Þjóðviljinn - 24.07.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.07.1943, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. júlí 1943. Jc* O JINM ÞiðmniiiNii Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóráalistaflokkurinn Ritotjórar: Ejnar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartan >n Ritstjórn: Garðastrseti 17 — Vfkiagsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- stofa, Austurstrœti 12 (1. hæð) Sími 2164. Vfkingsprent h.f. Garðastræti 17. Síðasta viðvörun til Alþýðublaðsins í sjálfstæðismáiinu Ritstjórn Alþýðublaðsins hef- ur fram til þessa haldið fast við sinn keip í afstöðunni til sjálf- stæðismálsins. Það heldur á- fram að.berjast á móti áður yf- irlýstri stefnu Alþýðuflokksins, Ijúga svo freklega á þá Alþýðu- flokksmenn, sem trúir reynast stefnu flokksins, að firnum sæt- ■ ir, og níða alla þá Islendinga, sem ekki vilja svíkja málstað þjóðarinnar. Vér höfum fram til þessa hlífst við því, að gera heyrum kunnar upplýsingar, sem vér höfum, um það að Alþýðliblaðið hafi áður, beinlínis eftir fyrir- skipunum ðanskra valdhafa, svikið yfirlýsta stefnu Alþýðu- flokksins, — opinberlega breytt um afstöðu í sjálfstæðismálinu sökum þess að danskir valda- menn létu það í Ijós, að þeir vildu annað en Alþýðuflokkur- inn fram til þess hafði viljað. Vér getum sannað að Alþýðu- blaðið hafi þannig hlaupið frá margyfirlýstri stefnu Alþýðu- flokksins í sjálfstæðismálinu / og snarsnúist eftir dönskum vísbendingum. Vér höfum fram til þessa ekki viljað nota þessar upplýsingar. Vér höfum viljað gefa Alþýðu- flokksmönnum tóm til þess að knýja Alþýðublaðið til þess að breyta um stefnu og taka ,upp stefnu Alþýðuflokksins í sjálf- stæðismálinu, eins og hún var. , Það er hinsvegar ekki hægt að bíða lengur. Aðfarir Alþýðu- blaðsins eru orðnar þjóðar- hneyksli. Látlaus rógur þess um alla, sem standa vilja saman um lýðveldismálið, Alþýðu- flokksmenn líka, líkist mest æði sefasjúkra manna. Alþýðublaðið hefur áður breytt um stefnu í sjálfstæðis- málinu eftir fyrirskipun Dana. Því skal nú gefið tækifæri til þess að taka upp stefnu Alþýðu- flokksmanna í sjálfstæðismál- inu tafarlaust og sýna það í verkinu á morgun, í sunnudags- blaði sínu. Geri blaðið það ekki mun Þjóðviljinn á þriðjudaginn sýna og sanna hvaðan Alþýðublaðið hefur áður fengið fyrirskipanir í sjálfstæðismálinu — og hvað- an það muni fá þær enn. Joseph E. Davies, fyrverandi sendiherra Bandaríkjanna í tloskva.höfundur hinnar heimskunnu bókar „Mission to Moscow" ritar eftirfarandl grein í enska íhaldsblaðið Evening Standard ÞaQ er óhætt aO treysta Sovétrí kjunum „Meðal allra Bandamannaþjóðanna mun engin reynast djarfari og sannari í viðleitni sinni að vinna og vernda mesta og göfugasta afrek mannkynsins, sköpun heims að styrjöldinni lokinni þar sem friður, mannúð og frelsi ríkir, en einmitt þjóð- ir Sovétríkjanna.“ F^G er frjálslyndur einstakl- ingshyggjumaður fylgj- andi hins frjálsa, heiðarlega ein- staklingsframtaks. Ég er hvorki kommúnisti, sósíalisti né „ljósrauður“. En hefði ég fæðzt í Rússlandi en ekki Bandaríkj- unum, hefði ég líklega orðið bol- séviki. Það var Vorosiloff marskálk- ur, sem sannaði mér þetta. Við vorum að ræða í bróðerni um stjórnarstefnu Sovétríkjanna. Við spjölluðum klukkutímum saman, yfir glasi af víni og vodka, og vorum alveg einstak- lega opinskáir og einlægir hver við annan. Ég sagði honum alveg eins og mér fannst — að þeir í Sovétríkjunum væru á rangri leið, að þeim hlýti að mis- takast, og að okkur í Bandaríkj- unum myndi farnast betur. Hann fór að lýsa fyrir mér litla kofanum sem verið hafði bernskuheimili hans, að hann hefði aldrei stigið á skó fyrr en hann var 18 ára, að hann hefði alizt upp í sveit, þar sem engin leið var til annars en að pjakka í sama plógfarinu. Hann ólst upp við þær kringumstæður, að kirkjan arðsaug bændurna og alþýðukonur voru varnarlausar íyrir duttlungum aðalsmanna — svipan og byssukúlan voru svarið ef eiginmaður, unnusti eða bróðir dirfðist að mótmæla. \/’OROSILOFF lýsti nákværn- V lega fyrir mér lífsskilyrð- unum, sem hann hafði þekkt í Rússlandi fyrir 25 árum, og lauk með því að segja: „Ef þér hefðué verið í Rússlandi og lifað því lífi sem ég hef lifað, væruð þéi einnig bolséviki“. Og ég sagði: „Margehal tou- ché!