Þjóðviljinn - 24.07.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.07.1943, Blaðsíða 2
2 Þ J ú z) V iJ 1N Sósíalistafélag Reykjavíkur. Æskulýðsfylkiugin. SKEMMTIFERÐ Farið verður austur í Vík í Mýrdal dagana 31. júlí til 2. ágúst. Lagt verður af stað frá Óðinstorgi kl. 3 e. m. Laugardaginn 31. þ. m. Þátttakendur verða að sjá sér fyrir viðleguútbúnaði og mat (tjöldum, svefn- poka o. s. frv.) Farmiðar verða seldir á Skólavörðustíg 19, (J. Bj.) á mánudag og þriðjudag kl. 4—7- ' Tryggið ykkur miða strax. Bílakostur er mjög tak- markaður. Bókabúð Lárusar Blöndal Skólavörðustíg 2 sími 5650 Fjölbreytt úrval af gömlum og nýjum íslenzkum BÓKUM — PAPPÍR OG RITFÖNG. Amerísk magasín komín í míklu tírvalí Mikið af nýjum amerískum bókum kemur með næstu ferðum. Tvær nýjar heimsfrægar bækur koma í dag: Ævisaga Adólfs Hítlers effír Konrad Heíden Cg ' Dr. Jekyll og Mr, Hyde Bókamenn ! Venjið komu yðar í bókabúðina Skólavörðustíg 2. Lárus Blöndal Guðmundsson Laugardagur 24. júlí 1943. Alþýðublaðið lýgur enn upp á Harald Guðmunssun Ábyrgð erlendra stórvelda heimilar engin afskipti af málum fslendinga ÞJÓÐVILJINN kernur ekki út á morgun vegna sumarleyfa prentara. Þjóöviljinn kemur ekki út á morgun. Ástæður eru þær að prentararnir sem eiga að vinna síðari hluta laugardags eru í sumarleyfi og aukavinna prent- ara á laugardögum er bönnuð samkvæmt nýjustu samningum stéttarfélags þeirra við atvinnu rekendur. FlBnniensfca ninijliblalsiis l. Það átti að koma Dagsbrún I strfð við setuliðið Alþýðublaðið heldur áfram að ráðast á Alþýðuflokkinn. Það segir að með tillögu þeirri, sem Haraldur Guðmundsson flutti í níu mannanefndinni, og samkomulag varð um milli allra flokkanna þriggja, — um sam- eiginlega ábyrgð helztu forustu- ríkja Bandamanna á sjálfstæði íslands — tillögunni, sem Al- þýðusambandsstjórnin hefur og gert að sinni — sé verið að bjóða þessum stórveldum til „íhlutunar um íslenzk mál.“ Þetta eru alger ósannindi. Slíkar ábyrgðir eru alltíðar í alþjóðamálum, t. d. má minna á ábyrgð Frakklands og Eng- lands á friðhelgi Belgíu, — og gefa auðvitað stórveldunum ekki snefil af rétti til íhlutunar mál viðkomandi lands. Alþýðublaðinu ætti að vera kunnugt að nú hefur ísland t. d. herverndarsamning við Bandaríkin (og er það þó meira en ábyrgð stórveldanna, sem til er lagt, því Bandaríkin hafá nú rétt til herstöðva hér meðan stríð stendur), — en sá samning ur veitir Bandaríkjunum engan rétt til íhlutunar um íslenzk mál. Þessar margendurteknu lygar Alþýðublaðsins verða aðeins skildar á einn veg: Hriflungurinn, sem blaðinu stjórnar, er að biðja erlend ríki um íhlutun um íslenzk mál, — er sjálfur sem flugumaður að reyna að egna til slíkrar íhlut- unar og er með hinum ósvífnu skrifum sínum að reyna að búa fólk undir að þola hana. Vinnur hann þar að því sama og yfir- boðari hans, Jónas frá Hriflu, sem nú býður ísland fram sem herstöð eftir þetta stríð. En hve lengi ætlar Alþýðu- flokkurinn að láta þennan flugu mann berjast gegn sér í Alþýðu- blaðinu? með m.s. Esju á morgun. Aðgöngumiðar seldir Borg milli kl. 16—19 í dag'. Alþýðublaðið heldur áfram að óskapast yfir því að Dags- brún ákvað að leggja ekki út 1 baráttu um grunnkaupshækkun að þessu sinni, heldur