Þjóðviljinn - 10.08.1943, Page 2
s
Þ5OSv íLö iím xi
>riðjudagur 10. ágúst 1943
tliMingarsjóðnr Guðmnndar J. ðsharssonar
loftskeytamanns
Hjónin Anna Jónsdóttir og Daníel Eggertsson, Hvallátrum,
Kauðasandshreppi í Barðastrandarsýslu, hafa stofnað minning-
arsjóð um fósturson sinn Guðmund J. Óskarsson loftskeyta-
ntann, sem fórst með togaranum Jóni Ólafssyni síðastliðið haust.
Ber hann nafnið: Minningarsjóður Guðmundar J. Óskarssonar
loftskeytamanns.
Er stofnfé sjóðsins að upphæð
5 þúsund kr. og var hann afhent-
ur fjársöfnunarnefnd dvalar-
heimilisins 5. ágúst, en þá var
25 ára afmælisdagur hins
drukknaða sjómanns. Tilgangur
sjóðsins á að vera sá, að styðja
og styrkja fátæka aldraða sjó-
menn, sem dvelja á heimilinu
og verður nánar kveðið á um
það í reglugerð fyrir sjóðinn, er
samin verður síðar á þessu ári.
Sjóðurinn tekur við minningar-
gjöfum og öðrum gjöfum.
Þorskabítur enn.
Þá hefur fjársöfnuninni bor-
izt 3 þúsund króna gjöf frá
Þorskabít, en hann hefur áður
gefið fleiri en eina stórgjöf til
dvalarheimilisins. Gjöf þessari
skal varið til minningar um
bókamanninn Jón Þorvaldsson,
Stað á Reykjanesi, enda verði
nafnið við hann kennt.
Aðrar gjafir sem fjársöfnunar
nefndinni hafa borizt frá síð-
ustu birtingu eru þessar:
Kaupfélag Borgafjarðar. Borg
arfirði eystra kr. 250,00. Safnað
af Vilhjálmi Þór Valdemarssyni
kr. 117,00. Safnað af Morgunbl.
kr. 200,00. Til minningar um Þór
arinn Ásgeirsson kr. 500,00. Út-
gerðarfélagið Helgafell kr.
5000,00. Brynjólfur Gíslason,
Bjargarstíg 2 kr. 100,00. Ónefnd
ur kr. 120,00. Útvegsbankinn kr.
50 000,00.
Með þökkum til allra gefenda.
Bjöm Ólafs
Mýrarhúsum.
f
Meísfaramóffd
Framh. af 1. síðu.
gerði Gunnar tilraun til að
hækka met sitt í beggja
handa kasti (samanlagt) og
tókst með ágætum. Setti
hann nýtt glæsilegt met með
26,22 m.; fyrra metið var
24,21 m.
Hástökk
1. Oliver Steinn (FH) 1,80
m.
2. Sigurður G. Norðdahl (Á)
1,70 m.
3. Brynjólfur Jónsson (KR)
1,65 m.
íslandsmeistari 1942: Jón
Hjartar (KR) 1,65 m.
800. m. hlaup
1. Sigurgeir Ársælsson (Á)
2:5.0 mín.
2. Hörður HafliSason (Á)
2:7.1 mín. .
3. Árni Kjartansson (Á)
2:10.9 mín.
íslandsmeistari 1942: Sigur-
geir Ársælsson (KR) 2:4.5
mín.
Spjótkast
1. Jón Hjartar (KR) 53.19
m.
2. Oddur Helgason (Á) 43.72
m.
3. Siguröur Finnsson (KR)
41.31 m.
í slandsmeistar i 1942: Jón
Hjartar (KR) 52.27 m.
Framh. á morgun.
Áskriftarsími Þjööviljans
er 2184
KVENBLÚSSUR
úr siki og prjónasilki.
