í Tímanum um að Alþýðu- flokkurinn er reiðubúinn til stjórnarsamvinnu þeirrar, er Fram- sókn telur viðunandi, — og Alþýðuflokkurinn hefur ekki mót- mælt þeim staðhæfingum. Að vísu hafa þingmenn Sósíalistaflokksms dregið þær álykt- anir af ýmsu, sem þingmenn Alþýðuflokksins hafa sagt, að all verulegt myndi bera á milli Framsóknar og Alþýðuflokksins og Alþýðuflokkurinn væri ekki frekar en Sósíalistaflokkurinn reiðubúinn til þess að svínbeygja sig enn einu sinni undir Hriflu- einræðið, — en þar sem Alþýðublaðið — og m. a. s. einstakir þingmenn svo sem Finnur Jónsson — halda áfram eftir sem áður að boða að það sé aðeins Sósíalistaflokknum að kenna að ekki sé komin hér á hin langþráða, róttæka umbótastjóm hinna vinnandi stétta, m. ö. o. að skilmálar Framsóknar séu fullgóðir handa verkalýðnum, — þá hlýtur Þjóðviljinn að líta svo á að Alþýðublaðið tali í þessu máli sem fulltrúi Alþýðuflokksins, en einstakir þingmenn hans, sem öðruvísi tala, fari með mark- leysu eina frá sjónarmiði Alþýðuflokksins. Héðan af mun því Alþýðuflokkurinn gerður ábyrgur fyrir þeim skoðunum, sem Alþýðublaðið heldur fram um þessi mál, nema fram komi skýrar yfirlýsingar um það að blað það tali í þessu efni, eins og svo mörgiun öðrum, þvætting tóman, sem ekki sé ætlazt til að tekinn sé alvarlega. Frammi fyrir alþjóð skal því Alþýðuflokkurinn ,nú settur í þann gapastokk, sem Alþýðublaðið hefur búið til handa honum. Skal nú tekið fyrir eitt höfuð- atriðið, sem Alþýðuflokkurinn samkvæmt kenningum Alþýði#- blaðsins telur sjálfsagt að ganga að í skilmálum Framsóknar. f síðustu „miðlunartillögu“ Framsóknar, úrslitaskilmálum hennar eftir 4 mánaða þref, er kaflinn um verðlækkun afurða orðaður svo (f-liður): „Eftir að samræming sú, sem um getur í 5. lið og síðar sam- kvæmt 3. lið, hefur verið gerð, sé, verðlag á landbúnaðarafurð- urn og kaupgjaldi (verðlagsupp- bót) fært niður hlutfallslega þannig að þær ráðstafanir Iækki dýrtíðina að ákveðnu marki“. * •• Samkvæmt þessum lið er bein kauplækkun gerð að skilyrði fyrir samstarfi um vinstristjóm. Framsóknarflokkurinn hefur frá upphafi stríðsins staðið á móti kjarabótiun verkamanna, sérstaklega grunnkaupshækkun um. í tvígang hefur Framsókn beitt sér fyrir því að koma á lögþvingun til þess að knýja fram raunverulega kauplækk- un. Hún hefur krafizt þess að ríkisstjóm semdi við stjóm setu- liðsins um að koma hér á at- vinnuleysi, til þess að hægt væri að viðhalda þrælalögum ogkaup kúgun. Það undrar því engan þá ós- vinnu að Framsókn, þessi gamla færslulöggjöfin væri ekki end- urbætt. En fyrir embættis- mannastétt, sem er aö braska í völdum, er eölilegt aö selja hverja endurbót dýru veröi — en sveitaalþýöa myndi, ef hún fengi þar um aö ráöa, tafarlaust vinna meö bæja- verkalýönum að öllum hinum róttæku umbótum án kaup- skapar. Annarsvegar í þessum samn ingum stendur sem sé embætt ismannastétt sem orðin er gömul að refjum, valdagræðgi og skammsýni, og heldur sig geta ráðið áfram, hvað sem á gengur, — byggir að vísu pólitískt fylgi sitt á bændum, en bregst hagsmunum sveita- alþýðunnar, hvenær sem henni býður svo við að horfa. Hinsvegar stendur verkalýð- urinn, í þeirri mynd sem hann nú kemur fram, yngsta stétt landsins, en í rauninni full- trúi eigi aðeins yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar, held- ur og elztu stéttar landsins: vinnandi stéttanna, sem frá alda öðli hafa borið þjóðfé- lagsbygginguna á herðum sér. en nú fyrst hafa öðlazt mögu- leikana til þess að ráða þjóð- félaginu sjálfar, njóta sjálfar arðsins af vinnu sinni, njóta memiingarinnar og annarra lífsgæða, sem mannfélag nú- tímans getur látið öllum böm- um sínum í té. Þessi stétt, stétt sjómanna, hafnarverkamanna, bygginga- manna, — allra