Þjóðviljinn - 24.07.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.07.1943, Blaðsíða 4
Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- Næturvakt er í Laugavegsapóteki. Næturvakt er í Reykjavíkur- apóteki næstu viku. Helgidagslæknir á morgun: Karl Sig. Jónasson, Kjartans- götu 4, sími 3925. Útvarpð í dag: Laugardagur 24. júlí 19,25 Hljómplötur: Samsöngur. 20,30 Auglýst síðar. 20,55 Hljómplötur: Vofutríóið eftir Beethoven. 21,05 Upplestur: ,,Merkið“, smásaga eftir Maupasant (Ævar R. Kvaran). NÝJA BÉ6 Enginn kann Iveímur unna (Our wife). MELWYN DOUGLAS, RUTH HUSSEY. ELLEN DREN. Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Aðgöngumiðasaia hefst kl. 11 f. h. lialta-fálkínn The Maltese Falcon). Spennandi lögreglusaga eftir Dashiell Hammett. HUMPHREY BOGART. MARY ASTOR. Sýning kl. 5, 7 og 9. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. Handan við hafið blátt Sunnudagur 25. júlí 11,00 Morguntónleikar (plötur): 15,30—16,30 Miðdegistónleikar (plöt- ur): Ýmis klassísk lög. 19,25 Hljómplötur: 20.35 Erindi: Ferðamenning (Björn Ólafsson ráðherra). 21,00 Ferðalög (plötur). 21,10 Upplestur (frú Guðbjörg Vig- fúsdóttir). Mánudagur 26. júlí 19,25 Hljómplötur: Þjóðdansar. 20,30 Þýtt og endursagt (Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur). 20,50 Hljómplötur: Lög leikin á flautu. 21.00 Um daginn og vegipn (Vilhj. S. Vilhjálmsson blaðamaður). 21,20 Hljómplötur: „Pétur Gautur“ l svita nr. 2, eftir Grieg. 21.35 íslenzkir söngvarar (plötur). Gjaldskrá fyrir hitaveituna Eftiriarandi frumvarp að gjaldskrá fyrir heimæðar hita- veitu Reykjavíkur var lagt fyr- ir bæjarstjórnarfund í gær, og kemur til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi. 1. grein. Heimæðagjald hita- veitunnar skal vera kr. 25.00 — tuttugu og fimm krónur — fyrir hverja-10 rúmmetra af upphit- uðu rúmmáli húsa samkvæmt utanmáli, án frádráttar vegna súðar. 2. grein. Ef fullur fjórðungur og all| að % hlutum hæðar er ekki hitaður, skal reikna heim- æðagjaldið af hálfri hæðinni, en sleppa hæðinni ef hún er hituð að minna en % hluta. Þó skal hvergi reikna lægra heimæðar- gjald fyrir hús, en sem svarar af hálfri hitaðri hæð. 3. grein. Gjalddagi heimæða- gjaldsins er 1. nóvbr. 1943. Þó má fjölga gjalddögum, þannig að þeir verði 5, hinn 1. nóvbr. ár hvert árin 1943—1947 og greið íst þá % hluti hverju sinni. Greiða skal 6% ársvexti af þeim hluta gjaldsins, sem ekki er greiddur 1. nóvbr. 1943 og jafnframt skal húseigandi und- irrita skuldarviðurkenningu til bæj arsj óðs (hitaveitunnar). 4. grein. Ógreitt heimæða- gjald hvílir sem lögveð á hinni gjaldskyldu húseign, og gengur fyrir öllum samningsveðskuld- um í eitt ár frá gjalddaga. Gjaldið má taka lögtaki á kostnað gjaldanda. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 ooooooooooooooooo AUGLYSIÐ í WÓÐVILJANUM (Beyond the Blue Horizon) Amerísk mynd í eðlilegum litum. Sýning kl. 3. Framtíðarskípulag Framhald af 1. síðu sómasamlegt hverfi rísi upp sem stækkar miðbæinn. Þess vegna er rétt að taka Grjótaþorpið að miklu leyti. Gata komi í gegn um Grjótaþorpið frá Túngötu 6 yfir í Vesturgötu. Aðalstræti, sem verður breikkað mjög veru- lega vestur, loki Austurstræti með veglegri byggingu og undir- göng með áframhaldandi götu upp í Garðarstræti. Götur miðbæjarins eru yfir- leitt mjög þröngar og er því leitast við að leiða umferðina utan þeirra um Hringbraut