Þjóðviljinn - 16.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.07.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Föstudagur 16. júlí 1943 158. tölublaö. austur af M\ oi ubfDup uel áuen Varnarlína Þjóðverja rofíti á ívetmm sföðum, Rússar hafa sótt fram alf að 45 km« og fekíð á atinað hundrað þorpa Handknattleiksmótið í gærkvöldi Handknattleiksmeistaramót íslands (kvennaflokkar) hófst í gærkvöld á iþróttavellinum, og fóru leikar þannig: 1. Þór, Akureyri, vann Fim- leikafélag Hafnarfjarðar með 3:1, 2. Haukar unriu Knatt- spyrnufélag Akureyrar með 6:2 í fullhörðum leik. 3. Armann vann í. R. með 8:0. í kvöld heldur mótið áfram og keppa þá Þór—1. R.; F. H.—Haukar; K. A.—ísfirð- ingar. Rauði herinn hefur hafið sókn á Orelvígstöðvun- um, segir í aukatilkynningu, sem útvarpað var frá Moskva í gærkvöld- Sóknin er hafin á tveimur svæðum samtímis, en báðir sóknararmarnir stefna að Orel, annar að norðan en hinn að austan. Á báðum þessum svæðum hefur fremsta varnarlína þýzka hersins verið rofin. Herinn, sem sækir fram að norðan rauf varnarlín- una á 40 km. svæði og hefur sótt fram allt að 45 km. á þremur dögum, tekið 50 bæi og þorp, þar á meðal hér- aðshöfuðstaðinn Úljanova. Austanherinn rauf varnarlínu Þjóðverja á 30 km. svæði, hefur sótt fram 20—25 km. og tekið 60 bæi og þorp. Bardagarnir hafa verið mjög harðir. Tólf þúsund Þjóðverjar hafa fallið og tvö þúsund þýzkir hermenn verið teknir til fanga. í aukatilkynningunni segir að lokum að sóknin haldi áf ram. Það eru nú einmitt tveir dagar síðan Þjóðverjar skýrðu frá mjög hörðum árásum Rússa á þessum svæöum, sem nú er tilkynnt að séu sóknar- svæðin. í gær sagði talsmaður þýzku herstjórnarinnar að á- rásir rauða hersins noröur og austur af Orel væru orðnar í svo stórum stíl, að hér væri um sókn að ræða. Játaði hann að rauði her- inn hefði rofið varnarlínu Þjóðverja, en bætti við að þýzki herinn hefði girt ræki- lega fyrir að Rússar geti not- að sér þessi skörð í varnar- líriuna til framhaldandi sókn- ar. Þjóðverjar hafa misst 60 þúsund manns á Kúrsk- svæðinu Á Bjelgorodsvæðinu halda áfram harðir bardagar, og hef ur árásum Þjóðverja þar ver- ið hrundið og rauði herinn gert mjög hörð gagnáhlaup síðastliðinn sólarhring. Þjóðverjar hafa misst 60 þúsund manna á þeim 10 dög- um sem hin misheppnaða sóknartilraun þeirra á Kúrsk- svæöinu hefur staðiö, segir í 'fregn frá Moskva. í fregnum sínum frá þess- um vígstóðvum kvarta Þjóð- verjar stöðugt undan slæmu veðri. Á það er hinsvegar ekk- ert minnzt í hernaðartilkynn- ingum Rússa._ • - ¦'-. . . . ¦ •¦ ¦ ¦ i . .í .-.•** *< .'¦>:¦>:¦: ¦;'¦'¦ '¦ ¦¦¦¦ "* ::¦¦ ¦>., "^^ ¦ i ..-.''. ..¦•¦¦;¦:• i ¦,; ::,:; " m: ¦' I Rússneskir skriðdrekar og fótgöngulið hefja árás. Hluti af eldhúsínu í happdrættishúsi Hallgrímskirkju. Dagsbrún vinnur mál fyrir Félagsdómi um sumarleyfi gervismiða Félagsdómur hefur dæmt í máli sem Alþýðusambandiö fyrir hönd Dagsbrúnar höfö- aði gegn Axel Sveinssyni. Deilan var um það hvort gerfismiður, eða menn sem unniö hefðu fyrir gerfismiða taxta í fyrra (kr, 2,90) ættu kröfu til sumarleyfis fyrir vinnu sína á sl. ári. Eins og kunnugt er haföi Dagsbrún knúö í gegn leyfis- réttindin fyrir verkamenn áð- ur en orlofslögin gengu í gildi. Atvinnurekendur vildu halda því fram að þessi sum- arleyfis-réttindi ættu ekki að koma til framkvæmda gagn- vart öðrum en þeim sem vinna almenna verkamannavinnu, i og þarmeð ekki ná til gerfi- ( smiöanna samkvæmt auglýst- um kauptaxta Dagsbrúnar fyrir þá í fyrra.. Dómur f éll á þá leið, að Dagsbrún vann málið að öllu leyti. Hafa því gerfismiðir rétt á sumarleyfi fyrir árið sem leið, eða kaupgreiðslu fyrir orlofsdagana. Ættu þeir sem ekki hafa orðið þessara kjarabóta aónjótandi, að at- huga þetta. lamanna a MHríhE En mótspyrnð fðsistaherjðnna er harðnandi Mótspyrna fasistaherjanna á Sikiley fer harðnandi, en Bandamannaherjunum verður samt alivel ágengt, að því er seg- ir í brezkum fregnum. * Harðir bardagar eru háðir norður af Augusta, þar sem sveit- ir úr 8. brezka hernum undir stjórn Montgomerys sækja fram í átt til Catania. Gerðu fasistar gagnárásir þar í gær og komust um eitt skeið inn í Augusta, en voru hraktir þaðan aftur. Bandaríkjaher sækir inn í landið norðvestur. frá JTarq, og eru beztu samgönguæöar eyjarinnar í hættu, ef fasist- um tekst ekki að stöðva þá sókn. Flugher Bandamanna held- ur uppi árásum dag og nótt á allar helztu stöövar Itala og Þjóðverja á Sikiley, eink- um hefur Messina og fleiri bæir báðu megin Messina-, sunds fengið haröa útreið. Fréttaritari Associated Press Don Whitehead, sem er með Bandamannahernum á Sikil- ey, sem fulltrúi bandarískra blaða, símar frá herstöðvum „einhversstaðar á Sikiley": Árás Bandamanna á Sikii- ey með landher, flota og flug- flota er einmitt tækifæriö, sem bandaríska herstjórnin vildi fá til að sannprófa árásarafl og baráttuhæfni þeirrar hern- aðartækni að senda her á svifflugum sem dregnar eru af herflutningaflugvélum yfir Miðjarðarhafið, það langt, að þær gátu svifið niður þang- að sem árásirnar átti að gera. Véllausar svifflugurnar, lausar við dráttarflugvélarnar svifu til jaröar hratt og hljóö- laust og þannig lentu hópar hermanna aö baki strandvarn arliði óvinanna. Árásir þeirra voru samstilltar árás- um' fallhlífarhersveita, og er þetta fyrsta sinni sem banda- Framhaid á 4. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.