Þjóðviljinn - 16.07.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.07.1943, Blaðsíða 2
2 Þ J Ó Ð V IL J I - N Föstudagur 16. júlí 1943 Dreifbýlið við sjávarsfðuna 4 Það þarf að reisa stór og fullkomin framleiðslu- tæki á hentugustu stöðum í stað þess að dreifa litlum fyrirtækjum um f jölda sjávarþorpa ii i rm Akranesferðirnar Hólmsberg fer frá Reykjavík kl. 7 árdegis á morgun (laugar- dag) til Akraness, í stað m.s. Laxfoss, og vegna þessarar ferð- ar fer báturinn frá Akranesi kl. 8 í kvöld. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 DAGLEGA NÝ EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. <xxxxx><x><x>oo<xx>oo RÓSÓTT STRIGAEFNI nýkomið. Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5 Sími 1035 I. Það hefur verið mikið talað um dreifbýlið í sveitum lands- ins og nauðsyn þess að draga byggðina saman, koma upp stórum samvinnubúum sem séu rekin með nýtísku vélum o. s. frv. En það þarf ekki aðeins að koma á betri skipulagningu framleiðslunnar í sveitum og vinna þar með gegn dreifbýlinu. Einnig við. sjávarsíðuna þarf hér mikið verkefni að leysa. Við flestallar framkvæmdir síðustu ára hefur fullkomið skipulagsleysi ríkt í þessum málum. Gildir þar einu, hvort um einkafyrirtæki, samvinnufé- lög eða ríkisrekstur hefur verið að ræða. Einn útgerðarmaður, sem hef- ur grætt 1—2 milljónir króna á síðustu styrjaldarárum, getur t. d. án þess að spyrja nokkurn mann leyfis byggt síldarbræðslu verksmiðju í litlu sjávarþorpi við Norðurland. Hvort þetta sé þjóðhagslega rétt valinn staður hvort ekki hefði verið heppi- legra að byggja verksmiðju þessa á öðrum stað, þar sem hafnarskilyrði, samgöngur, raf- orka o. a. voru fyrir hendi kem- ur honum ekki við. Síldarverk- smiðja hans rís upp. í kringum hana stækkar þorpið örlítið. Dreifbýlið við sjávarsíðuna er aukið. Hið opinbera með aðstoð þingmanns kjördæmisins þarf svo að bæta samgöngur við þennan stað bæði á sjó og landi. Það eru fengnir styrkir og á- byrgðir frá ríkissjóði til hafnar- bóta og óteljandi önnur útgjöld fylgja í kjölfar þessarar skipu- lagslausu framkvæmdarsemi stríðsgróðamannsins. II. Á undanförnum árum hefur verið byggt mikið af hraðfrysti húsum — þeim er dreift niður í .fjöldi lítilla sjávarþorpa. Á Snæfellsnesi eru t. d. nýbyggð hraðfrystihús á þessum stöðum: 1 á Sandi, 1 í Ólafsvík, 2 á Stykk ishólmi og 1 í Grundarfirði. — Hefði nú ekki verið nær að byggja eitt stórt hraðfrystihús á þeim stað sem hefði bezt hafn arskilyrði, lægi bezt við fiski- miðin, hefði skilyrði til hag- kvæmastar orkuframleiðslu o. s. frv.? Sum þessara frystihúsa hafa það mikla framleiðslugetu, að þau geta ekki hagnýtt hana að 'fullu vegna skorts á nægu hrá- efni. Önnur eru 1 þorpum, sem hafa svo slæm hafnarskilyrði, að þeim gengur illa að afla sér við- skiptavina, því bátarnir leita heldur til betri hafna. Þegar sækja á framleiðslu þessara frystihúsa til útflutn- ings, þurfa stór skip að fara til dýrra og erfiðra hafna. Það sjá allir hve heimskulegt og óhagsýnt slíkt skipulag er. III. Nú er verið að ræða um nauð- syn innlendrar skipasmíða- stöðva til þess að geta endurnýj- að og stækkað íslenzkan báta- flota strax eftir stríð með full- um krafti. Við eigum ágæta bátasmiði, sem þegar hafa sann- að, að þeir standa jafnfætis er- lendum fagmönnum á þessu sviði. Þeir hafa fullan áhuga á að vinna að stórframkvæmdum á sviði skipabygginga strax og kostur gefst. Hinn þekkti báta- smiður Gunnar Jónsson frá Vest mannaeyjum hefur nýlega vak- ið máls á nauðsyn þess að senda fagmenn til Bandaríkjanna og Canada til þess að kynna sér