Þjóðviljinn - 22.07.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.07.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. júlí 1943. INTÍ luðinniiiNN Útgcfandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurirm Ritstjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartars >n Ritstjórn: Garðaslræti 17 — Víkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstræti 12 (1. hæð) Sími 2184. Vikingsprent h.f. Garðastræti 17. Varðar meiritiluta þjóðar- innar ekki um hvernig iandinu er stjórnað? „Ætlar Alþýðusambandið að fara að taka upp pólitíska stefnu?“ — spyr Alþýðublaðið. Heimskulegri spurning hefur varla verið orðuð á íslandi fyrr., Hefur Alþýðusambandið ekki alltaf haft pólitíska stefnu, einn- ig eftir að það hætti að vera flokkspólitískt tæki Alþýðu- flokksins? Var það ekki pólitísk stefna að berjast á móti gerðar- dómslögunum? Var það ekki pólitísk stefna að krefjast frels- is fyrir verklýðsfélögin? Var það ekki pólitísk stefna að knýja orlofið fram í samningum og heimta það inn í lög? Var það ekki pólitísk stefna að heimta alþýðustyggingar og hverskonar endurbætur á kjörum verkalýðs, lögfestingu 8 tíma vinnudags o. s. frv.? Var það ekki pólitísk stefna að vera á móti fasisma og erlendri yfirdrottnun, að vera með lýðræði og sjálfstæði ís- lenzku þjóðarinnar? Auðvitað er Alþýðusambandið pólitískt, eins og Vinnuveitenda- félagið, Búnaðarfélagið, S. í. S. o. fl. o. fl. samtök eru pólitísk. —I En þau eru ekki flokkspóli- tísk þessi samtök. Þau eru stétta pólitísk, ef svo mætti að orði komast, af því að öll stéttarbar- áttan er pólitísk barátta, af því að öll frelsisbarátta þjóðarinnar er pólitísk barátta. Mennirnir, sem mynda þessi samtök hafa sína ákveðnu afstöðu í lífinu og berjast út frá þeim hagsmunum og hugsjónum, sem afstaðan í lífinu og áhrif hugsunarinnar hefur skapað þeim. Maðurinn er pólitísk vera og að halda að sam- tökin, sem hann myndar til þess að hafa gagngerð áhrif í lífsbar- áttu hans, séu ekki pólitísk, ber vott um alveg ótórúlega van- þekkingu. En jafn eðlilegt'og sjálfsagt og það, að samtök eins og Alþýðu- sambandið séu pólitísk, hafi skoðun á landsmálum og beiti sér fyrir því að fá sinn vilja fram, jafn fráleitt er þaö að gera þessi samtök flokkspólitísk^ ein- oka þau undir yfirráð ákveðins flokks og sníða þeim þannig svo þröngan stakk að það dragi úr vexti þeirra og þroska, eða jafn- vel kyrki þau með öllu. * Alþýðusambandið telur nú tœpa 20 þúsund meðlimi. Það mun ekki ofreiknað að með þeim, sem eru á framfæri með- lima þess, er hér um samtök að rœða, sem ná beinlínis til yfir Islenzbír Lappomcnn fá liðsauka Ritstjóri AlþýðublaOsins gengur í lið með Hriílungum Hann eys í Alþýðublaðinu ósannindum og rógi á stjórn Alþýðusambandsins, Alþýðuflokksmenn og Alþýðusam- bandið sjálft J Tilgangur hans er auðsjáanlega að veikja samtök alþýðunnar innan frá, meðan Jónas frá Hriflu skipuleggur atlögu að þeim utan frá. Það var 8. júlí, sem Jónas frá Hriflu boðaði í „Degi“ mynd- un afturhaldsbandalags á íslandi til baráttu við verklýðssam- tökin og skoraði á bændur að búast til bardaga og blóðsúthell- inga nú þegar, setja hnefann á borðið í haust og fylgja eftir með festu svo verklýðshreyfingin yrði brotin á bak aftur. Það var ekkert verið að skera utan af því, sem til stóð. Það átti að hef ja „öld Hriflunga“ í landi voru, skapa hér Lappo-hreyfinguna eft- ir finnskri fyrirmynd og Jónas gerði strax sínar ráðstafanir að kvislinga sið til þess að reyna að fá erlent vald til þess að aðstoða fasistahreyfingu hans, svo hún gæti komist til valda. Þjóðviljinn vakti tafarlaust athygli almennings á því, sem hér væri að gerast, og það fór ekki hjá því að fyrirætlanir Hrifl- unga yrðu heyrum kunnar og ræddar af kappi meðal alþýðu manna. