Þjóðviljinn - 23.07.1943, Síða 4
Næturlæknir er í Læknavarðstöð
Reykjavíkur í Austurbæjarskólan-
Næturvakt er í Laugavegsapóteki.
Útvarpð í dag:
Föstudagur 23. júlí
19,25 Hljómplötur: Harmonikulög.
20,30 íþróttaþáttur í. S. í.
20,45 Hljómplötur: Kvartett eftir
Ditterstorf.
21,00 „Úr handraðanum".
21,20 Hljómplötur:
a) Píanó-konsert í G-moll eft-
ir Sajnt-Saens.
b) Symfónía í D-dúr, nr. 3, eft-
ir Tschaikowsky.
Kynsjúkdómar
færasí i vöxf
i Reykjavík
Hér í Reykjavík hafa kynsjúkdóm
ar farið mikið í vöxt Hannes
Guðmundsson, sérlæknir í kynsjúk-
dómum, hefur skýrt blaðinu frá því
að kynsjúkdómar, sérstaklega þó
sýfilis, hafi aukist jafnt og þétt frá
stríðsbyrjun og ekki sízt uppá síð-
kastið. Sagði læknirinn að smitunin
væri ekki mikil frá hernum sjálf-
um. Flest tilfellin má rekja til Bret-
lands, en þar er mjög mikið um kyn-
sjúkdóma nú. Algengar eru og smit-
anir frá mönnum á flutningaskipun-
um erlendu, sem sigla hingað.
Maður drukknar
S. I. þriðjudagskvöld drukkn-
aði Guðmundur Gísli Jónsson
frá Isafirði. Fór hann einn á
trillubát út í Álftafjörð til að
vitja um lóðir, en kom ekki aft-
ur úr þeirri ferð.
Menn sem voru á báti í ná-
munda við bát Guðmundar,
urðu þess allt í einu varir að
Guðmundur var horfinn úr
bátnum. Réru beir að bátnum
sem var mannlaus, en húfa
Guðmundar flaut á sjónum rétt
hjá. .
Guðmundur heitinn var rúm-
lega fertugur. Lætur hann eftir
sig konu og eitt barn.
Telpukjólar
úr lérefti og tvist-taui á tveggja
til tíu ára.
Verzlun H. Toft
Skólavörðustíg 5.
Sími 1035
MUNIÐ
Kaffisöluna
Hafnarstræti 16
ooooooooooooooooo
NÝJA Blé
Amerísk sveitasæla
(Young America)
JANE WITHERS
LYNNE ROBERTS
WILLIAM TRACY.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
a
Orustan um
Stalíngrad
(The Story of Stalingrad)
' Rússnesk mynd.
Aukamynd:
Aðgerðir á andlitslýtum
Litmynd.
Sýning kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð fyrir börn innan 16
ára
Síðasta sinn.
Fímleikaför Armanns . , . .
Framh. af 3. síðu.
eitt um nóttina. Var sýnt úti í
stilli logni undir heiðskírum
himni, á eggsléttri grasflöt.
Næstum allir Ólafsfirðingar
voru á fótum, ungir sem gamlir,
og nutu sýninganna með hrifn-
ingu, sem voru sérlega góðar
við þessi ágætu skilyrði. A eftir
sátu flokkarnir höfðinglegt boð
„Sameiningar“, en síðan var
haldið til skips og kvöddu flokk-
Landsmót í flokkaíþróttum
Framh1. af 3. *íöu.
sagt en vonandi verða félögin
svo sterk að þau geti Staðið ein.
Þessa tillögu sem hér er lögð
fram ættu félögin að athuga og
ef hún sýndist vera heppilegri
en fyrirkomulag það sem ríkt
hefur, ættu aðilar að koma sér
saman um að framkvæma hana.
Þetta er nú allt á byrjunarstigi
hjá okkur, en því fyrr sem við
finnum heppilegan grundvöll
fyrir einhver atriði íþróttastarf-
seminnar, því betra.
Nýtt tryggingafélag
Hlutafé á aðra millj. króna
Skrásett hefur verið hér 1
bænum nýtt milljónafélag.
Nefnist það „Hlutafélagið Al-
menna Tryggingarfélagið“ og er
tilgangur þess að reka'trygging-
arstarfsemi allskonar, bæði inn-
anlands og utan.
