Þjóðviljinn - 05.06.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.06.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Helgidagslæknir í dag: Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturlæknir er í læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- um, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Ið- tmni. Laugardagur 5. júni. 19.25 Hljómplötur: Tónverk eftir Carl Nielsen. 20.20 Leikrit: *„Niels Ebbesen" eft- ir Kaj Munk. Endurtekið (Har- aldur Björnsson, Þorsteinn Ö. Stephensen, Þóra Borg-Einars- son, Lárus Pálsson, Brynjólf- ur Jóhannesson, Jón Sigurðs- son, Regína Þórðardóttir, Æv- ar R. Kvaran, Friðfinnur Guð- jónsson, Klemens Jónsson, Nína Sveinsdóttir, Jón Har- aldsson). Dómar. 1. Nýlega kvað sakadómari upp dóm yfir Jóni Ól. Halldórssyni fyrir að stela 2150 kr. frá kunningja sín- um í ölæði. Hlaut hann 9 mánaða fangelsi óskilorðsbundið og var sviptur kosningarétti og kjörgengi. 2. Nýlega var maður nokkur dæmdur fyrir að stela afturhjóli og smáhlutum af mótorreiðhjóli. Hlaut hann 30 daga fangelsi — skilorðs- bundið og var sviptur kosningarétti og kjörgengi. 3. Tveir menn voru nýlega dæmdir fyrir að stela í Hafnarfirði hjóli af bifreið. Hlutu þeir 30 daga fangelsi skilorðsbundið og voru sviptir kosn- ingarétti og kjörgengi. Leikfélag Reykjavíkur biður blað- ið að minna félagsmenn á aðalfund- inn kl. 4 í dag. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara tvær skemmtiferðir næstkomandi sunnudag. Aðra ferðina út á Reykja- nes. Lagt á stað kl. 9 árdegis. Ek- ið út að vita og skoðað hið merkasta á nesinu. Hin ferðin er gönguför á Skarðsheiði. Lagt á stað kl. 9 árdegis með m/s „Olivette" frá Verbúðar- bryggju og siglt til Akraness, en það- an farið á bifreiðum inn að Laxá og gengið þaðan upp dalinn, á heiðina og þá á Heiðarhornið (1053 m.). Skíði nota þeir sem vilja. Farmiðar seldir á laugardaginn á skrifstofu ' Kr. Ó. Skagfjörðs, Túngötu 5 kl. 9 til 12 og 4 til 6 e. h. Hallgrímssókn. Messað á morgun í Austurbæjarbarnaskólanum kl. 11 f. h. séra Jakob Jónsson. Sjómanna- dagsins verður minnst. Athugið að messan er á öðrum tima en venju- lega. Ármenningar. Farið verður í Jós- efsdal um helgina. Lagt verður af stað kl. 3 á laugardag frá íþrótta- -húsinu. Upplýsingar í síma 2765 kl. 7—9 í kvöld. Allir út í sólskinið og upp í dalinn. Danski sendiherrann og frú hans taka að venju móti heimsóknum á þjóðhátíðardegi Dana, í dag (5. júní) Hirðisbréf Jónasar Framh. af 1. síðu. lækkun aö skilyrö'i fyrir stjórn arsamvinnu. Eysteinn & Co. vóru bara feimnir við aö setja það sem úrslitakosti strax, heldur biðu meö að fram- kvæma þessa skipun Jóns i Ámasonar og Jónasar þar til í aprílbyrjun. Það er skýrt vottorðið um vesaldóminn, sem Jónas gefur vini sínum Eysteini, —• og svo klappar hann á kollinn á honum eins og týndum syni sem snýr heim til fööurhús- anna. Sjá eftirfarandi um- mæli um Eystein, þegar hann er búinn að framkvæma skip- un Jónasar: „Leið svo fram í byrjun maímánaöar nokkru eftir þing slit. Þá gaf Eysteinn Jónsson skýrslu til miðstjómarinnar um hið árangurslausa NÝJA BÍÓ Grænadals ffdlskyldan (How Green was my Valley) Amerísk stórmynd MAUREEN O’HARA WALTER PIDGEON RODDY McDOWALL. Sýnd kl. 6,30 og 9. Bönnuð fyrir böm yngri en 12 ára. Síðasta sinn. Æskubrek (Young People SHIRLEY TEMPLE JACK OAKIE sýnd kl. 3 og 5 Aðgöngumiðar seldir frá kl.| 11 fyrir hádegi. TJARNABBtÓ Flotinn í höfn (The Fleet’s In) Amerísk söngva- og gaman- mynd DOROTHY LAMOUR WILLIAM HOLDEN EDDIBRACKEN Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðasala hefst kl. 11 AUGLÝSIÐ í ÞJÓÐVILJANUM Efning á rádsfefnunnt i Hof Spríngs um skipulagningu mafvælafram~ leidslunnar Ráðstefnan í Hot Springs (á hinum amerísku „Laugum“ eftir nafninu að dæma), er CföP’ 3í353öi3E83ESa I.O.G.T Tenpiarar Anglýslng um skoðun bifreiða og bifhjóla í Gullbringu- og Kjósarsýsli og Hafnarfjarðarkaupstað. Samkvæmt bifreiöalögunum tilkynnist hér með, að hin árlega skoðun bifreiða og biíhjóla fer á þessu ári fram sem hér segir: 1 Keflavík: Mánudaginn 7. júní, þriðjudaginn 8. júní og mið- vikud. 9. júní kl. 10—12 árdegis og kl. 1—6 síðdegis daglega (alla dagana). — skulu þá allar bifreiðar og bifhjól úr Keflavík, Hafnæ-, Miðnes-, Gerða, og Grindavíkurhreppum koma til skoðunar að, húsi Einars G. Sigurðssonar, skipstjóra, Tjamarg. 