Þjóðviljinn - 09.05.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.05.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Ú?b5gínnl Helgidagslæknir: Ólafur Jóhanns- son, Gunnarsbraut 39, sími 5979. Næturiæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunni. Flokkurinn 11. deild. Fundur verður lialdinn á Rauðarárst. 32 þriðjud. 11. þ. m. kl. 8, 30. Fjölbreytt dagskrá. Félagar fjölmennið. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Fag- urt er á fjöllum kl. 3 í dag og Orðið kl. 8 í kvöld. — Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 1 í dag. Nýi Stúdentagarðurinn. Útvegsbanki íslands gefur her- bergi. Bankastjórn og fulltrúaráð Útvegsbanka íslands h. f. hefur ákveðið að gefa andvirði eins her- bergis, kr. 10.000. — til Nýja Stúdentagarðsins. Útyarpið í dag: 10.00 ■ Morguntónleikar (plötur): Symfónia nr. 3 og sorgarforleikur- inn eftir Brahms. 15.30—16.30 Miðdegistónleikar (plöt- ur): Þættir ur óperunni „Keirari og smiður“ eftir Lortzing. 19.25 Hljómplötur: Tónverk eftir Bizet. 20.20 Kvöld Breiðfirðingafélagsins: Ávöip erindi. — Upplestur. — Söngur. — Hljómplötur. Útvarpið á morgun: 20.30 Erindi: Hraðinn óg maðurinn, II (dr. Broddi Jóhannson). 21.20 Um daginn og veginn 21.20 Útvarpshljómsveitin: Norrænir þjóðdansar. Einsöngur (Ævar R. Kvaran); a) Kveðja (Denza). b) Vöggulag (Járnefelt). c) Gígjan (Sigfús Einarsson). d) Jeg heyrði þig syngja (Coats). WBD* NÝJA Bló ^WW ■ TJARNABBtó 41 Sigur í eyOimðrkinni Dagur á austurvíg- | (Desert Victory) stððvunum Stórfeld ensk hernaðar- mynd tekin á vígstöðvun- um í Afríku. Tunglsljis á Hawaii Monlight in Hawaii) (One Day of War) Kvikmynd tekin af 160 myndatökumönnum hinn 13. júní 1942 á vígstöðvum Rússa og víðsvegar um Rússaveldi. Söngmynd með Kl. S — 7 — 9. Mischa Auer og Jane Frazer. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. Sýningar kl. 4, 6,30 og 9. Böm fá ekki aðgang. Ki. 3 verður sýnt: Handan við hafið blátt # (Beyond the Blue Horizon) AUGLÝSIÐ Amerísk mynd í eðlilegum litum. í ÞJÓÐVILJANUM DOROTHY LAMOUR RICHARD DENNING Leikfélag Reykjavíkur „FAGURT ER Á FJÖLLUM“ Sýning í dagr kl. S Síðasta nónsýningr. ORÐIÐ Sýning í kvöld kl. 8. / Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 1 í dag. tlfanríkíspólífík Isfands Framh. af 3. síöu. ið að minnast á Indland, ný- lendu Breta, eða Puerto Hico. nýlendu Bandaríkjanna, í grein St. Jóhanns. Það er auð'seÓ gegn' hverjum hann vill að ísland beiti atkvæöí sínu. Þjóðir þær sem eru -í Sovét- baridalaginu eru í því af ' frjálsum vllja. Þæf hafa rétt til þess að fara úr því, þegar þær vilja. Hvort sem það eru Usbekistar eöa Eistui’, Kasak- stanbúar eöa Lettar, Ukrainu- menn eða Litháar, — allir hafa þeir rétt til þess að fara úr þessu bandalagi. En um það hafa þessar þjóðir sjálfar ákvörðunarrétt. Ósvífinn á- róöur fasista og afturhalds- seggja mun þar engin áhrif, hafa og ekkert tdllit verða til hans tekið, heldm’ ekki þó að Stefán Jóhann takr undir með sínum volduga baissa í skrækróma kór Göbbels. Á- róður íslenzkra sovéthatara mun sízt megna að skapa kvislinga með þeim þjóðum sem allar mútu- og kúgunar- tihaunir Hitlers hafa mistek- izt hjá. Hvað táknar