Verzlim H. Toft
Skólavörðustíg 5
Sími 1035
52 nxnxmmxmía
52525152535252525252120
Hyndainnrammanir
Sverrir
Vörumóttaka til: Ingólfsfjarðar,
Norðurfjarðar, Djúpuvíkur,
Gjögurs, Drangsness, Hólmavík-
ur, Óspakseyrar, Borðeyrar,
Hvammstanga, Blönduóss og
Skagastrandar eftir hádegi í dag
Höfum opnað myndainn-
römmunarvinnustofu. Alls-
konar myndir og málverk
teknar til innrömmunar.
Fljót afgreiðsla.
Vönduð vinna.
Hédfnshðfðí h, t
Aðalstræti 6 B. Sími 4958.
»»>»♦»♦»♦>«♦»♦»♦♦♦♦♦♦♦♦»«
000000000««00<>0b0
DAGLEGA
NÝ EGG, soðin og hrá
Kaf fisalan
Hafnarstræti 16.;
VCXWft
Morgunblaðið hneykslað
Morgunblaðið er ákaflega hneyksl-
að yfir því, að Þjóðviljinn hefur hald
ið því fram, að stjórn síldarverk-
smiðja ríkisins hafi sýnt óbilgimi í
viðskiptum sínum við kyndarana og
þar með orðið til þess að stöðva
verksmiðjurnar og valda verulegu
tjóni.
Hvað annað, hví skyldi Morgun-
blaðið ekki vera hneykslað, það hef-
ur ætíð hneykslazt á öllum óskum og
kröfum verkamanna um launabætur,
það hefur ætíð gefið atvinnurekand •
anum réttinn, þótt hann hafi verið
með-ölíu réttlaus, og því skyldi blað-
ið fara að bregða vana sínum í þessu
máli.
Það er fjarri því að þessi afstaða
Morgunblaðsins sé óeðlileg. Hún
sannar bara þá staðreynd, að verk-
efni blaðsins er að berjast fyrir hags
munum stóratvinnurekenda gegn
hagsmunum verkamanna, og þessa
baráttu heyir það vissulega af þó
nokkrum myndarskap og lagni, eink
um hefur því tekizt. furðu vel að
villa á sér heimildir og telja mönn-
um trú um að það sé blað allra stétta
En virðulegi ,,kollega Moggi“, tím
ar blekkingarinnar eru brátt á enda,
íslenzkur verkalýður er nú búinn að
læra stafrof stéttabaráttunnar, og
allt þitt hjal um vinsemd við allar i
stéttir hljómar í eyrum hans sem fals
og fláttskapur, og .hvað verður þá
um þína dýrð?
Komdu með dæmi ef þú
getur?
Morgunblaðið segir: „Samningar
eru í þeirra augum (þ. e. kommún-
ista) einskisvirði. Þar ríkirsjónarmið
nazista og annarra einræðisherra,
sem segja að ekki beri að hika við
að rjúfa samninga, ef það er hagur
fyrir þá í augnablikinu".
Vilt þú ekki, Moggi góður, sanna
með dæmum að þetta sé skoðun
þeirra manna, sem þú kallar ís-
lenzka kommúnista, og viltu ekki
nefna dæmi þess, að flokkur sá, sem
þú kallar Kommúnistaflokk en heit-
ir Sósíalistaflokkur, Ifafi rofið gerða
samninga. Þú hefur oft talað um
heiðvirði í blaðamennsku svo að þér
hlýtur að vera ljúft að nefna óyggj-
andi dæmi máli þessu til sönnunar.
Komdu bara með dæmin og vertu
ekki með undanfærslu. Ef þú getur
það ekki, þá fara menn að neyðast
til að trúa að leiðarar þínir séu bara
bull og þvættingur.
