Þjóðviljinn - 11.08.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 11. ágúst 194.?.
^ J ó v iLJ w«ii
Þiðmnunm
Útgcíandí:
SameimBgarflokkur aiþýðu —
Sðaíalutaiiokkurinn
Riutjórar:
Einar Olgeirsson
Sigfús Sigurhjartarson (áb.)
Ritstjórn:
&affðastræti 17 — Víkingsprent
Sími 2270.
Afgreiðsla og euglýsingaskrrf-
stofa, Austurstræti 12 (1. hæð)
Sími 2184.
Vfkingsprent h.f. Garðastreetí 17.
Með eða móti auð-
valdsskipulaginu
Þau eru ekki fá formin, sem
mennirnir hafa skapað sam-
starfi sínu og viðskiptum. Við
skulum ekki minna á öll þessi
form hér, en benda á þá stað-
reynd, að breyttar aðstæður
hafa jafnan kveðið upp dauða-
dóminn yfir fornum formum og
krafizt nýrra.
Það er fráleit hugsun að forn-
öld, miðöldum og nútíma gæti
hent sömu þjóðfélagsform, svo
gjörbreyttar sem allar aðstæður
eru. Aukin tækni og bættar sam
göngur hafa leitt til þess, að við-
skipti einstaklinga og þjóða eru
nú orðin svo margháttuð og víð-
tæk, að líf tveggja einstaklinga,
sem hafa hálfan hnöttinn á milli
sín er þannig samofið, að af-
koma annars getur miklu valdið
um afkomu hins, og engar eru
þær tvær þjóðir á yfirborði jarð
ar, að ekki séu hagsmunamál
þeirra að meiru eða minna leyti
samfléttuð. Þegar þessara stað-
reynda er gætt, hlýtur mönnum
að verða ljóst að það er ekki
undrunarefni þótt þjóðfélögin
hafi haft fataskipti, og það oft-
ar en einu sinni, frá þeim tíma,
er hver maður þekkti ekki
stærra svæði jarðarinnar en það
sem honum entist aldur til að
leggja undir fót.
Nú verðum við, hvert og eitt
okkar, að svara þeirri spurningu
hvort auðvaldsskipulagið, það
form framleiðslu og stjórnar-
fars, sem þjóðirnar hafa búið við
síðustu eina til tvær aldirnar,
sé ekki orðið úrelt og að við
verðum að skapa eitthvað nýtt í
þess stað, sem betur hæfir því
þróunarstigi, sem mannkynið er
nú á.
Það er sjálfsagt að unna auð-
valdsskipulaginu sannmælis.
Það hefur fært mannkyninu
margt. Það hefur fært því
aukna tækni, aukna menningu
og aukin mannréttindi. En hver
hefur hugsað sér að láta þar með
staðar numið. Þráir ekki mann-
kynið enn meiri framfarir, þrá-
ir það ekki enn almennari mann
réttindi og þráir það ekki um
fram alla muni frið og hagsasld
öllum til handa. Getur nokkur
hugsandi maður komizt hjá að
viðurkenna að sjálft auðvalds-
skipulagið er orðið hemill á
þróuninni? Óskipulögð fram-
leiðsla, sem hefur tækni nútím-
D, Saslavski:
Kreppa í þýzka hernum yfirvofandi
-' ■ -*» - vtsXOtáM fer -- lí-
I eitt af maíheftunum af
Das Reich ritar Göbbels: ,,Þaö
er alls ekki vottur um hern-
aðai'snilli þó hægt sé að ná
frumkvæðinu með því að
neyta yfirráða öflugxi hers.
Hernaðarsnilli kemur þá fyrst
í ljós, þegar herir hernaöar-
aðilja eru nokkurnveginn
jafnsterkir“.
