Þjóðviljinn - 07.08.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 07.08.1943, Blaðsíða 1
8. árgangur. Laugardagur 7. ágúst 1943. 113. tölublað. Varnarlína Þjóðverja rofín á 70 km svæöí og rauðí her~ ínn hefur á þrem dogum sóff fram alff ad 60 krn. Bandamannaherirnir á Sikiley sækja fram Á miðhluta Sikileyjarvíg- stöðvanna eru háðir harðir bar- dagar, og reyna fasistaherirnir þar að stöðva sókn Bandaríkja- hersins. Bandamannaherjunum verður vel ágengt, og sprengjuflugvél- ar Bandamanna halda uppi stöðugum árásum á Messina, einu stóru höfnina á Sikiley sem fasistaherirnir hafa. Rauði herinn hefur byrjað nýja sókn á Karkoff- vígstöðvunum og þegar orðið vel ágengt, að því er segir í miðnæturtilkynningunni frá Moskva. Hafa Rússar rofið varnarlínu Þjóðverja á 70 km. svæði, sótt fram allt að 60 km. í þriggja daga sókn, og tekið marga bæi og byggðarlög, þar á meðal hinn mik- ilvæga járnbrautarbæ Solotseff á brautinni milli Kark off og Brjansk. Hefur rauði herinn rofið þá braut á stóru svæði. Sóknarsvæðið nær frá Bjelgorodsvæðinu og suður á móts við Karkoff. Á vígstöðvunum við Orel heldur rauði herinn á- fram sókn í átt til Brjansk, og er 9. þýzki herinn og 2. vélaher Þjóðverja enn á undanhaldi. Segir í fregnum frá Moskva að rauði herinn hafi í gær sótt Samkomulag í Siglufjarðardeilunni Kyndarar fá helming krafna sinna uppfylltan StöSvunín hefur bakað ríkisverksmiðjunum 40—50 Samkomulag hefði getað náðst án Almenn gremja á Siglufírði í verksmiðjustjðrRina þús kr. tjðn verkfalls út Samkomulag náðist í fyrrinótt í deilu ríkisverksmiðjanna á Siglufirði og hófst vinna í verksmiðjunum kl. 3 um nóttina. Aðalatriði samkomulagsins er það að kyndararnir fá 20% Jiærra kaup fyrir helgidagavinnu og ef tirvinnu, en greitt er f yr- ir almenna verkamannavinnu. Hafa kyndararnir þá hlotið liðlega helming þess sem um var deilt. / Verksmiðjurnar voru stöðvaðar í 30 klst. og er talið að tjón þeirra vegna stöðvunarinnar nemi 40—50 þúsundum króna. Um aflatjón 'sjómanna og út- gerðarmanna er ekki hægt að segja, en vafalaust er það tölu- vert. Almenn gremja er ríkjandi á Siglufirði á meðal sjómanna og- verkamanna í garð verksmiðju- stjórnarinnar fyrir framkomu hennar í deilu þessari, þar sem hægt hefði verið að fá samkomu lag á þeim grundvelli er nú var samið á, áður en kyndararnir lögðu niður vinnu. Sérstaka gremju hefur það -vakið, að af þeim sem verk- smiðjustjórnina skipa mun Finn ur Jónsson hafa staðið fastast gegn kröfum kyndaranna. Jón Sigurðsson, framkvæmd- arstjóri Alþýðusambandsins flaug norður í fyrradag vegna deilunnar, en samkomulag hafði náðst þegar hann kom. Það mun öllum gleðiefni að deila þessi er nú leyst, en hún hefur greinilega leitt í ljós hve hættulegt það er að stjórn verk- smiðjanna skuli vera skipuð mönnum, sem hika ekki við að skaða verksmiðjúrnar um tugi þúsunda króna, til þess eins að spara óverulegar upphæðir á kaupi verkamanna. fram 6—10 km. á þessum víg- stöðvum og tekið 70 þorp. Þjóðverjar segja að bardagar færist stöðugt í aukana á Bjel- gorodsvæðinu, og, skýra frá hörð- um árásum rauða hersins suður af Ladogavatni. Rússar tilkynntu í gær aö þeir hefðu tekiö- 12 þúsund þýzka fanga á Orel-Bjelgorodvígstöðv- unum á timabilinu 5. júlí—6. ágúst, og á sama tíma hafi 120 þúsund þýzkir hermenn fallið. Þennan mánaðartíma misstu Þjóðverjar gífurlega mikið af hergögnum, á austurvígstöðvun- um, þar á meðal 2500 flugvélar. Þjóðverjar rupla stórum hluta af matvælafram- leiðslu Dana í grein um Danmörku segir Nya Dagligt Allehanda m. a.: „Þjóðverjar hafa tekið fjórð- ung af nautgripastofni Dana. taka þriðjung smjörframleiðsl- unnar, helminginn af