Þjóðviljinn - 18.08.1943, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.08.1943, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Næturlæknir er í Læknavarðstöð Reykjavíkur, Austurbæjarskólanum sími 5030. Næturvörður í Ingólfsapóteki. Útvarpið í dag': 20.30 Útvarpssagan: „Liljur vallar- ins“. Saga frá Tahiti, VII (Karl ísfeld blaðamaður). 21,00 Hljómplötur: Orgellög. 21,10 Erindi: Um vindrafstöðvar (Guðm. Marteinsson raffr.). 21.30 Islenzkir einsöngvarar og kór- ar. (Guðm. Marteinsson, verkfr). Skýrsla verksmiðjustjórnar Framh. af 3. síðu. þessa lausn málsins, og komu engar tillögur fram í verksmiðju stjórninni um að breyta samn- ingnum til hækkunar á kaupi kyndara eða á annan hátt. Er leitt til þess að vita, að gripið skyldi vera til slíkra ofbeldis- ráðstafana, sem gert var með verkfalli þessu, til þess að knýja fram breytingu á gildandi samn- ingi við verkamannafél. Þrótt, enda er þessi aðferð brot á samn- ingi Síldarverksmiðjanna og Þróttar brot á landslögum, og á fyrirmælum Alþýðusambands- ins, sem hefur lagt fyrir verka- lýðsfélögin að hætta slíkum smá- skæruhernaði. Þá var verkfall þetta einnig brot á ráðninga- samningi manna þessara við verksmiðjurnar, þar eð þeir voru ráðnir að minnsta kosti tveggja mánaða tíma, þó að samningar hafi' að vísu að þessu sinni ekki verið gerðir ski;iflegir við hvern einstakling, eru verkamenn eigi að síður ráðnir fyrir reksturs- tímann upp á mánaðarkaup. Af verksmiðjanna hálfu eru þeim tryggð laun fyrir tveggja mán- aða vinnu, og verða þeir því vit- anlega að vinna hjá verksmiðj- unum þann tíma. Ætti verkfall þetta að verða til varnaðar. Tím- inn, sem menn hafa til síldarat- vinnu, er svo skammur, að eng- inn hefur ráð á að eyða honum til vinnustöðvunar. Samninga, sem gerðir hafa verið, verður að halda, bæði af hálfu verksmiðj- anna og verkamanna, og ágrein- ingur, ef upp kemur, að jafnast á löglegan hátt, ‘en ekki með ó- löglegum skyndiverkföllum. Siglufirði, 10. ágúst 1943. Síldarverksmiðjur ríkisins Þormóður Eyjólfsson Jón L. Þórðarson Jón Gunnarsson Finnur Jónsson Sveinn Benediktsson Þorsteinn M. Jónsson. Tékkneskir verkamenn. Framh. af 1. síðu. og afhending fallbyssna og ann- arra hergagna ekki getað farið fram á tilsettum tíma vegna vinnusvika og skemmdarverka11. Verkamennirnir biðu óþolin- móðir eftir því, að Bandamenn gerðu sprengjuárásir á verk- smiðjurnar. Þegar þær komu notuðu þeir öngþveitið til að kveikja í þýðingarmiklum verk- smiðjudeildum, sprengja upp dýrmætar vélar og eyðileggja straumleiðslur og síma. Þannig var hægt fyrir árvekni tékkn- esku verkamannanna að auka mjög á skemmdirnar af loftárás um Bandmanna með fyrirfram undirbúnum skemmdarverkum. NÝJA Né Fjárhsttuspilarar (Cowboy Serenade) Spennandi ,.Cowbov“-söngva mynd Gene Aurtrey Smidley Burnett Aukamynd: Flotinn og þjóðin. (Marchal of Time Sýnd kl. 5, 7 og 9. I TJARNAJBBÉé Sæ-haukurinn (The Sea Hawk) Amerísk stónuynd Erroi Flynn Brenda Marshall Sýnd kl. 4 — 6,3« — 9 Bönnuð börnum innan 16 ára Síldarvinnukaupíd Framh. af 2. síðu. hæft í þessari fullyrðingu hans um að „Einingar" taxtinn væri miklu lægri en Siglufjarð artaxtinn, skal hér birtur samanburöur á Siglufjarðar- taxtanum og taxta „Eining- ar“: Siglufj. .. taxtinn Kverka og salta hverja tunnu ..... Kverka og sykursalta hverja tunnu Kverka og krydda hverja tunnu Kverka og magadragá hverjatunnu Matéssalta, óflokkað hverja tunnu Matéssalta, flokkað