Þjóðviljinn - 07.08.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.08.1943, Blaðsíða 4
þJQÐVILIINN .Úrbopglnni er í Læknavarðstöð Austurbæj arskólan- Næturlæknir Reykjavíkur í um, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Ið- unni. Útvaxpið í dag. 20.30 Útvarpstríóið: Tríó, Op. 42. eftir Beethoven. 20.50 Gamanþáttur: „Verðlauna- leikritið", eftir Þorberg Þor- steinsson, Brenniborg (Gunn- þórunn Halldórsdóttir, Frið- finnur Guðjónsson). 21.20 Hljómplötur: Endurtekin lög. Ungu sjómennimir Framh. af 1. síðu. að ræða þar til 1 land kom, en þá var komið á fjórða tíma frá því árásin var gerð. Líðanin á leiðinni í land var „hálfslæm", segir Ólafur, hann lá uppi og var ónotalegt, því komin var talsverð gola. Pabbi hans, sem einnig er skipsmaður á Súðinni, var hjá honum. Það var á leið- inni í land að hásetarnir Her- mann Jónsson og Guðjón Krist- insson létust af sárum sínum. Þegar á spítalann kom fengu þeir særðu strax læknishjálp og ágæta aðhlynningu. Það kom í ljós að kúlan sem hitti Ólaf hafði ekki snert bein í fætinum, og greru sárin furðu fljótt. Guðmundur varð bæði fyrir skotum og sprengjubrotum og voru talin á honum 143 sár. Hann er einnig orðinn sæmilega hress en varlegra þótti að hann færi ekki suður í bíl og kemur hann með Esjunni eins og áður er sagt. Aldrei framar atvinnuleysi Framh. af 3. síðu. þýðunnar, sem getur hrint þessum stefnumálum í framkvæmd“. Alþýðan veit, að ekki er nóg að einstaklingar kreppi hnefann og hrópi: Aldrei framar atvinnu- leysi! Verkalýðurinn veit, að á næstú mánuðum og árpm verð- ur hann að heyja harða baráttu fyrir lífskjörum sínum og mann- réttindum, og hann veit, að það sem gildir er vald savitakanna. r\r rn í '.njirn Esj; Hraðferð til Akureyrar fyrripart næstu viku. Vörumóttakan á Patreksfjörð, ísafjörð og Siglu- fjörð á mánudag, og til Akur- eyrar á þriðjudag. Viðkoma á Bíldudal í báðum leiðum vegna farþega. Pantaðir farseðlar sækist á mánudag. r Armanu Vörumóttaka til Vestmanna- eyja á mánudag. NÝJA BÍé Sonur refsinorninnar (Son of Fury) Söguleg stórmeynd með TYKONE POWEK, GENE TIERNEY, GEORGE SANDERS. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. Sýnd kl. 7 og 9 Sýning kl. 3 og 5 Hnefaleikakappinn (Right to the Hearth) BRENDA JOCE JOSEPH ALLEN Jr. Aðgöngumiðasala hefst kl. 11 Blekkingin mikla (The Great Lie) BETTE DAVIS GEO. BRENT MARY ASTOR Sýnd kl. 5, 7 og 9. Slæðingur (Topper Retums) Gamansöm draugasaga. Sýnd kl. 3 S.G.T.~ dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld. — Aðgöngumiðasala kl. 5—7, sími 3240. — Hljómsveit Bjama Böðvarssonar. Neistaramót í S. í. hefst í dag Hið árlega meistaramót í. S. í. í frjálsum íþróttum hefst á íþróttavellinum í eftirmiðdag. Verður þá keppt í 200 m. hlaupi, 800 m. hlaupi, undanrásir í 400 hlaupinu og 5000 m., kúluvarpi, hástökki, spjótkasti og þrístökki Margir snjallir íþróttamenn koma þarna til leiks og má gera ráð fyrir skemmtilegri keppni í mörgum greinum. Fjögur