fleskfram- leiðslunni. Auk þess kaupa þýzku hermennirnir matvæli í Danmörku og setulið Þjóðverja lifir á danskri matvælafram- leiðslu". Þýzk flugvél skotin niður við Norður- land -7 Þjóðverjar íeknir til fanga Amerískir flugmenn skutu niður þýzka Focke-Wulfsprengju flugvél í fyrradag úti fyrir Norðurlandi. Sjö af áhöfn flugvélarinnar björguðust í gúmmmíbát og fór brezkt herskip á vettvang og tók þá til fanga og flutti þá til hafnar á Norðurlandi. Amerísku flugmennirnir, sem skutu þýzku flugvélina niður voru þeir liðsforingjarnir Richard'M. Holly frá Glendale, Ari- zona og William E. Bethea frá Kenly, North Carolina. Amerísku flugvélarnar sakaði ekki. Amerísku hernaðaryfirvöldin, sem þessi frétt er frá, sögðu að atburðir þessir hefðu gerzt á sömu slóðum og þýzk flugvél réðst á Súðina 16. júní s. 1.-, en í árás þeirri féllu tveir af áhöfn Súðarinnar en 5 særðust og nokkrir þeirra mjög mikið. Guðmundur Guðmundsson iinsa innií'iiir í Vídfal víd Olaf Ungu sjómennirnir tveir, sem særðust mest í árásinni á Súðina eru að miklu leyti grónir sára siuna, og á góðum batavegi. Ólafur Sverrir Ólafsson kom til Keykjavíkur snemma í þess- ari viku, en Guðmundur Guð- mundsson kemur með Esju í dag. Það er áreiðanlegt að, öllum fslendingum þykir vænt um þær fréttir, að þessir ungu sjó- menn komast til heimila sinna. Þær eru svo þungar fórnirnar sem þjóðin hefur greitt í þessari styrjöld, að jafnt kunnugir sem ókunnugir gleðjast af því að þessir hraustu drengir urðu ekki líka styrjaldaræðinu að bráð. Olafur Sverrir Ólafss. særðist alvarlega, þannig að vélbyssu- kúla fór í gegnum vinstri fótinn og er hann búinn að vera á Húsa víkurspítala á áttundu viku, en nú orðinn sæmilega hress, þó ekki vel styrkur í fætinum og þarf sennilega að ganga til lækn is alllengi enn. Ólafur er átján á'ra og á heima á Smyrilsveg 29. Hann réðst kyndari á Súðina um áramótin, og var á vakt þeg- ar árásin var gerð, en hafði skroppið upp til að fá sér frískt loft, og var í þann veginn að fara niður aftur er vélbyssuhríð- in dundi yfir brúna, hann varð var við að kúla hafði hitt hann við það að fóturinn kipptist upp, en til verulegs sársauka fann Alþýðan á Italíu krefst friðar Italskir verkamenn hafa verið handteknir hundruðum saman fyrir að neita að vinna í her- gagnaverksmiðjum í þeim borg- um, er orðið hafa fyrir mestum loftárásum. Fulltrúar helztu ítölsku stjórn- málaflokkanna afhentu Bado- glio í gær álitsskjal, 'þar sem segir, að allur dráttur á því að semja frið sé hœttulegur fyrir framtíð ítalíu. Ahrifamestu ítölsku . blöðin gagnrýna Badogliostjórnina, þar á meðal Corriera de la Sera og Popolo di Roma. Fyrsta aukalestin frá ítalíu, er flytur Þjóðverja úr landi, lagði af stað frá Milano í gær. Næstu daga flytja þýzkir borg- arar frá Róm, Feneyjum og fleiri borgum. er mest særOasf ir m Sverrí Olafsson Ólafur Sverrir Ólafsson hann ekki fyrr en síðar. Önnur kúla smaug í gegnum buxna- skálmina en svo skipti það eng- um togum að hann stökk um „skylightið" niður í vélarrúmið, tvær til þrjár mannhæðir, og komst þó ótrúlegt sé frá því ó- meiddur Varð það honum til lífs Þarna niðri var enginn eftir svo Ólafur fór að hafa sig fram á ganginn og upp, en þá tók að blæða ákaflega úr sárinu á fæt- inum, og missti hann snöggvast meðvitund af áreynsluhni og blóðmissinum. En hann raknaði brátt við og tókst að vega 'sig á handafli upp tvo stiga, en þegar upp kom var báturinn sem hann átti að fara í, alelda. Ólafi var hjálpað upp í annan bát, handklæði reyrt um lærið til að hindra frekari blóðmissi og sæng lögð yfir hann. Um aðrar aðgerðir var ekki Framh. á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.