Þér hefur láðst að svara
En úr því við erum farnir að ræða
við þig í allri vinsemd, ,,kollega
Moggi“, þá verður ekki hjá því kom- [
izt að minna þig á, að síðastliðinn
föstudag buðum við þér í rökræður
um sósíalisma. Að gefnu tilefni var
þér boðið að gagnrýna og hrekja, ef
þú gætir og þyrðir, meginkenningar
sósíalista, t. d. þá kenningu, að at-
vinnulífið ber að reka samkvæmt á-
ætlun, og með það sjónarmið fyrir
augum að fullnægja þörfum fjöldans,
en að gróðasjónarmið einstakling-
anna verði hins vegar að víkja. Þá
var þess og óskað, að þú gerðir grein
fyrir hvaða ráðum þú vildir beita til
að koma í veg fyrir kreppu og til að
koma í veg fyrir at.vinnuleysi hér
heima að stríðinu loknu, og hvað þú
teldir heillavænlegustu leiðina til að
koma í veg fyrir stríð.
Þú mátt vera viss um, að fjöldi
manns bíður eftir að fá að sjá svör
þín. Ef þau koma ekki, þá fara menn
að trúa, að þú vitir sjálfur að þú ert
að verja skipulag í atvinnu- og fjár-
málum sem er orðið úrelt og dauða-
dæmt.
Við bíðum nú og sjáum hvað set-
ur. Við erurn tilbúnir í rökræðurnar
þegar þér þóknast að tala. Þér hefur
láðst að svara til þessa, ef til vill er
þér svarafátt, ef til vill þorir þú ekki
að svara.
Flokklaus blöð og blaðlaus
flokkur
Öll blöð Alþýðuflokksins hafa nú
tekið upp harðvítuga baráttu gegn
stefnu Guðgeirs Jónssonar og ann-
arra mætra Alþýðuflokksmanna í
bandalagsmálinu. Þau hafa meira
að segja tekið upp baráttu gegn Sam
bandi ungra jafnaðarmanna, sem
gerzt hefur aðili að stofnun banda-
lagsins, og gegn miðstjórn Alþýðu-
flokk^ins, sem búin var að ákveða að
gerast aðili að bandalagsstofnun-
inni. Þá eiga þeir Alþýðuflokks-
mennirnir Jón Sigurðsson fram-
kvæmdastjóri Alþýðusambandsins
og Helgi Guðmundsson varaformað-
ur Dagsbrúnar, sem báðir eru ein-
lægir Alþýðuflokksmenn ekki upp á
pallborðið hjá Alþýðublaðinu og
öðrum blöðum Alþýðuflokksins. Dag
eftir dag ráðast þessi blöð með heift-
úðlegum svívirðingum á þá stefnu
sem þessir menn tóku í málum Dags
brúnar, í fullu samkomulagi við
menn úr Sósíalistaflokknum. Og loks
berst öll þessi blaðahersing við
stefnu Alþýðuflokksins í sjálfstæðis-
málinu.
Vissulega eru þessi blöð án flokks,
þau hafa verið tekin af Alþýðu-
flokknum eins og Alþýðubrauðgerð-
in og Iðnó af verklýðsfélögunum.
Það er hægt að stela fleiru en hús-
um. Og vissulega er Alþýðuílokkur-
inn blaðlaus, nem^ hvað blöð sósíal-
ista túlka stefnu hans.
Þetta er ósköp einfalt, bara
að vera á móti kommúnist-
um
Hér eru tvær sögur, ekki þjóðsög-
ur, heldur bókstaflega sannar.
Fyrir mörgum árum kom ungur
maður á þing. Hann var Framsókn-
armaður. Mann vildi kynna sér þing-
mál gaumgæfilega, en þóttist naum-
ast hafa tíma til að gera það svo vel
sem hann vildi.'
Hann tjáði einum af forustumönn-
um flokksins vandræði sín og fékk
, þetfa svar:
,,Hö, vertu ekki að eyða tíma í að
setja þig inn í málin, þetta er ósköp
einfalt, bara að vera á móti öllu
sem kemur frá íhaldinu".
Hin sagan er svona:
íslenzkur stúdent í Kaupmanna-
höfn, sem ölkær var úr hófi fram,
mætti jafnan ölvaður á stúdentafé-
lagsfundum. Síðar sagði hann svo
frá, að sjaldan hefði hann fylgzt
með málum á fundum þessum, en
atkvæði greiddi hann ætíð. Hann
gætti að hvernig Valtýr Guðmunds-
son greiddi atkvæði, og lét ekki
bregðast að vera á móti Valtý.
