Þjóðviljinn - 22.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.07.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Fimmtudagur 22. júlí 1943. 163. tölublað. 15 ftnh H Orel Riíssar íóku tim 100 bæí og þorp í sóknínní á Ord~ vígstöðvunum sídastiídínn sólarhríng tj'.Wi- p;y•¦¦'R.-.-*- hXn íV-ÁNn . 5. E;-A RMO . S/<1 '/terá _C£flWJ ¦".. /%Hv ¦^%2fep -4 U. S & A Kort af Sikiley. Bandamenn hafa nú hálfa eyna á valdí sínu Fasistaherirnir á mið- og vesturhluta Sikileyjar hafa byrj- að allsherjar undanhald til norðausturhluta eyjarinnar, segir í fregnum Bandamanna í gær. Hafa Bandamenn nú helming Sik- ileyjar á valdi sínu. Kanadahersveitir tóku í gær bæinn Enna, sem er mjög mik- ilvæg járnbrautarmiðstöð inni á miðri eyjunni, og halda áfram í átt til norðurs eftir vegi sem liggur til norðurstrandarinnar. Bandarískur her sækir fram vestar án þess að mæta verulegri mótspyrnu. Aðeins við Catania veita fasistaherirnir á|cveðna mótspyrnu, og eru þar háðir harðir bardagar. f*'' .}'{ h , AX um fórust, en jaijnmargar ítalsk ar voru skotnai< niður, fimm þeirra yfir Sardiníu. Eisenhówer hershöfðingi sagði blaðamönnum í gær að fasista- herirnir væru að reyna að koma sér upp öflugri varnarlínu á austurhluta eyjarinnar, og lægi hún m. a. um Etna. Vísitalan fyrir júlí 245 stig Vísitala júlímánaðar, en sam- kvæmt henni verður kaupgjald reiknað í ágústmánuði, hefur nú verið ákvörðuð og er hún 245 stig, eða einu stigi lægri en síð- ást. I fregnum Bandamanna er tal ið óvíst hvort undanhald fasista herjanna til norðausturhluta eyjarinnar þýði það að þeir séu. að undirbúa brottflutning frá Sikiley, eða hvort það er ætl un þeirra að verja norðaustur- horn eyjarinnar eins lengi og unrrt er. Tilkynnt var í gær að Mc Naughton yfirhershöfðingi Kanadahersins í Evrópu sé kom inn til Sikileyjar. Sprengjuflugvélar Banda- manna gerðu í fyrrinótt loft,árás ir á Napoli og tvær flughafnir á meginlandi Italíu. Loftárásir voru einnig gerðar á herstöðvar fasista á Sardiníu og Sikiley. Sex af Bandamananflugvélun- Rauði herinn sótti fram í gær á öllum hálfhringn- um er myndar Orel-vígstöðvarnar, frá 5—18 km. og er á tveimur stöðum í aðeins 15 km. f jarlægð frá borg- inni. Það eru hersveitirnar að norðaustan og austan sem mest varð ágengt í gær. Að norðaustan sóttu Rússar fram frá ígulvirkinu Mtsensk eftir járnbrautinni til Orel, og tóku þrjá stöðvarbæi. Að austan sækja Rúss- ar fram eftir járnbrautinni frá Jelets, og eru þær sveit- ir einnig í 15 km. fjarlægð frá Orel. Sovétherinn sem sækir að Brjansk-Oreljárnbraut- inni er aðeins 8 km. frá brautinni, og liggur hún undir stórskotahríð Rússa. Á þeim hluta vígstöðvanna tók rauði herinn 40 bæi og þorp, austur af Orel 50 þorp, og suður af borginni nokkur byggðarlög- Þýzka herstjórnin heldur á- I _____________________ fram að senda óþreytt lið og ó- grynni hergagna fram til víg- stöðvanna, og reynir árangurs- laust að stöðva hina þungu sókn rauða hersins. Einkum hafa Þjóðverjar lagt mikið í sölurn- ar til að hindra að sóvétherinn gæti sótt fram að Br'jansk-Orel- járnbrautinni, en það er aðal- flutningaleiðin til