félög hafa tilkynnt þátttöku: Ar- mann, F. H„ í. R. og K. R. í 200 m hlaupinu getur keppnin orðið hörð milli þeirra Brynjólfs, Jó- hanns og Baldurs Möller, og eftir árangri Svavars (F. H.) i Vestm.e., getur hann orðið skeinuhættur, að ógleymdum Finnbirni. í 800 m. hlaupi’ verður barátt- an milli K. R. og Ármanns, en þar kemur fram hið fræga „tríó“ Ármanns: Sigurgeir, Hörður og Árni, og þó Óskar Guðm. í K.R. sé efnilegur, þá verður það Brynjólfur Ingólfsson, sem kem- ur til með að bera hita og þunga viðureignarinnar við þá þre- . menninga. Svipað verður að segja um 500 m„ þar er það Indriði, sem stendur einn gegn Herði, Haraldi Þórðar og Evert. Þótt fleiri efnilegir menn séu þarna á skrá, er líklegast að þessir komi til með að bítast um titilinn. I kúluvarpi verður Huseby einvaldur og nokkur von um að hann setji met, því eftir því sem þjálfari hans sagði mér, er hann í góðri æfingu og kominn nærri því bezta, sem hann hefur sýnt. Sigurður Finnsson keppir þarna fyrir KR, en hann hefur ekki komið fram um langt skeið. Ungir kúluvarparar' koma líka fram þarna. Margir munu hafa hlakkað til að sjá keppnina milli Skúla Guðm. og Olivers Steins, en eftir því sem þjálfari KR sagði mér, er Skúli lasinn og getur ekki keppt. Þá kemur spurningin, hvort Oliver tekst að ná,metinu eða bæta það, en eftir árangri hans í sumar, er líklegt að hann verði í sérflokki. Hins vegar verður keppnin milli hinna að líkindum afar hörð, en þar eru margir efnilegir menn frá öllum félögunum. Spjótkast- ið hefur Jón Hjartar unnið und- anfarið, en margir, bæði yngri og eldri, munu reyna að gera honum sigurinn torsóttan. Má þar nefna Sigurð Finnsson, Sig. Norðdahl, Finnbjörn og Odd Helgason. í þrístökkinu hefur Oliver Steinn verið sterkasti maður, en nú kemur okkar góði og gamli stökkvari Sigurður Sigurðsson, og«er mörgum ábyggilega for- vitni á að sjá hann aftur í þess- ari grein. Oddujf Helgason gétur þó orðið þeim erfiður 1 skauti. Margir ungir og efnilegir stökkv- arar koma þarna fram úr öllum félögum. í samtali við Ben. Jak. bjóst hann við að brautin yrði tilbúin, þótt það stæði glöggt, og yrði unnið að því með oddi og egg, svo að ekki þyrfti að seinka mótinu. Telur hann að bygging brautarinnar hafi tekizt vel, en búast megi við að hún þyki fyrsta kastið nokkuð laus, en hún eigi fyrir sér að þéttast. Verður þetta því nokkurs konar vígslumót eftir viðgerð vallar- ins. Á morgun fer fram 100 m. hlaup, stangarstökk, kringlu- kast, 400 m. úrslit, langstökk, sleggjukast, 1500 m. hlaup og 110 m. grindahlaup. 10 km. hlaup og tugþrautar- keppni fer fram í lok ágústmán- aðar. Flestallar þessar keppnir eru nokkuð jafnar og skemmtilegar, og spilli mótstjórnin og kepp- endur ekki áhrifum með seina- gangi, er þarna að fá góða skemmtun, en undanfarin ár hefur það viðbrunnið. ÍR sér um mótið. og er von- andi að nýtt líf verði í stjórn þess, eins og félagi þeirra er nú. F. \ Richard Wri?ht: ® ELDUR OG SKÝ Taylor færði sig aftur á bak, seildist niður í vasa sinn eftir lófafylli af smápeningum. „Skiptið þessu á milli ykkar, bræður og systur, þetta eru allir þeir peningar sem ég á, svo sannarlega hjálpi mér guð.