Þjóðviljinn - 08.08.1943, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.08.1943, Blaðsíða 1
VILIIN 8. árgangur. Sunnudagur 8. ágúst 1943. 174. tölubla*. B s 00 Framsveítír Riíssa eru komnar 40 km; vestur fyrír Orel og Bjelgorod og eru álíka langt frá Karkoff — Harðar loffárásír á Karkoff og Brjansk llioifFi í im von Ribbentrop, utanríkismála ráðherra Þýzkalands, er kominn til Róm, til viöræðna við hinn ¦nýja utanríkismálaráðherra Itala. Er talið að Ribbentrop- ætli að gera síðustu tilraun til að halda ítalíu í bandalaginu við Þýzka- land. Göring í Hamborg Göring er kominn til Ham- iorgar til að kynna sér tjónið af hinum stórkostlegu loftárásum Bandamanna. Er það í fyrsta sinn sem Gör- ing fer að sjá með eigin augum skemmdirnar af loftárásunum. Eins og kunnugt er lofaði Gör- ing því hátíðlega, að Bretum skyldi aldrei takast að varpa sprengjum á Ruhr eða önnur mestu iðnaðarsvæði Þýzkalands. Rauði herinn sækir fram á tveimur köflum víg- stöðvanna, frá Orel í átt til Brjansk og sunnar á svæði frá Bjelgorod og suður undir Karkoff- Nyrðri armur sóknarhersins á Karkoffvígstöðv- unum er um 30 km. vestur af Bjelgorod, en syðri arm- urinn um 40 km. norðvestur af Karkoff. Á Orelvígstöðvunum hefur rauði herinn tekið bæ- inn Krofmi, 40 km. suðvestur af Orel. Þýzki herinn hörfar í átt til bæjarins Karatseff. Rússneskar sprengjuflugvélar gerðu í gær ákafar árásir á herstóðvar Þjóðverja í Brjansk, Karkoff og fleiri mikilvægar borgir á miðvígstöðvunum. Vörn Þjóðverja er allstaðar mjög hörð, og beita þeir öflug- um flugflota. Eru daglega háðir harðir loftbardagar. í gær skutu Bandaríkjaher tekur mikil- vægan flugvöll á Saio- monseyjum Bandaríkjaher hefur tekið Múndaflugvöllinn á Nýju Georg íu, Salomonseyjum, en það er talinn míkilvœgasti flugvöllur er Japanir höfðu á Suðvestur- Kyrrahafssvæðinu. Orka Ljósafossstöðvarinnar verður aukin um 5000 kw. Vonir um að verkinu verði lokið í haust Unnið er af miklu Kappi að stækkun Sogsstöðvarinnar. Ver- ið er að steypa utan um sográsirnar frá túrbínunni og undir- stöður undir vélarnar. Efalaust má telja, að verkinu verði lokið í haust, ef ekki stendur á flutningi véla frá Ameríku, en eins og kunnugt er, er erfitt að segja nokkuð fyrirfram um slíka flutninga. Nokkuð af vélunum er þegar komið. Það eru verk- fræðingarnir Árni Snævarr og Gústaf Pálsson, sem annast verkið, en verksmiðjan, sem selur vélarnar, sendir hingað verkfræðing til að stjórna uppsetningu þeirra. Orkuaukning Ljósafossstöðvarinaar nemur 5000 kw. og Elliðaárstöðin gefur 3000 kw. Alls verður raforkan eftir aukninguna 17000 kw., og ætti það að fullnægja bænum í bráð. þær sem fyrir eru. Þegar þessi vélasamstæða er komin, má Þegar Ljósafossstöðin var reist var fallið ekki fullvirkjað sem kunnugt er. Tekið var tillit til þessa á bygg ingu stöðvarinnar, þannig að stöðvarhúsið var reist fyrir þrjár vélasamstæður, þó að aðeins væru tvær settar upp í fyrstu. Nú er verið að undirbúa upp- setningu þriðju vélasamstæðunn ar og er hún nokkru stærri en heita að Ljósafossfallið sé full- virkjað, en þó mun imega bæta nokkru við ef vatnsmiðlun yrði komið á í Þingvallavatni. Það hefur reynst nokkrum örð ugleikum bundið að fá nauðsyn- legt efni til þessarar virkjunar, og hefur orðið að spara stál eft- Frarcihald á 4. síöu. Rússar niður 114 þýzkar flugvél- ar. Skæruflokkarnir á Orel- Brjansksvæðunum hörfa til vest urs ásamt þýzku herjunum til þess að "geta gert Þjóðverjum sem mestar skráveifur á undan- haldinu. Skæruflokkarnir hafa alltaf verið mjög sterkir og at- hafnamiklir á þessum slóðum. Tjón þýzka hersins á austur- vígstöðvunum mánuðinn 5. júlí til 6. ágúst varð, samkvæmt rúss neskum tilkynningum: 120 þilsund