og Skúlagötu. Aðalgatan í suður úr miðbæn- um verður breikkað Aðalstræti með beinu áfrai|nhaldi í Suður- götu. Uppsalir og húsin þar upp af hverfa og verður við enda þeirra opinber bygging. Tjarn- argata verður lokuð. Verða að- eins göng út í Kirkjustræti. Gert er ráð fyrir að byggðin í brekk- unni við Tjarnargötu hverfi með tímanum og verði settir þar upp skrúðgarðar. Kirkjustræti á að breikka í 22 y2 mtr. Það á að taka 12 mtr. belti af Austurvelli og á Kirkju- stræti að lokast að vestan í brekkunni í Túngötu. Tún- gata verður umferðargata til vesturs. í beinu framhaldi af breikk- uðu Vonarstræti liggur beinn vegur upp Bókhlöðustíg, með sneið af núverandi leikvelli hjá Barnaskólanum og alla leið upp að Skólavörðustíg, þar sem Týs- gata og Skólavörðustígur mæt- ast, en þar verður torg. Amtmannsstígur fellur niður. Ríkislóðirnar suður af stjórn- arráðinu meðfram Lækjargötu eiga að framlengjast allt suður að kennaraskóla. Barnaskólinn, Fríkirkjan og íshúsið hverfa. Þessar lóðir eiga að ná allt upp að Þingholtsstræti. Hafnarstræti liggur í litlum boga beint áfram af Vestur- götu. Vesturgatan breikkar og verður afnumið hornið í brekk- unni fyrir ofan Glasgow. Umferðinni frá vestur- í austurbæinn verður um Skúla- götu, Tryggvagötu og Mýrar- götu yfir í Hringbraut. Fyrir norðan þéssar götur verður að- Reykýavlkur alathafnasvæðið við höfnina. Iðnó, Búnaðarféíagshúsið, K. R.-húsið, G. T. húsið og stein- húsið við vesturhlið þess, hverfi og komi þar opið svæði suður af Alþingishúsinu. Ráðhúsi er ætlaður staður út í Tjörnina suður af þessu svæði. Um þetta atriði er mikið deilt og sjá margir eftir því að taka af Tjörn inni. í suðvesturhorni Tjarnar-, innar, þar sem nú er Tjarnar- borg og aðrar byggingar, komi vegleg opinber bygging. Gert er ráð fyrir bílastæðum á nokkrum stöðum og í portinu fyrir sunnan Sænska frystihús- ið er lagt til að reist verði afgreiðslustöð sér- leyfisbíla. Er nægilegur hæðarmunur til þess að stöð þessi geti verið í 2 hæðum og sé unnt að aka inn frá 2 götum. Leikvellir eru nokkrir á upp- drættinum, en þó alltof fáir. Austurbærinn Milli Laugavegs og Hverfis- götu, upp af Þjóðleikhúsinu, verði torg. Ennfremur opið svæði frá Þjóðleikhúsinu að danska sendiherrabústaðnum niður að Lindargötu. Nyrzt á því svæði er gert ráð fyrir góðu hús stæði t. d. safnhús. Eiríksgata tengist Þórsgötu niður að vegamótum Týsgötu og Skólavörðustígs, en þaðan ligg- ur bein gata niður í Vonarstræti. Þar sem Gróðrastöðin er nú, er gert ráð fyrir kirkjustæði. Aðalkirkju bæjarins er ætlaður staður á Skólavörðuholti. * Þetta er í stórum dráttum tillögur skipulagsnefndarinnar og munu þær í sumum atriðum ver þó nokkuð frábrugðnar til- lögum þeirra manna sem af bæj arins hálfu hafa fjallað um þessi mál. -Þessum tillögum fylgja engar kostnaðaráætlanir né nokkrar uppástungur um það hvenær eigi að koma þessu nýja skipu- lagi á. Hið opinbera þyrfti að skipuleggja jafnframt aðgerðir í sambandi við nýjan skipulags- uppdrátt. Annars gæti svo farið að skipulagsuppdráttur, hversu góður sem hann kann að vera, verði einungis til þess að tefja Akureyrar- og ísa- fjarðarstúlkurnar kvaddar t Kvennaflokkarnir af Hand- knattleiksmótinu, frá Akureyri og ísafirði, fóru heimleiðis í gær. í fyrrakvöld hélt Ármann þeim samsæti á Tjarnarcafé, en flokkarnir voru gestir Ármanns meðan þeir dvöldu hér. Jens Guðbjörnsson, formaður Ármanns