Þjóðviljinn - 08.07.1943, Blaðsíða 2
2
ÞJÓÐVILJI-'N
Fimmtudagur, 8. júlí 1943
TILKYNNING
um breytingar á Fossvogsleið frá og með föstudegin-
um 9. þessa mánaðar.
Lækjartorg — Fossvogur:
A. Um Hverfisgötu, Laugaveg, Suðurlandsbraut,
Múlaveg, Laugarásveg, Langholtsveg og Breið-
holtsveg, — til baka um Sogamýrarveg,
Tunguveg, Bústaðaveg, Grensásveg, Suður-
landsbraut, Laugaveg, Lækjartorg — kl. 8,
13.20, 15.20, 17.20, 19.20, 21.20, 23.20.
B. Um Hverfisgötu, Laugaveg, Suðurlandsbraut,
Grensásveg, Bústaðaveg, Tunguveg, Sogamýr-
arveg — og til baka um Breiðholtsveg, Lang-
holtsveg, Laugarásveg, Múlaveg, Suðurlands-
braut, Laugaveg, Lækjartorg, — kl. 14.20,
16.20, 18.20, 20.20, 22.20.
STRÆTISVAGNAR REYKJAVÍKUR H.F.
er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. sept.
næstk. og tekur skrifstofa mín við umsóknum.
Borgarstjórinn í Reykjavík, 6. júlí 1943.
Bjarni Benediktsson.
Uppboð
verður haldið á Korpúlfsstöðum þriðjudaginn 13. þ. m.,
og hefst kl. 5 e. h.
Þar verða seldar landbúnaðarvélar og tæki, ef við-
unandi boð fást.
Greiðsla við hamarshögg.
Skrá yfir munina sem seldir verða, fæst á skrif-
stofum bæjarins, og á Korpúlfsstöðum eru munirnir
til sýnis.
Borgarstjórinn.
Ungllnga
vantar til að bera ÞJÓÐVILJANN til kaupenda.
Afgreiðslan, Austurstræti 12.
Sími 2184.
.Anauð vér hötum. því andinn er frjáls,
hvort orðum hann verst eða sverðunum stáls'
Málgagn de Gaulle i London bannað
Brezka ríkisstjómin hefur
bannað útkomu „Le Marseille-
aise“, málgagns frönsku þjóð-
frelsisnefndarinnar í London,
með því að neita því um pappír.
Sem önnur höfuðástæða er til-
fært að blaðið hafi verið fjand-
samlegt í garð Bandaríkja-
manna.
Þjóðviljinn birti nýlega grein
úr þessu blaði, einmitt um af-
stöðu Bandaríkjanna til frelsis-
fylkingar Frakka. Það er auðséð
að ekki má mikið segja, svo það
fari ekki í taugarnar á afturhald
inu í Bandaríkjunum og Bret-
land.i.
Hinsvegar virðist ekki skorta
pappír í Bretlandi í þau fasista- >
blöð, sem t. d. afturhaldsklíkan
í hinni svokölluðu „pólsku
stjórn“ þar gefur út. Þar eru
bandamenn Breta, Rússar, dag-
Er leyfilegt að leggja ekki
útsvar á útborgaðan arð
hlutafélaga til hlut
hafanna?
Háttvirti ritstjóri!
Eg óska eftir að fá að birta eftir-
farandi spumingu í Bæjarpósinum.
og jafnframt svar við henni við
fyrsta tækifæri.
Er það lögum samkvæmt, þá er
niðurjöfnunarnefnd leggur ekki út-
svar á arð útborgaðan af hlutafélög-
um (á hér sérstaklega við útgerðar-
félög) til félaga sinna á árinu?
Eg vil taka til dæmis: Fram-
kvæmdastjóri fyrir fyrirtæki er hlut-
hafi í vikðomandi félagi. Hann hefur
árslaUn krónur 30000,00 og hefur
fengið í arð á árinu 60 þús. krónur,
árstekjur samtals 90 þús. krónur.
Er nú lagalega rétt að framkvæmda-
stjórinn borgi aðeins útsvar af 30
þús.?
Því hefur verið haldið fram af við-
komandi aðilum að hluafélagið borg
aði úsvar fyrir þann arð sem það
horgaði út á árinu. Því spyr ég, að
ég hef staðið í þeirri meiningu, að
skattaívilnanir togarafélaga væru
það miklar að þau vart borguðu út-
svör fyrir sjóðsaukningum hvað þá
arðsútborgunum. Eg óska því herra
ritstjóri að þér upplýsið þetta mál
fullkomlega, þegar þér hafið tæki-
færi til. Tilefnið er að í dag kom
út útsvarsskráin í Hafnarfirði og er
umrætt atriði þar að sjá í fyrsta
sinni, jafnframt því að útsvarsstigi
okkar fær 10% hækkun yfir Reyk-
víkinga.
Hafnarfirði 30. júní 1943. A.
Svar ritstjóra!
Bæjarpósturinn hefur la^t þessar
spurningar fyrir fulltrúa Sósíalista-
flokksins í niðurjöfnunarnefnd
Reykjavíkur og hann hefur gefið þau
svör, að umrædd álagningarregla
muni hafa verið upp tekin í þeirri
nefnd fyrir nokkrum árum, sennilega
lega svívirtir og tekið undir við
áróður Göbbels. — En afturhald
ið virðist ekki vera eins við-
kvæmt fyrir pappírsnotkuninni,
þegar tilgangurinn er svona
þokkalegur.
