Þjóðviljinn - 04.08.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 04.08.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur í Austurbæjarskólan- Útvarpð í dag: 20,30 Útvarpssagan: „Liljur vallar- ins“ V (Karl ísfeld). 1 21,00 Lúðrasveit Reykjavíkur (Karl Runólfsson stjórnar). BNÝJA tíé Iflfr CiAXNAiraðé Sonur refsinorninnar | Blekkingin mikla (Son of Fury) | (The Great Lie) Söguleg stórmeynd með I TYRONE POWER, | BETTE DAVIS GENE TIERNEY, GEORGE SANDERS. GEO. BRENT | MARY ASTOR Bönnuð börnum yngri en i Sýnd kl. 5, 7 og 9. 12 ára. Amerísk hermálanefnd heimsækir Island Fimm amerískir senatorar höfðu viðdvöl hér s. 1. fimmtu- dagr og föstudag-. Eru þeir í hermálanefnd amerísku öldungadeild arinnnar, sem ferðast um allar þær vígstöðvar sem amerískur her dvelur á. ísland var fyrsti áfangastaður þeirra í þessari ferð. Vitar og sjómerki. Samkvæmt ósk brezku flotastjórnarinnar hér eru skip aðvöruð um að kasta ekki akk- erum eða stunda fjskiveiðar á svæð- inu frá norðanverðum Kirkjusandi og að Engeyjarrifi. Þetta svæði er nánar tilgreint af flotastjóminni með eftirfarandi lín- um: Frá íbúðarhúsj Kirkjubóli í stefnu 328%° að baujunni við suðurodda Engeyjarrifs. Þaðan í punkt á Eng- eyjarrifi, sem er í stefnu 199° og fjarlægð 407 m. frá suðurodda Eng- eyjar, þaðan í stefnu 140° í Laugar- nesklappir norðan við Kirkjusand. Vitamálastjórinn. Hjónaband. Á laugardaginn voru gefin saman í hjónaband ungfrú Jó- fríður Jónsdóttir og Guðmundur Lárussbn, Baldursg. 21, Reykjavík. Laxfoss Framhald af 1. síðu þága hér eins og svo oft áður, og ierðirnar til Akraness verið skoð aðar innfjarðasiglingar, en frá og til Borgarness má skv. þess- um ákvæðum flytja mest 247 far þega. — Virðist þetta æði há tala á svo hœttulegri siglingaleið, ekki sízt þegar þess er gætt, að skipið hef- ur aðeins 2 björgunarbáta, sem taka, ásamt með skipshöfn, að- eins 52 manns, auk tveggja lítilla fleka. (Eru þeir alltaf um borð?) Fullkomið eftirlitsleysi hefur ríkt með þessum samgöngum og hefur mönnum oft blöskrað and- varaleysi þeirra, sem eiga að vera á verði í þessum efnum. Er mesta mildi, að ekki hefur orðið stórslys, eins og skipið hefur oft- lega verið ofhlaðið. Fullkomin ringulreið hefir ver ið á sölu aðgöngumiða. Fólk hef- ur eftirlitslaust þyrpzt um borð, og svo greitt farmiða sinn á leið- inni. Það er vel, að lögreglan hefur nú tekið í taumana, og mun hún senda sakadómara skýrslu um málið. — Má þá vænta þess, að þetta endurtaki sig ekki, enda trúir Þjóðviljinn því, að jafn góð um og varkárum manni og þeim, sem skipstjórn Laxfoss hefur með hendi; sé það kærkomið, að fullkomið lag komist á þessi mál. Jafnframt verður að krefjast þess, að ákvæði, sem ná til inn- anfjarðarsiglinga séu látin gilda um þær siglningar einar, en ekki sé leyft, að þessi ákvæði nái til annarra siglinga en innfjarðar- siglinga, eins og hér á sér stað. Nefndin er skipuð þrem demó krötum og tveim republikönum. Formaður hennar er R. B. Russ- el frá Georgíu, demókrati, aðrir nefndarmenn eru: James H. Mead frá New York, demókrati, Albert B. Chandler frá Ken- tucky, demókrati, Henry Cabot Lodge frá Massachusetter. repú- blikani og Ralph O. Brewster frá Maine, repúblikani. Nefndarmennirnir skoðuðu stöðvar ameríska hersins hér, í fylgd með William S. Key hers- 25—30 kafbátar ráðast á skipalest en bíða al- geran ósigur Brezka flotamálaráðuneyt- ið skýrði frá því í gær, að