3 Keflavík. I Hafnarfirði: Fimmtudaginn 10. júní, föstudaginn 11. júní, þriðju- daginn 15. júní og miövilcudaginn 16. júní næstk., kl. 10—12 árdegis og 1—6 síðd. Fer skoöun fram við Strandgötu 50 og skulu þangaö koma allar bifreið- ar og bifhjól úr Hafnarfirði, Vatnsleysustrandar-, Gerða- og Bessastaðahreppum, svo og bifreiðar og bifhjól úr Kjósarsýslu. Þeir, sem eiga farþegabyrgi á vörubifreiðar, skulu koma með þau til skoðunar ásamt bifreiðum sínum. Vanræki einhver aö koma bifreið sinni eða bifhjóli til skoöunar verður hann látnn sæta ábyrgð samkvæmt bif- reiðalögunum. Bifreiðaskattur sem fellur í gjalddaga þann 1. júlí næstk. (skattárið frá 1. júlí 1942 til 1. júlí 1943), skoöunar- gjald og iögjöld fyrir vátryggingu ökumanns verður inn- heimt um leið og skoðun fer fram- Sýna ber skilríki fyrir því, að lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreið sé í lagi. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli til eftirbreytni. Sýslumáðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu og bæj- arfógetinn í Hafnarfirði, 28. maí 1943. Bergur Jónsson. óslcast til vinnu að Jadrí hvem sunnudag' í júní Farið frá Templarahúsinu kl. 9. f. h. Óskað eftir að þeir sem ekki ætla sér að vinna komi ekki fyrr en eftir 1. júlí. Sfjóm Jadars FRÆÐSLURIT UM ÞJOÐ- FÉLAGSMÁL 2: Brynjólfur Bjamason: Samningarnir [um vinstri stjórn Hvers vegna vildi Framsókn ekki róttæka umbótastjóm? Greinargerð Sósíalista- flokksins ásamt skjöl- um og skilríkjum varð- andi samningana. Þetta rit verða allir að lesa sem vilja fylgjast með síð- ustu viðburðunum í íslenzkri pólitík. Fæst á afgreiðslu Þjóðviljans og hjá bóksölum. FR/EÐSLUNEFND SÓSÍALISTAFLOKKSINS nú lokið. Samkomulagi mun þar náð um matvælafram- ■leiöslu og skipulagningu henn ar með það fyrir augum, að ekki þurfi neina þjóð að skorta mat, önnur hafa allt of mikið af honum. Mun sátt- máli sá, er ráöstefnan gerir, lagður fyrir hinar ýmsu þjóð- ir til þess að tryggja fram- kvæmd hans. Hér er á ferðinni eitt af stærstu málunum, sem frjálst mannkyn verður að sigra í áð afloknu þessu stríði: afnám þess óhæfa fyrirbrigöis, að í einu landi séu matvælin eyði- lögð í stórum stíl, mpöan fólk- iö hrynji niður úr hungn í öðrum löndum, — en slíkt á- stand leiddi kreppu auðvalds- skipulagsins yfir mannkynið á árunum 1930—1932. Fyrir þjóð sem oss, veltur afkoman á því að úrlausn þessa vandamáls takist. Fyr- ir oss er því sérstök ástæða til þess að óska eftir góðum árangri af samstarfi hihna frjálsu þjóða á þessu sviði. Takist það aö tryggja al- þjóö'a skipulagningu matvæla- framleiöslunnar þannig að tryggt sé að eina þjóð skorti ekki mat en önnur verði áð eyða honum, þá verður næsta verkefnið, sem leysa verður á þessu sviöi, það er að tryggja að innan hverrar þjóð ar skorti enga mat meðan aðrir hafa of mikið, —• og án lausnar á því vandamáli inn- an hverrar þjóðar fæst ekki varanleg lausn á hinu fyrra. vxzíttzizmzmzzYZttzz Gerizt áskrifendur Þjóðvilians! Sjomannadagurinn Dansleikurinn í Iðnó hefst kl. 22,00. Aðgöngumið- ar seldir í Iðnó frá kl. 17,00 (kl. 5) á sunnudag. málastarf nefndarinnar. Þaö má þessvegna segja með full- um rétti að ýtrustu tilhliör- unarsemi hafi veriö beitt af hálfu Framsóknarmanna við kommúnista í þessarí fá- heyrðu kynningartilraun. Gild ir sama, hvort litið er á und- sátt- irbúning, mannval í nefndina.. vinnubrögð eöa lengd starfs- tímans, en að lokuir. hefur flokkurinn fengið hrakyrði í fullum mæli frá kommúnisc- um og þeir mest, sem mest hafa lagt á sig til að koma á samvinnu milli flokkanna’*. Meira verður birt siðar úr þessu fróðlega bréfi. Gömlu dansarnir 1 Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu hefjast kl. 22,00 (kl. 10). Aðgöngumiðar seldir í Al- þýðuhúsinu frá kl. 17,00 á sunnudag. Veðbanki verður starfræktur við kappróðrana og hefst kl. 16 á laugardag. Sölubörn komið í Alþýðuhúsið við Hverfisgötu á sunnudagsmorgon kl. 8 og seljið merki dagsins og Sjó- mannadagshlaðið. Sjómenn, sem í landi eru safnist í hópgöngu Sjó- mannadagsins. SJÓMANNADAGSRÁÐIÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.