Stofnendur félagsins eru 27
talsins. Hlutafé er 1 milljón 120
þúsund krónur og er helmingur
hlutafjárins innborgaður. For-
maður félagsstjórnar er Carl
Olsen, stórkaupmaður, en með
honum eru í stjórn: Sigurður
Jónsson, forstj. Slippfélagsins,
Geir H. Zöega og Gunnar Guð-
jónsson (auk þeirra var Ragnar
heitinn Blöndal stjórnarmeðlim-
ur). Varastjórn skipa: Pétur
Guðmundsson í Málaranum og
Gunnar Einarsson forstj. Isafold
arprentsmiðju.
Framkvæmdarstjóri þessa
nýja félags er Baldvin Einars-
son sem hefur starfað hjá Trolle
& Rothe.
Þess skal getið að hlutafé
Sjóvátryggingarfélagsins er 1,3
millj. króna.
arnir Ólafsfirðinga á bryggjunni
með gagnkvæmum húrrahróp-
um. Er þetta víst í fyrsta sinni
sem Ólafsfirðingar eru sóttir
heim af úrvalsflokkum.
Á fimmtudag var haldið til
Mývatns með viðkomu að Laug-
um, en síðan var farið út í
Slúttnes. Næstu nótt var gist að
Laugum. Á föstudaginn var svo
haldið til Húsavíkur og sýnt þar
um kvöldið í samkomuhúsinu.
Húsvíkingar tóku vel við okkur
og hafði íþróttafélagið Völsung-
ur forgöngu þar um, form. Sig.
Péturs Björnsson. Næsta dag
var haldið í Ásbyrgi og síðan að
Dettifossi, en um kvöldið ekið
að Laugum sem nú var orðinn
dvalarstaður flokkanna. Daginn
eftir, sunnudag, var svo sýnt að
Laugum og var það síðasta sýn-
ing flokkanna að þessu sinni. Á
eftir sýningunni var flokkun-
um haldið samsæti og sátu það
auk Ármenninga ýmsir velunn-
arar flokkanna og félagsins frá
Akureyri, úr Reykjadalnum og
Húsvíkingar sem komu í tveim-
ur bílum til að vera viðstaddir
sýninguna að Laugum. Nokkrar
ræður voru fluttar í samsætinu
og flokkunum þakkað fyrir sýn-
ingarnar. Að loknu samsætinu
var stiginn dans fram á nótt.
Þar með var sýningarförin á
enda og byrjaði nú hvíldarsum-
arfríið, því dð Laugum dvöldu
svo flokkarnir í bezta yfirlæti til
laugardags þ. 17. þ. m. að hald-
ið var heimleiðis.
íþróttalegan árangur af för-
inni má telja mikinn og höfðu
Ármenningarnir mikla ánægju
af að kynnast hinum mörgu á-
hugasömu íþróttamönnum sem
á leið þeirra urðu. Þetta er önn-
ur stór-ferð fimleikaflokka Ár-
manns út um byggðir landsins.
Árið 1937 fóru þeir í hringferð
austur um land með viðkomu 1
Vestmannaeyjum, Hornafirði,
Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eski-
firði, Norðfirði, Seyðisfirði, Hall
ormsstað, Eiðum, Húsavík, Laug
um, Akureyri og Reykjaskóla í
Hrútafirði. Áður 1 sumar fór svo
flokkur glímumanna í sýningar-
för um Norðurland.
Það má því með sanni segja að
Ármenningar hafa unnið ötul-
lega að því að kynna og breiða
íþróttir út um landsbyggðina og
að kynnast því íþróttafólki sem
þar býr, en gagnkvæm kynning
og þekking á millum íþrótta-
manna er eitt mikið atriði í
vexti og viðgangi íþróttanna.
DREKAKYN
Eftir Pearl Buck
svo að þau gætu haldið í sér lífinu. Auk þess hafði sum-
arið verið langt og hlýtt, og nú í haustbyrjun fannst hon-
um hann vera þreyttur og gamall og lífið var honum ekki
lengur mikils virði.
Eg hef ekki einu sinni lengur ánægju af landi mínu,
hugsaði hann dag einn þegar hann fór út til þess að sjá
hvort hrísinn væri orðinn full þroskaður til uppskeru.
Ef uppskeran er góð, þá er það mér til ills, því að þá fer
hún í óvinina. Ef hún er slæm, þá er það af því að ég hef
ekki ort jörðina eins og mér ber. Ekkert getur orðið manni
til ánægju, meðan óvinirnir liggja svona á okkur eins og
óargadýr.