þá þessi yfif- lýsijig Stefáns Jóhanns, því fyrrv. utanríkisráðherra skrif- ai’ ekki tilgangslaust slíkar greinar undir nafni? Hún táknar það, að forusta Alþýffuflokksins er aff bjóffa sig afturhaldi Ameríku og annarra landa, bjóða lið- veizlu sína — og íslands, ef slíkir kumpánar ráffi landinu. — til baráttu gegn sósíalism- anum í Evrópu. Tilgangurinn er auðsær og í fullu samræmi við stefnu Alþýöubláðsi'ns: fyrst nazism- inn geti ekki unnið það „menningarafrek“ að upp- ræta sósíalismami í Sovétríkj- unum, þá veröi Bandaríkih að vinna þaö — og bezt sé áð byrja með því áö brjóta sjálfsákvörðunarrétt Eystra- . saltslandanna á bak aftur, •— eins og gert var 1918, en þá höfðu þau líka komiö á sovét- skipulagi, en þýzka hervaldiö yfirbugaði það þá. Stefán Jóhann er með þessari grein að bjóða Al- þýöuflokkinn fram sem erind- reka fyrir hvaða afturhald í heiminum, sem yröf arftaki nazismans, — og það er auö- séð að það á áð hugsa til þess aö erfa eins mikiö ai bandamönnum Hitlers og hægt er. Sú norræna eining sem St. J. hugsar sér, er eftir umhyggju þeirri fyrir Finn- landi, sem þar birtist, fyrst og fremst í táknj Manner- heims, finnska verkalýösböð- ulsins, en ekki í tákni Nor- dals Grieg eða þeirra norsku frelsishetja, sem berjast nú upp á líf og dauöa við fas- ista af tagi Mannerheims. Alþýðan verður að gera upp við sig hvort utanríkis- pólitík íslands á að stanða í tákni sovéthaturs eða frelsisástar íslenzka þjóðin, og alveg sérstaklega alþýða manna verður að gei’a sér ljóst hvert. stefnt. er, ef stefna eins og Sú, sem Stefán Jóhann þama boðar, og Jónas frá Hriflu hefur boðað áður, yrði ofam á hér. ísland yrði þá peð í skák auðvaldsins í heiminuni, — og þá líklega fyrst og fremst þess ameríska, — gegn frelsishreyfingu alþýðu- stétta Evrópu og nýlendu- þjóðanna. Sovéthátrið er einskonar „firmarperki" svæsnasta ,aft- urhalds jafðarinnar. Hitler og Chamberlain voru langt komnir í því áð sameiha allt auðvald heims undir því merki, en Sovétstjóminni tókst að eyöileggja þær fyrir- ætlanir með griðasamningn- um alkunna. Nú er sovéthatr- iff síffasta flotholtiff, sem Hitler treystir á, og þaff vant- ar ekki áfturhaldsseggina víffa uhi heim, sem vilja láta Hitl er bjargast á því flotholti. 1 DREKAKYN 1 ic Eftir Pearl Buck ££ '2$ vera útlendir djöflar sem höfðu þetta eiturlyf á boðstólum, heldur stúlka, sem var landi hans, gerspillt af samskiptum við óvinina. Salurinn sem þeir sátu í hafði eitt sinn verið viðhafnar- ; mikill, en var það ekki lengur, því óvinirnir höfðu rifið ' málverkin af veggjunum og meir að segja panelið sjálft, ! og eldsreykur hafði svert málninguna á loftinu. Lítið ann- '■ að var eftir skilið en útveggirnir, gólfið og fátækleg borð ; og bekkir. Ling Tan og sonur hans sátu úti 1 horni, þar sem lítið i bar á. í gamla daga hafði þeim aldrei komið til hugar að koma inn í svona fína testofu, því þar hefði enginn bóndi komið, en stríðið hafði gert flesta fátæka og þeir voru ekki ver klæddir en aðrir sem þarna voru. Þeir drukku teið, og gættu þess að drekka ekki meira en þeir höfðu borgað, en brátt tóku þeir eftir því, að einn eftir annan af þeim sem kringum þá voru stóðu upp, og