Þjóðviljinn - 19.08.1943, Síða 2
2
Þ JOÐ VILJIN ISI
Fimmtudagur i9. ágúst 1943,
Hjartanlega þakka ég ykkur öllum, sem með gjöf-
um, kveðjum, heimsóknum og á annan hátt glödduð
mig og gerðuð mér ógleymanlegt sjötíu ára afmælið
Sérstaklega þakka ég ykkur börnum og tengda-
börnum mínum fyrir sífellda umhyggju ykkar fyrir
mér og ekki sízt við þetta tækifæri.
Guð blessi líf ykkar allra, kæru vinir!
Eiríkur Ágúst Jóhannesson,
Hrafnkelsstöðum.
lðnskólinn
Hafnarfjörður!
Unglinga vantar strax til að bera Þjóðviljann til
kaupenda í Hafnarfirði.
DAGLEGA
NÝ EGG, soðín og hrá
Kaffisalan
Hafnarstræti 16.
S.G.T." dansleikur
í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. Aðgöngumiðasala kl. 5—7.
Sími 3240. Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar. Kl. 12 nýtt
skemmtiatriði: Veitt verðlaun fyrir dans-keppni.
Hafið þér gleymt að gerast áskrifandi að nýju
Tekið á móti áskriftum
tól næstu mánaðarmóta.
Hr. dr. med. Snorri Hallgrímsson
Pósthólf 673, Reykjavík
Undirritaður óskar hér með að
gerast kaupandi að bókinni Heilsu-
rækt or mannamein. — Andvirðið,
kr. 95.00 að viðbættu póstkröfu- og
burðargjaldi, mun ég greiða við mót-
töku.
Nafn ................. ............
Heimili ...........................
Póststöð ..........................
Innritað verður í Iðnskólann í Reykjavjk í skrif-
stofu skólans kl. 19—20 alla virka daga frá og með
mánudegi 23. ágúst til laugardags 25. september.
Vegna þrengsla verður ekki tekið við nemendum til
innritunar eftir þann tíma. Skólagjald fyrir fyrri helm-
ing vetrarins, kr. 125 og 136 greiðist við innritun.
Námsskeið til undirbúnings inntökuprófi og milli-
bekkjarprófum hefjast miðvikudag 1. september kl. 18.
l»átttökugjaldið, kr. 20,00 fyrir hverja námsgrein,
ffreiðist við innritun.
Skólastjórinn.
Talið við afgreiðsluna, Austurstræti 12, sími 2184.
TOBRALCO-EFNI j
röndótt, rósótt og með
- myndum,
í svuntur, sloppa og barna-
kjóla
nýkomið
Verzlun H. Toft
Skólavörðustíg 5
Sími 1035
Handknatiieiksmótið
Nýlega er lokið handknatt-
leiksmóti Armanns sem lauk
með sigri Víkings.
Ennþá hefur ekki tekizt að
skapa þann áhuga fyrir þessari
íþrótt, sem hún verðskuldar,
hvorki meðal keppenda eða á-
horfenda, og kemur þar margt
til.
Að þessu sinni voru 4 lið sem
kepptu. Má segja að þau hafi ver
ið í tveim styrkleikaflokkum
eða Víkingur og Valur sér í fl.
og Ármann og Fram sér í fl.
Meðan keppendur eru svona
misjafnir verða leikirnir aldrei
þetta, sem kallað er spennandi
Keppnin er enn ung og margir
keppenda, sem alls ekki virðast
hafa kynnt sér reglur leiksins
en það heíur hinsvegar þau áhrif
að leikur verður of harður
og ódrengilega leikinn og þar af
leiðandi leiðinlegur bæði fyrir
keppendur og áhorfendur.
í þessari keppni kom þetta
oft fram, og olli jafnvel meiðsl-
um, en þetta eru ef til vill bvrj-
unarörðugleikar, sem eldast af
þegar meiri þroski og
reynsla er fengin, en ég efa
að okkur takist að afla
leiknum vinsælda ' fyrr en á
þessu hefur verið ráðin bót. Við
þessa erfiðleika bætist svo það.
að skilyrði til æfinga eru lítil
og nærri hægt að segja engin.
Yfirleitt voru leikirnir í þessu
móti allt of ójafnir nema leikur
Víkings og Vals, sem var nok-
uð jafn, og leikur Ármanns og
Fram, en hann var alltof harka-
lega leikinn og gengu Framarar
þar á undan með slæmt eftir-
dæmi, og voru leikir þeirra um
of harðir. Svipað má segja um
síðari hálfleik Víkings og Vals,
og þurfa hvorugir aðra að öf-
unda af þeim aðförum.
Lið Víkinga leikur létt og er
öruggt í vörn, en leggur ekki að
jafnaði eins í sóknina, aftur á
móti lagði Valur of mikið í sókn
ina og lék þar af leiðandi alltof
opið í vörninni, og er ekki ólík-
legt, að þessi ranga leikaðferð
hafi kostað Val sigurinn að
þessu sinni. Lið Ármanns vant-
ar auga fyrir staðsetningum
og að allir leiki nógu vel með.
Knötturinn gengur heldur ekki
nógu beint fram og fljótt, og er
þessi galli raunar áberandi hjá
flestum liðunum, þó eru Valur
og Víkingur beztir á þessu sviði
og kemur knattspyrnan þai að
góðu haldi, en margir þeirra
manna eru knattspyrnumenn.
Dómararnir munu ekki enn hafa.
fengið þá reynslu og æfingu i að
dæma sem skyldi og sennilegt
er að taka verði miklu strang-
ar á öllu handalögmáli, sem
einkennir leikinn og liðin á
augnablikum.