Honum kom nú fyrst til hugar, hvort það hefði verið
rétt af sér að vera kyrr á jörðinni, af því að hann varð að
fæða óvinina árum saman, og það varð honum til mikils
hugarangurs.
Ef við gætum bara vonað, sagði hann dag einn við næst-
elzta son sinn. — Ef við eygðum einhvers staðar krepptan
hnefa okkur til hjálpar, en það er enginn sem vill hjálpa
okkur. Hvarvetna í heiminum hugsa menn aðeins um sig
og sína.
Því að nú vissu jafnvel menn eins og hann að ekkert af
löndum heimsins hafði komið þeim til hjálpar í þessu von-
litla stríði, og hann og nágrannar hans höfðu heyrt að 1
löndum sem þóttust vera vinveitt þeim, voru menn sem
seldu vopn og vistir til óvinanna fyrir það verð sem þeir
gátu fengið, og honum og hans líkum sárnaði því réttlætið
átti sér orðið fáa stuðningsmenn meðal mannanna. Hver
var öðrum líkur, og þó að sumir menn færu ekki með stríði
á hendur nágranna sínum, þá voru það þeim engar máls-
bætur, ef þeir seldu árásarþjóðunum vopn, þar sem þeir
höfðu búið til vopnin og selt þau síðan í hendur þeirra sem
notuðu þau til þess að fara með stríði á hendur saklausu
fólki. Þetta vissi Ling Tan allt, og hann var orðinn leiður
á að bíða eftir hjálp. Það var um enga hjálp að ræða, og
smám saman varð hann vondaufari, eftir því sem leið á
fimmta styrjaldaráráið.
Allir menn eru illa innrættir, sagði hann við son sinn.
— Það er enginn maður á guðs grænni jörðinni sem stend-
ur ekki á sama um rétt og rangt. Og við erum öll að farast.
Og matarlyst hans þvarr og hann vann ekki eins mikið
og áður og hann hafði enga ánægju framar af uppsker-
uvinnunni og sáningunni, sem haldið hafði honum ungum
árum saman.
Þessu hélt áfram unz Ling Sao fór að óttast um hann,
því að hann var henni enn þá meira virði en allt annað,
og hún kallaði á Lao Er inn í eldhúsið dag einn og sagði:
Þú verður að láta þér detta eitthvað 1 hug sem gæti gef-
ið föður þínum vonina aftur. Hann er maður sem aldrei
áður hefur gefið upp alla von.
Það sem þú biður mig um er mjög erfitt að veita, móð-
ir mín, sagði Lao Er dapurlega. Hvað ætti það að vera? Get
ég keypt vonina einhvers staðar eða fundið hana liggjandi
úti á víðavangi eins og gimstein sem einhver hefði misst?
Vonina verðum við að finna 1 lífi okkar sjálfra, annars ér
það ekki von, heldur draumórar.
Þá er líf föður þíns á enda, sagði Ling Sao grátandi. Og
hin langa barátta okkar töpuð. Og óvinirnir ganga með
sigur af hólmi.
Lao Er reyndi að finna einhverjar góðar fréttir sem
hann gæti sagt föður sínum, en hvar átti hann að fá þær?
Þó að mennirnir væru illir á þessum slóðum, gátu guð-
irnir verið það einnig. Eitt ár hafði rignt svo að uppsker-
an hafði eyðilagzt, og árið sem leið hafði verið fullt af
hörmungum, því að í norðurfylkjunum var hungursneyð
og hungrað fólk reikaði suður á bóginn, úr öskunni í eld-
inn. Áður hafði það einnig reikað um, og Ling Tan og
aðrir höfðu hjálpað því, en hvaða hjálp var nú að finna,
þegar helmingur þorpanna hafði verið brenndur til kaldra
kola.
í borginni sat leppstjórinn í sæti sínu, og gaf út fyrir-
skipanir sínar, og erlendis kölluðu þær þjóðir, sem voru
vinveittar óvinunum, hann drottnara. Það var að vísu
satt, að þau höfðu heyrt að verið væri að koma upp mikl-
um og öflugum her í frjálsa landinu, en aldrei sæu þau
þennan her, og þeim sem voru hér við búskapinn í sveit-
inni, var það einungis eins og hver önnur slúðursaga. Því
að óvinirnir sáu um það að þau fengju engar fréttir og
fólkið lifði hér lokað inni frá umheiminum. Og hér réðu
óvinirnir lögum og lofum, og þó var hægt að taka menn af
lífi fyrir engar sakir. Mai’gir voru drepnir nú, fyrir litlar