Þjóðviljinn - 22.07.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 22.07.1943, Blaðsíða 2
I • J VI ZJ V l . <N íimmtudagur 22. júlí 1943. rnrc^ Ljót er saga Lyga-Marðar í Njálu. Ljótari er saga Lyga-Marðar í verklýðshreyfingunni. * Hann laug sig inn á Alþýðublaðið forðum daga_ Hann kom til róttæks ritstjóra þess, fornvinar síns, og kvaðst vera góður sósíalisti, marx- isti, leninisti. Og vinur hans tók hann að blaðinu. Hann hélt að rót- tækri, vinstri stefnu í Alþýðuflokkn- um yrði að því stoð og'stytta. Þannig laug Lyga-Mörður sig inn á Alþýðuflokkinn. * Svo komu átökin um hvort Alþýðu flokkurinn skyldi fara í þjóðstjórn- ina. Róttækari mennirnir börðust á móti því sem mest þeir máttu. Rit- stjóri Alþýðublaðsins sagði af sér til þess að fylgja málstað þeirra fram. — Afturhaldsklikan varð ofan á og lét kné fylgja kviði. En nú vantaði hana hæfan mann til þess að verja lögfestingu kaupsins og allar svívirð ingar þjóðstjórnarinnar. Það þurfti einhvern, sem einskis sveifst og engu hafði að tapa. Og Lyga-Mörður varð fyrir valinu. Ekki vantaði viljann. Lyga-Mörður launaði þarmeð vini sínum og velgerðarmanni traustið, sem hans var von og vísa. # Lyga-Mörður laug sig nú upp í Al- þýðuflokkinn. Allt. sem hann snerti við, um- hverfðist í höndum lians. Stefnuskrá flokksins túlkaði hann þveröfugt við orðanna hljóðan og orðanna mein- ingu, eins og skrattinn biblíuna. Þegar stefnuskráin boðaði Sovét- vináttu, skrifaði Lyga-Mörður blað eftir blað, blossandi af Sovéthatri. Þegar stefnuskráin fyrirskipaði baráttu gegn fasismanum og vernd Sovétríkjanna gegn árás, — óskaði Lyga-Mörður að herstjórn Breta um ósigurs og fasismanúm algers sig urs yfir sósíalismanum. Ef verkamenn fóru í verkfall, laug Lyga-Mörður að herstjórn Breta um verkamenn og fékk leiðtoga þeirra tekna fasta_ Ef verkamenn f<jru ekki í verkfall gegn herstjórninni, laug Lyga-Mörð- ur því að verkamönnum að nú væru leiðtogar þeirra að svíkja þá, fyrst þeir leiddu þá ekki á glapstigu. En aðaláhugamál Lyga-Marðar var að fá Þjóðviljann og Sósíalista- flokkinn bannaðan og þegar brezka herstjórnin uppfyllti óskir hans að nokkru, hreykti Lyga-Mörður sér fyrst sem hani á hól, — en þegar fyrirlitning fólksins skall yfir hann sem vatnsgusa, tók hann að ljúga því að hann hefði hvergi komið þar nærri. Fyrirlitning fólksins á Lyga-Merði og öllu því, seip hann var riðinn við, óx dag frá degi. ÍÞannig tókst Lyga-Merði að Ijúga æruna og fylgið af Alþýðuflokknum. Á betra v'ar ekki von, þegar slíkum manni hafði verið falið að varðveita hvortveggja. Og nú er svo komið að Iygin er orðin hjá honum ástríða eða æði. Hann getur helzt ekki sagt satt og verði honum það óvart á, þá ,,Ieið- réttir" hann það með lygi á eftir, sbr. um birtingu dönsk-íslenzku skjalanna, sem hann sagði satt um á föstudag, tók sig svo á því og laug um það all hressilega á sunnudag. Og sé eitthvað rekið ofan í hann, svo allir sjái, þá þegir Mörður við, en strax vaxa út á honum tvær lyg- ar á öðrum stað í staðinn. Og nú gengur hann slíkan ber- serksgang í lyginni, að meira að segja hans eigin flokksmenn verða nú fyrir barðinu á honum vægðar- laust. Lyga-Mörður segir Jón Sigurðs- son, framkvæmdastjóra Alþýðusam- bandsins hafa verið að kljúfa verk- íýðsfélögin á Akureyri, þegar hann var að sameina þau. Iðja og iðnaður árið sem leið Nýlega er kómin út ársskýrsla Landsbanka íslands. Er þar að finna fróðlegar upplýsingar um iðju og iðnað árið sem leið. Hér eru birtar nokkrar tölur .um famleiðslu innlenda iðn- aðarins 1942. Innan sviga er til samanburðar framleiðslan árið áður (1941). Lyga-Mörður