nýj ustu tækni og vinnuaðferðir i þessari grein og undirbúa kaup á nauðsynlegum vélum og tækj- um til framleiðslunnar. En ætti nú að koma upp slík- um skipasmíðastöðvum á öllum þeim stöðum — þar sem þær eru nú? Hvort væri réttara að stækka lítilsháttar skipasmíða- stöðvar þær sem nú eru í Vestmannaeyjum, á Akureyri, á Svalbarðseyri, í Hafnarfirði, Reykjavík og víðar við Faxa- flóa, eða hitt að byggja eina stóra skipasmíðastöð á hentug- asta stað, útbúna beztu tækjum sem fáanleg eru, þar sem allir hinir ágætu fagmenn okkar fengju ærin verkefni að leysa við beztu skilyrði? IV. Vissulega þarf hér mikið átak til og það verður ekki leyst nema á lengri tíma. En þegar rætt er um að endurbyggja inn- lend framleiðslutæki eftir stríð verður um leið að athuga og gera áætlun um, hvernig þeirri endurbyggingu verður haganlegast fyrir komið frá þjóðhagslegu sjónarmiði. Þar mega engir atkvæðahags- munir kjördæmakosinna þing- manna „komast upp með moð- reyk“. — Og því fólki, sem býr í lítt byggilegum sjávarþorpum er enginn greiði gerður með því að hrúga þar niður atvinnutækj um með takmörkuðum afkomu- möguleikum. Þá fyrst er af- komu þessa fólks vel borgið að það geti fengið atvinnu hjá blómlegum atvinnufyrirtækjum sem reist eru á heppilegustu stöðum. Og þótt hið opinbera yrði að hlaupa undir bagga með flutningi þessa fólks í önnur pláss með styrkjum til ibúða- bygginga og annað, þá mun það sýna sig, að sá kostnaður fyrir hið opinbera verður hverfandi lítill í samanburði við það að viðhalda og jafnvel auka á dreifbýlið við sjávarsíðuna. — Stfilku vantar í eldhúsið á Vífiisstöðum. Upplýsingar gefur ráðskonan í síma 5611. TILKYNNING frá Múrarafélagi Reykjavíkur Samkvæmt fundarsamþykkt dags. 13. þ. m. fellur úr gildi frá og með deginum 25. þ. m. 7 gr. úr XII. kafla (ýmislegt) í gildandi verðskrá félagsins, en í stað hennar kemur 8. grein, kafla XII (ýmislegt) úr prentaðri verðskrá félagsins frá ár- inu 1942, sem fjallar um handlöngun. Að öðru Ieyti helzt verð- skráin óbreytt þar til öðru vísi verður ákveðið. Reykjavík, 15. júlí 1943. STJÓRNIN. Frá Happdrætti Hallgrímskirkju í Reykjavík Happdraeffísmídasalan er nú í fullum gangí í Reykjavík, mwmam a nn aiirar mooarlanar Happdrættis- vinningurinn er sá stœrsti sem verið hefir hér á landi Miðarnir fást á eftirtöldum stöðum: Alþýðubrauðgerðinni, Laugaveg 61 og Banka- stræti 2. Bókabúð Sigfúsar Eymundssonar. Bókabúð ísafoldar. Bókabúð Finns Einarssonar. Bókabúð KRON. Bókabúð Austurbæjar. Bókabúð Þór. B. Þorlákssonar. Bókabúð Snæbjamar Jónssonar. Bókabúð Kristjáns Kristjánssonar, Hafnarstr. Bókabúð Sigurjóns Jónssonar, Þórsgötu 4. Verzlun Hjartar Hjartarsonar, Bræðraborgar- stíg 1. Verzlunin Ásbyrgi, Laugaveg 139. Ludvig Storr, verzlun, Laugaveg 15. Verzlun Guðjóns Jónssonar, Hverfisgötu 50. Barónsbúð. Blómabúðinni Garður, Garðastræti 2. Verzlunin Drífandi, Hringbraut 193. KRON, Verkamannabústöðum við Hringbraut. Verzlunin Lögberg, Holtsgötu 1. Áfram, Laugaveg 18. Húsgagnaverzlun Reykjavíkur, Vatnsstíg 3. Höfðabakarí, Höfðahverfi. Alþýðubrauðgerðinni, Leifsgötu 32. Ásgeir Ásgeirsson, verzlun Þingholtsstræti. Kiddabúð, Þórsgötu 14. Verzlun Sveins Þorkelssonar, Sólvallagötu 9. Bristol, Bankastræti, verzlun. Kaktusbúðinni, Laugaveg 23. Bókabúð Æskunnar, Kirkjuhvoli. Ennfremur fást happdrættismiðarnir hjá afgr. Morgunblaðsins, K.F.U.M. og hjá prestum safn- aðarins. Munið að tekjuskatts- «g útsvarsf relsi vinningsins hef ir verið tryggt Skrifstofa happdræítisins er í Tryggvagötu 28, II. — Sími 5195

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.