Orelvígstöðv- anna. B,auði herinn hefur bætt að- stöðu sína norður af Bjelgorod og hrundið gagnárásum Þjóð- verja. Rússar hafa einnig unnið á við ísjúm og Vorosiloffgrad. Eyjólfur Eyjólfsson bankagjaldkeri ráðinn framkv. stjóri Kaupfélags verkamanna í Vestmannaeyjum Stjórn Kaupfélags Verka- manna í Vestmannaeyjum, hef- ur ráðið Eyjólf Eyjólfsson sem framkvæmdarstjóra fyrir féiag- ið frá 1. sept. n. k. í stað ísleifs Högnasonar sem tók við for- stjórastöðu í KRON. Eyjólfur Eyjólfsson hefur ver- ið starfsmaður Landsbankans um fjölda mörg ár. Var hann fyrst starfandi við útbú bank- ans á Eskifirði, en undanfarið hefur hann verið gjaldkeri í víxladeild Landsbankans í Reykjavík. Torfi Hjartarson tollstjóri í Reykjavík Torfi Hjartarson bæjarfógeti á ísafirði hefur verið skipaður tollstjóri í Reykjavík frá 1. okt. n.k. Ályktun trúnaðarráðs Dagsbrúnar: Samníngufium vcrdur ckkí sagl upp Ríkisstjórinn ætlar að skipa nefnd til að enchir- skoða grundvöll vísitölunnar Trúnaðarráð Dagsbrúnar hélt fund í fyrrakvöld samkvæmt ákvörðun félagsfundarins á mánudagskvöld. En félagsfundur Dagsbrúnar hafði falið Trúnaðarráðinu að ganga endanlega frá ákvörðuninni um hvort segja ætti upp gildandi samningum við atvinnurekendur. Fundur Trúnaðarráðsins gerði svolátandi ályktun: Forseti iiennar er þýzki rithofundurinn Erich Weinert Frjálsir Þjóðverjar hafa undanfarið setið ráðstefnu í Moskva, og var í lok hennar mynduð „Þjóðnefnd" sem stjórnar starfsemi hreyfingarinnar. Forseti þjóðnefndarinnar er hinn heimskunni rithöfundur Erich Weinert. Meðal þátttakendanna á ráð- stefnunni voru fimm þýzkir rík- isþingmenn og margir þekktir menn. Ráðstefnuna sátu kjörnir fulltrúar frá öllum fangabúðun- um þar sem þýzkir herfangar eru hafðir. Nefndin birti ávarp til þýzku þjóðarinnar, sem útvarpað var frá rússneskum stöðvum og varpað yfir vígstöðvarnar á flug miðum. í ávarpinu segir meðal annars að Þýzkalánd hafi þegar tapað stríðinu og hrun þýzka nazism- ans sé yfirvofandi. Skorar nefnd in á þýzka verkamenn að leggja niður vinnu í hergagnaverk- smiðjum, fremja vinnusvik í hernaðariðnaðinum og krefjast friðar. Skorað er á hermennina að hörfa inn fyrir landamæri Þýzkalands og hætta að berjast. Með tilliti til undirtekta þing- flokkanna og forsætisráðherra varðandi skipun nefndar til end urskoðunar á grundvelli dýrtíð- arvísitölunnar, og með tilliti til annarra aðstæðna, ákveður trún aðarráðið, eftir að hafa athugað ákvörðun síðasta félagsfundar, að segja samningum félagsins við atvinnurekendur ekki upp að þessu sinni. Að öðru leyti vís- ar fundurinn til þeirra krafna er trúnaðarráðið setti fram. í samþykkt sinni á síðasta fundi sínum. Samþykkt með samhljóða at- kvæðum. Hafði stjórn Dagsbrúnar snú- ið sér til forsætisráðherra og farið þess á leit að skipuð yrði nú þegar nefnd til þess að fram- kvæma gagngerða endurskoðun á grundvelli vísitölunnar. Framh. á 4. síðu. Ávarpinu lýkur með hvöt til þýzku þjóðarinnar að varpa af sér oki nazismans og skapa þann ig möguleika fyrir sjálfstæðu og frjálsu Þýzkalandi undir lýð- ræðisstjórn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.