Hitlerssinnar hafa slæmt
minni, en þjóðir heimsins
muna hvernig Þjóðverjar gort-
uðu af hernaðarsnilli sinni
eftir árásirnar á Pólland, Belg
íu, Holland, Noreg, Júgóslav-
íu og Grikkland. í öllum þess-
um árásum höfðu Þjóðverjar
tólffalt lið á viö andstæðinga
sína. Er Þjóöverjar höfðu
bariö þjóöirnar niður með því
aö neyta yfirburða margfallt
sterkari hers, gortuöu þeir
endalaust af hernaðarsnilli
sinni og „ósigrandi herjum“.
Nú eru þeir farnir aö kveina
yfir því aö andstæöingarnir
hafi sterkari heri.
Sú breyting er á orðin vegna
hins gífurlega tjóns er þýzki
heririn hefur beðið. Fram að
febrúar 1943 misstu Þjóðverj-
ar á austurvígstöðvunum ein-
um allt að 9 milljónum hei'-
manna og liðsforingja og þar
af féllu fjórar milljónir.
Vetrartjónið
Þeim sem sáu kvikmyndina um Stalingradorustmnar munu minnisBtæðar nokkrar
skyndimyndir af þýzka hernum, sem brugðið var upp í myndarlok, þar sem hinn stolti,
ósigrandi her Adolfs Hitlers leggur af stað í lierferðina og svo — leifamar af þehn hluta
þessa stolta hers sem gafst upp við Stalingrad, hemum sem ætlaði að bmna austur yfir
Volgu sigri hrósandi, en komst þangað aðeins sem hópur vesælla fanga.
í þessmn skyndimyndum af þýzka hernum em að sjálfsögöu listrænar ýkjur, en að
baki þeirra er óhrekjanleg staðreynd: Þýzki herinn er allur annar nú en sumarið 1941,
er hann hóf árás á Sovétríkin, drukkinn af auðveldum sigrum sundraðra andstæðinga.
Það er þetta efni sem einn af þekktustu blaðamönnum Rússa, D. SASLAVSKI, tek-
ur til meðferðar í þessari grein, er birtist í Pravda 29. júní síðast liðinn.
Veturinn 1942—43 misstu
nazistar á austurvígstöðvun-
um 340 þúsund hermenn er
voru teknir til fanga og 850
þúsund er féllu. Hergagna-
tjón Þjóðverja og leppríkja
þeirra á þessum vígstöðvum
nemur 9000 skriödrekum, 5000
flugvélum og 20000 fallbyss-
um. Þó ekki væri annaö en
þetta tjón er það nægileg á-
stæða til þess að menn efist
um hernaöarsnilli Þjóöverja.
Auk þess er talsverður hluti
af upphrópunum Göbbels um
að Þjóöverjar eigi við ofurefh
aö etja á vígstöövunum lygar
og hræsni. Þegar Hitler hóf
hina lævíslegu árás á Sovét-
ríkin, bauð hann út 170 her-
fylkjum. Þetta gaf honum yf-
irburði yfir raúða hernum,
sem hafði þá enn ekki veriö
Hann gat ekki borgað inngangseyrinn.
boðið út til fullnustu. Eink-
um var rauöi herinn ver sett-
ur með skriðdreka og flugvél-
ar.
Þá voru það Þjóöverjar sem
höfðu frumkvæðið og nutu
þess hve árásin var snögg.
Þrátt fyrir þessi hagstæöu
skilyrði tókst Þjóðverjum ekki
að sigra. Veturinn 1941—42
var þýzka hernum greitt mik-
ið högg á Moskvavígstöðvun-
um.
Þýzki herinn var ákaflega
sterkur er hann réöst á Sovét-
ríkin. Þýzki hermaöuriniji taldi
sig einingu 1 voldugum her;
hann trúði á sigur og Hitler.
Honum var lofað að styrjöld-
in skyldi flytja honum auð-
æfi og hann sótti fram án
nokkurs kvíða. Kæruleysi og
vitleysislegt sjálfstraust var
sameiginlegt einkenni allra
Hitlersherjanna. Á Vesturlönd
um molaöi þýzki herinn hina
máttarminni andstæðinga
Þýzkalands og fyllti þjóðirnar
ótta,
Undanliald
En ekkert dugði til að veita
Þjóöverjum úrslitasigur. Að-
eins í byrjun stríðsins tókst
þeim aö vinna land af Sovét-
ríkjunum. Eftir það tók hern-
aðarvélin þýzka aö bila og
ryöga. Loks við högg raúða
hersins tók hún að renna aft-
urábak.