launþega og j eignalausra starfsmanna, — þessi stétt hefur nú öðlazt meðvitund um rétt sinn til •gæða lífsins og vald sitt til að fá þann rétt, ef hún stend- ur sameinuð. Þessi stétt er að fá trúna á sjálfa sig, á hæfi leika sína og skyldu til þess að taka á sínar hendur að leiða hina vinnandi íslenzku þjóð fram til þjóðfélagsfrels- is, jafnaðar og bræðralags. Verkalýðurinn selur ekki þenn an frumburðarrétt sinn fyrir baunadisk. Hann tekm* ekki ábyrgð á hinu gamla þjóðfé- lagshrófi auðmanna og em- bættislýðs, nema hann fái að ráða því að gerðar séu á því róttækar umbætur, bæði hvað snertir aðbúnað, réttindi. menningu og vald hinna vinn- andi stétta. Sósíalistaflokkurinn hefur í samningaumleitunum um vinstri stjórn verið fulltrúi verkalýðsins og hinna vinn- andi stétta og staðið fast á þeirra kröfum um gagngerð- ar umbætur. Alþýðuflokkurinn, ef trúa má Alþýðublaðinu, álasar Sósíalistaflokknum fyrir þessa afstööu hans og álítur sjálf- sagt aö ganga aö skilmálum Framsóknar og slá af öllum ki'öfum, til þess aö fá menn í ráðherrastéí. ÞaÖ lítur út fyi'ir aö sjónarmiö valdagír- ugra embættismanna megi sín meira þar í flokki, en fram tíö og frelsi verkalýösins, enda er þáö auðfundið á öllum yfirlýsingum Alþýöublaðsins áö það telur AlþýÖuflokkinn svo skyldan Framsókn sem skeggiö hökunni, en Sósíahsta flokkinn hinsvegar höfuðfjand mann, sem Alþýöuflokkurinn þmfi aö berjast viö. Þannig standa málin hvað baráttuna um höfuöstefmma snertir. Það er tími til kom- inn að samtök fólksins sjálf láti þessí mál til sin taka. þerna afturhalds og auðvalds á Islandi, skuli enn einu sinni, setja kauplækkun sem skilyrði fyrir samningum um ríkisstjórn. En hitt undrar menn að Al- þýðuflokkurinn skuli vera reiðu búinn til þess að ganga að þess- um skihnálum. Að vísu hafa menn ekki gleymt því að hann samþykkti þrælalögin með Framsókn 1939, en menn héldu að hann hefði ef til vill lært eitthvað af dómi fólksins yfir honum árið 1943 fyrir það at- hæfi. En nú vill hann sem sé ganga að kauplækkun, til þess að fá menn í ráðherrastól með Framsókn! — Stafaði þá mót- staðan gegn gerðardómnum í fyrra aðeins af ótta við háttvirta kjósendur, fyrst það á að fóma hagsmunum verkamanna nú fyr ir ráðherrastóla, fyrst kosningar em nýafstaðnar. Sósíalistaflokkurinn neitaði skilyrðum sem þessum. Alþýðu- blaðið segir fyrir munn Alþýðu- flokksins að Sósíalistaflokkur- inn svíki verkalýðinn með því ^ að fara ekki í „vinstri“ stjórn uppá þá skilmála, er fást, þar- með slíka sem þessa! Verkalýðurinn skal fá að dæma um þetta. Alþýðuflokkurinn er hér með settur í gapastokkinn fyrir þessi afglöp sín nr. 1. — Og hann verð ur ekki Ieystur úr honum, nema með skýlausri yfirlýsingu um að Alþýðuflokkurinn sé algerlega ósammála Framsókn um skil- yrði sem þetta og geti því alls ekki áfellzt Sósíalistaflokkinn fyrir að beygja sig ekki fyrir frekju Framsóknar. Alþýðuflokkurinn getur nú frammi fyrir þjóðinni valið milli þess að vera taglhnýtingur Framsóknar eða standa með verkalýðnum ásamt Sósíalista- flokknum. Vér efumst ekki um hvemig fólkið, sem fylgt hefur Alþýðuflokknum kýs. En for- ingjalið hans hefur nú síðasta möguleika sinn: að gera Alþýðu blaðið ómerkt allra orða sinna um Sósíalistaflokkinn og „vinstri“ stjórnina. Þjóðviljinn mun ekki láta við þetta sitja. Fleiri dæmi um kröfur Framsóknar, sem alþýð- unni er ætlað að kyngja, skulu á eftir fara. Alþýðublaðið mun fá að éta fleira ofan í sig en það að Alþýðuflokkurinn vilji kaup- lækkun fyrir verkalýðinn en ráðherrastól handa leiðtogun- um, ef það kýs undanhaldsleið- ina, frekar en standa í gapa- stokknum, það sem eftir er pólitískrar ævi þess. l

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.