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞEGIR En. eitt undruðust menn. Alþýðublaðið, sem að því er flestum Alþýðuflokksmönnum fannst, átti hér ekki síður að standa á verði en Þjóðviljinn, steinþagði um málið. Því var logið upp, að verka- menn væru að undirbúa nýja og 60 þúsund manna eða meirihluta íslendinga. Getur nú nokkrum lifándi manni komið það til hugar að þessi 60 þúsund manns, meiri- hluti þjóðarinnar, varði ekkert um það hvernig landinu er stjórnað, hvort er hér er t. d. fas- istastjórn Hriflunga, hinna ís- lenzku Kvislinga, sem Jónas frá Hriflu er nú að reyna að koma á með samsæri afturhaldsliða úr öllum gömlu þjóðstjórnarflokk- unum, — eða hvort hér er frjáls- huga umbótastjórn, er veitir al- þýðu manna mikilsverðar um- bætur og réttindi, jafnar kjör manna og tryggir næga atvinnu og örugga afkomu? Eins og Alþýðusambandið ætti bara að sitja og bíða 'rólegt meðan það sér fasistana skera upp herör til þess að ráðast á verklýðssamtökin, til þess að lækka grunnkaup þeirra, leiða yfir verkalýðinn atvinnuleysi ög hrun, og síðan svifta hann frelsi sínu og mannréttindum? Þeir, sem ráðleggja verkalýðn um að sera slíkt, eru sjálfir Hriflungar, íslenzkir Kvislingar, sem vilja lofa Jónasi frá Hriflu og verstu afturhaldsseggjunum að sameinast gegn alþýöunni í ró og næði. Hriflungurinn við Alþýðublaðið á áð reyna að láta Alþýðusambandið steinsofa á meðan. Takist honum það ekki, á hann að reyna að skapa sundr- ungu í þvi, svo seinna gangi að sameina raðir alþýðunnar gegn fasismanum. Og takist ekkert af þessu, þá á Rindill-inn við Al- þýðublaðið sjálfur að fara inn endurbætta útgáfu af 9. nóvem- ber. — Alþýðublaðið þagði. Það var skorað á bændur að fylkja liði og setja hnefann á borðið gagnvart verkamönnum. — Alþýðublaðið þagði. Því-var opinberlega lýst yfir af formanni næststærsta stjórn- málaflokksins í landinu, að nú í bandalagið, sem hann brenni- merkir nú, til þess að draga þar lokur frá hurðum, þegar verst gegnir, og hleypa fjandmönnun- um inn, alþýðunni að óvörum. * íslenzkir verkamenn! Verið á verði um Alþýðusam- bandið! Látið e£ki slæva bit þess, því það er sterkasta vopn- ið, sem þið eigið! Alþýðusambandið er ekki að- eins vopn ykkar til þess að beita því í kaupgjaldsmálunum. Það er líka sterkasta vopnið til að knýja fram atvinnu, — atvinn- una, sem er undirstaðan að allri lífsafkomu konu ykkar, barna, og ykkar sjálfra. Og það eina, sem tryggt getur atvinnuna, eru svo sterk áhrif Alþýðusambandsins (og sam- taka, sem skyld eru því og vin- veitt) á ríkisstjórnina og það verði alltaf séð um að nóg at- vinna sé. Verkamenn! Varðveitið Alþýðusambandið sem augastein ykkar! Vísið sundrungarseggnum við Al- þýðublaðið heim til föðurhús- anna í Hriflu, hann á heima í hinu bandalaginu — Jónasar og Eggerts Claessens! Alþýðusambandið og samtök þau, sem það vill mynda, eru fjöregg þjóðarinnar. Undir styrk leik og skjótum sigri þessa bandalags alþýðunnar er fram- tíð þjóðarinnar komin. Látið Jónasi frá Hriflu og útsendurum hans ekki takast að eyðileggja það! verði bændur, útgerðarmenn og „leiðtogar iðnaðarins“ að taka •höndum saman til þess að brjóta vald verklýðshreyfingar- inna.r á bak aftur, koma á at- vinnuleysi og lækka kaup verka manna. — Alþýðublaðið þagði. Meðal Alþýðuflokksmanna óx reiðin við hinn uppvaxandi fas- isma og skilningurinn á þörf þess að öll alþýða stæði nú sam- einuð. Alþýðusambandsstjórnin gaf út ávarp sitt til þjóðarinnar og markaði stefnu þá, sem bandalag alþýðunnar hlyti að fyigja. ALÞÝÐUBLAÐIÐ KASTAR GRÍMUNNI Þá var ritstjóra Alþýðublaðs- ins nóg