einbeita sér á það að fá vísitöluna leið- rétta. Hver var tilgangurinn hjá Al- þýðublaðinu með því að reyna að fá verkamenn út í langvar- andi verkfall nú um nýja grunn kauþshækkun? Það er vafalaust margt, sem fyrir Alþýðublaðinu hefur vak- að og skal eitt af því tekið fyr- ir nú. Fleiri atriði munu rædd síðar. Öllum er enn mjnnisstætt að þegar verkamenn voru að heyja skæruhernaðinn í fyrra, til þess að brjóta kúgunarlögin á bak aftur, þá forðuðust þeir af skilj- anlegum ástæðum að stöðva setuliðsvintyuna. Alþýðublaðið krafðist þess þá látlaust að setu liðsvinnan væri stöðvuð. Til- gangurinn var auðsær. Hefði verið ákveðið verkfall nú, fer varla hjá því að orðið hefði s(öðvun í setuliðsvinnunni líka. Og það getur hver maður hugsað sér fyrirsagnirnar í Al- þýðublaðinu næstu dagana á eftir: „Kommúnistar eyðileggja setuliðsvinnuna fyrir verka- mönnum. Verkamenn ganga hundruðum saman atvinnulaus- ir vegna frumhlaups Dagsbrún- ar“ o. s. frv. Reynslan af samningum um setuliðsvinnuna gefur sannar- lega ekki ástæðu til þess að ætla að fljótt gengi um launahækk- — Lagt af stað kl. 10 f. h. við suðurdyrnar á Hótel an á myndi bætast. Það er upp- skipunarvinnan við höfnina. Það er sem kunnugt er sterk- asta vopn verkamanna í baráttu sinni að stöðva þá vinnu. Það er um leið það hættulegasta eins og nú standa sakir, ef beitt er án brýnustu þarfa. Verkamönnum Reykjavíkur var það fullkomlega ljóst að teflt var á tæpasta vaðið, er þeir hófu skæruhernaðinn í fyrra- sumar og stöðvuðu við höfnina. En þeir áttu einskis annars úr- kosta en gera það Þeir voru að höggva af sér fasistiska þræla- fjötra og knýja fram nauðsyn- legustu leiðréttingar á samning- um sínum. Og þeir gerðu rétt í því að tefla á tæpasta vaðið í það sinn. Það var um frelsf þeirra og afkomu fjölskyldna þeirra að tefla. Ef farið yrði að stöðva skipin. nú út af hækkunarkröfum, má ganga út frá því vísu að setu- liðið tæki uppskipunina í sínar hendur, Eggert Claessen hefði fengið það, sem hann vildi, en verkamenn hlotið litlar vin- sældir. Og Alþýðublaðið: Það má sjá fyrirsagnirnar í anda nú þegar, ef svo væri komið: „Kommún- istar stöðva nauðsynlegustu flutninga til landsins. Setuliðið verður að taka uppskipunina í sínar hendur til þess að bjarga landsbúum. Almenn reiði út af yfirgangi Moskvavaldsins.“ Alþýðublaðið skal ekkert furða sig á, þó því takist hvorki að fá verkamenn almennt né Sósíalistaflokkinn sérstaklega til þess að hlaupa eftir glamri þess. Reynslan af því, hvað fyrir því blaði vakir, er orðin verka- mönnum of dýrkeypt. Alþýðublaðinu finnst furðu- legt, ef Sósíalistaflokkurinn ætli allt í einu að fara að haga sér sem „ábyrgur“ flokkur. Alþýðublaðinu skal sagt eftir- farandi í því tilefni: Sósíalistaflokkurinn hefur allt af skoðað sig sem ábyrgan flokk fyrir íslenzku verklýðshreyfing Framh. á 4. síðu. anir þar. Og svo er annað mál, sem of- Munið skemmtiíerðina DAGLEGA S.G.T." dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. — Aðgöngumiðasala kl. 5—7. Sími 3240. — Hljómsveit Bjama Böðvarssonar. Annar dansleikur á sunnudagskvöldið._ NÝ EGG, soðin og hrá Kaf f isalan Hafnarstræti 16. 0OOOOO0OOOOOOOOOO

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.