“ Hann lét peningaúa á lítið borð. Bróðir Booker skipti þeim á milli fólksins meðan þeir entust, en þá hópaðist það að honum á ný. „Hvað eigum við að gera, prestur“?“ „Getum við ekki fengið hvíta fólkið til þess að gera eitt- hvað fyrir okkur?“ „Ég þoli ekki lengur að svelta!“ „Prestur, barnið mitt er veikt og ég get ekki látið það fá mjólk.“ „Prestur, hvað á ég að segja konunni minni?“ „Það má guð vita, ég þoli þetta ekki.‘ „Hvað eigum við að gera, prestur?“ Taylor virti fólkið fyrir sér og blygðaðist sín fyrir ráða- leysi sitt og þeirra. „Bræður og systur, við skulum öll biðja góðan guð, sem lét okkur fæðast í þennan heim . .. Hann spennti greipar, lokaði augunum og beygði höfuð- ið. Alger þögn ríkti þegar í herberginu. „Góði almáttugi guð, þú skapaðir sólina, tunglið, stjörn- urnar, jörðina, höfin, mannkynið og dýr merkurinnar!“ já jesús „Þú skapaðir alla, drottinn, og veittir þeim verkefni!“ þú skapaðir alla 'drottinn ,,Þú ert máttugur og voldugur og ræður yfir þessum heimi!“ þú rœður öllu drottinn „Þú leiddir börn ísraels út úr Egyptalandi!11 þú gerðir það drottinn „Þú lézt bein hinna dauðu vakna til lífsins!“ þú vaktir þá til lífsins drottinn „Þú bjargáðir hebreska fólkinu úr eldinum!“ já jesús „Þú stöðvaðir storminn og lézt sólina nema staðar!“ þú stöðvaðir þau drottinn , „Þú brauzt niður múra Jeríkóborgar og lézt Jónas dvelja í kviði hvalsins!“ þú gerðir það drottinn , ,,Þú lézt son þinn, Jesús, ganga á vatninu og rísa upp frá dauðum.“ miskunna oss jesús „Þú lézt halta ganga!“ þú gerðir það drottinn „Þú gafst blindum sýn!“ hjálpaðu okkur nú drottinn „Þú lézt daufa fá heyrn!“ dýrð sé guði í hœstum hæðum „Þú ert bjargið í umróti tímanna, skjólið í stormum viðburðanna!“ þú drottinn þú drottinn „Drottinn, þú hefur sagzt mundu slá til jarðar hina vondu menn, sem þjáðu börnin þín!“ dýrð sé guði „Þú hefur sagt þú mundir tortíma heiminum og skapa nýjan himinn og nýja jörð!“ við bíðum þín jesús „Drottinn, þú sagðir: knýjið á og þá mun fyrir yður upplokið verða!“ þú sagðir það drottinn og nú hrópum við á þig „Þú skapaðir okkur og gafst okkur lífsanda!“ þú gerðir það drottinn » „Líttu niður til okkar, drottinn, talaðu til okkar, birtu okkur vilja þinn. Talaðu við okkur eins og þú talaðil' við Jakob!“ tala þú drottinn og við munum vera leirinn í höndum þínum „Bjóð þú og við munum hlýða! Reyndu ókkur, drottinn, reyndu okkur, hvort við breytum ekki að vilja þínum! Við erum vanmegna við fætur þér og bíðum eftir boði þínu!“ bjóð þú drottinn „Hvíta fólkið segir að við megum ekki njóta gæða jarð- ar þinnar, drottinn! Það hefur slegið eign sinni á alla jörðina! Það hefur afgirt hana með gaddavír! Það vill taka "sér þitt vald, drottinn!“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.