herskip og flugvélar hefðu sigr azt á 25—30 þýskum kafbát- um, er réðust á stóra skipa- lest á Atlantshafi nýlega. Stóð viðureignin í tvo sólar hringa, og var þremur kaf- bátum sökkt en skipalestin slapp ósködduö. Styrkir til náms í Ameríku. Framhald af 2. síðu. Björn Eiríksson: Boston Uni- versity, Boston Massachusetts. Birgir Möller: Brown Univer- sity, Providence, Rhode Island. Kristín Guðmundsdóttir: Northwestern University, Ev- anston, Illinois. Júlíus Guðmundsson: Univer- sity of Wisconsin, Wisconsin. Hamborg — Framh. af 1. síðu. Flugveður var mjög slæmt í fyrrinótt, lentu flugsveitirnar er árásina gerðu á Hamborg, í á- köfu' þrumuveðri. Brottflutningur fólks frá Hamborg er byrjaöur og Göbbels hefur birt áskorun til allra þeirra, sem geti flutt burt úr Berlín aö gera það sem fyrst. höfðingja og Commodore Went- worth, yfirmönnum landhers og flota Ameríkumanna hér á landi Þeir áttu stutt viðtal við blaða menn meðan þeir dvöldu hér og létu í ljósi ánægju sína yfir að- búnaði amerísku hermannanna og heilsufari þeirra hér. Einn blaðamannanna spurði þá um aðstöðu Islands sem smá- þjóðar að stríðinu loknu. Russel svaraði því þannig' „Takmark okkar er heimur, þar sem engin þjóð væri látin gjalda smæðiar sinnar og engin jþjóð njóta stærðar sinnar“, og tóku hinir nefndarmennirnir allir undir þá skoðun. Að lokinni viðdvöl sinni hér fóru nefndarmennirnir til Eng- lands. Skémmtiför sósíalista. Framh. af 3. tíöu. ust menn í eitt herbergið og skemmtu sér við söng. Á mánudag var lagt af stað heimleiðis og staðnæmst við Gullfoss. Var síðan ekið niður með ánni, staðn. við Pjakksa, sem er fallegur skógivaxinn staður í árgljúfrinu, og gengið þar niður. Á heimleiðinni skoðuðu menn kerið í Grímsnesinu og fóru síð- an upp með Sogi, litu á Sogs- virkjunina og héldu þaðan til Þingvalla og dvöldu þar nokkra stund. Til bæjarins komum við kl. 10,30 um kvöldið. Voru allir þátttakendur hinir ánægðustu með förina og skemmtu sér hiö bezta. Voru óspart sungin ætt- jarðarljóð og byltingasöngvar. Áhugi manna fyrir ferðalögum út í náttúruna hefur aukizt mjög mikið undanfarið. — Efnið þið til fleiri slíkra ferða í sumar? — Það verða ekki farnar fleiri langar ferðir á þessu sumri, en það verða farnar fleiri stuttar ferðir og þá legið úti eina nótt. Verða þær ferðir auglýstar í tæka tíð. Næsta ferð okkar þar áður var í Þjórsárdal, en þátt- takendur í þeirri ferð voru yfir 80. 9 Richard Wright: ELDUR OG SKÝ fyrsti sonur hans leikið sér og vaxið upp. Hann velti vöng- um og hugsaði.... Guð, það var á hinum góðu og gömlu dögum. Þá hafði verið til nægur matur, guð hafði gefið ríku- legan ávöxt. Hann hafði stritað frá sólaruppkomu til sól- arlags og á hinum svölu kvöldum hafði Mary, konan hans, kennt honum að lesa og skrifa. Þá hafði guð talað til hans, hljóðri djúpri röddu á dimmri nóttu og kallað hann til þess að boða fagnaðarerindið svo það næði til alls á jörð- unni, kallað hann til þess að frelsa hina svörtu þjóð sína. Og hann hafði hlýtt kölluninni og byggt kirkju á bjargi, sem vélabrögð hinna vondu gátu ekki bugað. Já, hann hafði farið að dæmi Mósesar, sem leiddi þjóð sína út úr eyðimörkinni inn í fyrirheitna landið. Hann andvarpaði og færði kápuna yfir á hægri hand- legginn án þess að nema staðar. Já, hve allt hafði verið auðvelt í þá daga. Þá var braut hans bein og hann gekk hana undir handleiðslu góðs guðs. Á sunnudögum boðaði hann orð