Þjóðviljinn - 20.06.1943, Síða 1
V
8. árgangur.
Sunnudagur 20. júní
135 tölublað.
Enn eín árás Frnmsófenar á sfómenn
Nr neilar al oreifla last
Rrfloir, fyrir silflarniál
Meirihlutinn í stjórn síldarverksmiðjanna mótmælir aðförum ráðherrans
Það er nú komið að því að ákveða verður verðið á bræðslu-
síldinni í sumar. Sjómenn og útgerðarmenn þyrftu að fá 24 kr.
fyrir málið, til þess að hafa samsvarandi verð og í fyrra. Engu
að síður hefur meirihluti síldarverksmiðjustjórnarinnar, fjórir af
fimm, lagt til að greiða 18 kr. fyrir málið fast og virðist það
sannarlega ekki mega minna vera. En formanni ríkisverksmiðju-
stjórnarinnar, Framsóknarmanninum Þormóði Eyjólfssyni, og
atvinnumálaráðherranum, Framsóknarmanninum Vilhjálmi
Þór, finnst þetta of hátt verð og finnst nóg að hafa það sem
áætlunarverð, en greiða bara 85% af því út. Ríkisstjórnin mun
bera það fyrir sig að salan á síldarolíu og síldarmjöli, sem hún
sjálf hefur séð um, beri ekki hærra verð. Því er þar til að svara
að ríkisverksmiðjurnar hafi haft nægan gróða undanfarið til
þess að greiða 18 kr. nú, jafnvel þótt einhver halli yrði á þeim
kaupum.
Hér mun að vanda Framsóknar, vera á ferðinni ein tilraun-
in til þess að lækka kaup sjómannanna. Þessum vinum Jón-
asar frá Hriflu munu þykja „hræðslupeningar“ þeirra of rífleg-
ir og „öryggið“ á Norðurlandi svo framúrskarandi mikið, eins
og árásin á Súðina sýnir.
En þjóðin mun ekki taka slíku með þögn og þolinmæði.
Hún vill ekki láta stöðva síldarútveginn fyrir sér.
Einkaverksmiðjurnar, Kveldúlfur og h.f. Djúpavík, hafa á-
kveðið að greiða 18 kr. verð. Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er
tvennt í senn, tilraun til að lækka síldarverðið á kostnað sjó-
manna og smáútvegsmanna og þar gengið lengra en Kveldúlfs-
valdið, og í öðru lagi til að hindra að ríkisverksmiðjurnar fái
síld.
Hifaveifati
Hitaleiðslunni til bæjarins
verður lokið fyrir haustið
Hægt að hita þau bæjarhverti sem þá verða
tilbúin. — Um 600 manns vinna nú i hita-
veitunni — þyrftu að vera 700 - 800
Viðtal við Valgeir Bjðrnsson bæjarverkfræðing
Tíðindamaður Þjóðviljans hitti Valgeir Björnsson bæjar-
verkfræðing að máli í gær og ræddi við hann um hitaveituna,
en eins og bæjarbúum er kunnugt er nú unnið af kappi að því
að fullgera sem mest af hitaveituimi fyrir næsta haust.
í gær og fyrradag hafa farið
fram bréfaskipti milli ríkis-
stjórnarinnar og ríkisverk-
smiðjustjórnarinnar út af þess-
um málum. >
í fyrsta bréfi síldarverk-
smiðjustjórnarinnar til atvinnu-
málaráðuneytisins gerði hún
^vohljóðandi tillögu um bræðslu
síldarverðið:
„Stjórn Síldarverksmiðja ríkisins
samþykkir að áætla verð bræðslu-
síldar i 'sumar kr. 18.00 pr. mál og
er sú áætlun miðuð við að samn-
ingsverð Viðskiptanefndar fáist fyr-
ir lýsi og síldarmjöl, bæði það sem
selt er á innlendum og erlendum
markaði.
Þá samþykkir stjórnin að leita
heimildar atvinnumálaráðherra til
þess að kaupa síldina föstu verði kr.
18.00 pr, mál, en þeim sem þess
óska sé gefinn kostur á að leggja
síldiná inn til vinnslu gegn 85% út-
borgun af áætlunarverðinu við mót-
töku.