Alþýðublaðið hefur nú tekið upp
háttu þessara manna. Ritstjóri þess
hugsar sem svo:
Þeta er ósköp einfalt, bara að vera
á móti kommúnistum.
Eftir þessari einföldu reglu hefur
. (
TÉKKÓSLÓVAKÍSK HERSVEIT
BERST MEÐ RAUÐA HERNUM
L. Svoboda ofursti, yfirmaður
tékkoslóvakísku hersveitarinnar, er
berst með rauða hernum, ritar í
rússneska blaðið Krasnaja Svesda:
„Tékkoslóvakíska hersveitin, sem
berst gegn Þjóðverjum á austurvíg-
stöðvunum er tákn einingar slav-
nesku þjóðanna í baráttunni gegn
fasismanum, er stöðugt hefur fylgt
árásar- og landvinningastefnu. Þessi
eining er ekki til orðin vegna hinnar
sameiginlegu hættu og sameigin-
legra hagsmuna í styrjöldinni, held-
ur er hún eðlileg tjáning skyldleika
slavnesku þjóðanna, friðsemi þeirra,
sameiginlegu þjóðareðli og hugsun-
arhætti náskyldra þjóða.
Skyldleiki þjóða okkar kemur
einnig fram í sameiginlegri menn-
ingu, skáldskap og bókmenntum.
Ættjarðarstyrjöldin mikla 1812 vakti
bergmál meðal tékknesku þjóðarinn-
ar og í tékkneskum bókmenntum.
Tékkneska skáldið Jan Kolar lýsir
í leiftrandi myndum vöm rússnesku
þjóðarinnar gegn hinum erlenda inn-
rásarher og segir að „skin eldslog-
anna í Moskva muni lýsa slavnesku
þjóðunum veginn".
í frelsisstríðum Balkanþjóðanna á
öldinni sem leið tók fjöldi tékk-
neskra sjálfboðaliða þátt, með her
Suður-Slavanna, og almenningsálitið
meðal Tékka fagnaði sigri hinna slav
nesku vopna.
f heimsstyrjöldinni fyrri kom sam
heldni Slavanna enn skýrar í ljós.
Tékkarnir og Slavarnir sem neyddir
voru inn í austurrísk-þýzka herinn,
litu á Rússa sem bræður sína og
gengu tugþúsundum saman Rússum
á vald án baráttu, og öðluðust þann
ig rétt til að berjast gegn Þjóðverj-
um.
Og nú, í þessari miklu styrjöld er
Sovétríkin heyja ásamt öllum þjóð-
um Bandamanna gegn hinu fasistíska
Þýzkalandi og Bandamönnum þess,
tekur einnig þátt tékknesk hersveit.
Það er tákn þeirrar eðlilegu eining-
ar er tengir Tékkóslóvaka Austur-
slövum.
Blóð rauðliðanna og tékknesku
hermannanna staðfestir vináttuna
milli þjóða okkar, sem eru reiðubún
ar til ýtrustu fórna til að sigrast á
hinum eilífa óvini, óvini alls mann-
kynsins“.
REGNBOGINN
skáldsagan eftir pólsku skáldkon-
una Wanda Wassilevska, er hlaut
Stalínverðlaunin 1943, er nú komin
út á ensku hjá hinu heimskunna út-
gáfufyrirtæki Hutchinson.
blaðið tekið afstöðu til sjálfstæðis-
málsins, til Dagsbrúnarsamning-
anna, til deilu kyndaranna á Siglu-
firði, til bandalags alþýðunnar o. s.
frv.
Það er sjálfsagt. fyrir Alþýðublað-
ið að halda svona áfram. Það er í
góðum félagsskap með þjóðfíflinu og
fyllibyttum.
Múraravinna
Nú þegar vantar múrara til múrhúðunar og annars við
hitaveituna.
Höjgaard & Schnltz A|s
000000000000