guðs, á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudög- um, fimmtudögum föstudögum og laugardögum tók hann Bess gömlu, múlösnuna, og plóginn sinn og plægði þá jörð, sem guð hafði gefið mönnunum. Um stund, þar sem hann gekk og rifjaði upp vonir þessara liðnu daga, gat hann fundið átök plógsins í sigghörðum höndunum og heyrt moldina velta frá plógnum, dökka, frjósama, raka, það var sem hann sæi Bess gömlu streitast áfram undan plógnum, hrista hausinn og blása öðru hvoru. Já, þessir gömlu góðu dagar höfðu átt innihald, þegar hann gekk á eftir plógnum milli grænna reita undur blá- um, sólheiðum himni, þá var allt þrungið af ólgandi starfs- þrótti og svellandi, hreinni, heitri gleði; jörðin var hans og hann var jarðarinnar; þau voru eitt, og það var til þessarar ólgandi starfsorku, svellandi gleði og einbeitni hans, sem guð hafði talað, þegar hann kallaði hann til þess að boða guðs orð. frelsa hina svörtu þjóð sína, leiða hana, vera hirðir hjarðar sinnar. En riú var allt að detta í sundur í höndum hans, hrynja fyrir augum hans. Og í hvert sinn sem hann hugsaði um hvaða leið væri til bjarg- ar, sá hann í huganum stór, grá augu bak við íslit gler- augu. Hann þurkaði aftur af sér svitann. Ef til vill hafa Hadley og Green rétt fyrir sér... Góður guð, hvað á ég að gera? Ef ég tek upp baráttu þá segir hvíta fólkið að ég sé negraþrjótur sem æsi til óeirða. Og ef ég aðhefst ekkert þá sveltum við... En eitthvað verður að gera. Ef til vill gætum við hrœtt hvítu menn- ina til þess að gera eitthvað, ef þeir færu í kröfugöngu eins og Hadley og Green sögðu.... Hann virti enn fyrir sér landið umhverfis, í augum hans mátti í senn lesa dreymni og áhuga. Vissulega getum við látið þessa gömlu akra bera ávöxt á ný. Það var til þess, sem guð hafði skapað þetta land. Plógur getur bylt, hlú- járn rótað, hendur tínt og armar erviðað. ... Ár eftir ár gætu akrarnir blómgast, fólk gæti fengið nógan mat og verið glatt, eins og hann var þegar hann hélt um plógarmana, gekk á eftir Bess gömlu og heyrði moldina rofna og byltast, vegna þess að hann þurfti að bylta moldinni, vildi bylta moldinni, moldin var hans. Og fólkið gæti sungið eins og hann söng þegar Mary og hann voru nýgift, sungið um baðmullartínslu, veiðar, sung- ið um sól og regn. Allt þetta gæti oi'ðið. ... En til hvers er að hugsa um þetta nú? Þetta er liðinn tími. ... Og nú varð hann að fara og segja söfnuði sínum, fólkinu sem guð almáttugur hafði kallað hann til þess að leiða út úr eyði- mörkinni inn í fyrirheitna landið — hann varð að segja því að fátækrahjálpin neitaði því um nokkurt liðsinni. Þenna sama morgun hafði hann sent tíu manna sendi- nefnd, menn og konur, til borgarstjórans. feorgarstjórinn hefur sjálfsagt látið þau fá orð í eyra! Allt til þessa hefur hann komið vel fram við mig, enda þótt hann sé hvítur maður. Um leið og hann gekk í mjúkum leirnum minntist hann Boltons borgarstjóra, hann sá hinar rauðu kinnar, stutt, svart skegg og glóandi vindil fram úr rauðu, feitu andliti. Hann þyrfti að verða dálítið skelkaður núna, hugs- aði hann. Hann er búinn að ráða yfir okkur of lengi.... Hann var nú kominn niður af hæðinni og beygði inn á gjallstíg í átt til kofanna. Guð minn góður, þótt ég reyni að gera eitthvað fyrir þjóð mína, þá fylgir hún mér ekki, styður mig ekki. Smith gamli djákni situr alltaf á svikráð-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.