“ Ég hefði líka orðið bolséviki. Ég kem með þessa minningu ekki sem réttlætingu fyrir Sov- étríkin — hinar ágætu sovét- þjóðir þurfa engrar réttlæting- ar, heldur til að benda á að við getum lifað okkur inn í það sem er grundvöllurinn að stjórnmála stefnu þeirra engu síður en met- ið hin hetjulegu hernaðarafrek. Okkur er það öllum ljóst, að hefðu ekki Sovétríkin verið, væru herskarar Hitlers nú að flæða yfir jörðina, og að án rúss- nesku þjóðarinnar hefði vonin um sigur og frið í bezta lagi ver- ið mjög fjarlæg. Er það þá ekki einnig ljóst, að án þátttöku Sov- étríkjanna sé engin von um var- anlegan' traustan og heiðarlegan frið? Það er ennfremur deginum ljósara, að Sovétríkin, Bretland og Bandaríkin verða að bera að- albyrðarnar af því að vinna sig- ur í styrjöldinni og semja frið, tryggJ3 hann og gera hann var- anlegan. Án þátttöku Sovétríkj- anna, sjötta hlutans af yfirborði jarðar og tíunda hlutans af mannkyninu, er enginn friður hugsanlegur. Og friður, sem Sovétríkin og hin önnur Banda- mannaríki standa að, getur því aðeins orðið varanlegur ef hvert ríki treystir því, að hin ríkin haldi gerða samninga og gangi ekki. á bak orða sinna. FT'F dæmt skal eftir reynslunni, ■Ll væri ódrengilegt að efast um að Sovétríkin haldi gerða samninga í hinum örlagaríku styrjaldar- og friðarmálum. Sov- étríkin hafa tengzt Bretlandi og hinum öðrum Bandamannaríkj- um með formlegum bandalags- sáttmála. Og þau halda gerða samninga. Vörn Sovétríkjanna gegn þýzku herskörunurn mun senni- lega talin einn af úrslitaatburð- um mannkynssögunnar. Við, hvort sem við erum Englending- ar, Bandaríkjamenn, Kínverjar eða frjálsir Frakkar, teljum okk- ur upphefð í því að vera banda- menn þeirra er vörðu Stalín- grad og hröktu Þjóðverja úr Kákasus. Við verðum að láta þessa metnaðartilfinningu ná inn í framtíðina, og telja okkur upphefð að því að vera meðlim- ir þeirrar miklu þjóðafjölskyldu sem fær enn göfugra hlutverk að vinna, — friðinn. Hinn stórkostlegi skerfur er •Sovétríkin hafa lagt til styrjald- arinnar og nærri ofurmannlegt þrék rauða hersins, hefði verið óhugsandi án forsjálni, hugreklí is, dugnaðar og hæfileika þeirra manna, sem sæti eiga í sovét- stjórninni. Engir sáu glöggar Hitlershættuna en Stalín, Voro- siloff, Litvinoff, Molotoff, Miko- jan og aðrir þeir ágætu menn, sem ég kynntist í Moskva fyrir sex árum. Þeir, ásamt rússnesku þjóðinni, eiga heiðurinn af þeim sigrum er hafa komið Bandamönnum það langt, að nú sést til sigursins. Það er friðar- vilji þeirra, sem við verðum að treysta, engu síður en við dá- umst að hæfileikum þeirra til að heyja styrjöld. JOSIF Stalín er yfirlætislaus maður og allt um það mik- ilmenni. Hann vildi ekki heyra að sér bæri heiðurinn af því að reist höfðu verið hin miklu iðju ver, sem ég hafði skoðað, og hélt því fram að allan heiður af þeim ættu þær þúsundir verkfræðinga, sem hann hefði samband við, og samverkamenn hans í ráðuneytinu. Samt sem áð ur er það ætlun mín, að hefði ekki notið við hugsjónar, dóm- greindar, þreks og afls eins mik- ilmennis, hefðu þessi skilyi'ði ekki skapazt, og þýzki herinn ekki átt að mæta austan pólsku landamæranna skriðdrekum, flugvélum og herbúnaði þeirra miklu herja sem vörnuðu Hitler að vaða yfir Sovétríkin, og ná þar með yfirráðum Evrópu og Asíu og úr því Afriku. » Sovétríkin eiga þrennt — leið- toga, rauða herinn og rússnesku þjóðina. Það er rússneska þjóðin sem hefur fyllilega reynzt verð- ug forsjá leiðtoganna og afrek- um rauða hersins. Hún hefur staðizt hina ægilegu raun með aðdáunarverðum styrk, hug- rekki og ættjarðarást. Það er kjarni málsins, að í Rússlands- styrjöldinni eyðilagði þessi þrenning, — ríkisstjórn, her og þjóð, þá