Þjóðviljinn - 29.07.1943, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.07.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 29. júlí 1943. ÞJÖB .JINN tytmmmm OlfcíantJ!: Sameiningarflokkur alþýou — Sósíalistaflokkurinn RiUtjórar: Einar Olgeirsson (áb.) Sigfús Sigurhjartars >n Ritstjóm: Garðastrseti 17 — Vfkingsprent Sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingaskrif- slofa, Austurstræti 12 (1. hesoj Sími 2184. Víkingsprent h.f. GaroBKtrœti 17. Faæreyjar Það er ástæða til þess íyrir okkur íslendinga að athuga hvort við getum ekki sýnt frændum okkar, Færeyingum, meiri frændrækni, án þess þó að í því felist nokkur ágangur og framhleypni um mál annarrar þjóðar. Óhætt er að fullyrða að flestir ef ekki allir íslendingar, tePja sig vini þeirrar þjóðar, er næst okkur er af Norðurlandaþjóðun- um. Færeysku sjómennirnir sem stundað hafa útróðra frá ís- landi áratugum saman, hafa jafnan verið vinsælir. Það hefur tæpast verið litið á þá sem út- lendinga„víða í sjávarþorpunum hafa þeir reynzt beztu „sendí— 'herrar" fyrir þjóð sína, hafa kennt íslendingum að meta harð fengi og seiglu færeysku þjóðar- innar, og aflað henni fleiri vina en hún veit um. Menningarsambandi 'þessara nánu frændþjóða er mjög ábóta- vant. Lítið er um það að færeysk ar bækur eða blöð séu keypt hér á landi, og er skaði að þær skuli ekki vera á boðstólum í reykvískum bókabúðum, því Is- lendingar geta með dálítilli æf- ingu lesið færeysku þrautajtaust. Það hefur sýnt sig að skáldsög- ur Jörgen Frantz Jacobsen og Heðins Brú hafa orðið mjög vin- sælar í þýðingum Aðalsteins Sigmundssonar, og fleiri mættu á eftir koma. Barátta Færeyinga fyrir því óskoraða þjóðfrelsi, sem þeim að sjálfsögðu ber, er ekki lokið. Þetta er viðkvæmt mál, og að sjálfsögðu verður hver þjóð að heyja þjóðfrelsisbaráttu sína sjálf. íslendingar geta hvorki né vilja blanda sér í deilumál Færeyinga og Dana, en enginn þarf að efast um að samúð hvers einasta íslendings er Færeyja megin í baráttu þeirra fyrir fullu sjálfstæði. Við getum sýnt þessa samúð á ýmsan hátt. Af styrjaldará- stæðum hafa bönd Færeyja við Danmörku rofnað, og það er færeyski sjálfstæðisfáninn sem blaktir yfir skipum Færeyinga. Meðan það ástand helzt að minnsta kosti, ættu íslendingar að taka upp samvinnu og samn- inga við Færeyinga sem full- valda þjóð, og ræða við fulltrúa þeirra vandamál er snerta Fær- eyinga við sambandsslit íslands og Danmerkur. íslenzka þjóðin verður að láta það koma skýrt fram, að hún telji Færeyinga íjafnréttháa og hliðstæða hinum frændþjóðunum á Norðurlönd- Nordahl Gríeg; Þeir vörðu frelsið og lýöræðið Nl. Okkur var sagt að foringi her- deildarinnar, El Camposino, hefðist við utan borgarinnar á- samt foringjaráði sínu. -Til þess að komast þangað urðum við að hlaupa yfir gróðurlausa sléttu. Öðruhvoru þaut byssukúla fram þjá, sprengja hvein yfir höfðum okkar. Nokkrum sinnum urðum við að varpa okkur flötum nið- ur í þurrt, visnað grasið. Eg öf- undaði Spánverjana af því hvað þeir voru smávaxnir. Liho var sérlega vel settur, einn metri og sextíu sentimetrar, í grágulum samfesting og með krúnurakað höfuð. A Norðurlöndum erum við.stoltir af því, að við vöxum að hæð frá ári til árs, en guð má vita, hvort það er ekki undir svona kringumstæðum galli, sem gerir okkur erfiðar fyrir með að vera þátttakendur í menningunni. Mér fannst ég alltof stór og auk þess óklippt- ur. Við komum að smáskurði í jörðunni, sem varð æ dýpri og dýpri og endaði sem skotgröf. Við gengum eftir henni, þangað til við komum að jarðgöngum. Við vorum staddir í dimmu jarð byrgi, þar sem nokkrir menn lágu og sváfu. Ljósmyndararnir þutu til eins þeirra, herdeildarforingjans El Camposíno. Hann lá í stuttum, hvítum nærbuxum, og nú reið á að velta honum út í sólskinið og ná mynd af honum í þessu sérstæða ástandi. Nú kom til á- taka, herdeildarforinginn gat með naumindum fært sig í nankinsbuxur með annarri hendi, meðan hann varði sig með hinni fyrir árásarmönnun- um, sem hoppuðu eins og kálfar umhvefis hann. Ljósmyndararnir voru trylltir af gleði. Annar þeirra þreif, að spænskri venju, fast um kyn- færi sín og hristi þau með að- dáun: — Æ, þvílíkur maðurv hrópaði hann. Camposino kom nú alklædd- ur til baka. Hann braut ullar- teppið vandlega saman sjálfur og dró fram lítinn hnall, sem hann hafði auðsjáanlega miklar -mætur á. Hann settist á hann með austurlenzkum virðuleika á miðju moldargólfinu, en við hinir settumst á lítinn stall, sem var höggvinn í leirvegginn. Rétt um. Æskilegt væri að Færeying ar hefðu fastan sendifulltrúa