ræðst á Alþýðu- flokksmenn á Seyðisfirði sem fífl og svikara fyrir að framfylgja stefnu- skrár-atriði Alþýðuflokksins um að gera ísland að lýðveldi. Lyga-Mörður haugar saman lyg- um á Alþýðuflokksmenn í Alþýðu- sambandsstjórn til þess að reyna að eyðileggja það bandalag innan frá, sem kennari hans og Iærimeistari frá Hriflu er að reyna að sameina auðmenn og afturhald til árása á utan frá. Og þegar allar lygar Marðar eru hraktar, þær er fram koma á menn innan lands, þá lýgur hann því kröft ugar á þá, sem ekki mega bera hönd fyrir höfuð sér. Þannig er það uppáhaldslygi Marð ar nú að Norðurlandaþjóðirnar unni íslendingum ekki frelsis og muni ó- vingast við þá, ef ísland verður lýð- veldi í vetur. Vini hans og banda- manni, Jónasi, eru álygar þessar kærkomið tilefni til æsinga g:egn Norðurlöndum. En nú er sem Lyga-Merði finnist að ekki sé vænna að fullkomna verk sitt. Dag eftir dag keppist hann við að ljúga því að Alþýðuflokkurinn sé á móti Iýðveldisstofnuninni sam- kvæmt tillögum stjórnarskrárnefnd- ar, vitandi að yfirgnæfandi meiri- hluti flokksins er með þeim, að hon- um sjálfum og örfáum slíkum und- anteknum. En hann skiptir það engu, þó hann ljúgi lýtum á flokk- inn og eyðileggi hann i augum al- þjóðar_ Hans vilji skal fram, hvað sem liver segir og allir, sem á móti honum eru, — já, þeir eru bara er- indrekar Moskvavaldsins, og Rússa, — og burt með þá! Skyldu Alþýðuflokksmenn losa sig við Lyga-Mörð áður en hann lýg- ur burt Alþýðuflokkinn? Á árinu hafa 3 (3) ullarverk- srrfiðjur unnið úr 279 (329) tonn- um af ull. Stærstu mjólkurbúin (4) unnu úr 7 911 (9 140) tonn- um af mjólk. 2 (2) verksmiðjur suðu niður 95 (82) tonn af kjöti, 2 (3) verksmiðjur 313 (535) tonn af fiski og nýrri síld, 2 (2) verksmiðjur 1 970 (2 429) tunn- ur af síld, 1 (2) verksmiðja 44 (23) tonn af rækjum, og 1 (1) verksmiðja 658 (567) tonn af mjólk. í garnastöð Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga voru hreinsaðar 333 (402) þúsund garnir. Skinnaverksmiðjan Ið- ■ unn afullaði 48 (45) þúsund gærur. í 4 (3) verksmiðjum voru sútaðar 18 300 (12 900) gær- ur og 5 (4) verksmiðjum 55 000 (48 000) önnur skinn og húðir. Smjörlíkisverksmiðjurnar 7 (7) framleiddu 1 @48 (1 690) tonn af smjörlíki. I kornmyllu Mjólkurfélags Reykjavíkur voru möluð 590 (915) tonn af korni. í 4 (3) verksmiðjum voru fram- leidd 205 (155) tonn af súkku- laði, í 9 (7) verksmiðjum, 110 (66) tonn af brjóstsykri, í 4 (4) verksmiðjum 67 (48) tonn af karamellum, í 4 (3) verksmiðj- um 57 (41) tonn af konfekti, og í 4 (4) verksmiðjum 80 (60) tonn af ávaxtasultu. 3 (3) verk- smiðjur bökuðu 558 (573) tonn af kexi. Kaffibætisgerðirnar 3 (3) framleiddu 324 (293) tonn af kaffibæti. 2 (2) ölgerðir fram- leiddu 16 594 (15 538) hl' af öli, S.G.T." danslcikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðasala kl. 5—7. Sími 3240. — Hljómsveit Bjafna Böðvarssonar. TILKYNNING Byggingarsteinn og aðrar vikurvörur úr Eyrar- bakkavikri, verður hér eftir einungis til sölu hjá okkur. Jafnframt er mönnum á það bent, að hverskonar vikurflutningar frá Eyrarbakka, vestur yfir Hellis- heiði, eru óheimilir án okkar leyfis. Pipuverbsmídían bX Verkamenn og trésmiði vantar í hitaveituvinnu. Ráðning fer fram daglega kl. \ 7—8 f. hád. í áhaldahúsi Höjgaards & Svhultz A.s. við 7—8 f. h. í áhaldahúsi Höjgaards & Schultz A.S. við Miðstræti 12. HITAVEITAN 5 (4) gosdrykkjagerðir 12 934 (8 323) hl. af gosdrykkjum, og í 5 (5) verksmiðjum voru fram- leiddir 309 (203 hl. af saft. I 5 (6) verksmiðjum voru fram- leidd 383 (452) tonn af sápu og í 2 (2) verksmiðjum 40 (39) tonn