Þessi tvö styrjaldarár hafa
að verulegu leyti breytt þýzka
hemum.
Ekki einungis að hann hafi
orðið fyrir gífurlegu tjóni,
því aö mannfjölda til er hann
enn mjög sterkur.
Þýzkaland hóf ófriðinn við
Sovétríkin með 170 herfylkj-
um. Við byrjun sumarsóknar
Þjóöverja 1942 höfðu þeir ein-
beitt á austurvígstöðvarnar
179 þýzkum herfylkjum og 61
Framhald á 4. síðu.
ans í sinni þjónustu, hlýtur að
leiða til offramleiðslu og at-
vinnuleysis, og atvinnuleysið
gerir löngum að engu aukna
menningu og mannréttindi. Er
hægt að komast hjá því að á-
lykta að vægðarlaus samkeppni
milli þjóða, þegar svo er komið
að afkoma þeirra er saman flétt
uð, hljóti að leiða til styrjaldar.
Sá maður, sem getur svarað
þessari spurningu játandi, hlýt-
ur að vera eitthvað annarlegur
í höfðinu.
Mannkynið stendur nú auglit-
is til auglitis við þá staðreynd,
að auðvaldskipulagið er komið
á það þróunarstig að það mun
tortíma öllum þeim gæðum, sem
það hefur fært mönnunum, ef
það heldur lengur velli. Þeir
sem efast um þetta ættu að
virða fyrir sér það sem gerzt hef
ur í fasistalöndunum á síðari
árum. Þar hefur menning og
mannréttindi verið fótum troð-
in -og útþurrkuð.
Nú ber hverjum ærlegum
manni að svara spurningunni:
Ertu með eða móti auðvalds-
skipulaginu? Svarið verður að
vera já eða nei, — annaðhvort
eða — það er ekkert bil beggja
til.
Það eru til menn, ríkir menn
og voldugir, sem halda, að
þeirra persónulega heill og ham
ingja sé ^undir því komin, að
hallærisskipulagi auðvaldsins
sé viðhaldið. Þessir menn beita
öllum sínum áhrifum, auð og
völdum til að sætta fjöldann
við hið úrelta skipulag. Þeir eru
sífellt að bera fram káktillögur
er þeir reyna að telja þjóðunum
trú um að muni koma í veg fyrir
atvinnuleysi og stríð. Þessir
menn skipta liði og koma fram
fyrir alþýðuna ósáttir á yfir-
borðinu, hafandi þó allir eitt
sameiginlegt markmið: viðhald
hins úrelta skipulags. Hér á ís-
landi eiga þessir menn þrjár
pólitískar starfsfylkingar, Sjálf-
stæðisflokkinn, Framsóknar-
flokkinn og Alþýðuflokkinn.
Þegar rætt er um afstöðuna til
auðvaldsskipulagsins er einnig
rætt um afstöðuna til þessara
flokka. Þeir sem vilja verja hið
úrelta skipulag auðvaldsins,
þriggja flokka að málum, hinir
fylgja einhverjum þessara
sem vilja byggja upp, nýtt þjóð-
félagsform í samræmi við menn
ingu og tækni nútímans fylgja
Sósíalistaflokknum að málum.
Þeir eru ugglaust margir, sem
sem hvergi hafa skipað sér í
sveit og hinir þó enn fleiri, sem
vilja endurskoða afstöðu sína,
öllum þessum mönnum er bezt
að gera sér ljóst, að í stríðslok
fara fram meginátök milli hins
úrelta auðvaldsskipulags og þess
skipulags, sem koma á — skipu-
lags sósíalismans. Hverjum
manni er því rétt að gera upp
við sig hvoru megin hann kýs
sér stöðu.