Verksmiðjustjórnin leggur til, að
allar síldarverksmiðjur ríkisins, að
Norðfjarðarverksmiðjunni undan-
skilinni og Krossanesverksmiðjan
að auki, verði starfræktar í sumar
á framangreindum grun(lvelli.“
Atvinnumálaráðherra samþykkti
ekki tillögu meiri hluta verksmiðju-
stjórnar um heimild handa verk-
smiðjum til þess að kaupa síldina
föstu verði fyrir kr. 18,00 málið, en
samþykkti með bréfi dags. 18/ þ. m.:
,,Að greiðslá út á þá síld, sem lögð
verður inn til vinnslu fyrir reikning
eigenda, verði kr. 15,30 fyrir mál
(85% af 18,00 kr.).
Að verksmiðjunum sé heimilað á
þessu sumri að kaupa föstu verði
síld af þeim, sem þess óska, og greiða
fyrir síldina eins og hér segir: Nái
heildarsíldarmagn, sem verksmiðjun
um berst 700 000 málum eða meira,
greiðist 18,00 kr. fyrir málið. Verði
heildarsíldarmagnið ekki 700 þúsund,
en nái 500 þúsund málum greiðast
kr. 17,50 fyrir málið, cn nái heildar-
síldarmagp'ið ekki 500 þúsunc^ mál-
um greiðist 17,00 kr. fyrir mál-
ið“.
Síldarverksmiðjustjórnin rit-
aði svo í gær, eftirfarandi bréf
til atvinnumálaráðuneytisins:
„Til atvinnumálaráðherra, Rvík.
Vér höfum meðtekið bréf atvinnu-
málaráðuneytisins dags. 18. þ. m.
viðvíkjandi rekstri Síldarverksmiðja
ríkisins í sumar.
Getum vér eigi komizt hjá að láta
í ljósi óánægju vora út af ákvörðun
atvinnumálaráðuneytisins varðandi
verðlag á bræðslusíld þeirri er ráðu-
neytið hefur heimilað síldarverk-
smiðjum ríkisins að kaupa föstu
vefði í sumar.
Þetta er i fyrsta sinn, sem eigi
.hefur verið farið að tillögum verk-
smiðjustjórnarinnar um ákvörðun
síldarverðsins. Hefur verið farið inn
á þá braut án þess, að atvinnumála-
ráðherra sæi ástæðu til þess að kalla
meiri hluta verksmiðjustjórnarinnar
á fund sinn, svo að honum.gæfist
Framhald á 4. síðu.
US. 751 OllHlDIIF
UFÍIIF
Slðasta fjárframlag Banda-
rfkjanna til styrjaldarinnar
Á þingi Bandaríkjanna var í
gær lögð fram tillaga um nýja
fjárveitingu til styrjaldarinnar.
Var farið fram á 71 500 milljón
dollara, eða um 465 milljónir kr.
Þessi ævintýralega upphæð er
mesta fjárveiting, sem enn hef-
ur verið veitt til hérnaðarút-
/
gjalda. Nemur hún þrisvar
þeirri upphæð, sem styrjaldar-
rekstur Bandaríkjanna var alla
síðustu heimsstyrjöld.
í sambandi við fjárveitinguna
var lögð fram áætlun um hvern
ig verja eigi þessu fé. M. a. til
byggingu 100 þús. hernaðarflug-
véla. í síðastliðnum mánuði var
sett nýtt met í framleiðslu
Bandaríkjanna á hernaðarflug-
vélum. Voru þá íramleiddar
7200 flugvél'ar af ýmsum gerð-
um.
Bardagarnir
í Rússlandí
Orusturnar við Orel hafa aftur
blossað upp. Eftir að Rússar
hrundu gagnárásum Þjóðverja
í gær, hafa þeir nú só.tt lítils-
háttar fram. 2000 Þjóðverjar
féllu.
Loftorustur hafa átt sér stað
yfir vígstöðvunum við Donets
og Leníngrad.
Vísítalan 246
Vísitalan, sem gengur í
gildi um næstu mánaöamót
hefur lækkað um 3 stig frá
því í maí og verður 246.
Telur kauplagsnefndin aö
þessi lækkun stafi aöallega
af verðlækkun á kartöflum
og ennfremur lækkun á
nokkrum landbúnaöarvöíum
reiii ekki voru komin fram
viö vísitöluútreikning í siö-
asta mánuöi.
Almennt verkamannakaup
í dagvinnu veröur með’ þess-
ari vísitölu kr. 5,17 um tím-
ann.