af kertum. í 6 (8) verk- smiðjum voru framleidd 43 (38) tonn af skóáburði, fægiáburði og fægilegi, í 5 (5) verksmiðjum 229 (198) tonn af þvotta- og ræstidufti, í 5 (6) verksmiðjum 76 (72) tonn af bökunarefni og í 7 (8) verksmiðjum 10.3 (12,4) tonn af fegurðarmeðulum. Á- fengisverzlun ríkisins fram- leiddi 41,9 (41,4) hl. af bökunar- dropum, 89,3 (28,2) hl. af hár- vötnum 15 (95) lítra af ilm- vötnum og 679,8 (868,6) hl. af brennivíni. Tóbaksgerð Tóbaks- einkasölu ríkisins framleiddi 34,5 (30,4) tonn af skornu og ó- skornu neftóbaki. Árið 1940, er þessi starfsemi byrjaði, nam framleiðslan 11,7 tonnum. Sjóklæðagerð íslands fram- leiddi 21 500 (22 700) stk. olíuföt og regnkápur, 2 (2) vinnufata- gerðir 104 300 (111 400) flíkur, 4 (4) fataverksmiðjur 23 800 (15 700) rykfrakka og kápur, 4 (3) skyrtugerðir 43 700 (22 800) skyrtur, 5 (5) prjónastofur 64 200 (73 000) flíkur, og í 4 (5) verksmiðjum voru framleidd 23 900 (28 600) pör af hönzkum og lúffum. 3 (/3) skóverksmiðjur gerðu 80 600 (101 500) pör af skóm, en 2 (2) leðurvöruverk- dropum, 89,8 (868,6) hl af í 4 (4) kassagerðum voru smíðaðir 321 900 (295 00) kassar. Stáltunnugerðin smíðaði 25 300 (23 700) heiltunnur og 2 300 (6190) hálftunnur. Engin tré- tunnugerð starfaði á árinu. Belgjagerðin framleiddi 4 500 (4 70Ó) belgi og 12 500 (6 400) „Matur er manns- ins megin.“ Blóðmör Lifrarpylsa Svið “ I og flest annað, sem þér þarfnist í fei$alagið og sumardvöliná fáið þér í Kjöt I Fiskur Símar, 3828 og 4764. (hornið Baldursgötu og I»órsg:ötu). DAGLEGA NY EGG, soðin og hrá Kaffisalan Hafnarstræti 16. ooooooooooooooooo „Astandíd" í Færeýjum í nýútkomnu Læknablaði er sagt frá því að allmikið hafi kveðið að því, að færeyskar súlkur yrðu barns- hafandi af völdum hermanna. Gerir R. K. Rasmussen ráð fyrir því að þær séu ekki öllu færri en 50 á einu ári. „Það er allstaðar sama- sagan“, bætir Læknablaðið við. Kynsjúkdómar hafa og farið í vöxt á Færeyjum á stríðsárunum. Árið 1941 sýktust þar 25 menn af sýfilis, og er það ekkert smáræði (íbúar eru samtals 27 þús.). Auk þess sýktust margir af lekanda. AII- ir sjúklingarnir sýktust upprunalega í sama bænum í Skotlandi og sýktu síðan aðra er heim kom. stk. af stormfötum. Hampiðjan spann 169 (202) tonn af garni, 1 (1) verksmiðja framleiddi 4 500 (7 000) þorskanet og 1 (1) verk- smiðja 8 755 (11 316) tylftir af fiskilínum og 44,35 (40,3) millj. öngultauma. ísaga t framléiddi 20,9' (15,5) tonn af acetylengasi og 50 000 (35 700) m3 af súrefni. Raftækjaverksmiðjan í Hafnar- firði framleiddi 603 (477) elda- vélár og 467 (1200) færanlega ofna. 4 (4) blikksmiðjur unnu úr 364 (280) tonnum af járni, 1,8 (1,6) tonnum af eiri og látúni og 4,1 (4,4) tonnum af tini, zinki og blýi. Dósaverksmiðjan fram- leiddi 2,15 (3,1) millj. stk. af dósum. Málningarverksmiðjurn- ar 3 (2) framleiddu 1 060 (578) tonn af málningu og 90 (60) tonn af lökkum. Vikurfélagið h. f. framleiddi 18 000 m2 af 7 cm. þykkum vikurplötum til einangr unar, og 3 500 m2 af 10 cm. plöt- um. r\r cmí^izo Ármann Vörumóttaka til Öræfa í dag. Rifsnes Vörumóttaka til Vest- mannaeyja í dag. Esj a Vörumóttaka til hafna frá Hornafirði til Bakka- fjarðar síðdegis á mor^un (föstudag) og árdegis á laugardag. Pantaðir farseðlar óskast sóttir ekki síðar en á laug- ardag. Verið getur, að vörur til Hornaf jarðar og sunnan- verðra Austfjarða verði sendar með minna skipi, og 'ér vissara fyrir sendendur að gera ráð fyrir þessu í sambandi við vátryggingu varanna. Þór Vörumóttaka til Ingólfs- f jarðar árdegis á laugardag

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.