þjóðsögu að Hitler væri ósigrandi og gaf okkur ómetan- legt hlé til undirbúnings þess að taka okkar skerf af þjáningum og tárum, okkar hluta af byrð- unum til að eyðileggja þau illu öfl, sem ógnað hafa friðsömum körlum, konum og börnum um heim allan. \ /IÐ skulum athuga dóm * reynslunnar um friðar- vilja Sovétríkjanna. Mér reynd- ist það svo að leiðtogar Sovét- ríkjanna væru einlægir friðar- sinnar. í Þjóðabandalaginu barð ist utanríkisráðherra þeirra (nú sendiherra Sovétríkjanna í Was- hington) við mjög erfið skilyrði fyrir málstað smáþjóðanna og sameiginlegu öryggi. Engin rík- isstjórn stóð jafndjarflega með málstað Abessiníu og Kína og stjórn Sovétríkjanna. Þegar Hitl er hótaði að ráðast á Tékkósló- vakíu lýsti Stalín því yfir hik- laust og opinberlega að ásamt Frakklandi myndu Sovétríkin fara í stríð til að bjarga þessu litla lýðræðisríki. L-xETTA er dómur reynslunnar um Sovétríkin. Ástæðan til að ég minnist á þessar stað- reyndir er sú, að ég vil gera það sem í mínu valdi stendur til þess að bjarga, Bandaríkjunum með því 'að tryggja sigur í styrj- öldinni, og bjarga komandi kyn- slóðum með því að tryggja að friðurinn vinnist einnig. Agentar Hitlers, bæði í Ev- rópu og Ameríku, hafa komið á gang margs konar lygasögum til að reyna að reka fleyg milli Sovétríkjanna og hinna Banda- mannaþjóðanna, orðróm.um að Stalín myndi draga sig út úr styrjöldinni eða að hjálp til Stalíns væri einungis hjálp til þess að hann gæti orðið nógu .sterkur til að ráðast á okkur. og þar fram eftir götunum. Allt þetta hefur verið rætt opinberlega og því vísað til foð- urhúsanna af hinu upplýsta al- menningsáliti Bandaríkjaþjóðar innar. En alltaf öðru hvoru eru einhverjir velmeinandi en illa • upplýstir menn að dreifa þess- um eitraða orðrómi og þjóna með því Hitler eins og hann get- ur bezt á kosið. Þeir eru í slæm- um félagsskap. Þeir hafa fallið í gildru, og gildran sú var smíðuð í Þýzkalandi. A Ð lokum ætla ég, sem banda rískur lögfræðingur er hefur æfingu í að greina stað- reyndir og fara með þær, að leyfa mér að spá um framtíðina. Spáin er byggð á staðreyndum í fortíð og skapgerð sovétþjóð- anna, eins og ég hef kynnst þeim: Meðal allra Bandamannaþjóð- ann mun engin reynast djarfari og sannari í tilraunum sínum að vinna og vernda hið mesta og göfugasta afrek mannkynsins, sköpun heims að styrjöldinni lokinni þar sem friður, mannúð og frelsi ríkir, — en einmitt þjóðir Sovétríkjanna. Ef okkur mistekst að semja friðinn þannig að hann verði ekki aftur rofinn, munu hetjurn- ar, sem létu lífið við Tobrúk, Stalíngrad og á Guadalcanal rísa upp úr gröfum sínum og saka okkur um rofin heit. Það er fyrst fyrir, að koma á órjúf- andi friði, og til þess að það megi verða verður að vera komið á áður samkomulag, sátt- máli eða bandalag milli fjög- urra stórvelda, — Kína, Sovét- ríkjanna, Bretlands og Banda- ríkjanna. T-vÁ er það að þessar þjóðir * hafa ólíkar lífsskoðanir, trúarbrögð og þjóðfélagsskipun, en það er sérmál hverrar þeirr- ar og hinum óviðkomandi. Sem einstaklingar gerum við daglega samninga við aðra menn án þess að spyrja um trú þeirra eða stjórnmálaskoðun, það eina sem okkur ríður á að vita er það, hvort skuldbindingum þeirra sé treystandi. Getum við treyst Sovétríkjun- um? Ég svara því játandi, — og þau mega treysta okkur. Með slíku trausti meðal Bandamanna er tryggt það sameiginlega ör- yggi er mun flytja með sér var- anlegan frið, ef slíkt traust er ekki fyrir hendi getur farið svo að við vinnum styrjöldina, en töpum því sem við börðumst fyrir. Ég er hlynntur Sovétrikjun- um en andstæður kommún- isma, og ég vildi Ijúka þessari hvöt um traust sem orðið gæti jarðvegur hins nýja heimsfrið- ar, með þessum orðum: Það er ekki á mannlegu valdi að gera meira en sovétþjóðirnar hafa gert til að sanna göfug- lyndi sitt og heiðarleika í því að halda gefin loforð, þær hafa lát- ið líf sitt fúslega til að verjast innrásarherskörum Hitlers.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.