fallnir 12 400 fangar 2500 flugvélar 4600 skriðdrekar 1600 fallbyssur 11000' vélknúin farartœki. Auk þess tóku Rússar herfangi 520 skriðdreka S40 fallbyssur, auk mikilla birgða af skotfærum og smærri vopnum. Bandamenn aðvara Grikki og Júgoslava Yfirstjórn Bandamanna hefur í útvarpi frá Alsír varað Júgó- slava og Grikki við því að trúa orðróm um innrás, sem Þjóðverj ar vœru að breiða út, og taka þv'% aðeins mark á slíkum fregnum að þœr kœmu frá útvarpsstöðv- um Bandamanna. I ávarpinu segir að Bandamenn telji skæruherina í Júgóslavíu og -Grikklandi bandamenn sína og muni veita þeim alla þá hjálp er þeir megni. ,Betro seint en aldrei1 Sænska þjóðin fagnar því að þýzku hermanna- flutningunum er hætt Sænska þjóðin og blöðin fagna ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afnema leyfi til þýzkra her- mannaflutniga yfir Svíþjóð til Noregs og frá Noregi; segir í fregn frá Stokkhólmi. Dagens Nyheter segir: „Því harðari sem grimmdarstjórnin varð í Noregi, því meir fundum yið til þunga byrðarinnar 'at' undanlátsseminni við kúgara f rændþjóðarinnar". Svenska Dagbladet segir: .,Yí irgnæfandi meirihluti þjóðarinp Munið fjársðfnin Hringsins fyrir bðrnaspftalð Útiskemmtun í hljómskála- garðinumhefstídagkl.2.31 I dag efnir kvenfélagið Hring- urinn til útiskemmtunar í Hljóm skálagarðinum. Ágóðinn af skemmtun þessari rennur til fjársöfnunar Hrings- kvenna fyrir barnaspítala hér í bænum, en á s. 1. sumri hófu þær fjársöfnun til spítalans og hafa þegar safnað nokkru fé. Bygging barnaspítala er mikii nauðsynjamál og eiga Hrings- konur þakkir skyldar fyrir á- huga þeirra og framtakssemi í þessu máli. Reykvíkingar munu ekki gleyma börnunum og barnaspít- alanum, í dag. Kaupið merkin sem seld verða ágötunum til á- góða fyrir spítalann. Vaxandi ðlga i Balkan Atburðirnir á Italíu og árásin á rúmensku olíulindirnar ýta undir óánægjuna Ólgan á Balkanskaga fer stöðugt vaxandi, bæði vegna áhrifa frá atburðunum á í'talíu og sem afleiðing af fyrstu hörðu árás- inni að sunnan á leppríki Hitlers, — loftárás Bandaríkjaflug- sveitanna á Ploestíolíulindirnar í Rúmeníu. I fregn frá Sviss segir, að mest virðist ólgan vera í Ung- verjalandi og Rúmeníu. Fregnir frá Búdapest herma að ungverska þjóðin krefjist fríð ar engu síður ákveðin en ítalir. Svo virðist sem djúp sé myndað milli meginhluta ungversku þjóð arinnar og hinnar nazistisku leppstjórnar landsins. Rúmenum virðist hafa orðið mikið um árás Bandaríkjamann- anna á Ploextiolíulindirnar. Tal- ið er að árásirnar hafi eyðilagt olíubirgðir ^sem nægðu til sex mánaða olíunotkunar allrar rúm ensku þjóðarinnar. ar leit á leyfið til hermanna- flutninga sem mótgerð gegn Noi egi". Mannfjöldi safnaðist saman á götum Stokkhólms við blaða- skrifstofurnar til að fá síðustu fregnirnar. Athugasemdir eins og „nú getum við aftur farið að horfast í augu við norsku vinina okkar", „guði sé lof að við erum loksins orðnir hlutlausir" og „betra er seint en aldrei", heyrð ust víða. Bandaríkjðmenn tðkð Troinð 120 þús. fangar teknir á Sikiley. A Sikiley eru hörðustu bardag arnir enn háðir í fjöllunum vest- ur af Etnu, þarsem Þjóðveriar gera harðvítuga tilraun til a,ð stöðva sókn Bandaríkjahersins. BandQríkjamenn sœkja samt fram jafnt og þétt og brutust í gœr inn í bœinn Troina, er var þýðingarmikill liður i varnar- kerfi fasistaherjanna. Áttundi brezki, herinn er kom- inn 8 km. norður fyrir Catania. Éandamenn hafa tekið alls 120 þúsund fanga á Sikiley. Tilkynnt var í gær að brezku spítalaskipi „Talamba" hafi ver ið sökkt við Sikiley fyrstu inn- rásarnóttina, er fasistaflugvélar vörpuðu á það sprengjum og fórst margt af áhöfninni. Framhald á 4. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.