Þjóðviljinn - 08.08.1943, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.08.1943, Blaðsíða 2
P j -jy , 'J 1 iN j.1 Sunnudagur 8. ágúst 1943. SftemníioapOur og íOróttasoaiOi Reohiaoíhur íþóttaleikvangar - trjáreitir - tjarnir - íslenzkt jurtasafn - hljómleikaskáli - sundlaugar - baðströnd - útsýnisturn Á það má einnig benda, að á öllu svæðinu eru mjög fáar bygg ingar og eru lang flestar þeirra litlar og sumar mjög hrörlegar timburbyggingar, sumar til veru legrár óprýði. Verðmæti þeirra allra er (hús og lóðarverð) alls að fasteignamati kr. 317.000,00. Að sjálfsögðu mun taka nokk- ur ár, að koma upp þeim mann- virkjum og leikvöngum og til að ganga til fullnustu frá þeim jarðvegs- og ræktunarfram- kvæmdum, sem nefndin ætlast til og telur nauðsynlegt að gerð- ar verði á svæðinu. Slíkar fram- kvæmdir hljóta að taka nokkur ár, ef allar tillögur nefndarinn- ar um skipulagningu landssvæð- isins ná samþykki háttv. bæjar- stjórnar, svo sem nefndin fast- lega væntir. Fyrir því yrði að sjálfsögðu að veita árlega, í næstu ár, nokkra fjárhæð úr bæjarsjóði til 1) kaupa á þeim fasteignum, sem nú eru innan svæðis- ins, 2) til kostnaðar á skipulagn- ingu þess, og 3) til mannvirkjagerðar og' ræktunar á svæðinu. Af þessum sökum myndi því eigi þörf á aö festa nú þegar kaup á öllum þeim fasteignum, sem innan svæðis eru, og sem hljóta að hverfa þaðan, áður en endanlegum framkvæmdum á svæðinu verður lokið og það allt tekið til afnota fyrir borgarbúa. Hins vegar leggur nefndin ríka áherzlu á það, að háttv. bæjarstjórn samþykki nú þegar, að framangreint landsvæði skuli verða skemmti- og íþróttasvæði Reykjavíkur og að hafizt verði þegar í stað handa um að koma þar upp þeim íþróttamannvirkj- um og öðrum framkvæmdum, sem nánar skal vikið að hér á eftir, eins fljótt og frekustu föng eru á, svo að allt svæðið geti sem fyrst orðið borgarbúum að þeim notum, sem til er stofnað og nefndin ætlast til með tillögum sínúm. I. Fyrstu framkVæmdir, er hefja verður, er að afgirða allt svæðið. Leggur nefndin til að landið verði girt með þéttriðnu stálneti á stein- eða stálstöplum. Innan girðingar verði síðan gróðursett, þétt við girðinguna, í Þjóðviljanum í gær var birtur fyrri hluti af álili nefndaar þeirrar, sem unnið hefur að tillögum um skemmti- og hvíldarsvæði fyrir Reyk- víkinga. TiiIIögur nefndarinnaar í máli þessu eru hinaar athyglisverðustu. Fer síðari liluti nefndarálitsins hér á eftir. skjólgóður og fljótþroska trjá- gróður. Innan svæðisins sjálfs, — þ. e. þess hluta þess, sem eigi verður notaður fyrir íþróttamannvirki eða leikvanga, — verði í fyrsta lagi komið upp margvíslegum trjágróðri og runnum, er sam- eini það tvennt, svo sem bezt má verða, að til skjóls og fegurðar verði. í öðru lagi telur nefndin að á þessum hluta svæðisins sérstak- lega beri að koma fyrir á smekk- legan hátt margs konar skraut- blómum og fögrum sérkennileg- um jurtum. Á einum stað svæðisins ætlast nefndin til að komið verði upp sérstöku plöntu- eða jurtasafni, er t. d. yrði komið fyrir í smekk- lega gerðum hraun„bollum“ eða skákum og verði þar ræktaðar allar þær jurtir, er veðurskilyrði hér leyfa, og svo vel auðkennd- ar, að safnið geti orðið jafnt til fræðslu sem til unaðar fyrir borgarbúa, sem þangað koma. Þá er ætlast til þess að komið verði fyrir á nokkrum