í Reykjavík, þó ekki væri hægt að viðurkenna hann' opinberlega sem slíkan, og íslendingar full- trúa í Thorshavn, til eflingar og kynningu landanna. Föroyingafélagið í Reykjavík, sem nú í dag efnir til myndar- legra hátíðahalda að færeyskum sið, getur átt drjúgan þátt í eflingu menningar- og vináttu- sambands þessara násjcyldu frændþjóða. M' ;# Spánska alþýðan ver frelsi sitt með vopnum. ofan við okkur lá 17 ára gamall sveitapiltur á hnjánum og gætti hersímans — yngsti kapteinn- inn í spænska þjóðhernum. Composino, „landbúnaðar- verkamaðurinn", gat vel verið þrítugur, herðibreiður, þrekinn, húðin var gljáandi eins og olía, og það var sem ljóminn umlyki hið þétta, svarta hár, sem féll í bylgjum niður yfir brún aug- un, sem lýstu sífelldri undrun. Á hægri handlegg hans var blá mynd af nakinni stúlku, sem sat með krosslagða fætur. Eg spurði hann hvað hann hefði starfað, áður en hann var herdeildarforingi. — Fangi. svar aði hann snöggt, ávallt fangi, á Spáni og í Marokkó, en þaðan flúði ég á náðir Arabanna. Þá varð ég fangi þeirra. Okkur var borið gult vín í blikkdósum og þurrt brauð með. Sprengjum tók að rigna og sífellt nær okkur. — Hafa þeir komizt á snoðir um okkur? spurði 17 ára piltur- inn. — Arriba, svaraði Com'posino, þær hafa of hátt. Þar með var málið útkljáð í eitt skipti fyrir öll; hann var herforinginn og það sat við það, sem hann sagði. Engiri máitíð hefur bragðazt mér betur. Ofan frá þaki jarð- fræðingsins lagði ferskan ilm af laufi og grasi. Fangi var fluttur inn. — Seztu og drekktu. Hann var trésmiður frá Bil- bao og lét sig stjórnmál engu varða. Hann hafði verið neydd- ur til þess að innritast í herinn, hann hafði komið til vígstöðv- anna í fyrsta skipti í gær, og hann var því feginn að vera tek inn til fanga. , Hann var fluttur út, og sveit- arforinginn rannsakaði með á- kefð það, sem fundizt hafði í vösum hans. Einkum varð hann hrifinn af litlum messingsjón- auka, sem var aðeins nokkurra sentimetra langur. Þegar mað- ur horfði í glerin, sem voru á stærð við títuprjónshausa, komu í ljós tvær myndir, boðun Maríu og Kristúr á krossinum. Camposino hristi höfuðið undrandi. Nokkrar sprerigjuflugvélar fasista flugu í mikilli hæð ýfir dalsmynninu og vörpuðu sprengjum í fárra kílómetra fjarlægð. En þegar við komum út á veginn aftur kom drífa af flugritum, sem þær höfðu sleppt niður samtímis, svífandi gegn- um loftið Þar stóð að Gyðingar og frímúrarar ættu alla sök á þjáningum Spánar, og að Franco ætlaði að sjá öllum Spán verjum fyrir brauði og v'innu. Lino tók sprengjubrot upp af veginum. — Þetta er brauðið, sagði hann, um leið og hann kinkaði kolli til húsarústanna í Qui jorna: Þarna er vinnan sem bíð- ur okkar. Síðar um daginn hittum' við annan frægan foringja stjórnar- liðsins, Lister. Það hafði verið grafinn djúpur skurður um- hverfis olíusvæði úti á sléttunni, og þar hafðist hann við með liðs- sveitum sínum. Hann var ó- venju sterkl'egur og útlimamik- ill. Hann studdist fram á hand- leggina, sem voru eins og gild- ustu læri, meðan hann athugaði landabréfið. Andlitsdrættirnir voru hrjúfir, en þó var svipur- inn gáðlátlegur. Einkennishúfan hafði fallið aftur á hnakkann, það var eins og þétt og bylgj- andi hárið vildi ekki hafa hana. Yfirbragð hans var rússneskt, einhverskonar þungt og sígandi sjálfstraust, sem einkennir kom múnistana. Áður en styrjöldin hófst, var han steinsmiður. Hóp- ur manna kom gangandi eftir sléttunni í áttina til trésins, þar sem Lister stóð og sýndi okkui á uppdrættinum stöðu herj ¦ anna Meðal þessara manna var hár og hæggerður náungi með ólympskt yfirbragð og litað hár. Þetta var hinn þriðji ungi her- foringi spænska verkalýðsins, Modesta, æðstráðandi á þessum vígstöðvum. I fylgd með honum voru tvær ungar stúlkur, önnur þeirra var í samfesting með flughúfu á ljóshærðum kollinum, hin líkt- ist þreklegri sveitastúlku í marg litu pilsi. Þær voi~u túlkar hans tengiliðir hans við alþjóðaher- deildina.. Modesta skýrði frá því. að Villa Nueva de Pardillo hefði fallið fýrir stundu; hernaðar- lega mikilvægur sigur. Lino tók til fótanna og þaut til bifreiðarinnar. Við hinir fór- um á eftir yfir hrjúfa og heita sléttuna. Okkur sveið í fæturna. Niðri á veginum vorum við sí- fellt að mæta flutningabifreið- um á leið til Madrid. Þær voru þaktar ungum, ljósgrænum trjá- greinum, sem voru eins og tákn sigurs og gleði. Sjúkravagnarn- ir voru hverfilitir til þess að verjast spreng'juregni fasist- anna. Með 70—80 kílómetra hraða á klukkusturid var hinum Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.