Enn er Alþýðublaðið ílokks
laust og Alþýðuflokkurinn
blaðlaus
EÍns og nýlega var getið um í Bæj
arpóstinum fékk Alþýðuflokkurinn
nokkurra daga hlé fyrir árásum Al-
þýðublaðsins. En ekki var hann Ad-
am lengi í paradís, og ekki fékk Al-
þýðuflokkurinn lengi að vera í friði
fyrir Alþýðuþlaðinu. Lauslega áætl-
að, virðist helming Alþýðublaðsins í
gær varið til beinna árása á Alþýðu-
flokkinn og Alþýðuflokksmenn. Að-
alárásarefni blaðsins eru:
1) Hatröm ádeila á kommúnista
fyrir að kljúfa verklýðshreyfinguna
á Akureyri á síðasta hausti. Þegar
Alþýðublaðið talar um að kljúfa
verklýðshreyfinguna á Akureyri, a
það við þá ákvörðun og framkvæmd
Alþýðusambandsins, að sameina
þessa verklýðshreyfingu innan Al-
þýðusambands íslands, en klofning
kallar Alþýðublaðið þetta, af því að
Erlingur Friðjónsson gat ekki unað
sér innan Alþýðusambandsins, eftir
að það var komið á heilbrigðan
grundvöll.
Það voru fulltrúar verklýðsfélag-
anna úr öllum stjórnmálaflokkum,
sem lögðu fyrir Alþýðusambands-
stjórn að framkvæma það starf á
Akureyri, sem Alþýðublaðið kallar
klofningu verklýðshreyfingarinnar.
Þar var stjórn Alþýðusambandsins
skipuð fjórum Alþýðuflokksmönn-
um. fjórum sósíalisitum og einum ut-
anflokksmanni, undir , forustu Al-
þýðuflokksmannsins Guðgeirs Jóns-
sonar, sem framkvæmdi fyrirmæli
Alþýðusambandsþingsins. Það var
Alþýðuflokksmaðurinn Jón Sigurðs-
son og sósíalistinn Jón Rafnsson,
sem fóru til Akureyrar og lögðu síð-
ustu hönd á sameiningu, sem Alþýðu
blaðið kallar klofning.
2) Alþýðubiaðið hamast enn á öll-
urp þeim fjölda Alþýðuflokksmanna.
sem voru því andvígir að segja upp
Dagsbrúnarsamningunum. Sérstak-
lega hitta örvar þess varaíormann
Dagsbrúnar Helga Guðmundsson og
Jón Sigurðsson framkvæmdarstjóra
Alþýðusambandsins.
3) Alþýðublaðið er nú á „sigur-
sælu“ undanhaldi í baráttunni við
Alþýðuflokkinn í sjálfstæðismálinu.
Það er leiðinlegt að Alþýðuflokk-
urinn skuli þannig hafa jnisst blað
sitt, en bót er það í máli að Þjóð-
viljinn mun halda uppi málstað
hinn ofsóttu Alþýðuflokksmanna.
!
Þrír framsóknarmenn
Það voru þrír framsóknarmenn
sem stjórnuðu verkfalli kyndara við
ríkisverksmiðjurnar á Siglufirði á
dögunum. Lesið dagvinnugreinar
Jónasar sáluga Jónssonar, greinar
Tímans og Alþýðublaðsins um verk-
fall kommúnista í verksmiðjunum.
Er það ekki ómerkilegasta
blaðið í veröldinni?
Árum saman barðist Alþýðublað-
ið fyrir kröfunni: Átta stunda vinnu-
dagur með óbreyttu dagkaupi. Þar
kom að Dagsbrún fékk kröfuna um
átta stunda vinnudag viðurkenndan.
og ekki aðeins með óbreyttu dag-
kaupi, heldur hækkaði dagkaupið úr
14,50 í 16,80 kr. um tímann og vinnu-
tíminn var styttur um tvo tíma.
Þetta er einn mesti sigur sem verka-
menn hafa unnið, enda stóðu þeir
sameinaðir í baráttunni, án tillits til
stjórnmálaskoðana.
En þegar þessi sigur er unninn.
bregður svo við að Alþýðublaðið
tekur til að hamast gegn Dagsbrún
og þeim sem félaginu stjóma, af þvi
að þeir eru ekki allir Alþýðuflokks-
menn.
Skyldi nokkurt blað í veröldinni
vera eins ómerkilegt og Alþýðublað-
ið?
Mds Inap
í ráði er að reisa Jóni Ara-
syni Hólabiskupi minnisvarða
að Hólum og verði hann ai-
hjúpaður 7. nóv, 1950, en þá
eru 400 ár Iiðin frá því Jón
biskup Arason var hálshöggv-
inn af danska konungsvald-
inu.
Aö aflokinni minningar-
guösþjónustu aö Hólum 15.
þ. m. boöaöi Hólanefnd til
fundar til þess að ræða um
fjársöfnun og framkvæmd
þessarar hugmyndar.
Þá munu hafa safnast um
2000 kr. en áð'ur mun hafa
veriö búiö að' safna um 4000
kr. i þessu augnamiöi.
Hringið í síma 2184 og
\
gerizt áskrifendur
ad fímarífínu
Réffí
ooooooooooooooooo
MUNIÐ
Kafíisöluna
Hafnarstræti 16
ooooooooooooooooo
KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN
Unolinaa
vantar til að bera Þjóðviljann tii kaupenda í nokkrunt bæjar-
bverfum.
Aígrefdslara Ausðrarsfjrasfi 12
Síuú 2184.