hverja tunnu Hausskera og sykursalta hverja tunnu Hausskera og krydda hverja tunnu .... Hausskera og slógdraga hverja tunnu Hausskera og slægja hverja tunnu .... Flaka og salta hverja tunnu ......... Saita vélflakaða síld ............... Rúnnsalta hverja tunnu .............. Kverka og salta smásíld hverja tunnu kr. 3,68 — 4,00 — 4,00 — 5,88 — 7,84 — 9,38 — 5,39 — 5,39 — 6,10 — 8,82 — 23,57 — 8,86 — 2,94 — 12,05 Einingar taxtinn kr. 3,69 — 4,03 — 4.03 — 5;90 — 7,87 — 9,42 — 5,41 — 5,41 -4- 6,12 — 8,86 — 23,66 — 2,95 — 12,10 Eins og men sjá af þessum samanburði, eru allir liðirn- ir hærri í „Einingar“taxtan- um. í sambandi viö þetta mál, má vekja athygli á því, að kaup karlmanna á Siglufirði er töluvert hærra en kaup karlmanna á Akureyri, á sama tíma og ákvæðisvinnu- taxti „Einingar“ er hærri en Siglufjaröartaxtinn fyrir sömu Þessi frásögn þingmannsins staðfestir það, sem tékkneski ut- anríkisráðherrann, Jan Masaryk sagði í ræðu í Glasgow nú í vor. Hann kvað tékknesku stjórnina í London hafa fengið skilaboð frá verkamönnum í Skodaverk- smiðjunum, þar sem þeir hvöttu til loftárása á hergagnasmiðj- urnar er ynnu fyrir Þjóðverja. Um sprengjuárás Bandamanna á Skoda, sem þá var nýafstaði'n. sagði Masaryk: „Við báðum um þessar árá.sir og við væntum þess, að þær verði oft endurtekn ar áður en styrjöldin er úti“. „Leynileg áróðursstarfsemi fer stöðugt vaxandi í Tékkó- slóvakíu“, sagði Kopecky, „og víða hafa verið myndaðir skæru hópar verkamanna, sem eyði- leggja framleiðslu Þj'óðverja í stórum stíl og trufla flutninga þeirra, en eru auk þess að mynda kjarna frelsishers, er fyrr eða síðar mun leggja til bardaga við þýzka setuliðið. Hvarvetna eru skipulagðar stjórnarnefndir ' með fulltrúum allra stétta tékknesku þjóðar- innar að frumkvæði verka- manna“. ( vinnu. Kaupgjald verka- manna hér er nú sama (grunnkaup) og Erlingur samdi um við atvinnurekend- ur. Gervitaxti „Alþýðumanns- ins“ fyrir síldarvinnu kvenna gat alveg eins verið kr. 20,00 fyrir að kverka og salta tunn- una eins og kr. 4,14, því það var ekkert dýrara að prenta taxtann með ennþá hærri tölum. Háar tölur ei „ glæsilegar, en það fitnar enginn á þeim, ef þær eru aðeins prentaöar í minnsta blaðinu á Islandi. Eini aöilinn, sem hefur gagn af tölunum í gervitaxtanum, er „Alþýöumaðurin“ og rit- stjóri hans, ef eitthvað er þá eftir í sjóðum „Verkalýösfé- lagsins“ til að borga birting- una á gervitaxtanum. Gervi- taxtinn er aöeins settur í því skyni að afla „Alþýðumann- inum“ fjár og í ööru lagi til þess að reyna að blekkja verkakonur og vekja óánægju þeira með' sín eigin samtök. Til þess aö reyna aö ná þessu fagra takmarki hikaði Halldór ekki hætishót við að ljúga i þvi að heiðarlegum verkakon- um að Siglufjarðartaxtinn væri miklu hærri en taxti „Einingar“. Sú var tiðin að síldartaxt- inn á Siglufirði var alltaf hærri en hér, en nú er þetta öfugt, nú er „Einingar“-taxt- inn hærri en Siglufjarðartaxt- inn. í þetta súra epli verður Halldór að bíta og má hann gjarna njóta þeirrar ánægju aö naga þaö næstu daga. Richard Wright: ^ KLDIJR OG SKÝ „Þú gerir engar smáræðis kröfur núna!“ sagði Burden. Borgarstjórifm hóf nú máls, rödd hans var lág og grem j ublandin. „Ég hef gert allt, sem ég hef getað, Dan. Þú hefur ekki viljað hlíta ráðum mínum, svo herra Lowe og Burden lög- reglustjóri verða að taka til sinna ráða“. Rödd Burdens skall yfir eins og þrumuský: „Negri er negri! Eg var mótfallinn því að fara hingað til þess að tala við þenna negra, rétt eins og hann væri hvítur heiðursmaður. Hann þyrfti þess með að tennur hans væru slegnar niður í kok!