stöðum svæðisins haganlega og fallega gerðum gosbrunnum Um svæðið liggi all margir gangstígar, en við þá, svo og í nánd við gos- brunnana verði komið fyrir nægilega mörgum þægilegum bekkjum til hvíldar fyrir garð- gesti. Nefndin mun athuga mögu- leika á því að koma upp á svæð- inu, — t. d. í nánd við fyrrgreint plöntu- og jurtasafn, — vísi að smáfiskasafni (Akvarium). Til fegurðarauka ætlast nefnd- in til að steyptar verði nokkur grunn tjarnarlíki, en bakkar þeirrá skreyttir með fögrum blómum. Á einum stað, — miðsvæðis, — telur nefndin rétt, að ákveðið svæði sé sérstaklega ætlað börn- um, sem t. d. koma þangað 1 fylgd með fullorðnu fólki, — þar sem börnin geta dvalið um stund við leiki, — meðan fylgdarfólk þeirra gengur um svæðið eða nýtur sérstakra skemmtana þar. Þríhyrningur sá, sem áður um- getur og er ofar Laugarásvegi. er að vísu stórgrýttur, en vænt- anlega verður þ>aðsekki miklum vandkvæðum bundið að ryðja það svæði, en síðan má koma þar upp mjög fögrum trjágróðri, enda eru skilyrði til þess þarna hin beztu, sem á verður kosið. Skógur í þessari hlíð myndi'ekki aðeins verða til verulegs fegurð- arauka fyrir hérgreint svæði, heldur myndi fegurðar hans njóta langt út fyrir sjálft svæð- ið, þar sem hlíðina ber hátt yfir það og sést víða til hennar úr austurbænum og næsta nágrenni hans. Uppi á hæsta hnjúki Laugar- ásholtsins ætlast nefndin til að reistur verði fagur útsýnisturn, en hvergi hér í bæ mun fegurra útsýni, gn af þessum stað yfir sjálfa borgina, nágrenni hennar, nærliggjandi eyjar, sundin, höfnina og síðast en ekki sízt hinn fagra og sérkennilega fjallahring, allt vestan frá Snæ- fellsnesjökli og suður á Reykja- nesfjallgarð. Þá gerir nefndin ráð fyrir að komið verði fyrir á svæðinu smekklegum skála (pavillion), þar sem hljómsveitir eða söng- ílokkar geti haldið úti hljóm- eða söngleiki, enda sé útbúið áheyrendasvæði allt í kring um skálann, fyrir allt að 500 manns og á a. m. k. nokkrum hluta þess sé komið fyrir bekkjum eða garðstólum til afnota fyrir borg- arbúa, er hljóm- eða söng- skemmtanir fara þarna fram. S.G.T.~ dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld. — Aðgöngumiðasala kl. 5—7, sími 3240. — Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Nefndin mun loks athuga möguleika á því að svæðið verði á nokkrum stöðum prýtt högg- myndum, helzt myndum, er hafi sögulegt gildi eða tákni á einn eða annan hátt þróun þjóðar- innar eða höfuðstaðarins. Ennfremur mun nefndin at- huga möguleika á því,- að koma fyrir, á sérstakléga til þess ákveðnum hluta svæðisins, líkön- um að býggingum bæjarins á hinum ýmsu tímum, eða vísi að byggðasafni, er sýnt gæti þróun höfuðstaðarins, að ytra útliti til. II. Af íþróttamannvirkjum, sem nefndin telur nauðsyn á að komið verði upp á svæðinu, ber fyrst og fremst að telja sund- laugar og síðar baðströnd. Eins og Öllum borgarbúum, sem nokkuð hafa fylgzt með sund- málum borgarinnar undanfarin ár, er kunnugt, eru sundlaugar borgarinnar nú og hafa verið nokkur undanfarin ár algerlega ófullnægjandi og hafa engan- veginn getað fullnægt hinni sí- vaxandi aðsókn þangað. Nefndin vill því benda á og leggja höfuðáherzlu á nauðsyn þess, að fyrsta íþróttamannvirki svæðisins,’sem þar verður reist, verði rúmgóðar og nýtízku sund- laugar með nægilegum rúmgóð- um sólskýlum, ekki