boðið. Hann sá fram á að verklýðshreyfingin myndi standa algerlega sameinuð til sóknar og varnar, — og þá væri henni sigur vís. — Og það mátti aldrei ske. í gær ræðst Alþýðublaðið á Alþýðusambandsstjórnina sem heild fyrir ávarpið og stefnu- skrána. Auk heimskulegs þvað- urs úm að meirihluti þjóðarinn- ar, sem Alþýðusambandið er fulltrúi fyrir, sé að skipta sér af málum, sem séu utan þess verkahrings (eins og Alþýðu- sambandinu séu nokkur lands- mál óviðkomandi!), þá fer rit- stjórinn með bein ósannindi um Alþýðusambandsstjórnina og samþykkt ávarpsins og stefnu- skrárinnar. Ritstjórinn segir að það hafi verið ágreiningur um samþykkt þessa ávarps og stefnuskrár í A1 þýðusambandsstjórn. Þetta er algerlega ósatt. Alþýðusambandsstjórnin sam þykkti hvortveggja einróma og var hver einasti viðstaddur sambandsstjórnarmeðlimur með. Ritstjórinn segir að ágreining ur hafi verið um eina grein stefnuskrárinnar, þá, er fjallar um sjálfstæðismálið og hvernig tryggja skuli frelsi og friðhelgi landsins. Þessi grein var samþykkt með hverju einasta atkvæði í sam- bandsstjóm og var borin fram eins og hún nú er orðuð af sjálf- um forseta Alþýðusambandsins, Guðgeir Jónssyni. Það þarf ekki langt að grafa til þess að komast fyrir rætur þess hversvegna ritstjóri Al- þýðublaðsins fer með svona ó- svífin ósannindi einmitt varð- andi sjálfstæðismálið. Það er „Bísl“ sagt sO Ma „Vísi“ hefur auðsjáanlega verið sagt að þegja. Hann hefur, sem svo oft endranær, gert yfirboðurum sínum og eigendum óleik, með því að ljóstra því upp í ótíma að þeir vilji gera ísland að áhrifa- svæði Bandaríkjanna og taka upp fjandskap við Norður- lönd að sama skapi og vingast sé í vesturátt. Það var auðsjáanlega ekki meining herranna að þessar fyrirætlanir yrðu heyrum kunnar — og nú er „Vísi“ því sagt að þegja og spila bara gömlu Berlínarplötuna um Rússa og komma og lána Al- þýðublaðinu hana til afnota öðru hvoru. — Verði þeim það að góðu! Þeim er sannar- lega ekki of gott að skemmta sér við ryðgaðar grammófón- plötur Göbbels, greyjunum. . En þjóðin er Vísi þakklát fyrir uppljóstranir hans. um Vesturheimsagentana nýju. Hún mun ekki gleyma þeim hvað mikið sem þeir nú kunna að arga önnur lög. Það má segja að gæfu ís- lands verði nú flest til geng- is, meira að segja gáfnaleysi V ísisritstjóranna. vitað að hann stendur svo að segja einn með þá hneykslan- legu afstöðu, sem Alþýðublaðið hefúr tekið í því máli, en meg- inþorri Alþýðuflokksmanna eru andstæðir honum. Þessvegna er hann nú að reyna að ljúga upp á flokksmenn sína í Alþýðusam- bandsstjórn, til þess að láta ekki bera á hve gersamlega, fylgis- snauður hann sé í flokknum. En frekast af öllu er þó, að ritstjóri Alþýðublaðsins reynir að klína þessum skoðunum sín- um á einn paeðlim Alþýðusam- bandsstjórnarinnar, Sæmund Ólafss., og reynir að telja mönn- um trú um að þetta séu einnig skoðanir hans, sem blaðið túlki. Svo alræmdu ósannindamál- gagni sem Alþýðublaðinu verð- ur auðvitað ekki trúað einu orðf, sem það þykist hafa eftir Sæmundi, fyrr en fyrir liggur vfirlýsing frá honum sjálfum þess efnis, eftir að hann hefur lesið blaðið. Og hvernig hann ætti að gefa slíka yfirlýsingu eftir að hafa sjálfur samið, und- irskrifað og gefið út ávarpið og stefnuskrána sem algerlega sam eiginlegt skjal sambandsstjórn- ar, — það er óskiljanlegt. TILGANGUR ALÞÝÐUBLAÐS RITSTJÓRANS: AÐ REYNA AÐ EYÐILEGGJA BANDALAGIÐ Það þarf ekki að fara í nein- ar grafgötur til þess að finna hvað fyrir ritstjóra Alþýðublaðs ins vakir: Hann ætlar að reyna að eyði- leggja bandalag alþýðunnar, — slá flokkslegri sundrung í þessi Framhald á 4. síðu. .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.