— Hvernig er útlitið með að
hitaveitunni verði lokið í haust?
— Það er óhætt að segja, að
hitalögninni frá Reykjum og til'
bæjarins verður að fullu lokið
fyrir haustið, ef við fáum dælur
þær, sem nú eiga að vera á leið-
inni til landsins, og verður þá
hægt að hleypa heitu vatni á
þau bæjarkerfi, sem þá verða til-
búin.
Hve mikill hluti bæjarips
verður fullbúinn þá, fer eftir
því, hve vel vinnan gengur. Nú
þegar er búið að leggja í alla
Norðurmýrina og steypa allar
rennur fyrir aðalleiðslurnar,
nema í miðbænum. I öllum bæj-
arhlutum er nú unnið að lagn-
ingu hitaveitunnar og miðar
. verkinu vel áfram.
— Hve margir vinna nú hjá
hitaveitunni?
— Verkamenn hjá hitaveit-
unni nú eru allt að 600.
— Er það nægjanlegur fjöldi?
— Ef veLætti að véra, þyrfti,
a. m. k. um tíma, 700—800 verka-
menn.
— Eru margir þessara manna
utanbæjarmenn?
■— Það munu vera um 20 af
Stokkseyri, 40 úr Keflavík og af
Suðurnesjum og um 30 af Norð-
urlandi. Þéim hefur verið komið
fyrir í Heklu og í Franska spítal-
anum, og hafa þeir sameiginlegt
mötuneyti, sem þeir sjá um
sjálfir, að öðru leyti en því, að
þeim er séð fyrir matreiðslu-
manni, áhöldum og húsnæði.
— Hvað er að segjg um hina
einstöku hluta verksins?* Hvaða
dælur voru það, sem þér nefnd-
uð áðan?
— Dælur þessar þarf að nota
vegna þess að vatnsgeymarnir á
Öskjuhlíðinni eru um 39 metr-
um haérri en staðurinn, þar sem
vatnið er tekið á Reykjum, auk
stöðu á leiðinni, svo það verður
að dæla með 130 metra þrýst-
saman á nokkrum stöðum. Er
það gert til þess að alltaf sé
hægt að fá nóg heitt vatn, þótt
önnur pípan bili, með því að
veita því í hina og nota þá að-
eins aðra pípuna á þeim kafla.
Á þann hátt er hægt að fá 80%
af vatnsmagninu, sem er meira
en bærinn þarf nú.
Pípurnar liggja í steyptri
rennu og er leiðslan frá Reykj-
um einangruð með reiðingstorfi,
sem þótti betra einangrunarefni
en vikur með tilliti til þess, að
pípurnar lengjast við hita og
styttast við kulda. Svonefndum
þenslustykkjum er komið fyrir
á leiðslunni vegna þessarar mis-
þenslu.
Yfir rennuna eru steypt lok,
sem hægt er að taka af, og er
nú búið að steypa þau á kafl-
anum frá því nokkuð ofan við
Elliðaár og alllangt niður á
Öskjuhlíðina. — Aðalleiðslan
frá Reykjum að vatnsgeymun-
um á Öskjuhlíðinni er um 15
kílómetrar.
Á Öskjuhlíðinni verða fyrst
um sinn 4—5 geymar, sem taka
1000 tonn af vatni hver. Síðar
eiga þeir að verða 8. Á Öskju-
hlíðinni er ennfremur dælistöð.
. Aðalpípurnar í götunum liggja
einnig í steyptum steinrennum
og er fyllt að þeim með hraun-
gjalli. .Pípurnar, sem liggja inn
í húsin, eru aftur á móti ein-
angraðar með glerull og þar
utan yfir eru bræddar saman
asfaltmottur.
— Það hefur gengið illa að fá
efni til hitaveitunnar?
— Já, fyrst var það pantað í
Danmörku og Þýzkalandi og sat
; fast þar eftir að stríðið skall á,
og tvisvar hefur hitaveituefni
verið sökkt hingað á leið frá
Ameríku, í annað skiptið um
það bil helming af aðalleiðslu-
pípunum.
— Eg hef heyrt, að tekið hafi
verið upp uppbótarfyrirkomulag
í hitaveituvinnunni.
ingi. — Já, það hefur verið tekið
Leiðslan frá Reykium er í upþ í vinnunni utan við bæinn.
tveim pípum, sem tengdar eru Framh. á 4. síðu.
\
V