þeir gerðu eins og fóru ásamt tíu öðrum inn í lítið herbergi og biðu þar. Á því herbergi var enginn gluggi, og það hlaut að hafa verið eldhús, því þarna voru eftir leifar af tígulsteinaofni, en annars ekkert nema nokkrir bekkir og stóll, sem stóð einn sér. Ling Tan og sonur hans settust þarna án þess að þeim væri veitt nokkur athygli, en Ling Tan hafði áður sagt við son sinn: Ég veit ekki hvort ég geri nokkuð vart við mig hjá frænda. Það afræð ég ekki fyrr en ég sé hann. Eftir nokkra stund opnuðust þröngar dyr; Ling Tan sá frænda sinn koma inn og ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, svo var hann breyttur þótt ekki væri lengra um liðið Hann hafði keypt sér, sjálfsagt í fornsölu, óhreina silkiskikkju og stór hornspangargleraugu. Skikkjan var honum of stór, því hann var orðinn skorpinn og gulur, og Ling Tan þurfti ekki nema líta á hann til að sjá að hann hafði lagt sig í ópíum, því þannig hafði móðir hans litið út. Hann hallaði sér að syni sínum og hvíslaði: Nú veit ég hvað hefur gefið honum kjark. Og hann gerði honum skiljanlegt með bendingu að hann neitti ópíum, og sonur hans kinkaði kolli. En þeir sögðu ékki meira og frændinn varð þeirra ekki var. Hann kom inn og sveipaði um sig skikkjunni eins' og fræðimanna er vani og hann settist í stólinn eins og hann væri kennari, en hinir allir lærisveinar hans. Hann heils- aði, strauk gisna skeggið og hóf að tala, lágri hátíðlegri röddu: Þið sem heyrið rödd mína, sagði hann. í dag flyt ég ykkur bæði góðar og slæmar fregnir utan frá. Slæmar eru fregnir frá höfðuborg okkar inni í landi, því þar reyna hin fljúg- andi skip óvinanna að gera allan hugsanlegan skaða og fólk okkar er nær örmagna og heimili þess 1 rústum. En hinn mikli leiðtogi okkar lætur ekkert á sig fá og þó hann taki þátt í sorgum fólksins, segir hann að við verðum að verjast þar til yfir lýkur. Þegár hér var komið heyrðist ánægjukliður í salnum, Sovéthatrið er nú eins og 1936—’41 aö verða alþjóðlegt tákn áfturlraldsins, — tákn fyrir samfylkingu aftm’hRlds- aflanna gegn sósíalismanum í Evrópu og frelsisbaráttu nýlenduþjóðanna. Sósíalistaflokkm’inn hefur frá stofnun sinni kveðið skýrt á um það, undir hverju hann álítur framtið íslands komna í alþjóðlegum málum. í stefnuski’á hans (og raunai’. Alþýðuflokksins líka!!) stend- m’: „íslenzka þjóðin á sjálf- staiði sitt, menningu og ör- yggi undir þróun lýðræðis og friðar og undir varanleginn sigri sósíalisnians á íslandi og í umbeiminum!“ . . Stefán Jóhann vill fram- i kvæma þetta stefnuskrárat- riði á þann furðulega hátt að láta ísland heimta það. með versta auðvaldi heimsins. að sósíalisminn sé afnuminn í löndum, þar sem hann er kominn á. ’ . Sósíalistaflokkurinn vill að Íslendingar beiti utanríkis- pólitík sinni til þess að tryggja sjálfstæði landsins sen\ bezt, m. a. til þess að Islendingar geti, þegar meiri- hluti þjóffarimiar er orðinn fylgjandi því, að koma sósíal- ismanum á hér, framkvæmt það án þess að þurfa áð ótt- ast áreitni eða íhlutun ann- arra þjóða þess vegna. Það er á milli þessara tveggja stefna, sem verklýðs- hreyfingin á jslandi þarf að velia.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.