*
Það er freistandi að tilfæra í
sambandi við þetta bann á hinu
þróttmikla og rökvísa blaði
frjálsra Frakka í London um-
mæli, sem blaðið Dagur á Akur-
eyrir hefur nýlega um slíka sem
þá, er nú hafa bannað það. Þau
hljóða svo:
„Það er kostur við stjórnmála-
menn enskumælandi þjóðanna,
að þeir meta sanngirni og þrótt
í röksemdaleiðslum um samn-
ingamál meira en þann rétt, sem
leiðir af hernaðarmætti stór-
þjóða.“
í þeim tilgangi, að koma í veg fyrir
tvöfalda álagningu á hlutafjárarð.
Að sjálfsögðu verður reglan algerð
endileysa, þegar um fyrirtæki er að
ræða, sem komast yfir 200 þúsund í
hreinar tekjur, og hefur yfirleitt orð-
ið til þess hér í Reykjavík, að ýta
undir það, að einkafyrirtækjum sé
breytt í hlutafélög. Hinsvegar hefur
hver niðurjöfnunarnefnd lagalegan
rétt til að ákveða eftir eigin vild
gjaldstiga, er hún fer eftir við álagn-
jngu útsvaranna.
Ljótur atvinnuvegur.
Herra ritstjóri!
Má ég biðja Bæjarpóstinn að birta
eftirfarandi línur.
Vegfarendur í bænum og nágrenni
hans hafa oft undanfarið mætt setu-
liðsmönnum á hestum sem íslending-
ar hafa leigt þeim.
Margir þessara manna hafa farið
vel með hestana og engu ver en hin-
ir íslenzku eigendur þeirra, en með-
ferð sumra þeirra á hestunum hefur
verið þannig að mönnum hefur
blöskrað á að horfa. Hestarnir hafa
verið barðir og píndir áfram.
Setuliðsmönnunum hafa oft og ein
att auðsjáanlega verið leigðir þreytt
ir vagnhestar til reiðar.
Eg er þeirrar skoðunar, og ég veit
að margir eru mér sammála í því
efni, að þeir menn, sem leigja
þreytta vagnhesta til reiðar, aðeins
til þess að fá fyrir það nokkrar skitn
ar krónur, ættu alls ekki að hafa rétt
til þess að eiga hest.
Slíkir menn hefðu gott af því að
vera látnir í grjótvinnu eða eitthvað
þess háttar og þess á milli látnir
hlaupa í hringi suður á íþróttavelli,
barðir áfram með svipum. — Þeir
hafa þó málið til þess að skýra frá
því á eftir hvemig þeim geðjaðist
að slíkri meðferð.
Nú vil ég spyrja: Eru engin lög,
sem ná yfir þessa hestaníðinga? Eg
á þar við íslendingana, sem leigja
hestana. Framh. á 4. síðu
Saga um tvö
ðrcígabðrn
Öreiga- og sveitarómagason-
urinn hlustar þegjandi í fátæk-
legri baðstofunni á tal lúinna
foreldra. Faðirinn segir: Faðir
minn vann að jarðabótum í Dal
í áratugi.
Eg vann að jarðabótum í
Dal. Eg er ekki að segja að
ég hafi verið duglegur.
En pabbi var duglegur
„Túnið í Dal ber vott um
verkin hans föður míns,
og reyndar mín líka,
þó lítið sjái það á
mér.“ Árni stórbóndi
í Dal fékk jarðabótaverð-
laun úr sjóði Kristjáns ní-
unda áður en hann dó.
Björn Árnason stórbóndi í
Dal er arftaki föður síns
og öreigasonurinn lendir
þar meira af ásetningi en
af tilviljun hrakningsins.
En samtalið í baðstofunni
hefur áhrif á allt líf
hans og allan ásetning.
Hann ætlar að greiða fá-
tækraskuldina. — Bjöm í
Dal á dóttur, Bergþórú, en
smábóndinn og öreiginn í
næsta koti á líka litla
stúlku: „Stúlkuna frá heita
landinu“, Dísu, með har-
monikuna og grátandí gleð
ina. Eyvindur velur, en á-
setningur hans kornungs
hefur áhrif á valið.
Saga hins nýja kvemáthöfund-
ar okkar Oddnýjar Guðmunds-
dóttur:
SVO SKAL BÖL BÆTA
er frásögnin um þetta. — Hún
er ógleymanleg smámynd úr ís-
lenzku sveitalífi, streymd upp-
reisnarþrá öreigasonarins, merl-
uð hugðnæmum hrifum sak-
lausrar ástar tveggja umkomu-
lausra barna.
Ef þú lest þessa sögu skilur
þú betur hinn umkomulausa
vegfaranda, sem þú mætir. Ef
þú lest hana dæmir þú ekki fyrr
en þú hefur kafað dýpra.
„Svo skal bðl bæta“
er frumsmíð nýrrar skáldkonu,
— og við eigum þær ekki svo
margar. Gáfaðar stúlkur og gáf-
aðir piltar taka með sér góða
bók í sumarfríið. Inc.
Dómar. í fyrradag var kveðinn
upp dómur yfir manni nokkrum, sem
hafði stolið veski með 100 krónum
o. fl. smádóti — peningunum eyddi
hann í óreglu.
Var hann dæmdur í 30 daga fang-
elsi skilorðsbundið og sviptur kosn-
ingarétti og kjörgengi.
Þá var og í gær kveðinn upp dóm-
ur yfir öðrum manni, sem hafði tek-
ið við 175 kr. af hermanni og lofað
að útvega honum vín, en skilaði
hvorki peningunum né víni.
Var hann einnig dæmdur í 30
daga fangelsi skilorðsbundið og svipt
ur kosningarétti og kjörgengi.
oDœjax^áyfa'i'Z'ítin
I dag er nœstsíöasti söludapr í 5. flokki Happdrættið