Þjóðviljinn - 24.07.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.07.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Laugardagur 24. júlí 1943. 165- tölublað. líiíd tim vötn fasísfaherjanna nema á AusimvSíkíle? þar sem batízt er um Caianía Mótspyrna fasistaherjanna á öllum vesturhluta Sikileyjar virðist búin að vera, segir í brezkum út- varpsfregnum í gærkvöld. Einu alvarlegu bardag- arnir á Sikiley eru háðir á Cataniavígstöðvunum, sem halda áfram með sama ofsa og áður. Bandarískur her tók í gær höfuðborg Sikileyj- ar Palermo, sem er ein mikilvægasta hafnarborg ítalíu, og hafnarborgirnar Marsala og Trapani á vesturströndinni. Allur vesturhluti eyjarinnar er á valdi Bandamanna, og Bandaríkjaherinn sækir hratt fram austur eftir ströndinni frá Palermo. Hvorki í Palermo né öðrum þeim bæjum er fasistaherirnir á' Sikiley hafa yfirgefið, hafa þeir eyðilagt hernaðarmann- virki, hafnir eða birgðir, og hafa Bandamenn því víða tekið mik- ið herfang. í Palermo tók Bandaríkjaherinn 248 fallbyss- ur, 84 skriðdreka, 50Q bíla, 10 milljón riffilskota og mikið af farartækjum. Bandamenn hafa tekið um 40 aFÉpulao RenhlauihuF Skipulagsnefnd bæja afhenti í gær bæjarráði Reykjavíkur endanlegar tillögur sínar um iramtíðarskipulag bæjarins. Bæjarráð mun síðar taka þessar tillögur til umræðu. Þessi nefnd hefur að verkefni skipulag allra bæja á íslandi. Árið 1938, í ráðherratíð Þor- steins Briem, var skipulagning Reykjavíkur að nokkru leyti fal in sérstökum mönnum, ráðnum af Reykjavíkurbæ og hefur Ein- ar Sveinsson arkitekt að mestu ieyti unnið að því verki í sam- ráði við bæjarverkfræðing. Til- lögur þeirra haf a nú í stórum dráttum einnig verið lagðar fram og mun Þjóðviljinn skýra frá þeim þegar honum hefur gef izt kostur á að kynnast þeim. Af tilefni þess að skipulags- nefnd bæja, en formaður henn- ar er Geir Zöega vegamálastjóri og skrifstofustjóri Hörður Bjarnason arkitekt, hefur nú lagt tillögur sínar fyrir bæjar- ráð, bauð hún blaðamönnum í gær að sjá uppdráttin af framtíðarskipulagi Reykjavíkur bæjar. Til þess að öðlast gildi þarf þessi uppdráttur að fá samþykki bæjarins og staðfestingar ríkis- stjórnar. Enda sagði formaður nefndarinnar að tillögur hennar gætu skoðast sem umræðugrund völlur. Hinsvegar væri nauðsyn á að koma þessum málum í fast horf. Bærinn ætti ekkert skipu- lag til að fara eftir. Hinsvegar hefði verið erfitt að fullnægja eðlilegum kröfum, þar sem bær- inn væri að mestu leyti full- byggður og auk þess með mörg- um steinhúsum sem rekast á skipulagsbreytingarnar og krefð ust mikils kostnaðar. Því hefði orðið að taka mikið tillit til byggð arinnar sem komin væri vegna kostnaðarins við breytingar og mundi því mörgum finnast til- lögur nefndarinnar ekki nóg- samlega róttækar. Miðbærinn Þessar tillögur nefndarinnar eru miðaðar við bæinn innan Hring- brautar. Bærinn hefur engan skipulagsuppdrátt átt. Árið 1927 lá fyrir uppdráttur, en hann fékk enga staðfestingu. Samt sem áður hefur að miklu leyti verið farið eftir þessum upp- drætti. í því efni hefur verið náin samvinna milli bæjarins og Skipulagsnefndar bæja og hafa á tímabilinu verið sendar bæn- um tillögur um einstök hverfi eins og t. d. um Grjótaþorpið. Aðaltillögur nefndarinnar um miðbæinn eru þessar: 1. Það er mikils um vert að Framh. á 4. síðu. þúsund fanga, fjóra hershöfð- ingja og einn flotaforingja. Alexander hershöfðingi, land- stjóri Bandamanna á Sikiley, hefur lofað mjög framgöngu Kanadamanna, þeir hafi barizt eins og þaulvanir bardagamenn, þótt þeir hafi ekki fyrr tekið þátt í hernaðaraðgerðum. Ný bókaverzlun Þjóðviljanum var í gær boð- ið að. skoða nýja bókaverzlun sem verður opnuð í dag í nýja verzlunarhúsinu við Skólavörðu stíg 2. Eigandi verzlunarinnar er Lárus Blöndal Guðmundsson, sem öllum bókavinum í Reykja- vík er vel kunnur, þar sem hann hefur starfað við bókaverzlanir hér í bænum um áratugs skeið; fyrst hjá Eymundson og síðan í bókabúð ísafoldarprentsmiðju. Bókabúð Lárusar hefur á boð- stólum allar fáanlegar íslenzkar Rauði herinn vinnur ð vlð Orel Bjelgorod og Donets Þjöðverjar segja