aðeins til þess að fullnægja núverandi að- sókn að hvoru tveggja, heldur svo að tryggt verði að fullnægt verði hvoru tveggja næstu ára- tugi a. m. k. Starfar nefndin nú að því að afla sér teikninga af fyrirhug- uðum sundlaugamannvirkjum á svæðinu. Vegna þeirrar knýjandi nauð- synjar, sem nefndin telur vera á því, að þessi mannvirki kom- ist upp sem allra fyrst væntir nefndin þess, að reynt verði að tryggja nú þegar nægjanlegt efni til fyrrgreindra mannvirkja svo að hægt verði að hefja fram- kvæmdir á þeim undir eins og teikningar og lýsing af þeim eru fullgerðar og hafa hlotið sam- þykki háttv. bæjaráðs og bæjar- stjórnar. Af öðrum íþróttamannvirkj- um, sem nefndin lelur nauðsyn á að koma upp á svæðinu, er íþróttaleikvangur og nokkur æfingasvæði. T. d. knattspyrnu- Strax og rauði herinn hafði gert að engu sóknartilraun Þjóðverja á Kúrskvígstöðvunum, er hófst 5. júlí. hófu Rússar sókn á Orelvígstöðvun- um. Kúrsk var á „skaga“ inn í yfir- ráðasvæði Þjóðverja, en þar fyrir norðan kom álíka „skagi“ inn í yfir- ráðasvæði Rússa, með Orel sem mið- stöð. Það var gegn þessum „skaga“, sem fyrsti áfangi sumarsóknarinnar beindist. Þjóðverjum tókst að stöðva vetr- arsókn Rússa þarna, og hafa síðan látið vinna dag og nótt að virkja- gerð á Orelvígstöðvunum, og gerðu Orel að einu mikilvægasta ígulvirk- inu á miðvígstöðvunum. Hernaðar- leg þýðing borgarinnar lá fyrst og fremst í því, að þar mættust vegir, járnbrautir og fljótasamgöngur. Orel liggur þar sem árnar Orlik og Oka renna saman og þar skerast járnbrautirnar frá Smolensk og Brjansk, og liggja þaðan norður, austur og suður til Moskva, Voron- ez og Karkoff. Landið umhverfis borgina er slétta, hluti af hinum heimsfrægu „Svörtumoldarsvæðum“, og nærri. skóglaust. Skógarnir hafa verið eyddir og erfitt er um öflun viðar og eldsneytis. (Nýlega var skýrt frá því, að Þjóðverjar hefðu hengt mann fyrir að safna saman sprek- um). Á þessu svæði er aðallega rækt- aður rúgur, hafrar, kartöflur og hampur, en hveiti aðeins á síðari. árum, eftir að farið var að beita vísindalegum aðferðum við korn- rækt á þessum stöðvum. Kvikfjár- rækt (nautgripir, sauðfé og svín) er allmikil, og Orel’hefur verið fræg fyrir hrossarækt. Um öll svörtumoldarsvæðin, er ná yfir Kúrsk- og Voronezhéruðin, er veðrátta fremur mild, en stórkost- legur árangur hefur náðst í aukinnr ræktun frá því fimm ára áætlanirn- ar hófust. Þar hafa einnig risið upp miklar iðnaðarmiðstöðvar, er fram- leiða málmvörur og gervigúmmí. Meðal helztu iðnaðarafurða borg- arinnar Orel er tóbak, tilbúinn á- burður, kaðlar og gólfdúkar. Þar voru einnig verksmiðjur, er unnu úr járnmálminum, sem numinn. er þar í nágrenninu, og smíðaðar margs konar landbúnaðarvélár. vellir, tennisvellir, handknatt- leiksvellir o. fl. III. Nefndin gerir ráð fyrir því, að er skemmti- og íþrótta- svæðið hefur verið afgirt og tek- ið til sinna nota samkv. framan- greindum tillögum nefndarinn- ar, sem eru aðeins almenns eðlis. eins og vænta má á þessu stigi málsins, verði bifreiðaakstur um það bannaður eða a. m. k. mjög takmarkaður, t. d. við ákveðnar brautir innan svæðisins og við Framh. á 4. síðu. m Unglinga vantar til að bera Þjóðviljann til kaupenda. % Talið við afgreiðsluna Austurstræti 12, sími 2184.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.