afhenti hverri stúlkn- anna silkifána Ármanns. Síðan afhenti hann forstjóra Akureyr- inganna vandaðan silfurbikar, sem keppa á um í handknattleik innan Akureyrarumdæmisins, og ísfirðingunum annan bikar til keppni innan ísafjarðarumdæm isins, Ræður fluttu Jens Guðbjörns- son, Karl Bjarnason formaður Harðar og Tryggvi Þorsteinsson. Karl afhenti Ármanni að gjöf litljósmynd af ísafirði. Loks var stiginn dans fram eftir nóttu. Árásin á Róm Framhald af 1. síðu kvæmni á hóp af flugvélum, sem sátu á jörðinni. Ef möndulveldin geta sannað, að við höfum valdið skemmd- um á öðru en hernaðarlega'mik- ilvægum stöðum, þá skal ég skila mér aftur. Ekki var mögulegt að sjá úr loftinu, að sprengjurnar hafi fallið nær Vatikanríkinu en 4 mílur. Við sáum eld rísa upp frá hernaðarlega mikilvægum stöð- um, tveim járnbrautarskipti- stöðvum og einum flugvelli. Á undan okkur Höfðu verið flugvirki, Liberators- og Mi.tc- hells-sprengjuflugvélar og þær höfðu augsýnilega framkvæmt ætlunarverk sitt með prýði. Okkar flugvél kom seinast og við fórum einnig seinast í burt. Flugumennska Alþýðu- blaðsins Framh. af 2. síðu. unni, ábyrgan fyrir alþýðu manna í þessu landi. Út frá þeirri ábyrgðartilfinningu hefur hann barist gegn þrælalögum og hvers kyns árásum á verka- lýðinn, — svívirðingum, sem Al- þýðublaðinu lengst af hefur þótt sæma að taka ábyrgð á. Og Sósíalistaflokkurinn mun hvenær sem það samrýmist á- byrgð hans gagnvart verklýðs- hreyfingu og alþýðu landsins, taka að sér ábyrgð á stjórn þessa lands, — en heldur ekki fyrr. — Hann lætur hinsvegar Alþýðublaðið um ábyrgðina á afturhaldsaðgerðunum, sem það hefur varið á undanförnum ár- um, og á flugumennskunni, sem það hefur gert að aðalstarfi sínu nú. enn meir fyrir nýskipulagningu bæjarins og valda því að byggð- in færist enn meira út en orðið hefur til ómetanlegs tjóns fyrir bæjarfélagið. Harlir ddnur in sfíllan slg Vísir í gær: „Allt þetta móðursýkishjal, annarsvegar um að reynt sé af innlendum mönnum að efla hér vestrænar þjóðir til áhrifa og hinsvegar að fullr- ar nærgætni sé ekki gætt gagnvart Norðurlöndum, geta menn látið land og leið, * með því að það verður þeim einum til vansæmdar, sem ekki sjá sóma sinn í að ganga með lotningu um helgireit ís- lenzks sjálfstæðis.“ Vísir 16. júlí: Þó ,,hér búi norræn þjóð, sem lotið hefur kúgunarvaldi frændþjóða sinna“ ... „rétt- lætir það á engan hátt að landið sé talið með Nofður- löndum.“ „ísland hlýtur ávallt að verða áhrifasvæði þeirra þjóða, sem höfunum ráða.“ .... „Sjálfstæðinu getur þjóðin því aðeins haldið að hún verði vernduð af stórveldum þeim, sem höfunum ráða. en með öðru móti ekki.“ Vísir 15. júlí: „En þjóðin veit vel, að til þessa hefur hún verið á vest- urleið.“ ... „Vestrið stend- ur ennþá opið fyrir þá þjóð, sem meinað er um rétt í austri og sú völ veldur engri kvöl.“ Ný bókaverzlun Framh. af 1. síðu. usar Blöndal opnar, býður hún til sölu tvær nýjar bækur sem koma út í dag. Er það ævisaga 'Hitlers eftir sagnfræðinginn og stílsnillinginn Konrad Heiden. mikið rit (um 700 bls.) í þýðingu Sverris Kristjánssonar, gefin út af Víkingsprent h. f. Ennfremur bókin „Dr. Jekyll og Mr. Hyde“ eftir Robert Louis Stevensen í þýðingu Jóns Helgasonar blaðamanns, útgef- andi Guðjón Ó. Guðjónsson. Hringið í síma 2184 og gerizt áskrifendur^ að fímarífinu Rélfí fiaopið Nýja timano

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.