f rá hörðum árásum Rússa við Leningrati A fimm svæðum austurvígstöðvanna hefur rauði herinn unnið á í hörðum bardögum síðastliðinn sól- arhring, segir í miðnæturtilkynningunni frá Moskva. Aðalbardagarnir eru háðir á Orelvígstöðvunum, og sótti sovétherinn fram 4—6 km. Þýzki herinn veit- ir harðvítuga mótspymu en virðist vera að hörfa til 1 innri varnarvirkjanna umhverfis Orel. Við Bjelgorod, suður af ísjúm, suðvestur af Vorosiloffgrad og í Kúban hefur sovétherinn einn- ig unnið á. Þjóðverjar skýra frá hörðum árásum sovéthersins við Lenin- grad, en ekki er getið um þær í sovétfregnum. Tjón Þjóðverja á Orelvígstöðv unum er mjög mikið. í gær misstu þeir 92 skriðdreka og 112 flugvélar. bækur, fjölbreytt úrval af er- lendum bókum, blöðum og tímaritum. Auk þess er í verzl- uninni ritfangadeild. Öllu er mjög haganlega fyrir komið í verzluninni fyrir við- skiptavini, sem og afgreiðslu- fólk. Innréttingin sem er úr mahognivið er smíðuð af tré- smíðavinnustofunni Björk. Um leið og bókaverzlun Lár- Framh. á 4. síðu. Hér fer á eftir útdráttur úr fréttapistli McMillans um árás- ina: „Hópar af sprengjuflugvélum af öllum 'gerðum vörpuðu sprengjuum beint á fyrirfram ákveðin skotmörk sín. Þegar við hurfum frá borginni var skot- hríðin úr 'loftvarnabyssunum mjög áköf, en frá höfuðborg hins forna Rómaveldis þyrluð- ust þungbúin reykský. Tvær stórar herflutningamið- stöðvar, sem voru yfirfullar af hergögnum höfðu verið lagðar í rústir. Við sáum sprengjum rigna yf- ir skotmörkin, mikilvæga liði milli hergagnaverksmiðja mönd Sprengjum aðeins varpað á hernaðarstððvar Tveir bandarískir blaðamenn, fréttaritari United Press, Richard McMilIan og fréttaritari Associated Press, Joseph Mor- ton, voru með í sprengjuflugvélunum sem árásina gerðu á Róm. Báðir eru þeir reyndir stríðsfréttaritarar og báðir létu þeir í Ijósi aðdáun sma á nákvæmni spengjumeistaranna, er þeir los- uðu sig við farm sinn. ulveldanna og herja þeirra í ítalíu og á Sikiley. Skotmörkin voru j nákvæm- leg valin, svo að trúarlegar stofnanir eða menningarsögu- legar byggingar innan Vatikan- ríkisins eða í Róm sjálfri yrðu ekki fyrir skemmdum, og ég get borið vitni um það, að sprengj- urnar lentu aðeins á hernaðar- lega mikilvægum stöðum. eins og þeim var ætlað:" Hér er útdráttur úr frétta- pistli Mortons: „Eg var yfir Róm í dag í Marauder- sprengju flugvél ásamt tveim flugmönn- um, sem tóku þátt í árásinni á Tokio í apríl 1942. Flugvél okkar var aftast í síð- Götubardagar í Kaupmannahofn I fregnum frá United Press í Stokkhólmi, er sagt að áreiðan- legar fréttir hafi borizt þangað um róstur í Kaupmannahöfn. Danskir föðurlandsvinir hafa nýlega barizt við þýzka her- menn, sjómenn og danska naz- ista. Einnig voru gengnar kröfu göngur í Aarhus, Esbjerg og Odense, en engar nákvæmar fregnir hafa borist af þeim. Fyrsti áreksturinn varð þegar 10 danskir nazistar í orlofi frá bardögunum í Rússlandi, en þar börðust þeir með SS hersveit, kröfðust þess að fá kjötrétt á Skaníaveitingahúsinu, sem er stutt frá ráðhúsinu. Þjónninn neitaði þeim um það, vegna þess að kjöt var ekki framreitt á þeim degi, og urðu nazistarnir þá yfir sig reiðir. Brátt voru komnir á vettvang frá 10—15 þús. manns, sem söfn uðust saman á ráðhústorginu. Danskir og þýzkir nazistar skutu á varnarlaust fólkið og stungu það með hnífum, en það varðist með berum hnefunum. Kallað var á sex hundruð lög- regluþjóna, en þeim var bannað að koma nálægt nazistunum, og þar sem þeir voru vinveittir föð- urlandsvinunum gátu þeir ekki komið á reglu aftur. Óeirðirnar stóðu í sex klukkustundir. Mannfjöldinn söng ættjarðar- söngva af miklum móð. Engar nákvæmar fregnir hafa borizt um það, hve margir urðu fyrir meiðslum, en víst er að margir særðust og þar á meðal 2 lögregluþjónar, sem særðust mjög hættulega. Næstu nótt brutust óeirðirnar út að nýju. Á milli 40—50 manns voru handteknir um nótt ina, en fengu væga dóma. asta hópnum, og við flugum yfir borgina í 3000 metra hæð, og urðum að 'kasta sprengjum úr þeirri hæð með mikilli ná- Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.