“ Burden otaði brennandi vindlinum að andliti Taylors. „Eg er lögreglustjóri í þess- ari borg og það er mitt verk að sjá um að lögunum verði hlýtt! Verzlunarráðið krefst þess, að engar kröfugöngur verði farnar á morgun. Þrjú hundruð lögreglumenn munu sjá um það. Ef þú lætur negrana fara inn í borgina eða bolsafíflin draga þig inn í þetta, verður þú að bera ábyrgðina á því sem gerist! Það hafa aldrei verið óeirðir hér í borginni, en nú ert þú með þessu framferði þínu beinlínis að stofna til óeirða! Og þú veizt hverjum það vel'ður verst!“ „Getur þú ekki gert eitthvað, herra borgarstjóri? Get- ur þú ekki komið því til leiðar, að við fáum einhverja úrlaUsn?“ Borgarstjórinn svaraði engu, en Lowe færði sig fast að Taylor. „Við vitum. að þú hefur verið í makki við Hadley óg Green! Við vitum, hvað er að gerast! Gættu þín. negri!“ „Herra?“ Þeir fóru út. Taylor stóð við gluggann og horfði á þá fara inn í bílinn, sem fór af stað og hvarf í rykmekki bak við húshorn. (Hann settist niður. Það sló svita út um hann allan. Guð má vita hvað ég á að gera. ... Hann kom með Lowe og Barden hingað hingað til þess að ógna mér. ... Og þeir vita um Hadley og Green. . . . Einhver hefur sagt. ... Hann heyrði lágan klukkuslátt og leit upp. Hadley og Green koma aftur klukkan hálfsjö. . . . Hann fór fram í ganginn, *góður guð, ef ég aðeins vissi hvað ég á að gera. VII. May kom á móti honum í ganginum. „Hvað sögðu þeir?“ spurði hún með niðurbældri skelf- ingu. „Tefðu mig ekki núna, May!“ „Verða nokkur vandræði, segðu mér það, Dan?“ „Nei, May! Svona, góða! Þú ergir mig!“ „Þú eyðileggur allt fyrir Jimmy, Dan! Gerðu nú enga vitleysu! Það er hans vegna, sem ég spyr. „Það verður allt í lagi! Slepptu mér nú!“ Hann hraðaði sér eftir ganginum. Hún stóð eftir og grét. Guð minn góður! Hvers vegna getur hún ekki látið mig einan. Fyrst er það Jimmy, svo er það hún. . .. Ef það er ekki hún, þá er það hann. .. . Hann var kominn ganginn á enda, fór síðan niður stiga og kom brátt að her- bergi djáknanna. Hann heyrði óm niðurbældra radda. — Hann vissi, að djáknarnir biðu hans, biðu úrslitaorðsins. Þá það, ég er reiðubúinn að fara í kröfugöngu, ef þeir eru það. Hvíta fólkið getur ekki drepið okkur öll. ... Hann opnaði hurðina. Raddirnar þögnuðu. Við honum blasti hvirfing svartra andlita í þykkum tóbaksreyk. Hann neyddi sjálfan sig til að brosa, það bros var dauft. „Gott kvöldð bræður!“ sagði hann. „Sæll, prestur11, sagði Bonds djákni. „Mér þykir leiðinlegt, að ég kem of seint“, sagði Taylor. „Var þetta borgarstjórinn þarna frammi?“ sagði Wil- liams djákni. Taylor þagði við og tók upp vasaklút sinn. „Já, bræður, það var borgarstjórinn og lögreglustjórinn, og þessi Lowe frá rauðu fylkingunni. ...“ „RAUÐU FYLKINGUNNI!‘‘ hrópaði Smith djákni og spratt á fætur með miklum þóttasvip. „Hvað sögðu þeir, prestur?" spurði Williams djákni í lágum rómi án þess að skeyta um Smith. Taylor varp öndinni og leit niður. Þetta augnablik fann hann til andúðar gegn þeim vegna þess þeir biðu svars frá honum við spurningum þeirra. Nú biðu þeir þess, að hann talaði eins og hann hafði alltaf talað, útskýrandi, ein- læglega, ákvarðandi. Nú vildi hann að þeir töluðu, og þeir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.